Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. júní 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi

Einn­ig sat fund­inn Ólaf­ur Mel­sted, ný­ráð­inn skipu­lags­full­trúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Lind­ar­byggð, bíla­stæða­mál201606084

    Fjalar Freyr Einarsson íbúi í Lindarbyggð óskar í tölvupósti 9.6.2016 eftir því að bílastæðamál í Lindarbyggð verði tekin til skoðunar. Hvergi sé heimilt að leggja í götunni nema á stæðum inni á lóðum og því séu engin gestastæði fyrir hendi. Frestað á 415. fundi.

    Vísað til skoð­un­ar hjá um­hverf­is­sviði.

  • 2. Land nr. 123703, Mos­fells­dal, deili­skipu­lag fyr­ir að­stöðu­hús á hestaí­þrótta­svæði.201606085

    Þórarinn Jónsson óskar 10.6.2016 eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi lóðar fyrir "aðstöðuhús hrossabónda" á reit sem merktur er 233-Oh á aðalskipulagi. Frestað á 415. fundi.

    Nefnd­in sam­þykk­ir að falla frá gerð lýs­ing­ar og forkynn­ingu skv. 1. og 3. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga, þar sem all­ar meg­in­for­send­ur deili­skipu­lags­ins koma fram í að­al­skipu­lagi, og sam­þykk­ir jafn­framt að til­lag­an verði aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga.

  • 3. Hlíðarás 1a/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201603013

    Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 415. fundi.

    Frestað.

    • 4. Laxa­tunga 36-54, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201605295

      F.h. lóðarhafa, F fasteignafélags ehf., óskar Kristinn Ragnarsson arkitekt eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að húsgerðin verði einnar hæðar raðhús í stað tveggja hæða. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 415. fundi, lögð fram skýringarmynd, sneiðing í Laxatungu 36 og Leirvogstungu 35.

      Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una í aug­lýs­ingu skv. 1. mgr. 43. gr. með þeirri breyt­ingu að vegna hæð­araf­stöðu lóða verði syðstu hús­in þrjú áfram tveggja hæða.

    • 5. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

      Tillaga að deiliskipulagi tekin fyrir að nýju, sbr. bókanir á 413. og 415. fundi. Lögð fram tillaga að umhverfisskýrslu og breytingum á umfjöllun um umhverfisáhrif í deiliskipulagstillögunni.

      Nefnd­in sam­þykk­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an verði aug­lýst að nýju skv. 41. gr. skipu­lagslaga, með breytt­um kafla um um­hverf­isáhrif og ásamt um­hverf­is­skýrslu skv. lög­um nr. 105/2006, þó með þeim breyt­ing­um sem rædd­ar voru á fund­in­um. Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að til­kynna þeim sem gerðu at­huga­semd­ir um þessa nið­ur­stöðu og jafn­framt verði deili­skipu­lagstil­lag­an kynnt fyr­ir um­hverf­is­nefnd.

    • 6. Breyt­ing á akst­urs­leið­um STRÆTÓ í Mos­fells­bæ201606118

      Tekið fyrir erindi frá Strætó bs. þar sem leitað er eftir afstöðu Mosfellsbæjar til hugmynda um breytingar á akstursleiðum, þ.e. styttingu á leið 6 og lengingu á leið 31 í Grafarvogi og Mosfellsbæ.

      Nefnd­in tek­ur já­kvætt í breyt­ing­arn­ar en tel­ur nauð­syn­legt að breyta tíma­töflu leið­ar 31 til að hún nýt­ist bet­ur sem þjón­usta við Mos­fells­bæ. Skipu­lags­nefnd ósk­ar einn­ig eft­ir grein­ingu á kostn­aði og hvaða áhrif breyt­ing­in hef­ur á kostn­að sveit­ar­fé­lags­ins.

    • 7. Hraða­hindr­an­ir og göngu­þver­an­ir í Krika­hverfi201606069

      Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs, þar sem lagt er til að gerðar verði hraðahindranir á þremur stöðum í Stórakrika, þar af tveimur í tengslum við gönguþveranir móts við Stórakrika nr. 1 og nr. 8.

      Nefnd­in er sam­þykk til­lög­un­um og fel­ur fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að vinna áfram að þeim.

    • 8. Laxa­tunga 136-144, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201604153

      Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 10. maí 2016 með athugasemdafresti til 21. júní 2016. Engin athugasemd barst.

      Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una óbreytta og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

    • 9. Þor­móðs­dal­ur l.nr. 125606, deili­skipu­lag frí­stunda­lóð­ar201601510

      Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 10. maí 2016 með athugasemdafresti til 21. júní 2016. Engin athugasemd barst.

      Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una óbreytta og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

    • 10. Bif­reiða­stöð­ur við Brekku­tanga201603425

      Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi íbúa við Brekkutanga varðandi bifreiðastöður í götunni.

      Nefnd­in fel­ur fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að vinna áfram að mál­inu í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

    • 11. Dverg­holt 2 er­indi um inn­keyrslu á lóð.201605277

      Magnús Huldar Ingþórsson f.h. íbúa í Dvergholti 2 óskar með bréfi dags. 19.05.2016 eftir því að inkeyrsla frá Skeiðholti og bílastæði þar fyrir neðri hæð hússins verði formlega samþykkt með breytingu á deiliskipulagi, sbr. meðfylgjandi gögn.

      Nefnd­in er nei­kvæð gagn­vart er­ind­inu.

    • 12. Uglugata 32-38 og 40-46, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á hús­gerð­um og fjölg­un íbúða.201508941

      Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi sem unnin er af RÝMA arkitektum og TAG teiknistofu fyrir lóðarhafa, sbr. bókun á 414. fundi.

      Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga með breyt­ingu á stað­setn­ingu kvað­ar um göngu­leið. Ákvörð­un um gjald­töku vegna fjölg­un­ar íbúða er vísað til bæj­ar­ráðs.

    • 13. Reykja­hvoll 20-30, breyt­ing­ar á aðal- og deili­skipu­lagi2014082083

      Lögð fram tillaga að breytingum á aðalskipulagi sem felast í lítilsháttar breytingu á mörkum íbúðarsvæðis við Reykjahvol og færslu reiðleiðar/útivistarstígs upp fyrir byggðina í Húsadal. Framsetning tillögunnar miðast við að um sé að ræða óverulegar breytingar.

      Nefnd­in legg­ur til við bæj­ar­stjórn að hún sam­þykki til­lög­una sem óveru­lega breyt­ingu á að­al­skipu­lagi og sendi hana ásamt rök­stuðn­ingi til Skipu­lags­stofn­un­ar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipu­lagslaga.

    • 14. Langi­hrygg­ur, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

      Tillaga að breytingu á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og tillaga að deiliskipulagi hafa verið kynntar skv. 2. mgr. 30. gr og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga á opnu húsi 15 júní s.l. og með tölvupósti til nágrannasveitarfélaga og svæðisskipulagsnefndar 13. júní s.l.

      Nefnd­in sam­þykk­ir að til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi verði send Skipu­lags­stofn­un til at­hug­un­ar og síð­an aug­lýst í sam­ræmi við 3. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga.

    • 15. Flugu­mýri - ósk um stækk­un lóða201605341

      Lagt fram bréf frá handhöfum lóða í Flugumýri sem liggja að götustæði Skarhólabrautar, þar sem þeir óska eftir að fá lóðirnar stækkaðar í átt að Skarhólabraut eftir því sem kostur er.

      Nefnd­in ósk­ar eft­ir um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    • 16. Þing­valla­veg­ur í Mos­fells­dal, deili­skipu­lag201312043

      Tekið fyrir að nýju, framhald umræðu frá 415. fundi.

      Upp­lýst var að unn­ið er að kynn­ingu til­lagna fyr­ir hags­muna­að­il­um.

    • 17. Leir­vogstunga 24/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201606187

      Björgvin Jónsson hefur sótt um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun nefndarinnar um erindið þar sem það felur í sér frávik frá deiliskipulagi.

      Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi í þá veru að hús­ið verði tveggja hæða með bif­reiða­að­komu vest­an frá.

    • 18. Uglugata 1, 3 og 5, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201605276

      Steinþór Kári Kárason f.h. lóðarhafa, ÍSB fasteigna ehf. óskar eftir breytingum á deiliskipulagi, þannig að í stað þriggja tveggja hæða einbýlishúsa komi fjögur einnar hæðar parhús, sbr meðfylgjandi tillöguuppdrátt. Lögð fram ný skýringarmynd.

      Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

    • 19. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 289201606025F

      Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 19.1. Desja­mýri 1 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201606220

        Mót­andi ehf. Jóns­geisla 11 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um að Desja­mýri 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 216. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 19.2. Gerplustræti 31-37 - Bygg­inga­leyf­is­um­sókn 201606030

        Mann­verk ehf. Hlíð­arsmára 12 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 40 íbúða fjöl­býl­is­hús og bíla­kjall­ara á lóð­inni nr. 31-37 við Gerplustræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: Bíla­kjall­ari/geymsl­ur 1724,2 m2, 1. hæð 1189,5 m2, 2. hæð 1268,4 m2, 3. hæð 1268,4 m2, 4. hæð 1268,4 m2, 18140,7 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 216. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 19.3. Laxa­tunga 157/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi / breyt­ing á innra skipu­lagi 201606136

        Ósk­ar Arn­ar­son Laxa­tungu 157 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á hús­inu nr. 157 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir húss breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 216. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 19.4. Laxa­tunga 143/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201604200

        Darri Már Grét­ars­son Fífu­hvammi 17 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 143 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð húss. Íbúð 184,8 m2, bíl­geymsla 39,8 m2, 751,9 m3.
        Á 415. fundi skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar 14. júní 2016, var neð­an­greint er­indi tek­ið fyr­ir og svohljóð­andi bók­un gerð: Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd við er­ind­ið og tel­ur að það geti fall­ið und­ir 3. mgr. 43. gr. um óveru­legt frá­vik.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 216. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 19.5. Leir­vogstunga 24/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201606187

        Björg­vin Jóns­son Leir­vogstungu 22 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 24 við Leir­vogstungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: Bíl­geymsla neðri hæð­ar 50,0 m2, íbúð­ar­rými neðri hæð­ar 54,6 m2, efri hæð 232,5 m2, 1211,0 m3.
        Í deili­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir einn­ar hæð­ar húsi og að­komu frá norð­ur hlið lóð­ar og jafn­framt nær bíl­geymsla nú­ver­andi húss á lóð­inni nr. 22 við Leir­vogstungu inn á lóð­ina.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 216. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 19.6. Súlu­höfði 15, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201606073

        Ingvar Ormars­son Súlu­höfða 15 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr ál­p­rófíl­um og gleri, sól­skála við hús­ið nr. 15 við Súlu­höfða í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð sól­skála 16,0 m2 38,0 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 216. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 19.7. Voga­tunga 62-68 Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201507148

        Hús­bygg­ing­ar ehf. Há­holti 14 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 62, 64, 66 og 68 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: Nr. 62 íbúð 103,5 m2, bíl­geymsla 26,2 m2, 555,1 m3.
        Nr. 64 íbúð 104,1 m2, bíl­geymsla 26,2 m2, 557,9 m3.
        Nr. 66 íbúð 104,1 m2, bíl­geymsla 26,2 m2, 557,9 m3.
        Nr. 68 íbúð 103,5 m2, bíl­geymsla 26,2 m2, 555,1 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram á 216. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      Í fund­ar­lok þakk­aði Finn­ur Birg­is­son frá­far­andi skipu­lags­fulltríi fyr­ir ánægju­legt sam­st­arf og ósk­aði nefnd­inni og sam­starfs­mönn­um velfarn­að­ar.[line]Nefnd­in þakk­ar Finni fyr­ir vel unn­in og far­sæl störf á síð­ast­liðn­um 10 árum.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25