Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. mars 2015 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örn Jónasson (ÖJ) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
  • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar um sam­st­arf vegna Mel­túns­reits201503337

    Lagt fram erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna skipulags skógræktarsvæðis í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.

    Á fund­inn und­ir þess­um lið mættu Auð­ur Sveins­dótt­ir og Kristín Dav­íðs­dótt­ir frá Skóg­rækt­ar­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar. Kynnt­ar voru hug­mynd­ir Skóg­rækt­ar­fé­lags­ins að verð­ugu sam­starfs­verk­efni fé­lags­ins og Mos­fells­bæj­ar um fram­kvæmd­ir og rækt­un á Mel­túns­reitn­um á af­mælis­ári. Um­hverf­is­nefnd er já­kvæð fyr­ir er­ind­inu en ósk­ar eft­ir um­sögn um­hverf­is­sviðs um mál­ið.

    • 2. Árs­skýrsla um­hverf­is­sviðs201503298

      Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014

      Skýrsla um­hverf­is­sviðs fyr­ir árið 2014 lögð fram. Um­ræð­ur og fyr­ir­spurn­ir.

    • 3. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2015201501512

      Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015. Verkefnalistinn var unnin í samráði við nefndir og svið bæjarins.

      Um­hverf­is­stjóri kynnti þau verk­efni sem nefnd­ir og svið bæj­ar­ins hafa val­ið á verk­efna­lista Stað­ar­dag­skrár 21 fyr­ir árið 2015.
      Um­hverf­is­nefnd legg­ur áherslu á að verk­efn­in verði að­gengi­legri fyr­ir íbúa með­al ann­ars á heima­síðu bæj­ar­ins.
      Fram­lagð­ur listi sam­þykkt­ur ein­róma en um­hverf­is­nefnd ósk­ar eft­ir að unn­ið verði að leið­um að mark­mið­um af hálfu sviða bæj­ar­ins.

      • 5. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

        Erindið sett á dagskrá umhverfisnefndar að ósk Úrsúlu Junemann.

        Mál­ið reifað og far­ið yfir ná­lægð um­rædds lands við vatns­vernd­ar­svæði.

        Almenn erindi - umsagnir og vísanir

        • 4. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins um mögu­lega stækk­un á hest­húsa­hverfi200701150

          Skipulagsnefndin vísaði 3. mars 2015 tillögu Hestamannafélagsins um reiðleið við friðlýst svæði meðfram hesthúsahverfinu að vestan og við hverfisverndarsvæði meðfram því að austan, til umhverfisnefndar til umsagnar.

          Um­hverf­is­nefnd legg­ur áherslu á að ef ráð­ist verð­ur í þess­ar fram­kvæmd­ir að fyllstu var­úð­ar verði gætt í um­gengni við við­kvæma nátt­úru. Ann­ar reiðstíg­ur­inn myndi liggja næst frið­lýstu svæði og eystri stíg­ur­inn lægi á bökk­um Var­már sem er á nátt­úru­m­inja­skrá og nýt­ur hverf­is­vernd­ar. Jafn­framt bend­ir nefnd­in á að deili­skipu­lag­ið verði sent til Um­hverf­is­stofn­un­ar vegna fyr­ir­hug­aðr­ar stíga­gerð­ar. Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.