Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. janúar 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
 • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörrn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Desja­mýri 8, fyr­ir­spurn um breyt­ingu á bygg­ing­ar­reit/stað­setn­ingu húss.201601173

  Guðmundur Hreinsson hjá togt ehf. spyrst fyrir hönd umsækjanda um lóðina fyrir um möguleika á því að færa byggingarreit samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Frestað á 403. fundi.

  Frestað.

  • 2. Funa­bakki 2/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201512361

   Gunnar Pétursson Bjargartanga 16 hefur sótt um leyfi til að byggja 15 m2 hlöðu úr timbri við vesturhluta hesthússins að Funabakka 2. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 403. fundi.

   Nefnd­in hafn­ar er­ind­inu, þar sem nýtt deili­skipu­lag svæð­is­ins ger­ir ekki ráð fyr­ir slík­um við­bygg­ing­um við hest­hús­in.

   • 3. Flugu­mýri 2-10, ósk um bann við lagn­ingu bif­reiða.201601176

    Forsvarsmenn fjögurra fyrirtækja í Flugumýri 8 óska eftir því að bifreiðastöður verði bannaðar í botnlanganum Flugumýri 2-10. Frestað á 403. fundi.

    Nefnd­in ósk­ar eft­ir til­lög­um frá um­hverf­is­deild um mögu­leg­ar að­gerð­ir til að bæta ástand í göt­unni.

    • 4. Leir­vogstunga, breyt­ing á deili­skipu­lagi - stækk­un til aust­urs201311089

     Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Frestað á 402. fundi

     Nefnd­in sam­þykk­ir fram­lögð drög að svör­um við at­huga­semd­um. Jafn­framt sam­þykk­ir hún hina aug­lýstu til­lögu með þeirri breyt­ingu að í stað fjöl­býl­is­húsa aust­an götu komi rað­hús og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar svo breyttr­ar.

    • 5. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

     Skipulagsstofnun gerði í bréfi mótteknu 16. desember 2015 athugasemd við að tillaga að breytingu á aðalskipulagi yrði auglýst, þar sem hún stangaðist á við nýsamþykkt svæðisskipulag um vatnsvernd. Gerð verður grein fyrir stöðu málsins og samskiptum sem hafa átt sér stað í framhaldinu við Skipulagsstofnun, svæðisskipulagsstjóra, framkvæmdastjórn um vatnsvernd og heilbrigðisyfirvöld.

     Lagt fram.

    • 6. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

     Lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af Bjarna Snæbjörnssyni arkitekt fyrir Reykjabúið, sbr. áður samþykkta og kynnta skipulagslýsingu.

     Nefnd­in vís­ar til­lög­unni til um­sagn­ar um­hverf­is­nefnd­ar og sam­þykk­ir að boð­að verði til íbúa­fund­ar 2. fe­brú­ar nk. til kynn­ing­ar á til­lög­unni í sam­ræmi við 3. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga.

    • 7. Golf­völl­ur Blikastaðanesi, breyt­ing á deili­skipu­lagi.201508944

     Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun dags. 14. janúar 2016 þar sem gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing um gildistöku breytingarinnar. Lagður fram uppdráttur sem endurskoðaður hefur verið m.t.t. athugasemda Skipulagsstofnunar.

     Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 8. Golf­völl­ur Blikastaðanesi - Kæra til ÚUA vegna deili­skipu­lags­breyt­ing­ar201512199

     Lögð var fram kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna samþykktar Mosfellsbæjar á breytingu á deiliskipulagi golfvallar. Nefndin hefur vísað kærunni frá þar sem umfjöllun umskipulagsbreytinguna er ekki lokið og hún því ekki orðin kæranleg.

     Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 9. Gerplustræti 1-5, ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201506052

     Skipulagsstofnun óskaði með bréfi dags. 26. nóvember eftir því að stofnuninni yrðu send lagfærð gögn áður en gildistaka breytingar yrði auglýst. Þá hafa átt sér stað viðræður við íbúa nágrannalóðar og byggingaraðila um hliðrun hússins til þess að draga úr neikvæðum áhrifum nálægðar þess og hæðar gagnvart nágrönnum. Lagður fram til kynningar lagfærður uppdráttur.

     Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 10. Hlíð­ar­tún 2 og 2a, fyr­ir­spurn um smá­hýsi og par­hús.201504083

     Í framhaldi af erindi frá 5.04.2015 og umfjöllun nefndarinnar á 389. fundi leggur Stefán Þ Ingólfsson arkitekt f.h. lóðareiganda fram nýjar teikningar, annars vegar af gestahúsi á Hlíðartúni 2 og hinsvegar af einnar hæðar parhúsi á Hlíðartúni 2a.

     Frestað.

     • 11. Laxa­tunga 126-134, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201601485

      F.h. Svanhóls ehf, væntanlegs handhafa lóðanna, óskar Ívar Ómar Atlason í tölvupósti 20. janúar 2016 eftir því að deiliskipulagi verði breytt þannig að raðhúsin verði einnar hæðar í stað tveggja.

      Nefnd­in tek­ur já­kvætt í breyt­ing­una og heim­il­ar að lögð verði fram til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi í sam­ræmi við er­ind­ið.

     • 12. Reykja­hvoll 11 vinnu­skúr /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601175

      Vinnuafl Norðurtúni 7 Garðabæ hefur sótt um 4 ára stöðuleyfi fyrir 36,05 m2 geymslu og vinnuaðstöðu á lóðinni nr. 11 við Reykjahvol. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

      Frestað.

      • 13. Ála­foss­veg­ur 23/um­sókn um bygg­inga­leyfi201601124

       Sundlaugin hljóðver ehf. og Sigurjón Axelsson sækja um leyfi til að breyta innréttingu 4. hæðar Álafossvegi 23 og bæta þar við tveimur íbúðum, og jafnframt að byggja kvist og svalir á norðurhlið. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

       Frestað.

       • 14. Ála­foss­veg­ur 23/um­sókn um bygg­inga­leyfi201601125

        Húsfélagið Álafossvegi 23 hefur sótt um leyfi til að byggja 27,2 m2 anddyri við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, þar sem umsótt viðbygging myndi fara út fyrir byggingarreit á deiliskipulagi.

        Frestað.

        • 15. Gerplustræti 31-37, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201601149

         Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Mannverks ehf að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun á 403. fundi. Breytingar felast í fækkun stigahúsa úr fjórum í tvö, fjölgun íbúða um 8, fjölgun bílastæða ofanjarðar á lóð og að vestasti hluti hússins megi vera 4 íbúðarhæðir.

         Frestað.

         • 16. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - Kirkju­garð­ur Úlfars­felli201601200

          Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir 11. janúar 2016 til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan varðar kirkjugarð undir Úlfarsfelli.

          Frestað.

          Í fund­ar­lok þakk­aði formað­ur Dóru Lind fyr­ir sam­starf­ið en hún læt­ur nú af störf­um í nefnd­inni vegna brott­flutn­ings til Stykk­is­hólms.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15