Mál númer 201410300
- 24. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #709
Á 451. fundi skipulagsnefndar 22. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gefur Stórsögu tækifæri til að leggja fram endurbættan deiliskipulagsuppdrátt og önnur gögn á næsta fundi nefndarinnar þar sem brugðist verður við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar." Lagður fram nýr og endurbættur uppdráttur.
Afgreiðsla 453. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 709. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. janúar 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #453
Á 451. fundi skipulagsnefndar 22. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gefur Stórsögu tækifæri til að leggja fram endurbættan deiliskipulagsuppdrátt og önnur gögn á næsta fundi nefndarinnar þar sem brugðist verður við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar." Lagður fram nýr og endurbættur uppdráttur.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda nýjan og endubættan uppdrátt til Skipulagsstofnunar .
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar." Tillagan var auglýst frá 25. september til og með 6. nóvember 2017, engin athugasemd barst. Tillagan var send Skipulagsstofnun 23. nóvember 2017 til yfirferðar skv. 1 mgr. 42. gr. skipulagslaga. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem gerðar eru ýmsar athugasemdir við tillöguna.
Afgreiðsla 451. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. desember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #451
Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar." Tillagan var auglýst frá 25. september til og með 6. nóvember 2017, engin athugasemd barst. Tillagan var send Skipulagsstofnun 23. nóvember 2017 til yfirferðar skv. 1 mgr. 42. gr. skipulagslaga. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem gerðar eru ýmsar athugasemdir við tillöguna.
Skipulagsnefnd gefur Stórsögu tækifæri til að leggja fram endurbættan deiliskipulagsuppdrátt og önnur gögn á næsta fundi nefndarinnar þar sem brugðist verður við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar.
- 29. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #706
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 25. september til og með 6. nóvember 2017. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 23. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
- 24. nóvember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #449
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 25. september til og með 6. nóvember 2017. Engin athugasemd barst.
- 17. nóvember 2017
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #23
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 25. september til og með 6. nóvember 2017. Engin athugasemd barst.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna og með vísan í 41. gr. skipulagslaga skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar.
- 20. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #701
Á 443. fundi skipulagsnefndar 1.september 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar Stórsögu að leggja fram breytingu á auglýstri deiliskipulagstillögu til að koma til móts við athugasemdir Vegagerðinnar." Lagður fram breyttur uppdráttur.
Afgreiðsla 444. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 701. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #444
Á 443. fundi skipulagsnefndar 1.september 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar Stórsögu að leggja fram breytingu á auglýstri deiliskipulagstillögu til að koma til móts við athugasemdir Vegagerðinnar." Lagður fram breyttur uppdráttur.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar.
- 6. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #700
Á 423. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.Jafnframt verði óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar." Tillagan var auglýst, athugasemd barst frá Vegagerðinni.
Steinunn Dögg Steinsen vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 443. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 700. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 1. september 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #443
Á 423. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.Jafnframt verði óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar." Tillagan var auglýst, athugasemd barst frá Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd heimilar Stórsögu að leggja fram breytingu á auglýstri deiliskipulagstillögu til að koma til móts við athugasemdir Vegagerðinnar.
- 28. júní 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #698
Á 435. fundi skipulagsnefndar 28. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar samþykki landeiganda Seljabrekku liggur fyrir." Ekki hefur náðs samkomulag við eigendur Seljabrekkur. Lagður fram nýr og breyttur uppdráttur.
Afgreiðsla 439. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 698. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. júní 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #439
Á 435. fundi skipulagsnefndar 28. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar samþykki landeiganda Seljabrekku liggur fyrir." Ekki hefur náðs samkomulag við eigendur Seljabrekkur. Lagður fram nýr og breyttur uppdráttur.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.Jafnframt verði óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.
- 3. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #694
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Afgreiðsla 435. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 694. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #435
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar samþykki landeiganda Seljabrekku liggur fyrir.
- 19. apríl 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #693
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. apríl 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #434
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Frestað.
- 9. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #682
Tillaga að deiliskipulagi ásamt áhættumati lagt fram.
Afgreiðsla 423. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 682. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #423
Tillaga að deiliskipulagi ásamt áhættumati lagt fram.
Skipulagsfulltrúa falið að leita eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á deiliskipulagstillögunni og áhættumatinu.
- 12. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #680
Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að tillaga að breytingu yrði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. október 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #421
Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að tillaga að breytingu yrði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 18. ágúst til og með 29. september, með athugasemdafresti til 29. september, engar athugasemdir bárust. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
- 28. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #679
Á fundinn mættu Kristbjörn H Björnsson og Sigurlaugur Ingólfsson fulltrúar Stórsögu og gerðu grein fyrir hugmyndum um Víkingaþorp á Langahrygg.
Afgreiðsla 420. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 679. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. september 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #420
Á fundinn mættu Kristbjörn H Björnsson og Sigurlaugur Ingólfsson fulltrúar Stórsögu og gerðu grein fyrir hugmyndum um Víkingaþorp á Langahrygg.
Kynning og umræður um framlagða deiliskipulagstillögu.
- 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Tillaga að deiliskipulagi lögð fram að nýju.
Afgreiðsla 418. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 677. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. ágúst 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #418
Tillaga að deiliskipulagi lögð fram að nýju.
Formanni skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa falið að rýna deiliskipulagstillöguna ma. með tilliti til umferðar og bílastæða og ræða við hlutaðeigandi varðandi gerð áhættumats vegna vatnsverndar sem nauðsynlegt er að liggi fyrir þegar deiliskipulagstillagan fer í auglýsingu. Einnig er starfsmönnum falið að undibúa samning um hvernig staðið verður að uppbyggingu á svæðinu.
- 6. júlí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #675
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og tillaga að deiliskipulagi hafa verið kynntar skv. 2. mgr. 30. gr og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga á opnu húsi 15 júní s.l. og með tölvupósti til nágrannasveitarfélaga og svæðisskipulagsnefndar 13. júní s.l.
Afgreiðsla 416. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 675. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. júní 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #416
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og tillaga að deiliskipulagi hafa verið kynntar skv. 2. mgr. 30. gr og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga á opnu húsi 15 júní s.l. og með tölvupósti til nágrannasveitarfélaga og svæðisskipulagsnefndar 13. júní s.l.
Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
- 8. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #673
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, Afþreyingar- og ferðamannasvæði á Langahrygg, ásamt umhverfisskýrslu og endurskoðaðri deiliskipulagstillögu fyrir svæðið og aðkomuveg að því frá Þingvallavegi. Einnig lagðar fram umsagnir um verkefnislýsingu frá Minjastofnun, svæðisskipulagsstjóra og Umhverfisstofnun, en áður hafa verið lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits og Vegagerðarinnar.
Steinunn Dögg Steinsen víkur af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
Afgreiðsla 414. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 673. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 31. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #414
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, Afþreyingar- og ferðamannasvæði á Langahrygg, ásamt umhverfisskýrslu og endurskoðaðri deiliskipulagstillögu fyrir svæðið og aðkomuveg að því frá Þingvallavegi. Einnig lagðar fram umsagnir um verkefnislýsingu frá Minjastofnun, svæðisskipulagsstjóra og Umhverfisstofnun, en áður hafa verið lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits og Vegagerðarinnar.
Nefndin felur Umhverfissviði að annast forkynningu á tillögunum skv. 2. mgr. 30. gr og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga og m.a. boða til opins húss til kynningar á tillögunum fyrir almenningi. Í greinargerð deiliskiplagsins verði bætt við ákvæðum um áhættumat.
- FylgiskjalSvarbréf frá Minjastofnun Íslands.pdfFylgiskjal1605001 - Langihryggur lýsing, svar svæðisskipulagsstjóra.pdfFylgiskjalUmsögn umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjal160530 Langihryggur AS tillöguuppdráttur.pdfFylgiskjal160525-Umhverfiskyrsla_gy-fb.pdfFylgiskjalLangihryggur deiliskipulagstillaga 25.5.2016.pdfFylgiskjalLangihryggur skýringaruppdr. 25.5.2016.pdf
- 25. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #672
Tillaga að deiliskipulagi víkingaþorps á Langahrygg lögð fram að nýju ásamt umsögnum Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits og Vegagerðar um verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.
Afgreiðsla 413. fundar skipulagsnefnd samþykkt á 672. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #413
Tillaga að deiliskipulagi víkingaþorps á Langahrygg lögð fram að nýju ásamt umsögnum Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits og Vegagerðar um verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin óskar eftir að á næsta fundi verði lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og endurskoðaðri tillögu að deiliskipulagi.
- 27. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #670
Lögð fram endurskoðuð tillaga að lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og drög að deiliskipulagi fyrir víkingaþorp á Langahrygg.
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. apríl 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #411
Lögð fram endurskoðuð tillaga að lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og drög að deiliskipulagi fyrir víkingaþorp á Langahrygg.
Nefndin samþykkir lýsinguna svo breytta, og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana og afla umsagna skv. 30 gr. skipulagslaga.
- 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Lögð fram drög að lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir víkingaþorp á Langahrygg.
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. apríl 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #410
Lögð fram drög að lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir víkingaþorp á Langahrygg.
Nefndin samþykkir framlögð drög að lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana og leita umsagna í samræmi vð 30. og 40. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði lýsingin kynnt fyrir skógræktarfélagi Mosfellsbæjar.
- 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Gerð var grein fyrir viðræðum við Stórsögumenn um mögulegan annan stað fyrir uppbyggingu víkingaþorps.
Afgreiðsla 409. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #409
Gerð var grein fyrir viðræðum við Stórsögumenn um mögulegan annan stað fyrir uppbyggingu víkingaþorps.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning skipulagsvinnu sem nauðsynleg er til þess að hugmyndir um víkingabæ á Langahrygg geti orðið að veruleika.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Með bréfi dags. 19.2.2016 var leitað eftir því við Skipulagsstofnun að hún endurskoðaði afstöðu sína til auglýsingar tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem fram kom í bréfi dags. 9.12.2015 og félli frá athugasemdum sem þar voru gerðar við auglýsingu tillögunnar. Borist hefur meðfylgjandi svar stofnunarinnar þar sem hún ítrekar fyrri afstöðu sína.
Steinunn Dögg Steinson, varabæjarfulltrúi S-lista, víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar vegna vanhæfis.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að stofnað verði til sérstakrar umræðu í viðeigandi nefndum og ráðum um framtíð vatnsverndar í Mosfellsbæ óháð þeirri aðalskipulagsbreytingu sem nú er í vinnslu að beiðni einkaaðila á vatnsverndarsvæðinu. Um er að ræða risastórt hagsmunamál Mosfellinga til framtíðar og mikilvægt að íbúar fái að mynda sér skoðun á því án tillits til umsóknar einkaaðila um uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.
Aðalskipulagsbreytingin er lúmsk því hún felur í sér ákvörðun um framtíð vatnsverndarsvæðisins án þess að fyrir liggi niðurstöður rannsókna og stofnað sé til umræðu um málið sérstaklega.
Að mati Íbúahreyfingarinnar ætti auk þess ekki að blanda umræðu um almannahagsmuni saman við hagsmuni einkaaðila. Það er ósanngjarnt á báða vegu.Bókun fulltrúa V-, D- og S- lista
Vatnsverndarsvæði og nýting lands er risastórt hagsmunamál fyrir Mosfellsbæ og Mosfellinga alla, einmitt þess vegna leggjum við til að það ferli sé unnið faglega undir handleiðslu ráðgjafa með sérþekkingu á sviði vatnsverndar og skipulagsmála. Sú vinna er þegar hafin eins og bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar ætti að vera ljóst. Enda hefur málið verið rætt ítrekað í bæjarráði og bæjarstjórn.Dylgjur um lúmskar breytingar sem þó hafa verið ræddar svo klukkutímum skiptir í bæjarstjórn eru ekki svara verðar.
Formaður skipulagsnefndar upplýsti um það í ræðu sinni að fyrirtækið Stórsaga hafi nú óskað eftir því að færa sig út fyrir grannsvæði vatnsverndar og vinna við þær breytingar munu hefjast innan tíðar.
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. - 8. mars 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #408
Með bréfi dags. 19.2.2016 var leitað eftir því við Skipulagsstofnun að hún endurskoðaði afstöðu sína til auglýsingar tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem fram kom í bréfi dags. 9.12.2015 og félli frá athugasemdum sem þar voru gerðar við auglýsingu tillögunnar. Borist hefur meðfylgjandi svar stofnunarinnar þar sem hún ítrekar fyrri afstöðu sína.
Lagt fram.
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Lögð fram bókun Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 27. janúar 2015 um málið.
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #405
Lögð fram bókun Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 27. janúar 2015 um málið.
Frestað.
- 3. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Skipulagsstofnun gerði í bréfi mótteknu 16. desember 2015 athugasemd við að tillaga að breytingu á aðalskipulagi yrði auglýst, þar sem hún stangaðist á við nýsamþykkt svæðisskipulag um vatnsvernd. Gerð verður grein fyrir stöðu málsins og samskiptum sem hafa átt sér stað í framhaldinu við Skipulagsstofnun, svæðisskipulagsstjóra, framkvæmdastjórn um vatnsvernd og heilbrigðisyfirvöld.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar ófagleg vinnubrögð fulltrúa D-, S- og V-lista við undirbúning að auglýsingu tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi í landi Selholts í Mosfellsdal, bæði að því er varðar skort á skilningi á því að umræður í bæjarstjórn þurfi að vera málefnalegar og byggja á faglegum undirbúningi.
Það er ósk Íbúahreyfingarinnar að þetta mál verði fulltrúum D-, V- og S- lista framvegis víti til varnaðar.Bókun fulltrúa D-, S- og V- lista
Málið snýst um auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi í landi Selholts sem lögum skv. skal senda til Skipulagsstofnunar áður en hún er birt.Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að umrædd tillaga yrði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga og bendir Mosfellsbæ á að taka ákvörðun um mörk vatnsverndar á skipulagssvæðinu í samráði við svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjórn um vatnsvernd. Í framhaldi af þessari athugasemd Skipulagsstofnunar funduðu fulltrúar Mosfellsbæjar með stofnuninni ásamt svæðisskipulagsstjóra og gerðu stofnuninni grein fyrir því að svæðisskipulagsnefnd hefði fundað um málið og ekki gert athugasemd við umrædda tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Í kjölfarið barst Mosfellsbæ eftirfarandi niðurstaða Skipulagsstofnunar:
„Til að Skipulagsstofnun geti tekið til skoðunar að endurskoða afstöðu sína um samræmi umræddrar aðalskipulagsbreytingar við svæðisskipulagið og samþykkt nr. 555/2015 um verndarsvæði vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu, að þá þarf að liggja fyrir afstaða Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis um samræmið og „framkvæmdastjórnarinnar“ sbr. 7. gr. samþykktarinnar.“
Framangreindar upplýsingar komu allar fram í gögnum málsins og lágu fyrir þessum fundi.
Afstaða ofangreindra nefnda liggur nú fyrir og verður send Skipulagsstofnun. Þá kemur í ljós hvort stofnunin endurskoðar afstöðu sína.
Eins og marg oft hefur komið fram í umræðu um umrætt mál er það flókið í ljósi þess að í nýsamþykktu svæðisskipulagi stækkar vatnverndarsvæði í Mosfellsdal umtalsvert og er það fyrst og fremst varúðarráðstöfun þar sem ekki lágu fyrir nægjanlegar upplýsingar um svæðið. Í svæðisskipulaginu kemur fram að Mosfellsbær hafi 3ja ára aðlögunarfrest til að kanna betur hvernig staðið skuli að vatnsvernd á svæðinu og er sú vinna í gangi. Í umræddu máli hefur bærinn fengið tillögu frá sérfræðingum í vatnsverndarmálum um hvernig hægt sé að nýta viðkomandi land án þess að stofna vatnsbóli bæjarins í hættu. Leggja þeir til að yfirborðsvatn af umræddu svæði verði aftengt og yfirborðsvatnið leitt niður fyrir vatnsbólið og/eða færslu vatnstökustaðar.
Fulltrúar V, D og S lista fullyrða að hér sé um faglegt ferli að ræða og þykir miður að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hafi ekki sama skilning á málinu.
Afgreiðsla 404. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 664. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 26. janúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #404
Skipulagsstofnun gerði í bréfi mótteknu 16. desember 2015 athugasemd við að tillaga að breytingu á aðalskipulagi yrði auglýst, þar sem hún stangaðist á við nýsamþykkt svæðisskipulag um vatnsvernd. Gerð verður grein fyrir stöðu málsins og samskiptum sem hafa átt sér stað í framhaldinu við Skipulagsstofnun, svæðisskipulagsstjóra, framkvæmdastjórn um vatnsvernd og heilbrigðisyfirvöld.
Lagt fram.
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", ásamt umhverfisskýrslu, sem hafa verið endurskoðaðar með tilliti til ábendinga svæðisskipulagsnefndar, sbr. bókun á 399. fundi.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að bæjarstjórn fresti afgreiðslu á tillögu um breytingar á aðalskipulagi í landi Selholts þar til í ljós kemur hvort leit að nýju brunnsvæði, í stað brunnsvæðisins í Laxnesdýjum, skilar árangri. Eins og staðan er nú er um að ræða helsta vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins og miklir hagsmunir í húfi fyrir landbúnaðarstarfsemi í Mosfellsdal og Mosfellinga alla til langrar framtíðar.$line$Íbúahreyfingin leggur einnig til að skýrsla verkfræðistofunnar Vatnaskila verði send til umsagnar hjá til þess bærum aðilum og stofnunum á sviði umhverfis- og heilbrigðismála. Auk þess verði fyrirliggjandi aðal- og deiliskipulagsbreyting borin undir umhverfisnefnd Mosfellsbæjar áður en hún kemur til afgreiðslu í bæjarstjórn.$line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.$line$$line$Bókun V- og D-lista: $line$Fulltrúar V- og D- lista telja enga ástæðu til að fresta afgreiðslu þessa máls, málið er í réttum farvegi eins og lög og reglur segja um. Allir til þess bærir aðilar munu gefa umsagnir og fjalla um málið í því ferli sem nú fer af stað. $line$$line$Bókun S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sjá ekki ástæðu til að fresta því lögformlega ferli sem er í gangi varðandi breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra framkvæmda í landi Selholts. Samþykkt Skipulagsnefndar lítur einvörðungu að því tillagan verði send til auglýsingar samkvæmt skipulagslögum þar sem m.a. verður kallað eftir athugasemdum til umsagnar. $line$$line$Afgreiðsla 400. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
- 10. nóvember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #400
Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", ásamt umhverfisskýrslu, sem hafa verið endurskoðaðar með tilliti til ábendinga svæðisskipulagsnefndar, sbr. bókun á 399. fundi.
Nefndin samþykkir tillögurnar til auglýsingar skv. 30.-31. gr. og 41. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana.
- 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", ásamt umhverfisskýrslu vegna skipulagstillagnanna hafa verið kynntar fyrir nágrannasveitarfélögum og svæðisskipulagsnefnd og almenningi á opnu húsi. Í umfjöllun svæðisskipulagsnefndar komu fram ábendingar varðandi framsetningu tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Afgreiðsla 399. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 659. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. október 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #399
Tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", ásamt umhverfisskýrslu vegna skipulagstillagnanna hafa verið kynntar fyrir nágrannasveitarfélögum og svæðisskipulagsnefnd og almenningi á opnu húsi. Í umfjöllun svæðisskipulagsnefndar komu fram ábendingar varðandi framsetningu tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að yfirfara texta tillagnanna með tilliti til athugasemda svæðisskipulagsnefndar.
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", ásamt umhverfisskýrslu vegna skipulagstillagnanna, sbr. umfjöllun á 397. fundi.
Afgreiðsla 398. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. október 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #398
Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", ásamt umhverfisskýrslu vegna skipulagstillagnanna, sbr. umfjöllun á 397. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að undirbúa forkynningu á tillögunum fyrir íbúum, hagsmunaaðilum, nágrannasveitarfélögum og svæðisskipulagsnefnd, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
- 7. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #657
Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", sbr. umfjöllun á 396. fundi. Einnig lögð fram umhverfisskýrsla (drög)vegna skipulagstillagnanna, tekin saman af Teiknistofu arkitekta.
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. september 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #397
Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", sbr. umfjöllun á 396. fundi. Einnig lögð fram umhverfisskýrsla (drög)vegna skipulagstillagnanna, tekin saman af Teiknistofu arkitekta.
Umræður um málið. Nefndin felur embættismönnum að boða til fundar um vatnsverndarmál með ráðgjöfum verkfræðistofunnar Vatnaskil, bæjarfulltrúum, heilbrigðisnefnd, skipulagsnefnd, umhverfisnefnd og svæðisskipulagsstofu.
- 23. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #656
Lagður fram uppdráttur með tillögu að breytingu á aðalskipulagi, þar sem um 8,7 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði kemur í stað 7,2 ha landbúnaðarsvæðis og 1,5 ha opins óbyggðs svæðis. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi "Víkingaveraldar" á umræddu svæði ásamt skýringaruppdrætti, unnið af Pétri Jónssyni arkitekt.
Afgreiðsla 396. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 656. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #396
Lagður fram uppdráttur með tillögu að breytingu á aðalskipulagi, þar sem um 8,7 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði kemur í stað 7,2 ha landbúnaðarsvæðis og 1,5 ha opins óbyggðs svæðis. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi "Víkingaveraldar" á umræddu svæði ásamt skýringaruppdrætti, unnið af Pétri Jónssyni arkitekt.
Umræður um málið.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Lagt fram minnisblað frá verkfræðistofunni Vatnaskilum um "Endurskoðun yfirborðsvatnasviðs Laxnesdýja vegna vatnsverndar", þar sem fram kemur að verði yfirborðsvatn leitt til vesturs eftir skurði meðfram Þingvallavegi í stað þess að hleypa því til suðurs um vegræsi gegnum veginn, muni ekki verða þörf á að skilgreina svæði norðan vegarins sem grannsvæði vatnsverndar.
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #394
Lagt fram minnisblað frá verkfræðistofunni Vatnaskilum um "Endurskoðun yfirborðsvatnasviðs Laxnesdýja vegna vatnsverndar", þar sem fram kemur að verði yfirborðsvatn leitt til vesturs eftir skurði meðfram Þingvallavegi í stað þess að hleypa því til suðurs um vegræsi gegnum veginn, muni ekki verða þörf á að skilgreina svæði norðan vegarins sem grannsvæði vatnsverndar.
Nefndin leggur til að efnt verði til kynningarfundar fyrir kjörna fulltrúa og nefndarmenn skipulagsnefndar og umhverfisnefndar um vatnsverndarmál á svæðinu.
- 23. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1221
Lögð fram til kynningar drög að nýrri staðsetningu og deiliskipulagi fyrir Stórsögu.
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 14. júlí 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #393
Lögð fram til kynningar drög að nýrri staðsetningu og deiliskipulagi fyrir Stórsögu.
BH gerði grein fyrir viðræðum við umsækjendur.
- 1. júlí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #653
Lögð fram til kynningar drög að nýrri staðsetningu og deiliskipulagi fyrir Stórsögu.
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #392
Lögð fram til kynningar drög að nýrri staðsetningu og deiliskipulagi fyrir Stórsögu.
Frestað.
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Erindið sett á dagskrá umhverfisnefndar að ósk Úrsúlu Junemann.
Afgreiðsla 158. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um vatnsvernd í Mosfellsdal og hvernig hún horfir við gagnvart áformum um víkingabæ í Selholti. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að fallið verði frá áætlunum um víkingabyggð á Mosfellsheiði. Þess í stað verði fundin staðsetning fyrir safnið í Mosfellsdal þar sem aðgangur er greiður að rafmagni, vatni og almenningssamgöngum og samlegðaráhrifa gætir við byggðina sem ýtir undir starfsemi safnsins. Um er að ræða lóð í Mosfellsdal og gerir tillagan ráð fyrir að á renni í gegnum víkingaþorpið.$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í þróunar- og ferðamálanefnd hefur viðrað hugmynd um ákjósanlega staðsetningu fyrir víkingasafnið á fundum nefndarinnar og er hér lagt til að málinu verði vísað til bæjarráðs til skoðunar og áframhaldandi skipulagsvinna á snjóþungri heiðinni lögð til hliðar þar til því er lokið.$line$$line$Tillagan er felld með sex atkvæðum D- og V- lista, gegn einu atkvæði M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá. $line$$line$Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum, gegn einu atkvæði M-lista.
- 19. mars 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #158
Erindið sett á dagskrá umhverfisnefndar að ósk Úrsúlu Junemann.
Málið reifað og farið yfir nálægð umrædds lands við vatnsverndarsvæði.
- 17. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #387
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um vatnsvernd í Mosfellsdal og hvernig hún horfir við gagnvart áformum um víkingabæ í Selholti. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun erindi varðandi skilgreiningu á fyrirhugaðri starfsemi. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að funda með umsækjendum varðandi vatnsverndarsvæði og mögulegar mótvægisaðgerðir.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og Minjastofnunar um verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna víkingabæjar í Selholti, sem send var til umsagnar 22.12.2014. Frestað á 381. fundi.
Afgreiðsla 382. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 3. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #382
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og Minjastofnunar um verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna víkingabæjar í Selholti, sem send var til umsagnar 22.12.2014. Frestað á 381. fundi.
Skipulagsnefnd felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að taka saman greinargerð um það hvaða áhrif nýtt vatnsverndarskipulag kann að hafa í för með sér gagnvart áformum um víkingabæ.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og Minjastofnunar um verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna víkingabæjar í Selholti, sem send var til umsagnar 22.12.2014.
Afgreiðsla 381. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 20. janúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #381
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og Minjastofnunar um verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna víkingabæjar í Selholti, sem send var til umsagnar 22.12.2014.
Frestað.
- 17. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #640
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um byggingu "víkingabæjar" í landi Selholts. Lýsingin er unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 380. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 640. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. desember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #380
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um byggingu "víkingabæjar" í landi Selholts. Lýsingin er unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir Mosfellsbæ.
Nefndin samþykkir verkefnislýsinguna til kynningar og umsagnar hjá umsagnaraðilum.
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Í framhaldi af undirritun viljayfirlýsingar Mosfellsbæjar og Stórsögu ehf. um leigu á landi Mosfellsbæjar í Selholti undir uppbyggingu "víkingabæjar," hefur bæjarráð vísað skipulagsþætti málsins til skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. október 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #376
Í framhaldi af undirritun viljayfirlýsingar Mosfellsbæjar og Stórsögu ehf. um leigu á landi Mosfellsbæjar í Selholti undir uppbyggingu "víkingabæjar," hefur bæjarráð vísað skipulagsþætti málsins til skipulagsnefndar.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að setja af stað vinnu við breytingu á aðalskipulagi.