23. júní 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Aleflis vegna uppbyggingar Háholts 21201504263
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf. leggur fram tillögu að byggingum á lóðinni nr. 21 við Háholt unnið af VA arkitektum dags. 18.06.2015. Sigurður Einarsson arkitekt og höfundur miðbæjarskipulagsins mætti á fundinn og kynnti umsögn sína um erindið.
Skipulagsnefnd felur formanni að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
2. Gerplustræti 2-4, ósk um breytingar á deiliskipulagi201506053
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum. Frestað á 391. fundi.
Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Gjaldtöku vegna breytinganna og viðbótar íbúða er vísað til bæjarráðs.3. Gerplustræti 1-5, ósk um breytingar á deiliskipulagi201506052
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum. Frestað á 391. fundi.
Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Gjaldtöku vegna breytinganna og viðbótar íbúða er vísað til bæjarráðs.4. Grenibyggð 11, umsókn um byggingarleyfi201506027
Brjánn Jónsson Grenibyggð 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílskýli, sólskála á bílskýlis- og bílskúrsþaki og stækka garðskála hússins í samræmi við framlögð gögn. Stærð sólskála 22,0 m2, 68,1 m3, stækkun garðskála 3,4 m2, 9,1 m3, stærð bílskýlis 10,7 m2. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 391. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið.
5. Erindi Bláskógabyggðar vegna Aðalskipulags 2015-2027201506103
Með bréfi dagsettu 27.05.2015 sendir skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita Árnessýslu til umsagnar verkefnislýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar. Frestur til að gera athugasemdir er til 26. júní.
Lagt fram.
6. Erindi Reykjavíkurborgar - Deiliskipulag Esjumela Kjalarnesi201506102
Með bréfi dagsettu 4.06.2015 sendir skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar til umsagnar verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag fyrir Esjumela á Kjalarnesi. Óskað er eftir umsögn fyrir 25. júní.
Lagt fram.
7. Litlikriki 3-5, fyrirspurn um þrjár íbúðir í stað tveggja.201503299
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 389 fundi, var grenndarkynnt með bréfi dags. 22. maí 2015 með athugasemdafresti til og með 22. Athugasemdir bárust frá eigendum Litlakrika 7.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að leggja fram drög að svörum við athugasemdunum fyrir næsta fund.
8. Grunnskóli v/Æðarhöfða og bílastæði golfvallar, deiliskipulag201504234
Verkefnislýsing fyrir deiliskipulag, sbr. bókun á 389. fundi, var auglýst til kynningar 28.05.2015 og send Skipulagsstofnun til umsagnar. Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 3.06.2015.
Frestað.
9. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir Reykjalund við Hafravatn201409208
Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Reykjalundar frá 11.6.2015, þar sem hann óskar eftir að afstaða verði tekin til erindis Reykjalundar um aðstöðu við Hafravatn.
Frestað.
10. Umferðarmál í Mosfellsbæ 2015201506201
Lagt fram minnisblað um umferðarmál í Háholti-Bjarkarholti og skýrsla um hraðamælingar í Arnarhöfða.
Frestað.
11. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs201311089
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við nýja götu austan Kvíslartungu.
Frestað.
12. Suðvesturlínur, framkvæmdaáform 2015201506147
Á fundinn mættu fulltrúar verkfræðistofunnar Eflu og Landsnets og kynntu áform fyrirtækisins um nýframkvæmdir við Suðvesturlínur, þ.m.t. spennuvirki norðan Sandskeiðs, og niðurtekt Hamranesslína.
Málið kynnt.
13. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lögð fram til kynningar drög að nýrri staðsetningu og deiliskipulagi fyrir Stórsögu.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 7201506017F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar