Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. október 2022

Enn ein fjöl­breytt vinnu­vik­an að baki í Mos­fells­bæ. Ég velti stund­um fyr­ir mér hvort það sé alltaf gott veð­ur Mos­fells­bæ en sept­em­ber og það sem af er októ­ber hafa ver­ið ein­stak­lega sól­rík­ir. Þeg­ar ég horfi út um glugg­ann frá bæj­ar­skrif­stof­un­um  í Kjarn­an­um þá blasa við græn­ar brekk­ur í Úlfars­felli þó það sé kom­ið tölu­vert langt inn í októ­ber.

Ég fylgd­ist með flug­slysaæf­ingu á veg­um Isa­via og allra við­bragðs­að­ila á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­asta laug­ar­dag, en bæj­ar­stjór­ar og borg­ar­stjóri skipa al­manna­varna­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Æf­ing­in gekk vel og það er varla hægt að vera nóg­sam­lega þakk­lát­ur fyr­ir allt það flotta fólk sem vinn­ur í þágu al­menn­ings við skipu­lagn­ingu og björg­un­ar­störf, svo sem í slökkvi­lið­inu og lög­regl­unni auk allra sjálf­boð­anna í Rauða Kross­in­um og björg­un­ar­sveit­um.

Það verð­ur að segjast eins og er flest­ir dag­ar ein­kenn­ast af bar­áttu við fjár­hags- og fjár­fest­inga­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2023 og til næstu fimm ára. Eins og hef­ur kom­ið fram í pistl­um áður og í al­mennri um­ræðu í sam­fé­lag­inu þá glíma sveit­ar­fé­lög lands­ins við mik­inn rekstr­ar­halla, með­al ann­ars vegna mála­flokks fatl­aðs fólks og vegna skulda­stöðu og hækk­un vaxta og verð­bóta.

Ein mesta áskor­un­in í dag­legu starfi snýr hins­veg­ar að Kvísl­ar­skóla og þeim verk­efn­um sem þarf að takast á við þar. Í ljós hef­ur kom­ið að bygg­ing­in er í verra ástandi en áætlað var í fyrstu og verk­efn­in tefjast vegna nýrra og nýrra áskor­ana. Við fór­um og borð­uð­um með kenn­ur­um og öðru starfs­fólki á þriðju­dag­inn – það var ótrú­lega já­kvæð stemn­ing í hópn­um þrátt fyr­ir erf­ið­leik­ana og fyr­ir það ber að þakka. Vinnu­að­stað­an er krefj­andi, bæði fyr­ir nem­end­ur og starfs­fólk og því mið­ur verð­ur það þann­ig áfram í vet­ur. En við fögn­um hverj­um áfanga, eins og þeim fjór­um kennslu­stof­um sem eru komn­ar í fulla notk­un og bíð­um spennt eft­ir þeim fjór­um sem eiga að fara í ör­ygg­is­út­tekt í næstu viku.

Í vik­unni feng­um við heim­sókn þing­manna Suð­vest­ur­kjör­dæm­is og fór­um yfir helstu þætti sem snúa að Mos­fells­bæ og sam­skipt­um við rík­ið. Þar má nefna Sunda­braut en hún verð­ur mik­il lyftistöng fyr­ir allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið og mun breyta miklu hér í bæn­um, vegna þess um­ferð­ar­þunga sem fer í gegn­um Vest­ur­landsveg á hverj­um degi.

Við fjöll­uð­um einn­ig um Skála­tún en við­ræð­ur standa yfir á milli Mos­fells­bæj­ar, IOGT og fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins vegna áfram­hald­andi rekst­urs þar. Í þessu sam­hengi má nefna að Mos­fells­bær hef­ur næst­hæsta hlut­fall fatl­aðra íbúa af sveit­ar­fé­lög­um lands­ins, eða 0,63 á móti lands­með­al­tali sem er 0,35.

Við rædd­um einn­ig Álfsnes og þá lykt­ar­meng­un sem íbú­ar hafa mátt þola og í því sam­hengi rædd­um við einn­ig fram­tíð­ar­fyr­ir­komulag sorp­brennslu á Ís­landi. Loks kynnt­um við áform um stór­fellda upp­bygg­ingu á Blikastaðaland­inu og hvaða þýð­ingu sú upp­bygg­ing hef­ur á ýmsa inn­viði bæj­ar­ins og þann kostn­að sem sveit­ar­fé­lag­ið þarf að leggja í í upp­hafi.

Á föstu­dags­eft­ir­mið­degi hitt­ist svo allt sveit­ar­stjórn­ar­fólk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með þing­mönn­um og ráð­herr­um og þar voru bara tvö mál á dagskrá; mála­flokk­ur fatl­aðs fólks og sam­göngusátt­máli. Ég sat í pall­borði ásamt ráð­herr­un­um  Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur og Bjarna Bene­dikts­syni, bæj­ar­stjór­un­um Ás­dísi Kristjáns­dótt­ur og Almari Guð­munds­syni, Degi B Eggerts­syni borg­ar­stjóra og Þor­steini Her­mann­syni hjá Betri sam­göng­um. Það sköp­uð­ust góð­ar og hrein­skiptn­ar um­ræð­ur um þessa mála­flokka, að­al­lega mála­flokk fatl­aðs fólks og  við fór­um mörg af fund­in­um með þá von að það verði betri sam­skipti á milli þess­ara stjórn­sýslu­stiga, rík­is og sveit­ar­fé­laga og skiln­ing­ur á stöðu ein­stakra verk­efna og mála­flokka.

Ég óska ykk­ur góðr­ar helg­ar!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00