Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. apríl 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

    Bæjarráð hefur vísað framvinduskýrslu um verkefnið Heilsueflandi samfélag til umfjöllunar hjá fagnefndum bæjarins.

    Frestað.

  • 2. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2015201601291

    Bæjarstjórn hefur vísað niðurstöðum þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins.

    Frestað.

  • 3. Ósk um stofn­un lög­býl­is í Mið­dal II, lnr. 199723201603321

    Eigendur spildu úr landi Miðdals II með landnúmer 199723 hafa óskað eftir umsögn bæjarstjórnar vegna umsóknar um stofnun lögbýlis á spildunni. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.

    Frestað.

    • 4. Ósk um skipu­lagn­ingu lóð­ar í landi Sól­heima við Hólms­heiði201603323

      Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.

      Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til frek­ari skoð­un­ar skipu­lags­full­trúa.

    • 5. Hamra­brekk­ur 5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602048

      Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum á svæðinu með bréfi dags. 10. mars 2016. Engin viðbrögð hafa borist.

      Nefnd­in sam­þykk­ir að fyr­ir­liggj­andi til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

    • 6. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

      Lögð fram drög að lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir víkingaþorp á Langahrygg.

      Nefnd­in sam­þykk­ir fram­lögð drög að lýs­ingu og fel­ur skipu­lags­full­trúa að kynna hana og leita um­sagna í sam­ræmi vð 30. og 40. gr. skipu­lagslaga. Jafn­framt verði lýs­ing­in kynnt fyr­ir skóg­rækt­ar­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar.

    • 7. Gerplustræti 31-37, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201601149

      Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 22. febrúar 2016 með athugasemdafresti til 4 apríl 2016. Jafnframt var athygli nágranna vakin á auglýsingunni með dreifibréfi. Ein athugasemd hefur borist, frá Fanneyju Skarphéðinsdóttur f.h. húsfélagsins Gerplustræti 25-27, dags. 1. apríl 2016.

      Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una óbreytta og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar. Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara fram­komn­um at­huga­semd­um.

    • 8. Um­sókn um lóð Desja­mýri 5201509557

      Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 22. febrúar 2016 með athugasemdafresti til 4 apríl 2016. Engin athugasemd hefur borist.

      Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una óbreytta og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar.

      • 9. Hraðastað­ir 1, fyr­ir­spurn um bygg­ingu tveggja húsa201602044

        Lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af Teiknistofu Arkitekta fyrir eiganda lóðarinnar, sbr. bókun á 405. fundi. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.

        Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að kynna til­lög­una fyr­ir ná­grönn­um/hags­muna­að­il­um, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga.

      • 10. Ósk um skipu­lagn­ingu lóða við Helga­fells­veg201603411

        Tekið fyrir erindi frá Helga Þór Eiríkssyni f.h. landeigenda við Helgafellsveg / á Helgafellstorfu, þar sem óskað er eftir heimild til að skipuleggja lóðir við Helgafellsveg þar sem því verður við komið og samstarfi við Mosfellsbæ þar um.

        Nefnd­in lýs­ir sig já­kvæða fyr­ir er­ind­inu og ósk­ar eft­ir grein­ar­gerð um það hvern­ig heppi­leg­ast væri að standa að verk­efn­inu.

      • 11. Er­indi Blá­skóga­byggð­ar vegna Að­al­skipu­lags 2015-2027201506103

        Með bréfi dagsettu 23.3.2016 óskar skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita Árnessýslu eftir umsögn um tillögu að aðalskipulagi Bláskógabyggðar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

        Frestað.

      • 12. Upp­lýs­ing­ar um notk­un stræt­is­vagna í okt. 2015201603424

        Lagðar fram upplýsingar frá Strætó bs. um notkun strætisvagna í október 2015, eftir biðstöðvum og sveitarfélögum.

        Nefnd­in ósk­ar eft­ir kynn­ingu á nið­ur­stöð­un­um frá sér­fræð­ing­um Strætó bs.

      • 13. Ásland 11, fyr­ir­spurn um hús­gerð201604008

        Oddur Víðisson arkitekt spyrst fyrir um það f.h. lóðarhafa hvort fallist yrði á að byggt verði einnar hæðar, stallað hús á lóðinni í stað tveggja hæða húss, sbr. meðfylgjandi teikningar.

        Nefnd­in er já­kvæð fyr­ir er­ind­inu og sam­þykk­ir að breyt­ing á deili­skipu­lag­inu verði grennd­arkynnt sem óveru­leg breyt­ing.

      • 14. Þver­holt 27-29, fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201604013

        Erindi Arkþings f.h. Ris byggingarverktaka ehf, þar sem spurst er fyrir um breytingu á deilskipulagi þannig að fjórða hæð hússins stækki til vesturs sem nemur breidd eins stigahúss.

        Frestað.

        • 15. Fellsás 9/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201603084

          Örn Johnson hefur sótt um leyfi til að breyta syðri helmingi hússins sem er tveggja hæða parhús, þannig að á neðri hæð verði sérstök íbúð og önnur á þeirri efri. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

          Frestað.

          • 16. Laxa­tunga 141/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201603410

            Valgeir Steindórsson f.h. lóðarhafa, Rutar Valgeirsdóttur, hefur sótt um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús á lóðinni, en skv. deiliskipulagi er þar gert ráð fyrir tveggja hæða húsi. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

            Nefnd­in er já­kvæð fyr­ir er­ind­inu og legg­ur til að far­ið verði með mál­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga um óveru­legt frá­vik.

          Fundargerðir til kynningar

          • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 284201604003F

            Fund­ar­gerð af­greiðslufund­ar lögð fram til kynn­ing­ar

            • 17.1. Fellsás 9/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201603084

              Örn Johnson Fells­ási 9 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að inn­rétta auka íbúð á neðri hæð Fells­áss 9 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

            • 17.2. Kvísl­artunga 49/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201603351

              Rún­ar Bragi Guð­laugs­son Kvísl­artungu 49 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í hús­inu nr. 49 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

            • 17.3. Laxa­tunga 141/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201603410

              Rut Val­geirs­dótt­ir Lamba­stekk 4 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja ein­býl­is­hús og sam­byggða bíl­geymslu úr timbri á lóð­inni nr. 141 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð íbúð­ar 184,8 m2, bíl­geymsla 39,8 m2, 745,3 m3.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00