Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. janúar 2023

Frá­bær vika að baki sem byrj­ar og end­ar í hópi bæj­ar­stjór­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Eins og ég hef nefnt í pistl­um hér áður þá kem­ur mér á óvart hversu víð­tækt sam­ráð­ið er á milli sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í gegn­um Strætó, Sorpu, slökkvilið, al­manna­varn­ir og nú sam­göngusátt­mál­ann og sam­eig­in­leg­an rekst­ur hluta­fé­lags­ins Betri sam­gangna sem sveit­ar­fé­lög­in og rík­ið reka sam­an. Við höf­um líka ver­ið að und­ir­búa stofn­un sér­stakr­ar Áfanga­stofu ferða­mála sem á að taka til starfa á næstu mán­uð­um.

Á stjórn­ar­fundi á mánu­dag­inn var með­al ann­ars rætt um mál­efni heim­il­is­lauss fólks og far­ið yfir fjölda þeirra sem nýta neyð­ar­skýli borg­ar­inn­ar. Um 70 % þeirra sem nýta skýlin eru með lög­heim­ili í Reykja­vík og um 30 % frá öðr­um sveit­ar­fé­lög­um, þar af 15 % frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru með sér­stak­an samn­ing við vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur­borg­ar um greiðslu gistinátta fyr­ir íbúa sem eiga lög­heim­ili í við­kom­andi sveit­ar­fé­lagi. Á síð­asta ári greiddi Mos­fells­bær fyr­ir sex ein­stak­linga.

Á fund­in­um var einn­ig far­ið yfir 6 mán­aða skýrslu Betri sam­gangna um stöðu og fram­gang verk­efn­is­ins ásamt upp­lýs­ing­um um fyr­ir­hug­að út­boð á nýj­um Arn­ar­nes­vegi. Skýrsl­an verð­ur send til að­ild­ar­sveit­ar­fé­lag­anna til kynn­ing­ar.

Ég sótti kynn­ing­ar­f­und hjá fé­lag­inu Land­ey ásamt formanni bæj­ar­ráðs vegna fyr­ir­hug­aðr­ar upp­bygg­ing­ar Blikastaðalands en vinna við und­ir­bún­ing verk­efn­is­ins er í full­um gangi hjá Mos­fells­bæ og hjá fé­lag­inu. Land­ey hef­ur út­bú­ið vef­svæði fyr­ir verk­efn­ið, blikasta­da­land.is. Það er við­bú­ið að meira efni komi inn á síð­una, eft­ir því sem verk­efn­inu vind­ur fram.

Um síð­ustu helgi birt­um við aug­lýs­ingu eft­ir lög­fræð­ingi og verk­efn­is­stjóra skipu­lags­mála en und­ir­bún­ing­ur verk­efna tengdu Blikastaðalandi, 5 áfanga Helga­fellslands og upp­bygg­ing­ar við Hamra­borg kall­ar á fleiri hend­ur  á um­hverf­is­sviði og í stjórn­sýsl­unni.

Á þriðju­dag­inn sótti ég opn­un list­sýn­ing­ar í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar en lista­kon­an Mel­korka Matth­ías­dótt­ir opn­aði sýn­ing­una ,,Og hvað um tað?” Hægt er að lesa við­tal við  Mel­korku  sem birt­ist í Frétta­blað­inu á opn­un­ar­dag­inn en þar lýs­ir hún til­urð verk­anna og áhuga­verðu lífs­hlaupi sínu.  For­síðu­mynd­in er af Mel­korku ásamt einu verka sinna en í það nýt­ir hún hrá­efni úr nátt­úr­unni, með­al ann­ars tað og beyki. Sýn­ing­in er opin til 3. fe­brú­ar og er opið í lista­saln­um alla virka daga 9-18 og á laug­ar­dög­um 12-16. Flott sýn­ing hjá áhuga­verðri lista­konu.

Ég sótti stjórn­ar­f­und Reykjalund­ar í vik­unni  og átti fjöl­marga inn­an­húss­fundi og við­töl við ein­stak­linga en bæj­ar­bú­ar geta pantað við­töl í gegn­um þjón­ustu­ver­ið. Ég hélt kynn­ingu hjá Rot­ary­klúbbi Mos­fellsveit­ar á þriðju­dags­kvöld­inu, með­al ann­ars um fjár­fest­inga­verk­efn­in sem eru framund­an.

Á bæj­ar­ráðs­fundi í vik­unni var sam­þykkt að fara í út­boð á inn­rétt­ing­um á 1. hæð­inni í Kvísl­ar­skóla. Unn­ið verð­ur að inn­rétt­ingu hæð­ar­inn­ar sam­hliða vinnu við end­ur­nýj­un glugga sem þeg­ar hef­ur ver­ið boð­in út. Vinnu við end­ur­nýj­un að­al­inn­gangs skól­ans og sal­erniskjarna er lok­ið. End­ur­bæt­ur Kvísl­ar­skóla sem far­ið hafa fram síð­ast­lið­ið ár veittu tæki­færi til þess að upp­færa hús­næði mið­að við nýj­ustu hönn­un­ar­leið­bein­ing­ar og reglu­gerð­ir. Áætl­að er að þess­um fram­kvæmd­um verði lok­ið fyr­ir byrj­un næsta skóla­árs í ág­úst 2023.

Í gær fundaði ég með forsvarsfólki í stjórn íbúasamtaka Leirvogstungu og fulltrúum frá Sorpu ásamt Aldísi Stefánsdóttur fulltrúa í stjórn Sorpu og Jóhönnu Hansen framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Fram kom í máli fulltrúa Sorpu að á árinu 2022 var um 67 þúsund tonn af úrgangi urðaður í Álfsnesi á móti 147 þúsund tonnum árið 2018. Fjölmargar mótvægisaðgerðir eru í gangi hjá fyrirtækinu til að sporna gegn lyktarmengun en íbúar voru mjög skýrir á sínum kröfum.

Í morgun var haldinn fundur í samráðsvettvangi Aftureldingar og Mosfellsbæjar þar sem farið var yfir næstu skref varðandi útboð á gervigrasvellinum.

Eins og ég kom inn á í upphafi pistilsins þá lauk vikunni með bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóra en stjórn SSH hélt starfsdag í Höfða þar sem við fórum yfir verkefni næsta árs  og aðgerðir í tengslum við sóknaráætlun 2023.

Að lokum vil ég nota tækifærið og óska Höllu Karenu formanni bæjarráðs innilega til hamingju með titilinn Mosfellingur ársins en tilkynnt var um val íbúa á Mosfellingi ársins í blaðinu Mosfellingi sem kom út í gær. Það eru forréttindi að  fá tækifæri til að vinna með Höllu og öðrum bæjarfulltrúum að því að gera góðan bæ enn betri.

Góða helgi!

Regína Ásvaldsdóttir

Mynd 1: með Mel­korku og Gunn­hildi Gígju dótt­ur henn­ar
Mynd 2: Á Rot­ary fundi með Mar­gréti for­seta klúbbs­ins og Evu rit­ara
Mynd 3: Á fundi með full­trú­um í stjórn íbúa­sam­taka Leir­vogstungu og full­trú­um Sorpu
Mynd 4: Yf­ir­lit yfir magn úr­gangs sem er urð­að­ur í Álfs­nesi
Mynd 5: Með bæj­ar­stjór­um og borg­ar­stjóra á vinnu­degi í Höfða

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00