Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. ágúst 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Að­al­skipu­lag, inn­leið­ing nýs svæð­is­skipu­lags201508395

    Lagt fram bréf frá Hrafnkeli Proppe svæðisskipulagsstjóra þar sem vakin er athygli á því að skv. nýsamþykktu svæðisskipulagi skulu sveitarfélögin hafa innleitt stefnu svæðisskipulagsins í aðalskipulag sitt innan 18 mánaða frá samþykktinni. Svæðisskipulagið tók gildi 14. júlí 2015.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að ræða við svæð­is­skipu­lags­stjóra.

  • 2. Efri Hvoll - Um­sókn um stöðu­leyfi f. að­stöð­ugám fyr­ir bíl­stjóra Strætós á lóð OR.201504176

    Tekið fyrir að nýju, lögð fram tillaga að breyttri staðsetningu aðstöðugáms vagnstjóra sem sótt er um stöðuleyfi fyrir. Byggingarfulltrúi óskaði eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

    Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd við veit­ingu stöðu­leyf­is fyr­ir að­stöð­ugám­inn til eins árs.

  • 3. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um að lög­manni Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að vinna minn­is­blað um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa201503509

    Á 1219. fundi bæjarráðs 9. júlí sl. var samþykkt að vísa minnisblaði lögmanns bæjarins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í nefndum bæjarins. Jafnframt var lögmanni falið að funda síðan með þeim nefndum sem teldu þess þörf.

    Lagt fram.

    • 4. Litlikriki 3-5, fyr­ir­spurn um þrjár íbúð­ir í stað tveggja.201503299

      Tekið fyrir að nýju, en bæjarráð vísaði málinu aftur til skipulagsnefndar þar sem í ljós kom að láðst hafði að taka fyrir og svara athugasemd frá Leifi Guðjónssyni dags. 22. júní 2015. Athugasemdin lögð fram ásamt endurskoðuðum drögum að svörum.

      Nefnd­in ít­rek­ar svar sitt við áður fram­kom­inni at­huga­semd og vís­ar einn­ig til þess svars gagn­vart at­huga­semd Leifs Guð­jóns­son­ar.
      Dóra Lind vék af fundi und­ir um­ræð­um um mál­ið.

    • 5. Vefara­stræti 8-22, ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201506050

      Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.

      Nefnd­in sam­þykk­ir deili­skipu­lags­breyt­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar þeg­ar geng­ið gef­ur ver­ið frá greiðslu álagðra gjalda vegna henn­ar.

      • 6. Gerplustræti 2-4, ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201506053

        Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.

        Nefnd­in sam­þykk­ir deili­skipu­lags­breyt­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar þeg­ar geng­ið gef­ur ver­ið frá greiðslu álagðra gjalda vegna henn­ar.

        • 7. Gerplustræti 1-5, ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201506052

          Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.

          Nefnd­in sam­þykk­ir deili­skipu­lags­breyt­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar þeg­ar geng­ið gef­ur ver­ið frá greiðslu álagðra gjalda vegna henn­ar.

          • 8. Reykja­mel­ur 8 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201504068

            Grenndarkynningu á umsókn um stækkun og breytingar lauk 14. ágúst, engin athugasemd hefur borist.

            Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við veit­ingu bygg­ing­ar­leyf­is skv. um­sókn­inni þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

          • 9. Greni­byggð 11, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201506027

            Grenndarkynningu á umsókn um stækkun og breytingar lauk 31. júlí, engin athugasemd barst.

            Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við veit­ingu bygg­ing­ar­leyf­is skv. um­sókn­inni þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

          • 10. Grunn­skóli v/Æð­ar­höfða og bíla­stæði golf­vall­ar, deili­skipu­lag201504234

            Verkefnislýsing og deiliskipulagstillaga teknar fyrir að nýju sbr. bókun á 393. fundi þar sem afgreiðslu var frestað. Lögð fram athugasemd frá íbúum í Þrastarhöfða 53 sem barst í tölvupósti 20. júlí.

            Skipu­lags­nefnd fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að vinna að mál­inu með skipu­lags­höf­undi.

          • 11. Golf­völl­ur Blikastaðanesi, breyt­ing á deili­skipu­lagi.201508944

            Golfklúbbur Mosfellsbæjar óskar eftir breytingu á deiliskipulagi golfvallar þannig að lóð og byggingarreitur golfskála færist til vesturs, sbr. meðfylgjandi skipulagstillögu og skýringarmyndir.

            Nefnd­in sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga með breyt­ing­um í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

          • 12. Úlfars­fells­land 125500 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201507122

            Haraldur V.Haraldson hefur sótt um leyfi til að endurbyggja og stækka sumarbústað í samræmi við framlögð gögn. Stærð bústaðs eftir breytingu 89,9 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem er ekki fyrir hendi deiliskipulag.

            Nefnd­in lít­ur svo á að þar sem um er að ræða end­ur­bygg­ingu sum­ar­bú­stað­ar í lít­ið breyttu formi inni í eldri frí­stunda­byggð, eigi 44. gr. skipu­lagslaga við, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið.

          • 13. Úr landi Mið­dals, lnr. 125337, er­indi um or­lofs­þorp201309070

            Erindi eigenda landsins um að það verði skipulagt undir orlofsbyggð/ferðaþjónustu tekið fyrir að nýju. Málið var áður á dagskrá 378. fundar.

            Nefnd­in ít­rek­ar fyrri af­stöðu sína varð­andi upp­bygg­ingu á svæð­inu í sam­ræmi við gild­andi að­al­skipu­lag en ósk­ar eft­ir nán­ari upp­lýs­ing­um um hvern­ig stað­ið verð­ur að upp­bygg­ingu að­komu­veg­ar og að- og frá­veit­um vegna starf­sem­inn­ar.

            • 14. Reykja­hvoll 20-30, breyt­ing­ar á aðal- og deili­skipu­lagi2014082083

              Lagðar fram að nýju tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi, sem lúta að færslu lóða við Reykjahvol og reiðleiðar ofan þeirra til austurs og fjölgun lóða um fjórar.

              Nefnd­in er já­kvæð fyr­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an verði full­unn­in í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

            • 15. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

              Lagt fram minnisblað frá verkfræðistofunni Vatnaskilum um "Endurskoðun yfirborðsvatnasviðs Laxnesdýja vegna vatnsverndar", þar sem fram kemur að verði yfirborðsvatn leitt til vesturs eftir skurði meðfram Þingvallavegi í stað þess að hleypa því til suðurs um vegræsi gegnum veginn, muni ekki verða þörf á að skilgreina svæði norðan vegarins sem grannsvæði vatnsverndar.

              Nefnd­in legg­ur til að efnt verði til kynn­ing­ar­fund­ar fyr­ir kjörna full­trúa og nefnd­ar­menn skipu­lags­nefnd­ar og um­hverf­is­nefnd­ar um vatns­vernd­ar­mál á svæð­inu.

            • 16. Uglugata 68, fyr­ir­spurn um breytta hús­gerð201508880

              Lögð fram fyrirspurn núverandi lóðarhafa og tilboðsgjafa í lóðina um það hvort fallist verði á að reisa einnar hæðar hús á lóðinni í stað tveggja hæða eins og skipulag gerir ráð fyrir.

              Nefnd­in tek­ur já­kvætt í fyr­ir­spurn­ina og tel­ur að slík breyt­ing geti fall­ið und­ir 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga um óveru­leg frá­vik. Lóð­ar­hafa lóð­ar nr. 70 verði gef­inn kost­ur á að tjá sig um breyt­ing­una áður en bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn verð­ur sam­þykkt.

            • 17. Hlað­gerð­ar­kot með­ferð­ar­heim­ili, deili­skipu­lag201508879

              Samhjálp félagasamtök óska með bréfi dags. 13. ágúst 2015 eftir því að Mosfellsbær deiliskipuleggi lóð meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal í samræmi við meðfylgjandi tillöguteikningar að stækkun meðferðarheimilisins.

              Frestað.

              • 18. Há­eyri, ósk um sam­þykkt deili­skipu­lags2015081086

                Lögð fram tillaga KrArk teiknistofu að deiliskipulagi Háeyrar, unnin fyrir landeigandann Sigurð I B Guðmundssson. Tillagan gerir ráð fyrir að landið skiptist í tvær lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús.

                Frestað.

                • 19. Uglugata 32-38 og 40-46, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á hús­gerð­um og fjölg­un íbúða.201508941

                  JP Capital ehf óskar 13.8.2015 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem fela í sér breytingar á húsgerðum og byggingarreitum og fjölgun íbúða.

                  Frestað.

                  • 20. Ástu-Sólliljugata 19-21, 18-20 og 26-28, fyr­ir­spurn um fjölg­un íbúða201508937

                    JP Capital ehf óskar 13.8.2015 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem fela í sér fjölgun íbúða um samtals 5 á lóðunum.

                    Frestað.

                    • 21. Spilda í landi Hraðastaða nr. 198660, ósk um sam­þykki á nafni2015081082

                      Þórun Jónsdóttir óskar með bréfi dags. 14. ágúst 2015 eftir því að skipulagsnefnd samþykki nafnið Dalhólar á nýstofnuðu lögbýli í landi Hraðastaða.

                      Frestað.

                      • 22. Skála­hlíð 31 / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201508106

                        Daníel V. Antonsson hefur sótt um takmarkað byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi og bílgeymslu á lóðinni nr. 31 við Skálahlíð. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem framlagðar teikningar gera ráð fyrir að tvö horn hússins gangi talsvert út fyrir byggingarreit.

                        Frestað.

                        Fundargerðir til kynningar

                        • 23. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 270201508006F

                          Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                          Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar

                          • 23.1. Laxa­tunga 62-68 /um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201507259

                            Hús­bygg­ing­ar ehf. Há­holti 14 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­ar hæð­ar rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 62, 64, 66 og 68 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð: Hús nr.62, íbúð 110,1 m2, bíl­geymsla 25,0 m2, 581,9 m3.
                            Hús nr.64, íbúð 110,1 m2, bíl­geymsla 25,0 m2, 581,9 m3.
                            Hús nr.66, íbúð 110,1 m2, bíl­geymsla 25,0 m2, 581,9 m3.
                            Hús nr.68, íbúð 110,1 m2, bíl­geymsla 25,0 m2, 581,9 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram til kynn­ing­ar á 394. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          • 23.2. Laxa­tunga 87 /um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201507237

                            Selá ehf.Þrast­ar­höfða 57 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 87 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð: Íbúð­ar­rými 170,0 m2, bíl­geymsla 34,2 m2, 672,9 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram til kynn­ing­ar á 394. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          • 23.3. Laxa­tunga 89 /um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201507238

                            Selá ehf.Þrast­ar­höfða 57 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 89 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð: Íbúð­ar­rými 170,0 m2, bíl­geymsla 34,2 m2, 672,9 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram til kynn­ing­ar á 394. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          • 23.4. Lund­ur 1 /um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201507239

                            Haf­berg Þór­is­son Lambhaga­vegi 23 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta innra fyr­ir­komu­lagi nú­ver­andi bíla­geymslu / starfs­manna­að­stöðu að Lundi í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram til kynn­ing­ar á 394. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          • 23.5. Skála­hlíð 31 / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201508106

                            Daníel V. Ant­ons­son Þrast­ar­höfða 1 Mos­fells­bæ sæk­ir um tak­markað bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir ein­býl­is­húsi og bíl­geymslu úr for­steypt­um ein­ing­um á lóð­inni nr. 31 við Skála­hlíð í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Heild­ar­stærð húss er 180,3 m2 og 702,0 m3 en á upp­drátt­um kem­ur fram að tvö horn þess ná tals­vert út fyr­ir bygg­ing­ar­reit.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram til kynn­ing­ar á 394. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          • 23.6. Skála­hlíð 36 - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201508967

                            Björg­vin Guð­jóns­son Helgalandi 11 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 36 við Skála­hlíð í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð: Íbúð 162,6 m2, bíl­geymsla 64,6 m2, 855,4 m3.
                            Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki eig­anda húss­ins nr. 38 við Skála­hlíð vegna breyttr­ar stað­setn­ing­ar bíla­stæða á lóð­inni sem um­sækj­andi ber all­an kostn­að af.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram til kynn­ing­ar á 394. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          • 23.7. Vefara­stræti 7-11, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201505045

                            Varmár­byggð Stór­höfða 34-40 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 34 íbúða fjöleigna­hús, bíla­kjall­ara ásamt hjóla- og vagna­geymsl­um á lóð­inni nr. 7-11 við Vefara­stræti.
                            Stærð húss: Bíla­kjall­ari ofl. 1074,0 m2, íbúð­ar­hús­næði 1. hæð 1155,2 m2, 2. hæð 1133,3 m2, 3. hæð 113,3 m2, 13514,2 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram til kynn­ing­ar á 394. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.