Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. ágúst 2023

Ótrú­lega skemmti­leg vika að baki enda mik­il stemn­ing hjá bæj­ar­bú­um og  starfs­mönn­um í und­ir­bún­ingi Túns­ins. For­síðu­mynd­in að þessu sinni er af þeim Hilmari Gunn­ars­syni og Auði Hall­dórs­dótt­ur sem bera höf­uð­ábyrgð á und­ir­bún­ingi bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar og þeim Blóm­dísi og Jón­dísi blóma­skreyt­um sem tóku Kjarna­torg­ið að sér.

Í byrj­un vik­unn­ar kíkti ég á flottu vinnu­stof­una í Skála­túni og keypti eld­rauð­ar veif­ur til að skreyta hús­ið mitt enda bý ég  í rauða hverf­inu. Þar er að myndast stemn­ing og við íbú­arn­ir í göt­unni mun­um hitt­ast á laug­ar­dags­kvöld­ið og grilla sam­an.

Ég sat und­ir­bún­ings­fund með helstu að­il­um sem koma að und­ir­bún­ingi Túns­ins á þriðju­deg­in­um, s.s. stjórn­end­um íþrótta­mann­virkja og þjón­ustu­stöðv­ar, garð­yrkju­deild­ar, Aft­ur­eld­ingu, skát­un­um, björg­un­ar­sveit­inni Kyndli og fleir­um. Fund­ur­inn  var und­ir stjórn þeirra  Hilmars  og Auð­ar Hall­dórs­dótt­ur. Við höf­um tek­ið stöðumat dag­lega þessa vik­una enda um margt að hugsa. Ég verð líka að við­ur­kenna að ég hef skoð­að veð­ur­spána nokkr­um sinn­um á dag og þeg­ar mér lík­ar ekki spá á einni stöð, þá færi ég mig yfir.

Í fyrstu var spáð allt að 12 metr­um á sek­úndu á laug­ar­deg­in­um auk úr­hell­is­rign­ingu en svo fór að lægja (í spánni) en sömu rign­ing­unni er spáð áfram. Við erum nú vön því Ís­lend­ing­ar og verð­um bara dug­leg að klæða okk­ur eft­ir veðri!

Ég átti fund á þriðju­dags­morgni með ýms­um sér­fræð­ing­um vegna kennslu flótta­barna en skóla­mála­yf­ir­völd í Úkraínu hafa þró­að mjög gott fjar­kennslu­efni sem úkraínsk flótta­börn geta nýtt sér. Um 25 þjóð­ir hafa inn­leitt þetta kerfi sem Ís­landi stend­ur til boða.

Á mið­viku­dags­morgn­in­um var ég í morg­unút­varpi Rás­ar 2 að kynna helstu dag­skrárliði bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar. Hér má lesa um­fjöll­um um við­tal­ið. Þá átti ég há­deg­is­fund með fram­kvæmda­stjóra SSH og full­trú­um helstu hags­muna­að­ila fatl­aðs fólks þar sem við fór­um yfir stöð­una í mála­flokkn­um. Við  sam­mælt­umst um að vera sam­stíga í því verk­efni að sækja rétt­lát­ari skipt­ingu fjár­magns í mála­flokk­inn.

Síð­deg­is mætti ég á opna hús­ið í Hlé­garði þar sem  þjón­usta við eldri borg­ara var kynnt en vel­ferð­ar­svið skipu­lagði fund­inn í sam­vinnu við vel­ferð­ar­nefnd. Fjöl­marg­ir þjón­ustu­að­il­ar voru með bása þar sem þeir kynntu þjón­ustu sína og gol­klúbbur­inn var með skemmti­lega pútt­braut til að leyfa fólki að prófa.

Und­ir lok dags átti ég stefnumót við for­svars­fólk íbúa­sam­tak­anna í Ála­fosskvos­inni ásamt bæj­ar­full­trú­um og full­trú­um af um­hverf­is­sviði. Full­trú­ar sam­tak­anna fóru með okk­ur í göngu um kvos­ina og bentu á ýmsa þætti sem þau telja mik­il­vægt að laga til að ásýnd svæð­is­ins verði sem best.

Á fimmtu­dags­morgni var bæj­ar­ráðs­fund­ur og í fram­hald­inu var ég með opna við­tals­tíma fyr­ir bæj­ar­búa eins og alltaf  á fimmtu­dags­morgn­um. Í bæj­ar­ráði voru nokk­ur mál, með­al ann­ars var sam­þykkt að heim­ila um­hverf­is­sviði að end­ur­nýja eldri lóða­leigu­samn­inga á lóð­um sem eru í eigu sveit­ar­fé­lags­ins og leigð­ar eru und­ir íbúð­ar­hús­næði.  Lagt er til að við end­ur­nýj­un verði leigu­tími lóða­leigu­samn­inga til 1. júlí 2075. Þá er lagt til að heim­ild til end­ur­nýj­un­ar lóða­leigu­samn­inga nái að­eins til full­byggðra eldri íbúð­ar­svæða sam­kvæmt gild­andi að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar hverju sinni þar sem gild­is­tími samn­inga er runn­inn út og ekki er fyr­ir­hug­uð frek­ari upp­bygg­ing. Þá var sam­þykkt að heim­ila út­boð á end­ur­nýj­un fær­an­legr­ar kennslu­stofu fyr­ir mötu­neytiseld­hús leik­skól­ans Reykja­kots.

Ég fór í 10 ára af­mæli leik­skól­ans Höfða­bergs eft­ir há­degi en leik­skól­inn hóf starf­sem­ina sem úti­bú við leik­skól­ann Huldu­berg og síð­ar Lága­fells­skóla. Skól­inn var svo gerð­ur sjálf­stæð­ur í sum­ar. Tinna skóla­stjóri tók á móti okk­ur Gunn­hildi Sæ­munds­dótt­ur sviðs­stjóra fræðslu og frí­stunda­sviðs og við fór­um inn á all­ar deild­ir og heils­uð­um upp á börn­in og starfs­fólk­ið. Boð­ið var upp á kaffi og dýr­ind­is kök­ur í til­efni dags­ins. Ég fór líka og tók smá borð­tenn­is æf­ingu með Auði Tinnu Að­al­björns­dótt­ur formanni borð­tenn­is­sam­bands Ís­lands og Júlí­usi Finn­boga­syni formanni ný­stofn­aðs borð­tenn­is­fé­lags Mos­fells­bæj­ar. Þá fór ég í sögu­göngu með Bjarka Bjarna­syni þar sem við frædd­umst um upp­bygg­ingu íþrótt­astarfs í kring­um Varmá. Stöll­urn­ar flottu tóku lag­ið á milli frá­sagna. Ég náði líka að fara út á Kjarnatorg og skoða skreyt­ing­arn­ar hjá þeim Blóm­dísi og Jón­dísi.

Í há­deg­inu í dag fór ég í við­tal í út­varp Mos­fells­bæj­ar en dag­skrár­gerð­in er í hönd­um þeirra Ástrós­ar Hind Rún­ars­dótt­ur og Tönju Rasmus­sen. Þær sendu fyrst út í fyrra í til­efni af 35 ára af­mæli Mos­fells­bæj­ar  en þær eru starfs­menn bóka­safns Mos­fells­bæj­ar.

Síð­ar í dag er svo skóflu­stunga með Þorska­hjálp og verð­andi íbú­um við Úu­götu en þar erum við að byggja upp íbúða­kjarna fyr­ir fimm fatl­aða ein­stak­linga sem munu búa þar í sér­í­búð­um. Áætluð verklok eru fyr­ir ára­mót árið 2024. Þorska­hjálp hef­ur öðl­ast góða reynslu af því að byggja upp svona kjarna og ég hlakka mik­ið til sam­starfs­ins við þau og fagna mjög að við séum að fjölga bú­setu­kost­um fyr­ir fatlað fólk í Mos­fells­bæ. Í kvöld er það svo skrúð­ganga frá Kjarna og Ullarpartý­ið í Ála­fosskvos og von­andi næ ég nokkr­um góð­um at­rið­um fyr­ir þann tíma.

Ég óska ykk­ur öll­um góðr­ar helg­ar og von­ast til að sjá sem flest á þeim 100 við­burð­um sem eru í boði í bæn­um um helg­ina.

Og ef ein­hver er ekki bú­inn að opna dag­skrána þá er hana að finna á mos.is/dagskra.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00