Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. september 2022

Ágætu bæj­ar­bú­ar

Vik­an 5- 9 sept­em­ber er búin að vera mjög fjöl­breytt.

Hún hófst að venju á fundi á mánu­dags­morgni með fram­kvæmda­stjórn bæj­ar­ins, þar sem far­ið er yfir sam­þykkt­ir síð­asta bæj­ar­ráðs­fund­ar og verk­efn­in sett í ferli. Enn­frem­ur er far­ið yfir mál sem þarf að vinna fyr­ir næsta bæj­ar­ráðs­fund.

Í fram­hald­inu var fund­ar­hrina hjá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem hófst á eig­enda­fundi Sorpu, síð­an eig­enda­fundi Strætó bs og loks stjórn­ar­fundi SSH. Á stjórn­ar­fund­in­um feng­um við með­al ann­ars góða kynn­ingu frá Ósk­ari Reyk­dals­syni for­stjóra heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Eig­enda­fund­ur Strætó sner­ist um fjár­hags­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins en síð­ast­lið­ið vor var sam­þykkt að fá KPMG til að rýna hana og er ljóst að vegna fækk­un­ar far­þega vegna Covid og tekju­skerð­ing­ar af þeim sök­um, verð­bólgu og hækk­un á olíu­verði þá mun Strætó ekki geta stað­ið und­ir þeim rekstri sem fyr­ir­tæk­inu er ætl­að. Það er við­bú­ið að það þurfi aukafram­lag frá sveit­ar­fé­lög­un­um sem standa að rekstr­in­um.

Á þriðju­deg­in­um átti ég fund með fram­kvæmda­stjóra Sorpu og upp­lýs­inga­full­trúa ásamt Al­dísi Stef­áns­dótt­ur full­trúa Mos­fells­bæj­ar í stjórn Sorpu. Markmið fund­ar­ins var að ræða eig­enda­sam­komu­lag frá ár­inu 2013 varð­andi urð­un í Álfs­nesi. Sam­komu­lag­ið renn­ur út í lok árs 2023 og mik­il­vægt að sett sé fram raun­hæf að­gerða­áætl­un varð­andi næstu skref.

Á mið­viku­dag fékk ég kynn­ingu á um­hverf­is­sviði bæj­ar­ins og helstu verk­efn­um sem eru í gangi. Í kjöl­far­ið fór ég með Jó­hönnu Han­sen sviðs­stjóra og Kristni Páls­syni skipu­lags­full­trúa og skoð­aði helstu fram­kvæmd­ir í bæn­um og næstu svæði sem verða und­ir­bú­in og skipu­lögð fyr­ir íbúa­byggð. Það er al­veg ljóst að Mos­fells­bær á mik­ið inni þeg­ar kem­ur að skipu­lagi nýrr­ar íbúða­byggð­ar og at­vinnusvæða. Und­ir lok dags flutti ég stutt ávarp á opn­um fundi um mál­efni eldri borg­ara í Mos­fells­bæ en fund­ur­inn var hald­inn í Hlé­garði og var mjög góð mæt­ing. Þarna kynntu all­ir að­il­ar sem koma að þjón­ustu við eldri borg­ara starf­semi sína og var dag­skrá­in brot­in upp með söng og dansi.

Á bæj­ar­ráðs­fund­in­um á fimmtu­dag voru til­lög­ur að nýrri áfanga­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins kynnt­ar auk þess sem ný sam­þykkt um hunda­hald fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var sam­þykkt.

Í kjöl­far bæj­ar­ráðs­fund­ar­ins hitti ég Lindu Udengård sviðs­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs og við fór­um yfir helstu mál auk þess að heim­sækja leik­skól­ana Huldu­berg, Höfða­berg, Hlíð og Hlað­hamra, Lága­fells­skóla  og end­uð­um í Kvísl­ar­skóla. Ég vil nota tæki­fær­ið og þakka stjórn­end­um skól­anna, þeim Tinnu Rún Ei­ríks­dótt­ur, Svein­björgu Dav­íðs­dótt­ur, Lísu Greips­son, Þór­hildi Elfars­dótt­ur og Þuríði Stef­áns­dótt­ur fyr­ir góð­ar mót­tök­ur.

Ég náði einnig að sitja fjar­fund með nefnd sem Ásmund­ur Ein­ar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra setti á lagg­irn­ar, vegna barna sem eiga í al­var­leg­um þroska- og geð­vanda. Í nefnd­inni eru full­trú­ar þriggja ráðu­neyta, Barna- og fjöl­skyldu­stofu og sveit­ar­fé­laga og er nefnd­inni ætl­að að skila til­lög­um í nóv­em­ber um fyr­ir­komu­lag með­ferð­ar og vist­un­ar á þeim börn­um sem glíma við þenn­an al­var­lega vanda en sveit­ar­fé­lög hafa lengi kall­að eft­ir út­bót­um og úr­ræð­um á þessu sviði.

Um helg­ina mun­um við aug­lýsa tvö störf hjá Mos­fells­bæ. Ann­ar­s­veg­ar í nýtt starf leið­toga upp­lýs­inga­stjórn­un­ar sem kem­ur í stað starfs skjala­stjóra en Þor­gerð­ur sem gegndi því starfi er á för­um frá okk­ur og hins veg­ar starf lög­fræð­ings. Mark­mið­ið er að stór­efla sta­f­ræna þró­un og upp­lýs­inga­miðl­un bæj­ar­ins í takt við al­menna þró­un í sam­fé­lag­inu og við von­umst að sjálf­sögðu eft­ir góð­um um­sókn­um.

Að þessu sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Mynd 1 (efst á síð­unni): Með Tinnu í Höfða­bergi

Mynd 2: Á fundi um þjón­ustu við eldri borg­ara. Frá vinstri: Sig­ur­björg, Elva Björg, Guð­laug Helga og Jór­unn Edda

Mynd 3: Frá fund­in­um í Hlé­garði

Mynd 4: Ólaf­ur formað­ur Öld­unga­ráðs og Halla Kar­en vara­formað­ur

Mynd 5: Svein­björg sem stýr­ir Hlíð og Hlað­hömr­um