Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. september 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Engja­veg­ur 11 og 11a, ósk um færslu á lóð­ar­mörk­um.2015081959

    Sigurður Sveinsson og Anna Þ Reynis eigendur Engjavegar 11 og Sveinn Björnsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir eigendur Engjavegar 11a, óska eftir því að lóðarmörkum á milli lóðanna verði breytt frá því sem er í gildandi deiliskipulagi, sbr. meðfylgjandi teikningar. Frestað á 395. fundi.

    Skipu­lags­nefnd er já­kvæð fyr­ir er­ind­inu og heim­il­ar um­sækj­end­um að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi enda greiði um­sækj­end­ur þann kostn­að sem henni fylg­ir.

    • 2. Um­sagn­ar­beiðni vegna nýs rekstr­ar­leyf­is fyr­ir "Lund­ur Farm ehf"201508097

      Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað að Lundi í Mosfellsbæ. Um er að ræða gistiaðstöðu með 17 rúmstæðum í íbúðarhúsi og húsi sem er samþykkt fyrir starfsmannaaðstöðu. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 395. fundi.

      Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við veit­ingu tíma­bund­ins rekstr­ar­leyf­is fyr­ir heimag­ist­ingu að Lundi þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

      • 3. Bjarg við Varmá - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201507008

        Albert Rútsson hefur sótt um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á tveimur hæðum, samtals 401 m2, skv. meðfylgjandi teikningum. Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 395. fundi.

        Skipu­lags­nefnd mæl­ist til þess við hönn­uð að við­bygg­ing­in ver­ið felld bet­ur að um­hverfi og nú­ver­andi húsi á lóð­inni.

        • 4. Uglugata 2-22, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201411038

          Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 22. júlí 2015 með athugasemdafresti til 2. september 2015. Engin athugasemd barst.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir deili­skipu­lags­breyt­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.
          Gjald­töku vegna fjölg­un­ar íbúða er vísað til af­greiðslu bæj­ar­ráðs.

          • 5. Ástu Sólliljugata 30-32, fyr­ir­spurn um 3 rað­hús201504048

            Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 22. júlí 2015 með athugasemdafresti til 2. september 2015. Engin athugasemd barst.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir deili­skipu­lags­breyt­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

            • 6. Hestaí­þrótta­svæði Varmár­bökk­um, end­ur­skoð­un deili­skipu­lags200701150

              Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðis fyrir hesthús og hestaíþróttir á Varmárbökkum.

              Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an verði aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga og jafn­framt að hald­inn verði op­inn kynn­ing­ar­fund­ur á aug­lýs­ing­ar­tím­an­um. Til­lag­an verði einn­ig lögð fyr­ir um­hverf­is­nefnd til kynn­ing­ar.

            • 7. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

              Lagður fram uppdráttur með tillögu að breytingu á aðalskipulagi, þar sem um 8,7 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði kemur í stað 7,2 ha landbúnaðarsvæðis og 1,5 ha opins óbyggðs svæðis. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi "Víkingaveraldar" á umræddu svæði ásamt skýringaruppdrætti, unnið af Pétri Jónssyni arkitekt.

              Um­ræð­ur um mál­ið.

            • 8. Er­indi Ice­land Excursi­ons varð­andi deili­skipu­lag í Mos­fells­dal201407126

              Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi hugmyndir um uppbyggingu í Mosfellsdal á spildum í landi Æsustaða.

              Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að taka sam­an um­sögn til bæj­ar­ráðs í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

            • 9. Fyr­ir­spurn um gatna­gerð og lagn­ir við Ása 42015081539

              Tekin fyrir fyrirspurn um hönnun og gatnagerð að Ásum, sem bæjarráð vísaði til umsagnar skipulagsnefndar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um málið.

              Frestað.

            • 10. Nýj­ar um­ferð­ar­merk­ing­ar við Tungu­veg, Skeið­holt, Þver­holt og Há­holt.201509033

              Framkvæmdastjóri umhverfissviðs óskar eftir staðfestingu skipulagsnefndar á breyttum umferðarmerkingum við þrenn gatnamót í Mosfellsbæ: Gatnamót Tunguvegar/Kvíslartungu; Þverholts/Skeiðholts og Þverholts/Háholts.

              Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir til­lögu fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að um­ferð­ar­merk­ing­um á gatna­mót­um.

            • 11. Til­laga Sam­sons Bjarn­ars Harð­ar­son­ar um "grænt skipu­lag" fyr­ir Mos­fells­bæ.201502411

              Umræða um málið sem áður var á dagskrá 389. fundar. Á fundinn mætti Guðrún Birna Sigmarsdóttir starfsmaður umhverfissviðs.

              Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að vinna að skil­grein­ingu á grænu skipu­lagi í Mos­fells­bæ.

              • 12. Skipu­lags­mál í Krika­hverfi, sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar 9.9.2015 um íbúa­fund.201509219

                Í tengslum við umfjöllun um tillögu að breytingu á aðalskipulagi varðandi miðsvæði norðan Krikahverfis samþykkti Bæjarstjórn 9.9.2015 að haldinn skyldi fundur með íbúum Krikahverfis.

                Frestað.

              • 13. Ástu-Sólliljugata 19-21, 18-20 og 26-28, fyr­ir­spurn um fjölg­un íbúða201508937

                Atli Jóhann Guðbjörnsson BFÍ f.h. JP Capitals ehf leggur þann 9.9.2015 fram nýja fyrirspurn um mögulega fjölgun íbúða, nú um fjölgun á lóðinni Ástu-Sólliljugötu 19-21 um eina íbúð.

                Frestað.

              • 14. Gerplustræti 24 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201507037

                Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða, þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið með tilliti til ákvæðis um kennileiti í deiliskipulagsskilmálum.

                Frestað.

              • 15. Dals­garð­ur 192120, fyr­ir­spurn um deili­skipu­lag201509180

                Guðmundur Hreinsson BFÍ f.h. Guðrúnar Jóhannsdóttur og Gísla Jóhannssonar spyrst fyrir um það hvort leyfi fengist til þess að deiliskipuleggja spildu með landnúmeri 192120 undir parhús.

                Frestað.

              • 16. Spilda nr. 125414, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi við Engja­veg201509072

                Gunnlaugur Kr Hreiðarsson f.h. Ólafs Más Gunnlaugssonar, óskar eftir að landsspilda nr. 125414 verði tekin inn í deiliskipulag.

                Frestað.

              Fundargerðir til kynningar

              • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 272201509015F

                Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar

                • 17.1. Gerplustræti 24 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201507037

                  Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakki Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja 8 íbúða , þriggja hæða fjöl­býl­is­hús úr stein­steypu á lóð­inni nr. 16 - 24 við Gerplustræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram á 396. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                • 17.2. Sölkugata 22-28 / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201509160

                  Hæ ehf. Völu­teigi 6 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 22, 24,26 og 28 við Sölku­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                  Stærð: Nr. 22, 1. hæð íb. 99,1 m2, 2. hæð 86,2 m2, bíl­geymsla 24,0 m2, 688,7 m3.
                  Nr. 24, 1. hæð íb. 98,4 m2, 2. hæð 86,2 m2, bíl­geymsla 25,6 m2, 691,6 m3.
                  Nr. 26, 1. hæð íb. 100,4 m2, 2. hæð 86,2 m2, bíl­geymsla 226,4 m2, 701,0 m3.
                  Nr. 28, 1. hæð íb. 98,3 m2, 2. hæð 86,2 m2, bíl­geymsla 23,0 m2, 682,5 m3.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram á 396. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                • 17.3. Uglugata 31-33 / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201509136

                  Planki ehf. Vals­hól­um 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um inn­an- og ut­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í Uglu­götu 33 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Heild­ar­stærð­ir hússs­ins breyt­ast ekki.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram á 396. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                • 17.4. Úlfars­fells­land, 125483 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201507081

                  Áki Pét­urs­son Asp­ar­felli 4 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri sum­ar­bú­stað í Úlfars­fellslandi, lnr. 125483 í sam­ræmi við fram­lagða upp­drætti.
                  Á fundi skipu­lags­nefnd­ar 14. júlí 2015 var ferð eft­ir­far­andi bók­un: "Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að er­ind­ið verði sam­þykkt þeg­ar fyr­ir liggja full­nægj­andi gögn".
                  Stækk­un bú­staðs 12,5 m2, 36,0 m3.
                  Stærð bú­staðs eft­ir breyt­ingu 72,3 m2, 273,6 m3.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram á 396. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.