Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. ágúst 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
  • Bjarki Bjarnason (BBj) 1. varaforseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) 1. varabæjarfulltrúi
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson

Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að taka á dagskrá fund­ar­ins lið­inn Kosn­ing í nefnd­ir og ráð.


Dagskrá fundar

  • 1. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1269201608010F

    Fund­ar­gerð 1269. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 1.1. Tíma­bund­ið áfeng­is­leyfi v/ dans­leik á bæj­ar­há­tið 201608145

      Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ing sæk­ir um tíma­bund­ið áfeng­is­leyfi vegna dans­leiks í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá á bæð­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima þann 27. ág­úst nk.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1269. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.2. Sam­þykkt Bún­að­ar­þings 2016 um Fjallskil 201608468

      Bún­að­ar­þing 2016 sam­þykkti með­fylgj­andi álykt­un um Fjallskil

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1269. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.3. Vinnu­hóp­ur um upp­bygg­ingu skáta­heim­il­is 201403119

      Bæj­ar­stjóri kynn­ir áfanga­skýrslu vinnu­hóps vegna upp­bygg­ing­ar skáta­heim­il­is.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1269. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.4. Beiðni um lækk­un hita­veitu­gjalda fyr­ir Grænu­mýri 9 201608823

      Beiðni um lækk­un gjalda vegna hita­veitu og frá­rennsli frá Grænu­mýri 9

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1269. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.5. Gúmmík­url á leik- og íþrótta­völl­um Mos­fells­bæj­ar 201608872

      Lögð fyr­ir til­laga Eigna­sjóðs að út­skipt­ingu á gúmmík­urli á gervi­grasvöll­um hjá Mos­fells­bæ

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1269. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.6. Skugga­bakki 8/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201605012

      Nið­ur­staða skoð­un­ar lög­manns lögð fram.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1269. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.7. Er­indi frá dýra­vernd­un­ar­fé­lag­inu Villikett­ir 201608978

      Dýra­vernd­un­ar­fé­lag­ið Villikett­ir ósk­ar eft­ir sam­starfi við Mos­fells­bæ og við­ur­kenn­ingu á að­ferða­fræði sinni sem kennd er við TNR (Trap-Neu­ter-Ret­urn) eða Fanga?Gelda?Skila.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1269. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.8. Að­gerðaráætlun Lýð­ræð­is­stefnu 2015-2017 201509254

      Eft­ir­fylgni að­gerðaráætl­un­ar Lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar 2015-2017.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1269. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1270201608014F

      Fund­ar­gerð 1270. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 2.1. Ósk um sam­st­arf vegna upp­bygg­ing­ar heil­brigð­is­stofn­un­ar og hót­els í Mos­fells­bæ 201607105

        Til­lögu S-lista sem fram kom á 676. fundi bæj­ar­stjórn­ar 17. ág­úst sl., um að könn­uð yrði staða og fjár­fest­inga­saga þeirra að­ila sem hyggjast standa fyr­ir bygg­ingu ein­ká­sjúkra­húss og hót­els í Mos­fells­bæ, var vísað til um­ræðu í bæj­ar­ráði.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Til­laga bæj­ar­full­trúa M-lista
        Ég tel að ákvörð­un bæj­ar­ráðs um þetta mál á fundi þess 21. júlí s.l. hafa ver­ið ólög­lega skv. lið 6 í 7. kafla 58. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138 frá 2011.
        Um mál­ið er ágrein­ing­ur og það varð­ar veru­lega fjár­hag sveit­ar­sjóðs. Þess vegna á 35. gr 5. kafla sömu laga ekki við, bæj­ar­ráð hef­ur ekki heim­ild til þess að taka þessa ákvörð­un, það verð­ur bæj­ar­stjórn að gera.
        Ég legg því til að þessi ákvörð­un verði felld úr gildi og mál­ið sett í þann lýð­ræð­is­lega far­veg sem ætlast er til.
        Jafn­framt legg ég til að fengn­ir verði að­il­ar til þess að kanna hvort meiri­hlut­inn hafi á þessu og síð­asta kjör­tíma­bili vís­vit­andi stillt mik­il­væg­um mál­um þann­ig upp að þau fari ein­göngu fyr­ir bæj­ar­ráð en ekki bæj­ar­stjórn eins og kraf­ist er og bæj­ar­bú­ar hljóta að krefjast á grund­velli lýð­ræð­is­lega vinnu­bragða.

        Til­lag­an felld með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista.

        Bók­un full­trúa D-, V- og S- lista
        Bæj­ar­full­trú­ar D- V og S lista eru ósam­mála túlk­un bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar á 58. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 enda gef­ur 35. gr. sömu laga bæj­ar­stjórn heim­ild til að færa bæj­ar­ráði fulln­að­ar­af­greiðslu­heim­ild í sum­ar­fríi bæj­ar­stjórn­ar.

        Af­greiðsla 1270. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.2. Prókúra fyr­ir fram­kvæmda­stjóra sviða 201607055

        Til­laga um að til­tekn­um starfs­mönn­um verði veitt prókúru­um­boð til að skuld­binda sveit­ar­fé­lag­ið.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Bók­un full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
        Hér er ver­ið að minnka ábyrgð bæj­ar­stjóra án þess að laun hans séu lækk­uð til sam­ræm­is, auk þess er ver­ið að flækja veru­lega eft­ir­lit með fjár­út­lát­um sveit­ar­fé­lags­ins að því er virð­ist að ástæðu­lausu.
        Á þetta er ekki hægt að fallast.

        Bók­un full­trúa D- og V-lista
        Hér er um al­gjör­an mis­skiln­ing að ræða hjá full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hér er um eðli­lega stjórn­sýslu og stjórn­un að ræða sem hef­ur ekk­ert með ábyrgð og laun bæj­ar­stjóra að gera.

        Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir, með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði M-lista, að bæj­ar­stjóra sé heim­ilt, í sam­ræmi við heim­ild í 4. mgr. 55. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, að veita Al­dísi Stef­áns­dótt­ur, for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar og stað­gengli bæj­ar­stjóra, Jó­hönnu B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs, Unni V. Ing­ólfs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs, Guð­björgu Lindu Udengard, fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs, og Pétri J. Lockton, fjár­mála­stjóra, prókúru­um­boð fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

      • 2.3. Um­sögn um frum­varp til laga um náms­lán og náms­styrki 2016081465

        Óskað er um­sagn­ar um frum­varp til laga um náms­lán og náms­styrki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1270. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.4. Sam­st­arf um þró­un og upp­bygg­ingu Sunnukrika 3-9 2016081486

        Beiðni um sam­st­arf við þró­un og upp­bygg­ingu á Sunnukrika 3-9.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
        Þessi máls­með­ferð sam­rým­ist ekki að mínu mati því hvern­ig taka á ákvarð­an­ir þar sem höndlað er með al­mannafé, ef sveit­ar­fé­lag ætl­ar í sam­st­arf við fyr­ir­tæki þarf að liggja ljóst fyr­ir að rætt hafi ver­ið við þau fyr­ir­tæki sem sinna þjón­ustu af þessu tagi og að við­kom­andi fyr­ir­tæki hafi kom­ið best út úr þeirri könn­un. Ég legg til að kann­að verði hvort hugs­an­lega séu ein­hver tengsl þess vald­andi að bæj­ar­ráð kýs að af­greiða mál­ið með svo óeðli­leg­um hætti.

        Bók­un S-lista
        Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar full­yrða að eðli­lega hafi ver­ið stað­ið að af­greiðslu þessa er­ind­is á vett­vangi bæj­ar­ráðs. Öll­um brigsl­um bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar um tengsl bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við við­kom­andi fyr­ir­tæki er vísað til föð­ur­húsa þar sem þau eru með öllu til­hæfu­laus og ósmekk­leg.

        Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
        Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

        Bók­un D- og V-lista
        Um er að ræða lóð­ir sem hafa ver­ið aug­lýst­ar í opnu og gegn­sæu ferli í fjölda ára. Hér barst bæj­ar­ráði er­indi frá fyr­ir­tæki sem hef­ur áhuga á sam­starfi um þró­un og upp­bygg­ingu á lóð­un­um. Bæj­ar­ráð fól bæj­ar­stjóra við­ræð­ur við um­rædda að­ila, ná­kvæm­lega ekk­ert er óeðli­legt við þessa af­greiðslu og ósæmi­legt með öllu að setja hér fram sam­særis­kenn­ingu um tengsl að­ila enda eru slík­ar kenn­ing­ar al­gjör­lega úr lausu lofti gripn­ar.

        Af­greiðsla 1270. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.5. Að­staða fyr­ir fé­lags­st­arf FaMos 2016081672

        Ósk um af­not af Hlé­garði fyr­ir fé­lags­st­arf FaMos.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1270. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.6. Að­gerðaráætlun Lýð­ræð­is­stefnu 2015-2017 201509254

        Eft­ir­fylgni að­gerðaráætl­un­ar Lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar 2015-2017.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1270. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 4. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 418201608012F

        Fund­ar­gerð 418. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        Fundargerðir til staðfestingar

        • 3. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 246201608015F

          Fund­ar­gerð 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 3.1. Frum­varps­drög-lög um mál­efni fatl­aðs fólks og breyt­ing á lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga 201608820

            Frum­varps­drög til um­sagn­ar. Drög að um­sögn verða send fund­ar­mönn­um á fimmtu­dags­morg­un.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.2. SSH - sam­eig­in­leg ferða­þjón­usta fatl­aðra 201510261

            Skýrsla um út­tekt og til­lög­ur Barry Connor á starf­semi Strætó bs. vegna ferða­þjón­ustu fatl­aðs fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ásamt úr­skurði kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála frá 21. júní 2016 í máli All Ice­land Tours ehf. gegn Strætó bs. Máli frestað á 245. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.3. SSH og RKÍ - Al­þjóð­leg vernd á Ís­landi, sam­eig­in­leg vilja­yf­ir­lýs­ing 201607077

            Niðurstaða þessa fundar:

            Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa mál­inu aft­ur til fjöl­skyldu­nefnd­ar til af­greiðslu.

          • 3.4. Fjöl­skyldu­svið-árs­fjórð­ungs­yf­ir­lit 2016 201604053

            Árs­fjórð­ungs­yf­ir­lit fjöl­skyldu­sviðs, II. árs­fjórð­ung­ur. Deild­ar­stjóri barna­vernd­ar- og ráð­gjaf­deild­ar og deild­ar­stjóri bú­setu- og þjón­ustu­deild­ar fóru yfir yf­ir­lit II. árs­fjórð­ungs vegna þjón­ustu deild­anna.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.5. Stuðn­ings­þjón­usta í barna­vernd-regl­ur 2016081760

            Drög að regl­um Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ings­þjón­ustu í barna­vernd.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

          • 3.6. Starfs­áætlun fjöl­skyldu­nefnd­ar 2017 2016081761

            Drög að starfs­áætlun fjöl­skyldu­nefnd­ar 2017

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.7. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 381 201608016F

            Fund­ar­gerð til stað­fest­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.8. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 380 201608013F

            Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.9. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 379 201608011F

            Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.10. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 378 201608006F

            Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.11. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 377 201608004F

            Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.12. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1036 201608005F

            Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.13. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1035 201608003F

            Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.14. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1034 201608001F

            Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.15. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1033 201607016F

            Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 3.16. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1032 201607015F

            Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 246. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          Almenn erindi

          • 5. Lög­reglu­sam­þykkt fyr­ir Mos­fells­bæ201604031

            Bæjarstjórn samþykkti á 676. fundi sínum 18. ágúst sl. að vísa tillögu til lögreglusamþykktar fyrir Mosfellsbæ til seinni umræðu á þennan fund bæjarstjórnar.

            Fyr­ir­liggj­andi drög að lög­reglu­sam­þykkt fyr­ir Mos­fells­bæ sam­þykkt við síð­ari um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 6. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð201406077

            Tillaga um breytingar á nefndarmönnum D-lista í skipulagsnefnd.

            Til­laga er gerð um að Júlía Mar­grét Jóns­dótt­ir verði aðal­mað­ur í skipu­lags­nefnd í stað Helgu Krístin­ar Auð­uns­dótt­ur sem verð­ur vara­mað­ur í nefnd­inni.

            Fleiri til­lög­ur komu ekki fram og skoð­ast of­an­greind­ar breyt­ing­ar því sam­þykkt­ar.

            Fundargerðir til kynningar

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:21