Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Síð­asta helgi var mjög við­burða­rík en Stóri plokk­dag­ur­inn var á sunnu­deg­in­um 30. apríl. Við mælt­um okk­ur mót við Kjarna, ég og formað­ur um­hverf­is­nefnd­ar, formað­ur bæj­ar­ráðs og for­seti bæj­ar­stjórn­ar og plokk­uð­um í runn­um í ná­grenn­inu. Með­al ann­ars við torg­ið og í holt­inu fyr­ir aft­an Bank­ann. Við náð­um heil­miklu rusli, ekki síst síga­rett­ustubb­um og púð­um sem eru hvim­leið­ir að­skota­hlut­ir í um­hverf­inu. Það var plokkað víða í Mos­fells­bæ, til dæm­is í Rótarý­lund­in­um og þar stóð Rótarý­fé­lag­ið fyr­ir plokk­un en fé­lög­in eru bak­hjar­l­ar plokk­dags­ins um allt land. Þá stóð for­eldra­fé­lag­ið fyr­ir plokk­degi í Helga­fells­hverfi og bauð for­eldr­um og börn­um í grill á eft­ir. Al­gjör­lega til fyr­ir­mynd­ar!

Ég fór líka á Dýrin í Hálsa­skógi í Bæj­ar­leik­hús­inu sem var ótrú­lega metn­að­ar­full og skemmti­leg sýn­ing. Frá­bær leik­ur, tónlist, söng­ur og leik­mynd sem leik­fé­lag­ið má vera stolt af og færi ég þeim bestu þakk­ir fyr­ir mig og mína!

Stutt en skörp vinnu­vika að baki. Mik­ið af inn­an­húss­fund­um og við­töl­um við ein­stak­linga og for­svars­fólk fyr­ir­tækja í bæn­um. Á þriðju­dag voru nokkr­ir fund­ir, bæði með starfs­mönn­um og kjörn­um full­trú­um. Á mið­viku­dag hóf ég dag­inn klukk­an hálf átta með for­eldra­fé­lagi Varmár­skóla, til að fara yfir fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir í skól­an­um og á lóð­inni í sum­ar. Í fram­hald­inu var starfs­manna­fund­ur þar sem við fór­um með­al ann­ars yfir næstu skref varð­andi flokk­un og sorp­hirðu en það eru mikl­ar breyt­ing­ar framund­an í þeim efn­um. Við þurf­um öll að vera vel upp­lýst um þau mál, til að geta svarað bæj­ar­bú­um á sem best­an hátt. Það eru fyr­ir­hug­að­ir kynn­ing­ar­fund­ir í bók­safn­inu síð­ar í maí sem verða aug­lýst­ir sér­stak­lega.

Á tíma­bil­inu 25. maí til 30. júní verð­ur nýj­um tunn­um dreift við öll heim­ili í bæn­um. Heim­ilin fá einn­ig plast­körfu og bréf­poka til að safna mat­ar­leif­um inn­an húss sem verða afhent um leið og tunnurnar.

Sér­býl­in fá eina tví­skipta gráa 240 lítra tunnu merkta mat­ar­leif­um og blönd­uð­um úr­gangi, gamla gráa tunn­an verð­ur end­ur­merkt fyr­ir plast­umbúð­ir og blá tunn­an fær einnig nýj­an miða fyr­ir papp­ír/pappa.

Fjöl­býl­in fá brúna 140 lítra tunnu merkta mat­ar­leif­um. Tunn­ur verða end­ur­merkt­ar sömu­leið­is með nýju mið­un­um en heild­ar lítra­fjöldi tunna verð­ur ekki auk­in nema í ein­staka til­fell­um. Fjöl­býli með djúp­gáma fá sömu leið­is brúnu tunn­urn­ar að minnsta kosti til að byrja með.

Afhendingaráætlunina fyrir nýju tunnurnar:

Á mið­viku­dag­inn hófst verk­efn­ið Hjólað í vinn­una. Það vildi ekki bet­ur til hjá mér en að ég mætti óvart á bíl í vinn­una, en náði að skjót­ast heim á milli funda og sækja hjól­ið. Það mun­ar um hvern liðs­mann og hvern kíló­meter!

Á fimmtu­dag var bæj­ar­ráðs­fund­ur og þar var sam­þykkt ráðn­ing nýs skóla­stjóra Krika­skóla, Vikt­oríu Unn­ar Vikt­ors­dótt­ur.

Á fimmtu­dag kvödd­um við Hönnu mannauðs­stjóra sem er að fara í nýtt starf hjá Heilsu­vernd. Hanna hef­ur starfað í sjö ár hjá Mos­fells­bæ og ég færi henni kær­ar þakk­ir fyr­ir vel unn­in störf hjá bæn­um og óska henni alls hins besta á nýj­um vett­vangi. Þar til nýr mannauðs­stjóri verð­ur ráð­inn mun Katrín Dóra Þor­steins­dótt­ir leysa af í mannauðs­mál­un­um í hlutastarfi næstu mán­uði.

Í morg­un var fund­ur al­manna­varn­ar­nefnd­ar í Skóg­ar­hlíð og í beinu fram­haldi var stjórn­ar­fund­ur hjá slökkvi­lið­inu. Þá átti ég fund með bak­hópi við­ræðu­nefnd­ar um kostn­að­ar­þát­töku rík­is­ins í stræt­is­vagna­sam­göng­um en sá hóp­ur var skip­að­ur fyr­ir skemmstu og von­ir standa til að geti lok­ið störf­um í sum­ar. Loks átti ég fund með starfs­fólki Aft­ur­eld­ing­ar til að ræða ýmis praktísk mál.

Í dag voru opn­uð til­boð í lóð­ir í fyrri út­hlut­un í fimmta áfanga í Helga­fells­hverfi. Alls bár­ust 98 um­sókn­ir.

Í þess­ari út­hlut­un var ósk­að eft­ir til­boð­um í bygg­ing­ar­rétt ann­ars veg­ar fjög­urra fjöl­býla með 12 íbúð­um hvert, alls 48 íbúð­ir, og hins veg­ar sjö rað­húsa, alls 24 íbúð­ir.

Bæj­ar­ráð fer með út­hlut­un lóða að lok­inni yf­ir­ferð til­boða. Hverri lóð verð­ur út­hlut­að til þess að­ila sem ger­ir hæst til­boð í við­kom­andi lóð, enda upp­fylli til­boð við­kom­andi að­il­a skil­yrði út­hlut­un­ar­skil­mála þar á með­al um hæfi til­boðs­gjafa.

Það eru því spenn­andi tím­ar framund­an í Mos­fells­bæ með áfram­hald­andi upp­bygg­ingu.

Góða helgi!

Mynd­ir af flotta leik­hópn­um sem lék í Dýr­un­um í Hálsa­skógi. Einn­ig frá Stóra plokk­deg­in­um með þeim Höllu Kar­enu Kristjáns­dótt­ur formanni bæj­ar­ráðs og Örv­ari Jó­hanns­syni formanni um­hverf­is­nefnd­ar. Þá er mynd af full­trú­um úr for­eldra­fé­lagi Varmár­skóla. Loks er mynd af Hönnu mannauðs­stjóra og Andreu dótt­ur henn­ar frá kveðju­stund­inni í gær.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00