19. mars 2015 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna Meltúnsreits201503337
Lagt fram erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna skipulags skógræktarsvæðis í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
Á fundinn undir þessum lið mættu Auður Sveinsdóttir og Kristín Davíðsdóttir frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. Kynntar voru hugmyndir Skógræktarfélagsins að verðugu samstarfsverkefni félagsins og Mosfellsbæjar um framkvæmdir og ræktun á Meltúnsreitnum á afmælisári. Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir erindinu en óskar eftir umsögn umhverfissviðs um málið.
2. Ársskýrsla umhverfissviðs201503298
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014
Skýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014 lögð fram. Umræður og fyrirspurnir.
3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015201501512
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015. Verkefnalistinn var unnin í samráði við nefndir og svið bæjarins.
Umhverfisstjóri kynnti þau verkefni sem nefndir og svið bæjarins hafa valið á verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2015.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að verkefnin verði aðgengilegri fyrir íbúa meðal annars á heimasíðu bæjarins.
Framlagður listi samþykktur einróma en umhverfisnefnd óskar eftir að unnið verði að leiðum að markmiðum af hálfu sviða bæjarins.5. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Erindið sett á dagskrá umhverfisnefndar að ósk Úrsúlu Junemann.
Málið reifað og farið yfir nálægð umrædds lands við vatnsverndarsvæði.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi200701150
Skipulagsnefndin vísaði 3. mars 2015 tillögu Hestamannafélagsins um reiðleið við friðlýst svæði meðfram hesthúsahverfinu að vestan og við hverfisverndarsvæði meðfram því að austan, til umhverfisnefndar til umsagnar.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að ef ráðist verður í þessar framkvæmdir að fyllstu varúðar verði gætt í umgengni við viðkvæma náttúru. Annar reiðstígurinn myndi liggja næst friðlýstu svæði og eystri stígurinn lægi á bökkum Varmár sem er á náttúruminjaskrá og nýtur hverfisverndar. Jafnframt bendir nefndin á að deiliskipulagið verði sent til Umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðrar stígagerðar. Samþykkt með fjórum atkvæðum.