23. ágúst 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þormóðsst.land/Umsókn um byggingarleyfi201608703
Margrét Pála Ólafsdóttir Þrastarhöfða 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólpall í samræmi við framlögð gögn. Undir sólpalli myndast geymslurými.Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um málið þar sem lóðin er ódeiliskipulögð. Frestað á 417. fundi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn enda verði rými undir sólpalli ekki lokað.
2. Helgafellsland - Snæfríðargata 1-21 breyting á deiliskipulagi201607048
Borist hefur erindi dags. 4. júlí 2016 frá Erni Kærnested varðandi breytingu á deilskipulagi í Helgafellslandi, Snæfríðargata 1-21. Tekið fyrir að nýju.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
3. Bygging frístundahúss við Hafravatn201608434
Borist hefur erindi frá Claudíu Georgsdóttur varðandi byggingu frístundahúss við Hafravatn. Frestað á 417. fundi.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
4. Lundur, Mosfellsdal, ósk 2016 um breytingar á deiliskipulagi201603043
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr.43. gr. skipulagslaga 25. maí 2016 með athugasemdafresti til 8. júlí 2016. Ein athugasemd barst. Frestað á 417. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd í samræmi við umræður á fundinum og annast gildistökuferlið.
5. Snæfríðargötu 2,4,6 og 8,ósk um breytingu á deiliskipulagi201608495
Borist hefur erindi dags. 10. ágúst 2016 frá Lárusi Hannessyni varðandi breytingu á deiliskipulagu fyrir Snæfríðargötu 2,4,6 og 8. Frestað á 417. fundi.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
6. Lerkibyggð 1-3. ósk um breytingu á deiliskipulagi.201605294
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr.43. gr. skipulagslaga 14. júní 2016 með athugasemdafresti til 1. ágúst 2016. Athugasemdir bárust. Frestað á 417. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum og lagfærðir uppdrættir verði lagðir fram á næsta fundi.
- Fylgiskjalathugasemd við skipulagstillögu Lerkibyggðar 1-3.pdfFylgiskjalAthugasemdir hagsmunaaðila við breytingartillögu að deiliskipulagi á Lerkibyggð 1-3 með undirskriftum.pdfFylgiskjalGreinagerð arkitekts vegna deiliskipulagsbreytingu á Lerkibyggð 1-3.pdfFylgiskjal'olafur Melsteð 18.8.2016.pdfFylgiskjalLerkibyggð 1-3_Mos_DS.pdf
7. Flugumýri - ósk um stækkun lóða201605341
Lagt fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs sbr, bókun á 416. fundi.Frestað á 417. fundi.
Nefndin leggur til að ekki verði að svo stöddu farið í að stækka einstakar lóðir heldur verði hverfið skoðað í heild sinni og unnið formlegt deiliskipulag er geri ráð fyrir mögulegri lóðarstækkun í samráði við lóðarhafa. Þannig verði mögulegar lóðarstækkanir skoðaðir í samhengi við gildandi skipulag Skarhólabrautar og þarfir hverfisins í heild sinni.
8. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Tillaga að deiliskipulagi lögð fram að nýju.
Formanni skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa falið að rýna deiliskipulagstillöguna ma. með tilliti til umferðar og bílastæða og ræða við hlutaðeigandi varðandi gerð áhættumats vegna vatnsverndar sem nauðsynlegt er að liggi fyrir þegar deiliskipulagstillagan fer í auglýsingu. Einnig er starfsmönnum falið að undibúa samning um hvernig staðið verður að uppbyggingu á svæðinu.
9. Húsbílagarður201608196
Borist hefur erindi frá Kára Gunnarssyni dags. 23. júlí 2016 varðandi húsbílagarð.Frestað á 417. fundi.
Ekki er gert ráð fyrir starfsemi húsbílagarðs í Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
10. Desjamýri 9, auka aðkoma að lóð, fyrirspurn til skipulagsnefndar201608731
Borist hefur erindi frá Jóni Þór Jónssyni byggingarfræðingi fh. Víghóls ehf. dags. 10. ágúst 2016 varðandi auka aðkomu að lóðinni Desjamýri 9. Frestað á 417. fundi.
Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að ræða við bréfritara varðandi málið.
11. Í Búrfellslandi Þormóðsdal, framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum201606190
Borist hefur erindi frá Iceland Resources ehf. dags. 23. júni 2016 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegssýnaboranir í Þormóðsdal. Frestað á 417. fundi.
Framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.
12. Leirvogstunga 24/Umsókn um byggingarleyfi201606187
Björgvin Jónsson hefur sótt um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun nefndarinnar um erindið þar sem það felur í sér frávik frá deiliskipulagi. Frestað á 417. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
13. Bjartahlíð 12/Umsókn um byggingarleyfi201607082
Pétur Magnússon Björtuhlíð 12 sækir um leyfi til að byggja þak yfir bílastæði á lóðinni nr. 12 við Björtuhlíð í samræmi við framlögð gögn en bílastæðin eru utan byggingarreis.Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um málið. Frestað á 417. fundi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem tillagan samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins.
14. Sunnuhlíð 2/Umsókn um byggingarleyfi201608074
Álfdís E Axelsdóttir Sunnuhlíð 2 við Geitháls sækir um leyfi til að að byggja vindfang og sólstofu við íbúðarhúsið að Sunnuhlíð 2 við Geitháls, lnr. 125057. Stærð: Sólstofa 27,3 m2, vindfang 4,2 m2, 79,0 m3. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir lóðina.Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 417. fundi nefndar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
15. Gerplustræti 1-5 - Kæra á deiliskipulagi til ÚUA. Mál 58/2016.201606023
Borist hefur frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála niðurstaða í kæru á deiliskipulagi. Frestað á 417. fundi.
Lagt fram og kynnt.
16. Helgafellshverfi 3. áfangi - breyting á deiliskipulagi Sölkugata 1-5201607043
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt fh. HJS bygg ehf. dags. 22. júní 2016 varðandi breytingar á deiliskipulagi Sölkugötu 1-5.
Frestað.
17. Desjamýri 3, breyting á deiliskipulag201608810
Borist hefur erindi frá Þorkeli Magnússyni fh. Desjamýri 3 ehf. dags. 12. ágúst 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Desjamýri 3.
Frestað.
18. Sölkugata 8, breyting á innkeyrslu201608985
Borist hefur erindi frá Gísla Gunnarssyni fh. Guðlaugs Fjeldst. Þorsteinssonar dags. 30. júní 2016 varðandi breytingu á innkeyrslu á lóð.
Frestað.
19. Aðalskipulagsbreyting, ævintýragarður2016081153
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi. Breytingin felst í því að aðalgöngustígum í Ævintýragarðinum í Ullarnesbrekkum vestan Vesturlandsvegar er fjölgað til þess að bæta göngutengingar innan svæðisins. Breyting þessi snertir einungis hagsmuni sveitarfélagsins og telst því óveruleg.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi og sendi hana ásamt rökstuðningi til Skipulagstofnunar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.