13. október 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi, 2. og 3. áfangi, óskir um breytingar á deiliskipulagi201509513
Steinþór Kári Kárason arkitekt leggur 28.09.2015 fram f.h. Hamla 1 fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi/húsgerðum á lóðum við Ástu-Sólliljugötu, Bergrúnargötu, Sölkugötu og Uglugötu skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum. Frestað á 397. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
2. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur ásamt breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands201509498
Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar leggur 25.09.2015 með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga fram til kynningar drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.
Lagt fram til kynningar.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um landsáætlun til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum201509484
Bæjarráð samþykkti 1.10.2015 að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og senda það jafnframt umhverfis- og skipulagsnefndum til upplýsingar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Lagt fram til kynningar.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu um landsskipulagsstefnu 2015-2026201509458
Bæjarráð samþykkti 1.10.2015 að vísa erindinu til skipulagsnefndar til upplýsingar.
Lagt fram til upplýsingar og því beint til umhverfisnefndar að erindið verði tekið til skoðunar.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd201509485
Bæjarráð samþykkti 1.10.2015 að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og senda það jafnframt umhverfis- og skipulagsnefndum til upplýsingar.
Lagt fram.
6. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", ásamt umhverfisskýrslu vegna skipulagstillagnanna, sbr. umfjöllun á 397. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að undirbúa forkynningu á tillögunum fyrir íbúum, hagsmunaaðilum, nágrannasveitarfélögum og svæðisskipulagsnefnd, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
7. Miðsvæði 401-M norðan Krikahverfis, tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi2015082065
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 2.10.2015 þar sem fram kemur að stofnunin fellst ekki á að um óverulega breytingu sé að ræða og því þurfi að fara með breytinguna sem verulega skv. 30.-32. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði með breytinguna í samræmi við 30.-32. gr. skipulagslaga og óskar eftir að tillögugögnin verði endurskoðuð með tilliti til þess.
8. Erindi frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar varðandi tilvonandi íþróttamiðstöð við Hlíðavöll201509370
Bæjarráð samþykkti 24.09.2015 að fela bæjarstjóra að ræða við golfklúbbinn um erindið senda það jafnframt til skipulagsnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
9. Háeyri, ósk um samþykkt deiliskipulags2015081086
Lögð fram umsögn starfsmanna umhverfissviðs, sbr. bókun á 395. fundi.
Nefndin felur formanni og skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.
10. Úr landi Miðdals, lnr. 125337, erindi um orlofsþorp201309070
Lögð fram greinargerð Ólafs Gunnarssonar og Sigrúnar Eggertsdóttur dags. 24. september 2015 um það hvernig staðið yrði að uppbyggingu aðkomuvegar og að- og fráveitum fyrir svæðið.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi verkefnislýsingu, sbr. 40 gr. skipulagslaga, með þeirri breytingu að þjónustumiðstöð verði að hámarki 200 m2. Athygli nágranna verði sérstaklega vakin á verkefnislýsingunni.
11. Álafossvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi201510103
Magnús Magnússon hefur sótt um leyfi til að innrétta húsið Álafossveg 20 sem gistiheimili í samræmi við framlögð gögn. Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu erindisins þegar fullnægjandi gögn liggjja fyrir.
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 8201510007F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 274201510014F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13.1. Álafossvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi 201510103
Magnús Magnússon Álafossvegi 20 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að innrétta húsið Álafossveg 20 sem gistiheimili í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 398. fundi skipulagsnefndar
13.2. Gerplustræti 24 - Umsókn um byggingarleyfi 201507037
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Á 397 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gerð kennileitis að Gerplustræti 24".
Stærð húss 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, 2550,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 398. fundi skipulagsnefndar
13.3. Úlfarsfellsland 125500 - Umsókn um byggingarleyfi 201507122
Haraldur V Haraldsson Hrafnshöfða 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka úr timbri sumarbústað í landi Úlfarsfells land nr. 125500 í samræmi við framlögð gögn.
Á 395 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umsóknin verði samþykkt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir".
Stærð bústaðs 89,5 m2, 331,8 m3.
Stækkun 12,5 m2, 92,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 398. fundi skipulagsnefndar