17. febrúar 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1246201602001F
Fundargerð 1246. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 665. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Umsögn um frumvarp til laga um almennar íbúðir 201512342
Bæjarráð vísaði frumvarpinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Umsögnin er lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1246. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga 201601578
Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1246. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Umsögn um frumvarp til laga um fráveitur, uppbyggingu og rekstur 201601579
Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fráveitur, uppbyggingu og rekstur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1246. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Breyting á gjaldskrá dagforeldra 201601126
Gjaldskrá vegna daggæslu barna í heimahúsi lögð fram til samþykktar. Jafnframt lagt fram minnisblað skólafulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1246. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Hönnunarreglur fyrir stoppistöðvar Strætó 201601594
Hönnunarreglur fyrir stoppistöðvar Strætó lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1246. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak 201601610
Óskað umsagnar um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1246. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Jafnréttisfræðsla í efri deildum grunnskóla 201602023
Bæjarstjórn vísaði tillögu Íbúahreyfingarinnar um að Mosfellsbær bjóði upp á jafnréttisfræðslu í efri deildum grunnskóla til jafnréttisfulltrúa og framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar. Umsögnin er lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1246. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 316201601026F
Fundargerð 316. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 665. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 317201602008F
Fundargerð 317. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 665. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Mat á skólastarfi Krikaskóla 201504221
Fjallað um skýrslu um úttekt menntamálaráðuneytisins á Krikaskóla sem þróunarskóla skv. 44. gr. grunnskólalaga. Umbótaáætlun skólans kynnt. Þrúður Hjelm skólastjóri Krikaskóla kynnir skýrslu og umbótaáætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 317. fundar fræðslunefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Jafnréttisfræðsla í efri deildum grunnskóla 201602023
Bæjarráð vísar málinu til fræðslunefndar. Gögn frá bæjarráði fylgja, auk þess sem dæmi frá Lágafellsskóla um framkvæmd jafnréttisfræðslu er lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 317. fundar fræðslunefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalMinnisblað starfsmanna sviðs vegna fyrirspurnar um.pdfFylgiskjalSkýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála í Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalJafnréttisáætlun Lágafellsskóla.pdfFylgiskjalJafnréttisáætlun Krikaskóla.pdfFylgiskjalJafnréttisfræðsla í Lágafellsskóla 2015-16.pdfFylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 1246 (4.2.2016) - Jafnréttisfræðsla í efri deildum grunnskóla.pdfFylgiskjalJafnréttisáætlun Varmárskóla (1).pdf
4.3. Helgafellsskóli 201503558
Farið yfir framvindu verksins, samþykktir bæjarráðs og stöðu á vinnu rýnihópa, sem fjallað hafa um þarfagreiningu.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fyrirhuguð bygging Helgafellsskóla verði einnig kynnt og rædd í íþrótta- og tómstundanefnd. Allt að 700 nýir nemendur verða í skólanum og full ástæða til að nefndin sé höfð til ráðuneytis í tengslum við þarfagreiningarvinnu o.fl.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 317. fundar fræðslunefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 405201602004F
Fundargerð 405. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 665. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Lóð í Desjamýri, fyrirspurn um breytingu á byggingarreit / staðsetningu húss. 201601173
Guðmundur Hreinsson hjá togt ehf. spyrst fyrir hönd umsækjanda um lóðina fyrir um möguleika á því að færa byggingarreit samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Frestað á 404. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Hlíðartún 2 og 2a, fyrirspurn um smáhýsi og parhús. 201504083
Stefán Þ Ingólfsson arkitekt leggur f.h. lóðareiganda fram nýjar tillöguteikningar af parhúsi á lóðinni Hlíðartún 2a og einu "gestahúsi" á baklóð Hlíðartúns 2. Sbr. einnig bókun á 389. fundi. Frestað á 404. fundi
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Reykjahvoll 11 vinnuskúr /Umsókn um byggingarleyfi 201601175
Vinnuafl Norðurtúni 7 Garðabæ hefur sótt um 4 ára stöðuleyfi fyrir 36,05 m2 geymslu og vinnuaðstöðu á lóðinni nr. 11 við Reykjahvol. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 404. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Álafossvegur 23 - umsókn um byggingarleyfi f. breytingum 4. hæðar. 201601124
Sundlaugin hljóðver ehf. og Sigurjón Axelsson sækja um leyfi til að breyta innréttingu 4. hæðar Álafossvegi 23 og bæta þar við tveimur íbúðum, og jafnframt að byggja kvist og svalir. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 404. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Álafossvegur 23 - umsókn um byggingarleyfi f. anddyri 201601125
Húsfélagið Álafossvegi 23 hefur sótt um leyfi til að byggja 27,2 m2 anddyri við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, þar sem umsótt viðbygging myndi fara út fyrir byggingarreit á deiliskipulagi. Frestað á 404. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Gerplustræti 31-37, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi 201601149
Lögð fram endurskoðuð tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Mannverks ehf að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun á 403. fundi. Breytingar felast í fækkun stigahúsa úr fjórum í tvö, fjölgun íbúða um 8, fjölgun bílastæða ofanjarðar á lóð og að vestasti hluti hússins megi vera 4 íbúðarhæðir. Frestað á 404. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun S-lista
Bæjarfulltrúar Samfylkingar taka undir bókun nefndarmanns Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd og gera hana að sinni.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum D- og V- lista gegn þremur atkvæðum S- og M-lista.
5.7. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Kirkjugarður Úlfarsfelli 201601200
Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan varðar kirkjugarð undir Úlfarsfelli. Frestað á 404. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Flugumýri 18 - Umsókn um byggingarleyfi f. viðbyggingu 201510291
Erindi Útungunar ehf. um viðbyggingu við Flugumýri 18 var grenndarkynnt 11. desember 2015 með athugasemdafresti til 11. janúar 2016. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Brekkukot í Mosfellsdal, erindi um lögbýli undir ferðaþjónustu 201601282
Gísli Snorrason og Anna Steinarsdóttir óskuðu með bréfi dags. 12. janúar 2016 eftir því að tilgreindir landskikar í Mosfellsdal yrðu færðir undir fyrirhugað lögbýli, Brekkukot. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.10. Endurskoðun Aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 201512340
Verklýsing fyrir endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps hefur verið send til umsagnar. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.11. Stórikriki 56, fyrirspurn um stækkun aukaíbúðar 201602046
Bergþór Björgvinsson spyrst í tölvupósti 22. janúar 2016 fyrir um leyfi til að stækka aukaíbúð úr 58,4 m2 í 80 m2, með því að innrétta hluta ónotaðs rýmis, svokallaðs virkis sem hluta íbúðarinnar. Litið verði á stækkunina sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi, en til vara leggur hann til að deiliskipulagi Krikahverfis verði breytt og hámarksstærð aukaíbúða aukin úr 60 m2 í 80 m2.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.12. Helgafellshverfi, 2. og 3. áfangi, óskir um breytingar á deiliskipulagi 201509513
Lagðar fram tvær endurskoðaðar tillögur að breytingum á deiliskipulagi, unnar af Steinþóri Kára Kárasyni fyrir Hömlur, annars vegar við Ástu Sóllilju- og Bergrúnargötur og hinsvegar við Uglugötu. Breytingar eru þær að í stað einbýlishúsa nr. 14 og 16 við Ástu Sólliljugötu komi fjórbýlishús og að á lóðirnar Bergrúnargata 1 og 3 og Uglugata 9, 11 og 13 komi parhús í stað einbýlishúsa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.13. Leirvogstunga 49, fyrirspurn um parhús í stað einbýlishúss. 201602029
Lagður fram tölvupóstur frá Guðjóni Kr. Guðjónssyni f.h. Selár ehf dags. 1. febrúar 2016, þar sem spurst er fyrir um möguleika á að byggja parhús á lóðinni í stað einbýlishúss, sbr. meðfylgjandi grunnmynd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.14. Hraðastaðir 1, fyrirspurn um byggingu tveggja húsa 201602044
Jóhannes Sturlaugsson spyrst í bréfi dags. 3. febrúar 2016 fyrir um leyfi til að byggja tvö lítil hús á lóðinni, um 40 m2 hvort, samanber meðfylgjandi gögn og tillögur, til að hýsa starfsemi að fiskirannsóknum sem hann stundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.15. Úr landi Miðdals, lnr. 125337, erindi um orlofsþorp 201309070
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um verkefnislýsingu sem auglýst var og kynnt 22. desember 2015. Einnig lagðar fram athugasemdir og mótmæli nágranna í fjórum bréfum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.16. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Lögð fram bókun Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 27. janúar 2015 um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.17. Laxatunga 126-134, ósk um breytingu á deiliskipulagi 201601485
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem húsgerð er breytt úr einnar hæðar raðhúsum í tveggja hæða, sbr. bókun á 404. fundi. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir Svanhól ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.18. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2016 201602045
Lögð fram tillaga að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.19. Grenibyggð 30, fyrirspurn um breytta notkun bílskúrs 201602068
Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt f.h. Kristínar Völu Ragnarsdóttur Hávallagötu 7 Reykjavík spyrst 21. janúar 2016 fyrir um leyfi til þess að breyta notkun bílskúrs og gera í honum vinnustofu auk nokkurra útlitsbreytinga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.20. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 201501588
Lögð fram ný drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Mosfellsbæ 2016-2020, unnin af VSó ráðgjöf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.21. Gerplustræti 6-12/Umsókn um byggingarleyfi 201601566
Upp-sláttur ehf. hefur sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem umsóknin gerir ráð fyrir annarri stöllun hússins í hæð en deiliskipulagið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.22. Hamrabrekkur 5/Umsókn um byggingarleyfi 201602048
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn Glámu-Kím arkitekta. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem húsið sem sótt er um er stærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.23. Þormóðsdalur/Umsókn um byggingarleyfi 201601510
Nikulás Hall hefur sótt um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, en um er að ræða byggingu í stað húss sem brann fyrir nokkrum árum, landið er ekki deiliskipulagt og ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð, en á því er tákn fyrir stakt frístundahús.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.24. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 281 201602007F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 166201601033F
Fundargerð 166. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 665. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2016 201601608
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2016, þar sem fram kemur áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins, lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 166. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 201601613
Samantekt um framgang verkefna á verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ árið 2015 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 166. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Eyðing ágengra plöntutegunda 201206227
Lögð fram skýrsla Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ 2015, og mögulegar aðgerðir til úrbóta.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 166. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Auglýsingar utan þéttbýlis 201601475
Erindi Umhverfisstofnunar varðandi auglýsingaskilti utan þéttbýlis og reglur sem um þau gilda, lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 166. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Innri aðalskoðun leiksvæða í Mosfellsbæ 2015 201511171
Skýrsla vegna öryggiseftirlits með leiksvæðum í Mosfellsbæ 2015 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 166. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús 201405114
Skipulagsnefnd vísaði á fundi sínum 26. janúar 2016 tillögu að deiliskipulagi alifuglabús á Suður-Reykjum til umsagnar umhverfisnefndar, jafnframt því að samþykkja að tillagan yrði kynnt á íbúafundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 166. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Erindi frá umhverfisnefnd Varmárskóla 201511211
Kynning á erindi umhverfisnefndar Varmárskóla
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 166. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1247201602010F
Fundargerð 1247. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 665. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Frístundasel, gjaldskrá í viðbótarvistun 201602025
Óskað er staðfestingar á gjaldskrá frístundaselja fyrir viðbótarvistun í vetrar, jóla- og páskafríum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1247. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Sameiginleg ferðaþjónusta fatlaðs fólks - tillaga SSH 201601279
Fjölskyldunefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur stjórnar SSH. Bæjarstjórn vísaði erindinu til bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1247. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalSSH_02_1501012_Minnisblað_FFF_tillaga_ad_stjornsyslul_fyrirk.lagi_2016_01_11_pg_v2.m.pdfFylgiskjalSSH_02_FFF_Tillaga_Stjornsyslulegt_fyrirkomulag_2015_01_11_pg_v2.m.pdfFylgiskjalSSH_02_Fundur_01082016_samráðshóps_SSH.pdfFylgiskjalSSH_02_Lokaskýrsla_framkvæmdaráðs_ferðaþj.fatlaðs_fólks_13.12.2015.pdfFylgiskjalSSH_02_Minnisblað_samráðshóps-08-01-2016-III.m.pdfFylgiskjalSSH_Mosfellsbaer_FFF_2016_01_12.pdf
2.3. Umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga 201601578
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1247. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Umsögn um frumvarp til laga um fráveitur, uppbyggingu og rekstur 201601579
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um frumvarp til laga um fráveitur lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1247. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Umsögn um frumvarp til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra 201602071
Óskað eftir umsögn um frumvarp til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1247. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Erindi frá Umboðsmanni barna 201602069
Erindi umboðsmanns barna vegna niðurskurðar hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Niðurstaða þessa fundar:
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.
Afgreiðsla 1247. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Dómsmálið íslenska ríkið g. Mosfellsbæ vegna ágreinings um gatnagerðargjöld 201506305
Niðurstaða héraðsdóms í málinu kynnt auk minnisblaðs lögmanns.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1247. fundar bæjarráðs samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 281201602007F
Afgreiðsla 281. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 665. fundi bæjarstjórnar.
7.1. Hamrabrekkur 5/Umsókn um byggingarleyfi 201602048
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn.
Stærð bústaðs: 1. hæð 79,2 m2, 2. hæð 50,3 m2.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 281. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 665. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Gerplustræti 6-12/Umsókn um byggingarleyfi 201601566
Upp-sláttur ehf. Skógarási 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Bílakjallari og geymslur 902,4 m2, 1. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,7 m2, 3. hæð 938,7 m2, 10946,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 281. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 665. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Skálahlíð 21/Umsókn um byggingarleyfi 201602043
Ólafur Ingimarsson Skálahlíð 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja baðhús úr steinsteypu og timbri á suðurhluta lóðarinnar nr. 21 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 10,8 m2, 27,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 281. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 665. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 235. fundar Strætó bs201602002
Fundargerð 235. fundar Strætó bs
Fundargerð 235. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 665. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 236. fundar Strætó bs201602085
Fundargerð 236. fundar Strætó bs
Fundargerð 235. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 665. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 426. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu201602142
Fundargerð 426. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 426. fundar SSH lögð fram til kynningar á 665. fundi bæjarstjórnar.
- FylgiskjalSSH_7_a_Skidasvaedi_fundargerd349h_Blafjoll.pdfFylgiskjalSSH_7_a_Skidasv_Skalavell_uppbygging.pdfFylgiskjalSSH_7_a_Skidasv_Blafjoll_deiliskipulag.pdfFylgiskjalSSH_6_b_Umsogn-SIS-um-frumvarp-til-laga-alm-ibudir-435-mal.pdfFylgiskjalSSH_6_a_Almennar_íbúðir_Frumvarp.pdfFylgiskjalSSH_4_b_Endurskodandi_minnisblad_framsetning_arsreikn.pdfFylgiskjalSSH_4_a_Ársreikningur_2015_drög.pdfFylgiskjalSSH_3_d_2016_01_28_Fundur_samráðshóps_SSH_um_þjónustu_við_fatlað_fólk.pdfFylgiskjalSSH_3_b_Minnisblað_Akstursþjónusta_Stræto.pdfFylgiskjalSSH_3_a_RVK_Endursendur_reikn.pdfFylgiskjalSSH_3_a_Minnisblað_FFF_verkefnakostn_2015.pdfFylgiskjalSSH_2_b_Borgarlínan-Fjármögnun-Áfangaskýrsla_I-LOKADRÖG.pdfFylgiskjalSSH_2_a_Soknaraetlun_Verkstaða 2015_12_31.pdfFylgiskjalSSH_Stjorn_426_fundur_2016_02_08.pdf