Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. apríl 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Hilmar Stefánsson (HS) 1. varamaður
 • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

  Bæjarráð hefur vísað framvinduskýrslu um verkefnið Heilsueflandi samfélag til umfjöllunar hjá fagnefndum bæjarins. Frestað á 410. fundi.

  Lagt fram.

  • 2. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2015201601291

   Bæjarstjórn hefur vísað niðurstöðum þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins. Frestað á 410. fundi.

   Lagt fram.

   • 3. Ósk um stofn­un lög­býl­is í Mið­dal II, lnr. 199723201603321

    Eigendur spildu úr landi Miðdals II með landnúmer 199723 hafa óskað eftir umsögn bæjarstjórnar vegna umsóknar um stofnun lögbýlis á spildunni. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Frestað á 410. fundi.

    Skipu­lags­full­trúa fal­ið að senda bæj­ar­ráði um­sögn nefnd­ar­inn­ar í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

    • 4. Er­indi Blá­skóga­byggð­ar vegna Að­al­skipu­lags 2015-2027201506103

     Með bréfi dagsettu 23.3.2016 óskar skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita Árnessýslu eftir umsögn um tillögu að aðalskipulagi Bláskógabyggðar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Frestað á 410. fundi. Lagður fram tölvupóstur frá Samsoni B Harðarsyni nefndarmanni dags. 5.4.2016 og bréf Jóhannesar Sveinbjörnssonar Heiðarbæ 1 dags. 31. janúar 2016 til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar með afriti til Mosfellsbæjar.

     Skipu­lags­nefnd bend­ir á að aðliggj­andi heið­ar­land Mos­fells­bæj­ar­meg­in er skil­greint sem opið óbyggt svæði og ætlað til úti­vist­ar. Æski­legt er að sam­ræmi sé í skipu­lagi beggja vegna sveit­ar­fé­laga­marka og sveit­ar­fé­lög­in hafi með sér sam­ráð og sam­vinnu um mál­efni Mos­fells­heið­ar s.s.um rækt­un og tak­mörk­un um­ferð­ar vél­knú­inna öku­tækja.

    • 5. Fellsás 9/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201603084

     Örn Johnson hefur sótt um leyfi til að breyta syðri helmingi hússins sem er tveggja hæða parhús, þannig að á neðri hæð verði sérstök íbúð og önnur á þeirri efri. Byggingarfulltrúi óskaði eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 410. fundi. Gunnlaugur Johnson vék af fundi undir þessum lið.

     Nefnd­in er nei­kvæð gagn­vart er­ind­inu, þar sem skipu­lagi íbúð­ar á neðri hæð sem sýnt er á teikn­ing­um er veru­lega ábóta­vant.

     • 6. Upp­lýs­ing­ar um notk­un stræt­is­vagna í okt. 2015201603424

      Á fundinn mætti Ragnheiður Einarsdóttir frá Strætó bs. og kynnti upplýsingar um notkun strætisvagna í október 2015, eftir biðstöðvum og sveitarfélögum. Áður á dagskrá 410. fundar.

      Lagt fram.

     • 7. Laxa­tunga 136-144, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201604153

      Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta f.h. Svanhóls ehf. að breytingu á deiliskipulagi þannig að raðhús á lóðinni verði einnar hæðar í stað tveggja.

      Nefnd­in sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lög­una skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

     • 8. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2016201601613

      Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 er sendur frá umhverfisnefnd til annarra nefnda bæjarins til kynningar. Verkefnalistinn var unninn í samráði við nefndir og sviðsstjóra og staðfestur á 167. fundi umhverfisnefndar 31. mars 2016.

      Lagt fram.

     • 9. Ósk um skipu­lagn­ingu lóð­ar í landi Sól­heima við Hólms­heiði201603323

      Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.

      Frestað.

      • 10. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

       Lögð fram endurskoðuð tillaga að lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og drög að deiliskipulagi fyrir víkingaþorp á Langahrygg.

       Nefnd­in sam­þykk­ir lýs­ing­una svo breytta, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að kynna hana og afla um­sagna skv. 30 gr. skipu­lagslaga.

      • 11. Bif­reiða­stæði og að­koma að golf­velli. Um­sókn um fram­kvæmda­leyfi.201604058

       J.E. Skjanni byggingaverktaki ehf. sækir f.h. Golfklúbbsins Kjalar og Mosfellsbæjar um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu aðkomuvegar og gerð bílastæða við golfvöllinn á Blikastaðanesi skv. meðfylgjandi gögnum.

       Nefnd­in sam­þykk­ir er­ind­ið og fel­ur skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyf­ið.

      • 12. Þor­móðs­dal­ur l.nr. 125606, deili­skipu­lag frí­stunda­lóð­ar201601510

       Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar með landnúmer 125606 í Þormóðsdalslandi fyrir frístundahús, unnin af Gláma-Kím arkitektum fyrir lóðarhafa, sbr. bókun á 406. fundi.

       Nefnd­in sam­þykk­ir að falla frá gerð lýs­ing­ar skv. 1. mgr. og forkynn­ingu til­lög­unn­ar skv. 3. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga, þar sem all­ar meg­in­for­send­ur deili­skipu­lags­ins koma fram í að­al­skipu­lagi, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að aug­lýsa til­lög­una skv. 41. gr. skipu­lagslaga.

      • 13. Um­sókn um skipt­ingu lóð­ar og bygg­ingu sum­ar­húss við Hafra­vatn201604157

       Erindi Daníels Þórarinssonar og Ingibjargar Norðdahl dags. 13. apríl 2016, þar sem þau óska eftir að fá að skipta 0,5 ha lóð út úr landi sínu við Hafravatn og byggja á henni frístundahús.

       Frestað.

       • 14. 7 breyt­ing­ar á að­al­skipu­lagi Kópa­vogs, verk­efn­is­lýs­ing­ar til um­sagn­ar201604158

        Lögð fram sjö bréf frá skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 5.-7. apríl 2016, þar sem verkefnislýsingar fyrir áformaðar breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 eru sendar Mosfellsbæ til umsagnar. Breytingarnar eru eftirtaldar: Vaxtarmörk byggðar, til samræmis við svæðisskipulag Vatnsvernd, til samræmis við svæðiskipulag Niðurfelling Kópavogsganga Sveitarfélagsmörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs Skilgreining miðsvæða Auðbrekka, skipulagsákvæði þróunarsvæðis Smárinn vestan Reykjanesbrautar, fjölgun íbúða

        Frestað.

       • 15. Skar­hóla­braut 1, slökkvi­stöðv­ar­lóð, skipt­ing lóð­ar.201604166

        Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa og skissutillaga, þar sem gerð er grein fyrir hugmynd um að skipta slökkvistöðvarlóðinni og gera austurhluta hennar að sérstakri lóð.

        Frestað.

        • 16. Um­ferðarör­ygg­is­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2020201501588

         Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2016-2020 lögð fram til samþykktar

         Frestað.

        • 17. Bygg­ing mið­alda-höfð­ingja­set­urs í landi Helga­fells201601374

         Halldór Þorgeirsson og Úlfur Hróbjartsson hafa með bréfi dags. 14. janúar 2016 spurst fyrir um það hvort leyft yrði að reisa "miðalda-höfðingjasetur" á spildu nr. 201201 sunnan Þingvallavegar, á Ásum, sbr. framlögð gögn.

         Frestað.

         Fundargerðir til kynningar

         • 18. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 285201604016F

          Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

          • 18.1. Ála­foss­veg­ur 23/um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi f. breyt­ing­um 4. hæð 201601124

           Sund­laug­in hljóð­ver ehf. og Sig­ur­jón Ax­els­son Ála­foss­vegi 23 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að breyta inn­rétt­ingu 4. hæð­ar Ála­foss­veg­ar 23 og inn­rétta þar vinnu­stof­ur og tvær íbúð­ir, og jafn­framt að byggja kvist / sól­stofu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
           Stækk­un húss 34,0 m3.
           Á fundi skipu­lags­nefnd­ar 08.03.2016 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við af­greiðslu máls­ins þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir enda verði tek­ið til­lit til um­sagn­ar Minja­stofn­un­ar varð­andi áferð og efn­is­val á kvisti.
           Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki með­eig­enda.

          • 18.2. Desja­mýri 1/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602080

           Mót­andi ehf. Jóns­geisla 11 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta inn­an­húss fyr­ir­komu­lagi og byggja áð­ur­sam­þykkt at­vinnu­hús­næði að Desja­mýri 1 úr for­steypt­um ein­ing­um í stað stað­steypu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
           Stærð 1. hæð 1900,6 m2, 2. hæð 591,8 m2, 14070,6 m3.

          • 18.3. Gerplustræti 1-5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201604044

           Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Nýhús Há­holti 14 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að lækka hús um 50 cm og færa um 300 cm frá vest­ur- lóða­mörk­um auk þess að færa og stækka sorp­geymslu, hjóla og vagna­geymslu.
           Stærð húss eft­ir breyt­ingu: 6663.2 m2, 10625.8 m3.

          • 18.4. Greni­byggð 30 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201604014

           Kristín Vala Ragn­ars­dótt­ir Greni­byggð 30 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta bíl­skúr húss­ins í vinnu­stofu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
           Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.
           Á 406. fundi skipu­lags­nefnd­ar var gerð eft­ir­far­andi bók­un: Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að breytt notk­un og út­lits­breyt­ing­ar verði heim­il­að­ar.

          • 18.5. Laxa­tunga 175/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602223

           Ný­bygg­ing­ar og við­hald ehf. Kvísl­artungu 33 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með sam­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 175 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
           Stærð húss: Íbúð­ar­rými 194,3 m2, bíl­geymsla 31,9 m2, 757,7 m3.

          • 18.6. Laxa­tunga 141/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201603410

           Rut Val­geirs­dótt­ir Lamba­stekk 4 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja ein­býl­is­hús og sam­byggða bíl­geymslu úr timbri á lóð­inni nr. 141 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
           Stærð íbúð­ar 184,8 m2, bíl­geymslu 39,8 m2, 745,3 m3.

          • 18.7. Leir­vogstunga 4 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201604046

           Sig­ur­jón B. Pálma­son Klapp­ar­hlíð 26 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka sval­ir á hús­inu að Leir­vogstungu 4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

          • 18.8. Leir­vogstunga 6 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201604047

           Sig­ur­jón B. Pálma­son Klapp­ar­hlíð 26 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka sval­ir á hús­inu að Leir­vogstungu 6 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

          • 18.9. Uglugata 68 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201604051

           Kjart­an Tryggvason Litlakrika 76 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús og sam­byggða bíl­geymlu á lóð­inni nr. 68 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
           Stærð: Íbúð­ar­rými 175,7 m2, bíl­geymsla 47,2 m2, 807,2 m3.
           Á 394. fundi skipu­lags­nefnd­ar var gerð eft­ir­far­andi bók­un vegna fyr­ir­spurn­ar um­sækj­anda um leyfi til að byggja einn­ar hæð­ar hús á lóð­inni:
           Nefnd­in tek­ur já­kvætt í fyr­ir­spurn­ina og tel­ur að slík breyt­ing geti fall­ið und­ir 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga um óveru­leg frá­vik. Lóð­ar­hafa lóð­ar nr. 70 verði gef­inn kost­ur á að tjá sig um breyt­ing­una áður en bygg­ing­ar-leyf­is­um­sókn verð­ur sam­þykkt.
           Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki lóð­ar­hafa Uglu­götu 70.

          • 18.10. Vefara­stræti 16-22/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201604148

           Eigna­lausn­ir ehf. Stór­höfða 25 Reykajvík sækja um leyfi til að stækka bíla­kjall­ara, breyta fyr­ir­komu­lagi í eld­hús­um, lóð­ar­hönn­un ofl. í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
           Stækk­un húss 7,0 m2, 26,0 m3.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00