5. apríl 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heilsueflandi samfélag201208024
Bæjarráð hefur vísað framvinduskýrslu um verkefnið Heilsueflandi samfélag til umfjöllunar hjá fagnefndum bæjarins.
Frestað.
2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015201601291
Bæjarstjórn hefur vísað niðurstöðum þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins.
Frestað.
3. Ósk um stofnun lögbýlis í Miðdal II, lnr. 199723201603321
Eigendur spildu úr landi Miðdals II með landnúmer 199723 hafa óskað eftir umsögn bæjarstjórnar vegna umsóknar um stofnun lögbýlis á spildunni. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Frestað.
4. Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði201603323
Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til frekari skoðunar skipulagsfulltrúa.
5. Hamrabrekkur 5/Umsókn um byggingarleyfi201602048
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum á svæðinu með bréfi dags. 10. mars 2016. Engin viðbrögð hafa borist.
Nefndin samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lögð fram drög að lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir víkingaþorp á Langahrygg.
Nefndin samþykkir framlögð drög að lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana og leita umsagna í samræmi vð 30. og 40. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði lýsingin kynnt fyrir skógræktarfélagi Mosfellsbæjar.
7. Gerplustræti 31-37, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201601149
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 22. febrúar 2016 með athugasemdafresti til 4 apríl 2016. Jafnframt var athygli nágranna vakin á auglýsingunni með dreifibréfi. Ein athugasemd hefur borist, frá Fanneyju Skarphéðinsdóttur f.h. húsfélagsins Gerplustræti 25-27, dags. 1. apríl 2016.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
8. Umsókn um lóð Desjamýri 5201509557
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 22. febrúar 2016 með athugasemdafresti til 4 apríl 2016. Engin athugasemd hefur borist.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar.
9. Hraðastaðir 1, fyrirspurn um byggingu tveggja húsa201602044
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af Teiknistofu Arkitekta fyrir eiganda lóðarinnar, sbr. bókun á 405. fundi. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna fyrir nágrönnum/hagsmunaaðilum, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
10. Ósk um skipulagningu lóða við Helgafellsveg201603411
Tekið fyrir erindi frá Helga Þór Eiríkssyni f.h. landeigenda við Helgafellsveg / á Helgafellstorfu, þar sem óskað er eftir heimild til að skipuleggja lóðir við Helgafellsveg þar sem því verður við komið og samstarfi við Mosfellsbæ þar um.
Nefndin lýsir sig jákvæða fyrir erindinu og óskar eftir greinargerð um það hvernig heppilegast væri að standa að verkefninu.
11. Erindi Bláskógabyggðar vegna Aðalskipulags 2015-2027201506103
Með bréfi dagsettu 23.3.2016 óskar skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita Árnessýslu eftir umsögn um tillögu að aðalskipulagi Bláskógabyggðar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Frestað.
12. Upplýsingar um notkun strætisvagna í okt. 2015201603424
Lagðar fram upplýsingar frá Strætó bs. um notkun strætisvagna í október 2015, eftir biðstöðvum og sveitarfélögum.
Nefndin óskar eftir kynningu á niðurstöðunum frá sérfræðingum Strætó bs.
13. Ásland 11, fyrirspurn um húsgerð201604008
Oddur Víðisson arkitekt spyrst fyrir um það f.h. lóðarhafa hvort fallist yrði á að byggt verði einnar hæðar, stallað hús á lóðinni í stað tveggja hæða húss, sbr. meðfylgjandi teikningar.
Nefndin er jákvæð fyrir erindinu og samþykkir að breyting á deiliskipulaginu verði grenndarkynnt sem óveruleg breyting.
14. Þverholt 27-29, fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi201604013
Erindi Arkþings f.h. Ris byggingarverktaka ehf, þar sem spurst er fyrir um breytingu á deilskipulagi þannig að fjórða hæð hússins stækki til vesturs sem nemur breidd eins stigahúss.
Frestað.
15. Fellsás 9/Umsókn um byggingarleyfi201603084
Örn Johnson hefur sótt um leyfi til að breyta syðri helmingi hússins sem er tveggja hæða parhús, þannig að á neðri hæð verði sérstök íbúð og önnur á þeirri efri. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
16. Laxatunga 141/Umsókn um byggingarleyfi201603410
Valgeir Steindórsson f.h. lóðarhafa, Rutar Valgeirsdóttur, hefur sótt um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús á lóðinni, en skv. deiliskipulagi er þar gert ráð fyrir tveggja hæða húsi. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Nefndin er jákvæð fyrir erindinu og leggur til að farið verði með málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga um óverulegt frávik.
Fundargerðir til kynningar
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 284201604003F
Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram til kynningar
17.1. Fellsás 9/Umsókn um byggingarleyfi 201603084
Örn Johnson Fellsási 9 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að innrétta auka íbúð á neðri hæð Fellsáss 9 í samræmi við framlögð gögn.
17.2. Kvíslartunga 49/Umsókn um byggingarleyfi 201603351
Rúnar Bragi Guðlaugsson Kvíslartungu 49 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 49 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.17.3. Laxatunga 141/Umsókn um byggingarleyfi 201603410
Rut Valgeirsdóttir Lambastekk 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og sambyggða bílgeymslu úr timbri á lóðinni nr. 141 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð íbúðar 184,8 m2, bílgeymsla 39,8 m2, 745,3 m3.