15. september 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Engjavegur 11 og 11a, ósk um færslu á lóðarmörkum.2015081959
Sigurður Sveinsson og Anna Þ Reynis eigendur Engjavegar 11 og Sveinn Björnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir eigendur Engjavegar 11a, óska eftir því að lóðarmörkum á milli lóðanna verði breytt frá því sem er í gildandi deiliskipulagi, sbr. meðfylgjandi teikningar. Frestað á 395. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir erindinu og heimilar umsækjendum að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi enda greiði umsækjendur þann kostnað sem henni fylgir.
2. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir "Lundur Farm ehf"201508097
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað að Lundi í Mosfellsbæ. Um er að ræða gistiaðstöðu með 17 rúmstæðum í íbúðarhúsi og húsi sem er samþykkt fyrir starfsmannaaðstöðu. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 395. fundi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu tímabundins rekstrarleyfis fyrir heimagistingu að Lundi þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
3. Bjarg við Varmá - Umsókn um byggingarleyfi201507008
Albert Rútsson hefur sótt um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á tveimur hæðum, samtals 401 m2, skv. meðfylgjandi teikningum. Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 395. fundi.
Skipulagsnefnd mælist til þess við hönnuð að viðbyggingin verið felld betur að umhverfi og núverandi húsi á lóðinni.
4. Uglugata 2-22, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201411038
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 22. júlí 2015 með athugasemdafresti til 2. september 2015. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
Gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.5. Ástu Sólliljugata 30-32, fyrirspurn um 3 raðhús201504048
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 22. júlí 2015 með athugasemdafresti til 2. september 2015. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
6. Hestaíþróttasvæði Varmárbökkum, endurskoðun deiliskipulags200701150
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðis fyrir hesthús og hestaíþróttir á Varmárbökkum.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga og jafnframt að haldinn verði opinn kynningarfundur á auglýsingartímanum. Tillagan verði einnig lögð fyrir umhverfisnefnd til kynningar.
7. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lagður fram uppdráttur með tillögu að breytingu á aðalskipulagi, þar sem um 8,7 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði kemur í stað 7,2 ha landbúnaðarsvæðis og 1,5 ha opins óbyggðs svæðis. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi "Víkingaveraldar" á umræddu svæði ásamt skýringaruppdrætti, unnið af Pétri Jónssyni arkitekt.
Umræður um málið.
8. Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal201407126
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi hugmyndir um uppbyggingu í Mosfellsdal á spildum í landi Æsustaða.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn til bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.
9. Fyrirspurn um gatnagerð og lagnir við Ása 42015081539
Tekin fyrir fyrirspurn um hönnun og gatnagerð að Ásum, sem bæjarráð vísaði til umsagnar skipulagsnefndar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um málið.
Frestað.
10. Nýjar umferðarmerkingar við Tunguveg, Skeiðholt, Þverholt og Háholt.201509033
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs óskar eftir staðfestingu skipulagsnefndar á breyttum umferðarmerkingum við þrenn gatnamót í Mosfellsbæ: Gatnamót Tunguvegar/Kvíslartungu; Þverholts/Skeiðholts og Þverholts/Háholts.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu framkvæmdastjóra umhverfissviðs að umferðarmerkingum á gatnamótum.
11. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ.201502411
Umræða um málið sem áður var á dagskrá 389. fundar. Á fundinn mætti Guðrún Birna Sigmarsdóttir starfsmaður umhverfissviðs.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að vinna að skilgreiningu á grænu skipulagi í Mosfellsbæ.
12. Skipulagsmál í Krikahverfi, samþykkt bæjarstjórnar 9.9.2015 um íbúafund.201509219
Í tengslum við umfjöllun um tillögu að breytingu á aðalskipulagi varðandi miðsvæði norðan Krikahverfis samþykkti Bæjarstjórn 9.9.2015 að haldinn skyldi fundur með íbúum Krikahverfis.
Frestað.
13. Ástu-Sólliljugata 19-21, 18-20 og 26-28, fyrirspurn um fjölgun íbúða201508937
Atli Jóhann Guðbjörnsson BFÍ f.h. JP Capitals ehf leggur þann 9.9.2015 fram nýja fyrirspurn um mögulega fjölgun íbúða, nú um fjölgun á lóðinni Ástu-Sólliljugötu 19-21 um eina íbúð.
Frestað.
14. Gerplustræti 24 - Umsókn um byggingarleyfi201507037
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða, þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið með tilliti til ákvæðis um kennileiti í deiliskipulagsskilmálum.
Frestað.
15. Dalsgarður 192120, fyrirspurn um deiliskipulag201509180
Guðmundur Hreinsson BFÍ f.h. Guðrúnar Jóhannsdóttur og Gísla Jóhannssonar spyrst fyrir um það hvort leyfi fengist til þess að deiliskipuleggja spildu með landnúmeri 192120 undir parhús.
Frestað.
16. Spilda nr. 125414, ósk um breytingu á deiliskipulagi við Engjaveg201509072
Gunnlaugur Kr Hreiðarsson f.h. Ólafs Más Gunnlaugssonar, óskar eftir að landsspilda nr. 125414 verði tekin inn í deiliskipulag.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 272201509015F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar
17.1. Gerplustræti 24 - Umsókn um byggingarleyfi 201507037
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða , þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 396. fundi skipulagsnefndar.
17.2. Sölkugata 22-28 / umsókn um byggingarleyfi 201509160
Hæ ehf. Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 22, 24,26 og 28 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 22, 1. hæð íb. 99,1 m2, 2. hæð 86,2 m2, bílgeymsla 24,0 m2, 688,7 m3.
Nr. 24, 1. hæð íb. 98,4 m2, 2. hæð 86,2 m2, bílgeymsla 25,6 m2, 691,6 m3.
Nr. 26, 1. hæð íb. 100,4 m2, 2. hæð 86,2 m2, bílgeymsla 226,4 m2, 701,0 m3.
Nr. 28, 1. hæð íb. 98,3 m2, 2. hæð 86,2 m2, bílgeymsla 23,0 m2, 682,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 396. fundi skipulagsnefndar.
17.3. Uglugata 31-33 / umsókn um byggingarleyfi 201509136
Planki ehf. Valshólum 2 Reykjavík sækir um leyfi fyrir smávægilegum innan- og utanhúss fyrirkomulagsbreytingum í Uglugötu 33 í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússsins breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 396. fundi skipulagsnefndar.
17.4. Úlfarsfellsland, 125483 - Umsókn um byggingarleyfi 201507081
Áki Pétursson Asparfelli 4 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað í Úlfarsfellslandi, lnr. 125483 í samræmi við framlagða uppdrætti.
Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2015 var ferð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að erindið verði samþykkt þegar fyrir liggja fullnægjandi gögn".
Stækkun bústaðs 12,5 m2, 36,0 m3.
Stærð bústaðs eftir breytingu 72,3 m2, 273,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 396. fundi skipulagsnefndar.