28. júní 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
- Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Einnig sat fundinn Ólafur Melsted, nýráðinn skipulagsfulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lindarbyggð, bílastæðamál201606084
Fjalar Freyr Einarsson íbúi í Lindarbyggð óskar í tölvupósti 9.6.2016 eftir því að bílastæðamál í Lindarbyggð verði tekin til skoðunar. Hvergi sé heimilt að leggja í götunni nema á stæðum inni á lóðum og því séu engin gestastæði fyrir hendi. Frestað á 415. fundi.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
2. Land nr. 123703, Mosfellsdal, deiliskipulag fyrir aðstöðuhús á hestaíþróttasvæði.201606085
Þórarinn Jónsson óskar 10.6.2016 eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi lóðar fyrir "aðstöðuhús hrossabónda" á reit sem merktur er 233-Oh á aðalskipulagi. Frestað á 415. fundi.
Nefndin samþykkir að falla frá gerð lýsingar og forkynningu skv. 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga, þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins koma fram í aðalskipulagi, og samþykkir jafnframt að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga.
3. Hlíðarás 1a/Umsókn um byggingarleyfi201603013
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 415. fundi.
Frestað.
4. Laxatunga 36-54, ósk um breytingu á deiliskipulagi201605295
F.h. lóðarhafa, F fasteignafélags ehf., óskar Kristinn Ragnarsson arkitekt eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að húsgerðin verði einnar hæðar raðhús í stað tveggja hæða. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 415. fundi, lögð fram skýringarmynd, sneiðing í Laxatungu 36 og Leirvogstungu 35.
Nefndin samþykkir tillöguna í auglýsingu skv. 1. mgr. 43. gr. með þeirri breytingu að vegna hæðarafstöðu lóða verði syðstu húsin þrjú áfram tveggja hæða.
5. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Tillaga að deiliskipulagi tekin fyrir að nýju, sbr. bókanir á 413. og 415. fundi. Lögð fram tillaga að umhverfisskýrslu og breytingum á umfjöllun um umhverfisáhrif í deiliskipulagstillögunni.
Nefndin samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga, með breyttum kafla um umhverfisáhrif og ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum nr. 105/2006, þó með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa er falið að tilkynna þeim sem gerðu athugasemdir um þessa niðurstöðu og jafnframt verði deiliskipulagstillagan kynnt fyrir umhverfisnefnd.
6. Breyting á akstursleiðum STRÆTÓ í Mosfellsbæ201606118
Tekið fyrir erindi frá Strætó bs. þar sem leitað er eftir afstöðu Mosfellsbæjar til hugmynda um breytingar á akstursleiðum, þ.e. styttingu á leið 6 og lengingu á leið 31 í Grafarvogi og Mosfellsbæ.
Nefndin tekur jákvætt í breytingarnar en telur nauðsynlegt að breyta tímatöflu leiðar 31 til að hún nýtist betur sem þjónusta við Mosfellsbæ. Skipulagsnefnd óskar einnig eftir greiningu á kostnaði og hvaða áhrif breytingin hefur á kostnað sveitarfélagsins.
7. Hraðahindranir og gönguþveranir í Krikahverfi201606069
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs, þar sem lagt er til að gerðar verði hraðahindranir á þremur stöðum í Stórakrika, þar af tveimur í tengslum við gönguþveranir móts við Stórakrika nr. 1 og nr. 8.
Nefndin er samþykk tillögunum og felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna áfram að þeim.
8. Laxatunga 136-144, ósk um breytingu á deiliskipulagi201604153
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 10. maí 2016 með athugasemdafresti til 21. júní 2016. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
9. Þormóðsdalur l.nr. 125606, deiliskipulag frístundalóðar201601510
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 10. maí 2016 með athugasemdafresti til 21. júní 2016. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
10. Bifreiðastöður við Brekkutanga201603425
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi íbúa við Brekkutanga varðandi bifreiðastöður í götunni.
Nefndin felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við framlagt minnisblað.
11. Dvergholt 2 erindi um innkeyrslu á lóð.201605277
Magnús Huldar Ingþórsson f.h. íbúa í Dvergholti 2 óskar með bréfi dags. 19.05.2016 eftir því að inkeyrsla frá Skeiðholti og bílastæði þar fyrir neðri hæð hússins verði formlega samþykkt með breytingu á deiliskipulagi, sbr. meðfylgjandi gögn.
Nefndin er neikvæð gagnvart erindinu.
12. Uglugata 32-38 og 40-46, fyrirspurn um breytingar á húsgerðum og fjölgun íbúða.201508941
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi sem unnin er af RÝMA arkitektum og TAG teiknistofu fyrir lóðarhafa, sbr. bókun á 414. fundi.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með breytingu á staðsetningu kvaðar um gönguleið. Ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða er vísað til bæjarráðs.
13. Reykjahvoll 20-30, breytingar á aðal- og deiliskipulagi2014082083
Lögð fram tillaga að breytingum á aðalskipulagi sem felast í lítilsháttar breytingu á mörkum íbúðarsvæðis við Reykjahvol og færslu reiðleiðar/útivistarstígs upp fyrir byggðina í Húsadal. Framsetning tillögunnar miðast við að um sé að ræða óverulegar breytingar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi og sendi hana ásamt rökstuðningi til Skipulagsstofnunar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
14. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og tillaga að deiliskipulagi hafa verið kynntar skv. 2. mgr. 30. gr og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga á opnu húsi 15 júní s.l. og með tölvupósti til nágrannasveitarfélaga og svæðisskipulagsnefndar 13. júní s.l.
Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
15. Flugumýri - ósk um stækkun lóða201605341
Lagt fram bréf frá handhöfum lóða í Flugumýri sem liggja að götustæði Skarhólabrautar, þar sem þeir óska eftir að fá lóðirnar stækkaðar í átt að Skarhólabraut eftir því sem kostur er.
Nefndin óskar eftir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
16. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Tekið fyrir að nýju, framhald umræðu frá 415. fundi.
Upplýst var að unnið er að kynningu tillagna fyrir hagsmunaaðilum.
17. Leirvogstunga 24/Umsókn um byggingarleyfi201606187
Björgvin Jónsson hefur sótt um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun nefndarinnar um erindið þar sem það felur í sér frávik frá deiliskipulagi.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í þá veru að húsið verði tveggja hæða með bifreiðaaðkomu vestan frá.
18. Uglugata 1, 3 og 5, ósk um breytingu á deiliskipulagi201605276
Steinþór Kári Kárason f.h. lóðarhafa, ÍSB fasteigna ehf. óskar eftir breytingum á deiliskipulagi, þannig að í stað þriggja tveggja hæða einbýlishúsa komi fjögur einnar hæðar parhús, sbr meðfylgjandi tillöguuppdrátt. Lögð fram ný skýringarmynd.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
19. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 289201606025F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.1. Desjamýri 1 / Umsókn um byggingarleyfi 201606220
Mótandi ehf. Jónsgeisla 11 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum að Desjamýri 1 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 216. fundi skipulagsnefndar.
19.2. Gerplustræti 31-37 - Byggingaleyfisumsókn 201606030
Mannverk ehf. Hlíðarsmára 12 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 40 íbúða fjölbýlishús og bílakjallara á lóðinni nr. 31-37 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Bílakjallari/geymslur 1724,2 m2, 1. hæð 1189,5 m2, 2. hæð 1268,4 m2, 3. hæð 1268,4 m2, 4. hæð 1268,4 m2, 18140,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 216. fundi skipulagsnefndar.
19.3. Laxatunga 157/Umsókn um byggingarleyfi / breyting á innra skipulagi 201606136
Óskar Arnarson Laxatungu 157 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 157 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 216. fundi skipulagsnefndar.
19.4. Laxatunga 143/Umsókn um byggingarleyfi 201604200
Darri Már Grétarsson Fífuhvammi 17 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 143 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss. Íbúð 184,8 m2, bílgeymsla 39,8 m2, 751,9 m3.
Á 415. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar 14. júní 2016, var neðangreint erindi tekið fyrir og svohljóðandi bókun gerð: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið og telur að það geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. um óverulegt frávik.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 216. fundi skipulagsnefndar.
19.5. Leirvogstunga 24/Umsókn um byggingarleyfi 201606187
Björgvin Jónsson Leirvogstungu 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 24 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Bílgeymsla neðri hæðar 50,0 m2, íbúðarrými neðri hæðar 54,6 m2, efri hæð 232,5 m2, 1211,0 m3.
Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir einnar hæðar húsi og aðkomu frá norður hlið lóðar og jafnframt nær bílgeymsla núverandi húss á lóðinni nr. 22 við Leirvogstungu inn á lóðina.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 216. fundi skipulagsnefndar.
19.6. Súluhöfði 15, umsókn um byggingarleyfi 201606073
Ingvar Ormarsson Súluhöfða 15 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr álprófílum og gleri, sólskála við húsið nr. 15 við Súluhöfða í samræmi við framlögð gögn.
Stærð sólskála 16,0 m2 38,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 216. fundi skipulagsnefndar.
19.7. Vogatunga 62-68 Umsókn um byggingarleyfi 201507148
Húsbyggingar ehf. Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 62, 64, 66 og 68 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Nr. 62 íbúð 103,5 m2, bílgeymsla 26,2 m2, 555,1 m3.
Nr. 64 íbúð 104,1 m2, bílgeymsla 26,2 m2, 557,9 m3.
Nr. 66 íbúð 104,1 m2, bílgeymsla 26,2 m2, 557,9 m3.
Nr. 68 íbúð 103,5 m2, bílgeymsla 26,2 m2, 555,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 216. fundi skipulagsnefndar.
Í fundarlok þakkaði Finnur Birgisson fráfarandi skipulagsfulltríi fyrir ánægjulegt samstarf og óskaði nefndinni og samstarfsmönnum velfarnaðar.[line]Nefndin þakkar Finni fyrir vel unnin og farsæl störf á síðastliðnum 10 árum.