Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. október 2023

Það var vel mætt á fund Vega­gerð­ar­inn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar um fyr­ir­hug­aða lagn­ingu Sunda­braut­ar en fund­ur­inn var hald­inn í húsa­kynn­um fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ í gær­kveldi. Það stóð til að halda sam­eig­in­leg­an fund fyr­ir Kjalnes­inga, Skaga­menn og Mos­fell­inga en við ósk­uð­um eft­ir sér­stök­um fundi í Mos­fells­bæ þar sem mál­ið varð­ar mikla hags­muni bæj­ar­búa og varð Vega­gerð­in við því. Valdi­mar Birg­is­son formað­ur skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar stýrði fund­in­um en fyr­ir­les­ar­ar voru þær Anna Heið­ur Ey­dís­ar­dótt­ir og Ragn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir frá Eflu en þær Helga Jóna Jón­as­dótt­ir, Bryndís Frið­riks­dótt­ir og Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir frá Vega­gerð­inni tóku þátt í um­ræð­um að fyr­ir­lestr­um lokn­um. Þá buðu þær upp á að fund­ar­gest­ir gætu spjallað við þær að aflokn­um fundi og skoð­að þær teikn­ing­ar sem voru hengd­ar upp í and­dyri skól­ans.  Í um­ræð­un­um kom með­al ann­ars fram að þó að lagn­ing Sunda­braut­ar væri mik­ið hags­muna­mál fyr­ir Mos­fell­inga m.t.t. þeirr­ar um­ferð­ar sem fer á hverj­um degi í gegn­um bæínn þá væru áhyggj­ur af líf­ríki Leiru­vogs­ins, ef far­ið verð­ur í þverun með til­heyr­andi fyll­ing­um. Fleira var rætt. s.s. veg­teng­ing­ar frá Sunda­braut og inn á Álfsnes til að tengja við Vest­ur­landsveg.

Fólk var hvatt til þess að senda inn um­sagn­ir í skipu­lags­gátt­ina sem er opin til 19. októ­ber.

Mos­fells­bær mun að sjálf­sögðu senda form­lega um­sögn um mál­ið en skipu­lags­nefnd­in bók­aði svohljóð­andi á fundi sín­um þann 6. októ­ber síð­ast­lið­inn:

Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir já­kvæð áhrif þess að Sunda­braut muni auka sveigj­an­leika stofn­vega­kerf­is­ins með dreif­ingu umferð­ar á fleiri leið­ir og létta á um­ferð­ar­þunga af öðr­um veg­um, s.s. Höfða­bakka um Gull­in­brú, Ár­túns­brekku og Vest­ur­lands­vegi í Mos­fells­bæ. Auk þess sam­fé­lags- og um­hverf­is­lega ábata sem fylg­ir minni akstri, út­blæstri og meng­un vegna styttri ferða­tíma veg­far­enda.

Skipu­lags­nefnd legg­ur sér­staka áherslu á mik­il­vægi þess að met­in verði vand­lega mögu­leg áhrif út­færslu III. hluta Sunda­braut­ar (Geld­inga­res-Álfs­nes) á Leiru­vog, hvað varð­ar strauma og líf­ríki svæð­is­ins. Leiru­vog­ur og Blikastaðakró voru frið­lýst árið 2022 en svæð­ið er mik­il­væg­ur við­komu­stað­ur far­fugla, einkum vað­fugla og fóstr­ar ríku­legt fugla­líf allt árið um kring. Auk þeirra ein­kenn­ist vog­ur­inn af fjöl­breytt­um vist­gerð­um, leir­um, þang­fjör­um, kræk­linga­áreyr­um og sand­fjör­um sem eru líf­auð­ug­ar. Vak­in er at­hygli á mögu­leg­um nei­kvæð­um áhrif­um veru­legra land­fyll­inga á þess­um stað.

Á einni af mynd­un­um sem fylgja færsl­unni er mynd af full­trú­um Vega­gerð­ar­inn­ar og Eflu.

Vik­an hef­ur að öðru leyti ver­ið mjög hefð­bund­in. Á laug­ar­dag ávarp­aði ég gesti á sýn­ing­aropn­un  í Kvísl­artungu 28 en þar er lista­kon­an Una Björg Magnús­dótt­ir með sýn­ing­una Svik­ull silf­ur­ljómi. Kvísl­artunga er tæp­lega 400 fm ein­býl­is­hús í bygg­ingu og ramm­ar verkin mjög fal­lega inn. Sýn­ing­in er á veg­um lista­safns ASÍ og var fjöldi manns mætt­ur til að sam­gleðj­ast lista­kon­unni. Sýn­ing­in stend­ur til 29. októ­ber og ég hvet bæj­ar­búa til að nýta þetta tæki­færi og skoða þessi ný­stár­legu verk í mjög svo óvenju­legu rými.

Á mánu­dags­morg­un  átti ég fund með okk­ar að­il­um í samn­inga­nefnd vegna sam­göngusátt­mál­ans en við hefj­um vinnu­vik­una yf­ir­leitt á fund­um kl. 8 á mánu­dags­morgn­um til að taka stöð­una og ræða álita­mál. Þá tóku við fund­ir inn­an­húss með fram­kvæmda­stjórn­inni, fund­ur með Páli Björg­vini fram­kvæmda­stjóra SSH og Þor­valdi Daní­els­syni formanni sam­ráð­s­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um skíða­svæð­in. Þá var stjórn­ar­fund­ur Skála­túns ses eft­ir há­degi auk und­ir­bún­ings bæj­ar­ráðs. Á stjórn­ar­fundi Skála­túns var sam­þykkt að Sól­ey Ragn­ars­dótt­ir, sem hef­ur gegnt starfi að­stoð­ar­manns mennta og barna­mála­ráð­herra, taki að sér verk­efna­stjórn­un fyr­ir stjórn­ina til að koma mál­um tengd­um upp­bygg­ingu á Skála­túns­reitn­um af stað. Sól­ey sem er lög­fræð­ing­ur að mennt hef­ur fylgt þessu verk­efni frá upp­hafi samn­ingsum­leit­ana á milli IOGT, Mos­fells­bæj­ar og Mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­is og mjög gott að fá hana í verk­efn­ið.

Á þriðju­dag­inn héld­um við góða vinnu­stofu um far­sæld barna með þátt­töku starfs­fólks fræðslu- og frí­stunda­sviðs og vel­ferð­ar­sviðs. Íris Marteins­dótt­ir sem hef­ur ver­ið verk­efn­is­stjóri far­sæld­ar hjá Mos­fells­bæ í eitt ár og hef­ur ný­lega lok­ið störf­um fór yfir helstu þætti far­sæld­ar­hrings­ins og þau skref sem er nauð­syn­legt að taka í fram­hald­inu. Því næst voru um­ræð­ur þar sem við fór­um yfir helstu verk­efni sem við þurf­um að vinna til að kom­ast áfram í far­sæld­inni og for­gangs­röðun þeirra.

Á mið­viku­dag hófst dag­ur­inn á fundi í sam­ráð­s­nefnd Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar. Full­trú­ar í sam­ráð­s­nefnd­inni eru bæj­ar­full­trú­arn­ir Halla Karen Kristjáns­dótt­ir og Ás­geir Sveins­son, Birna Kristín Jóns­dótt­ir og Hrafn Ingvars­son frá að­al­stjórn Aft­ur­eld­ing­ar, Grét­ar Eggerts­son fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, Arn­ar Jóns­son sviðs­stjóri menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­mála og Jó­hanna B. Han­sen sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs auk bæj­ar­stjóra. Ég átti í fram­hald­inu nokkra inn­an­húss­fundi ásamt fundi með fram­kvæmda­stjóra SSH og síð­an var bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur að venju.

Í gær, fimmtu­dag var ég með opna við­tals­tíma eft­ir bæj­ar­ráð og fékk nokkra ein­stak­linga og full­trúa fyr­ir­tækja í við­töl. Ég hef sagt það áður að mér finnst mjög gam­an að kynn­ast íbú­um á þenn­an hátt og fá svona fjöl­breytt­an hóp í heim­sókn. Í bæj­ar­ráð­inu var sam­þykkt að flýta fyr­ir­hug­uð­um fram­kvæmd­um við Kvísl­ar­skóla þann­ig að neðri hæð­in verði að fullu til­bú­in fyr­ir ára­mót. Á fund­in­um var einn­ig lögð fram fram­vindu­skýrsla vegna fram­kvæmd­anna en þær munu kosta á ann­an milljarð króna, þeg­ar allt er upp tal­ið. Ég fékk svo heim­sókn frá Kjart­ani Kjart­ans­syni bæj­ar­stjóra í Reykja­nes­bæ og fram­kvæmda­stjórn­inni hjá hon­um en þau vildu með­al ann­ars kynna sér stjórn­kerf­is­breyt­ing­ar hjá Mos­fells­bæ og nýtt skip­urit auk sta­f­rænu þró­un­ar­inn­ar. Þetta var líf­leg­ur fund­ur og um margt að ræða.

Í dag hafa ein­göngu ver­ið fund­ir inn­an­húss og ég hef feng­ið ágæt­is tíma til að sinna stjórn­sýslu­er­ind­um. Ég fer því inn í helg­ina með ör­lít­ið hreinna skrif­borð en venju­lega og sól í sinni.

Góða helgi!

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00