Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. september 2022

Ágætu bæj­ar­bú­ar,

Í gær, 1. sept­em­ber tók ég til starfa sem bæj­ar­stjóri hér í Mos­fells­bæ. Fyrsta verk­efn­ið var að mæta á bæj­ar­ráðs­fund kl. 7:30 en þar voru nokk­ur mál tekin til um­fjöll­un­ar, með­al ann­ars sex mán­aða upp­gjör sveit­ar­fé­lags­ins. Það er ljóst af upp­gjör­inu að það eru krefj­andi tím­ar í um­hverfi sveit­ar­fé­laga, ekki bara hér í Mos­fells­bæ held­ur á land­inu öllu. Vaxtaum­hverf­ið sem við búum við hækk­ar lán sveit­ar­fé­lag­anna – eins og heim­il­anna í land­inu og hef­ur óneit­an­lega áhrif á rekst­ur­inn. Mála­flokk­ur fatl­aðs fólks er ann­ar rekstr­ar­þátt­ur þar sem sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa ákveð­ið að stilla sam­an strengi og óska eft­ir aukn­um tekju­stofn­um til að standa und­ir þess­um mik­il­væga rekstri.

Eft­ir bæj­ar­ráð­ið fór ég á starfs­manna­fund á bæj­ar­skrif­stof­un­um og það var af­skap­lega vel tek­ið á móti mér af starfs­mönn­um og boð­ið upp á þessa líka fínu tertu frá Mos­fells­baka­ríi.

Ég fór síð­an í Kvísl­ar­skóla með full­trú­um um­hverf­is­sviðs og fræðslu-og frí­stunda­sviðs og hitti Þór­hildi skóla­stjóra og aðra stjórn­end­ur. Þar var far­ið í gegn­um stöð­una, hvaða verk­efn­um er lok­ið og hvað vant­ar upp á til að bæði nýj­ar skóla­stof­ur og önn­ur hæð húss­ins geti tek­ið á móti nem­end­um. Starfs­fólk Kvísl­ar­skóla á mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir út­sjón­ar­semi við krefj­andi að­stæð­ur en ekki síð­ur nem­end­ur og for­eldr­ar sem hafa sýnt þess­um að­stæð­um mik­inn skiln­ing.

Í morg­un ávarp­aði ég að­al­f­und Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands en fé­lag­ið held­ur að­al­f­und sinn í Hlé­garði með dygg­um stuðn­ingi Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar. Það er greini­lega mik­il gróska á þessu sviði hér í bæn­um og um­gjörð bæj­ar­ins ber öfl­ugu starfi skóg­ræktar­fólks fag­urt vitni.

Í há­deg­inu þáði ég boð Hlað­gerð­ar­kots um heim­sókn en þar er unn­ið gríð­ar­lega gott starf í þágu ein­stak­linga sem þurfa á stuðn­ingi að halda.

Þess­ir fyrstu dag­ar lofa mjög góðu og ég fer inn í helg­ina þakk­lát fyr­ir það traust sem bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sýnt mér með ráðn­ing­unni og full til­hlökk­un­ar gagn­vart verk­efn­un­um framund­an.

Næstu dag­ar og vik­ur fara með­al ann­ars í að heim­sækja stofn­an­ir bæj­ar­ins og kynn­ast bet­ur inn­við­um Mos­fells­bæj­ar.

Ég minni á að það er hægt að panta við­tals­tíma í síma 525-6700 eða senda póst á net­fang­ið mos@mos.is.

Njót­ið helgar­inn­ar!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Mynd 1: Frá vinstri, Arn­ar Jóns­son, Þóra Hjaltested, Dagný Krist­ins­dótt­ir, Halla Karen Kristjáns­dótt­ir, Ás­geir Sveins­son, Regína Ás­valds­dótt­ir, Lovísa Jóns­dótt­ir, Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir og Jana Katrín Knúts­dótt­ir

Mynd 2: Frá vinstri, Björn Trausta­son formað­ur skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar, Regína bæj­ar­stjóri og Jónatan Garð­ars­son formað­ur Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00