7. apríl 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðsson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerplustræti 17-19 og 21-23, breyting á deiliskipulagi.201703364
Borist hefur erindi frá Kristjáni P. Kristjánssyni fh. Kapex dags. 21. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Gerplustræti 17-19 og 21-23. Frestað á 433. fundi.
Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að ræða við bréfritara vegna málsins.
2. Laxatunga 93 - breyting á deiliskipulagi201702170
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Umsækjandi greiði fyrir þann kostnað sem til fellur vegna breytinganna." Frestað á 433. fundi. Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
3. Bygging frístundahúss við Hafravatn201608434
Á 421. fundi skipulagsnefndar 4. október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykktir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir." Tillagan var auglýst, engar athugasemdir bárust. Tillagan var send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagið nær ekki til heildstæðs svæðis sbr. ákvæði gr. 5.3.1. í skipulagsreglugerð. Skipulagsstofnun bendir jafnframt á að til að hægt sé að veita byggingarleyfi á framangreindri lóð þarf annaðhvort að vinna deiliskipulag fyrir heildstætt svæði eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
4. Ástu-Sólliljugata 17-25, breyting á deiliskipulagi.201703402
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni dags. 23. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Ástu-Sólliljugötu 17-25.
Nefndin synjar erindinu.
5. Leirvogstunga 47-49, ósk um sameiningu lóða.201604343
Á 429. fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar gjaldtöku vegna aukins íbúðarmagns til afgreiðslu bæjarráðs." Tillagan var auglýst frá 10. febrúar til og með 25. mars 2017. Ein athugasemd barst.
Samþykkt að visa athugasemd til skoðunar og hjá skipulagsfulltrúa.
6. Brekkuland 3 - aðkeysla að Brekkulandi 3201703428
Borist hefur erindi frá Atla Hrafni Guðbergssyni dags. 28. mars 2017 varðandi aðkeyrslu að Brekkulandi 3.
Nefndin synjar erindinu.
7. Mosfellskirkja,kirkjugarður og prestsetur í Mosfellsdal - nýtt deiliskipulag201703433
Borist hefur erindi frá Lágafellssókn dags. 29. mars 2017 varðandi deiliskipulag fyrir Mosfellskirkju, kirkjugarð og prestsetur í Mosfellsdal.
Nefndin heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Mosfellskirkju, kirkjugarð og prestsetur.
8. Hraðastaðir I, landnr. 123653 - ósk um breytingu á deiliskipulagi.201704018
Borist hefur erindi frá Kjartani Jónssyni dags. 3. apríl 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Hraðastaði I, landnr. 123653.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi en ítrekar skilgreiningar landnotkunar i aðalskipulagi.
9. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Frestað.
10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 17201703029F
Lagt fram.
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 307201704005F
Lagt fram.
11.1. Bugðufljót 7, Umsókn um byggingarleyfi 201702113
Ab verk ehf. Víkurhvarfi 6 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr stáli og steinsteypu á lóðinni nr. 7 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn.
Á fundi skipulagsnefndar 27.02.2017 var gerð eftirfarandi bókun. "Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga, nefndin vísar ákvörðun um gjaldtöku vegna aukinnar stærðar til bæjarráðs".
Stærð 1. hæð 50006,5 m2, millipallur 1541,3 m2, skyggni 715,2 m2, 48763,3 m3.11.2. Bæjarás 3/Umsókn um byggingarleyfi 201610078
Georg Alexander Bæjarási 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri húsið nr. 3 við Bæjarás í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 60,0 m2, 288,0 m3.
Umsóknin var grenndarkynnt 28.11.2016. Engar athugasemdir bárust.11.3. Desjamýri 10, Umsókn um byggingarleyfi 201703282
Eldey invest ehf. Þrastarhöfða 16 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsteyptum einingum atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 10 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Kjallari 583,7 m2, 1. hæð 1500,0 m2, 2. hæð 239,2 m2, 12973,8 m3.
Á fundi skipulagsnefndar 27.03.2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga".11.4. Flugumýri 26, (Leyfi fyrir olíutanka á lóð), Umsókn um byggingarleyfi 201703376
Fagverk verktakar ehf. Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir olíutanki og dælubúnaði á lóðinni nr. 26 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn.
11.5. Kvíslartunga 72-76, Umsókn um byggingarleyfi 201703440
Ervangur ehf. Rauðagerði 50 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 72, 74 og 76 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr.72: Íbúð 1. hæð 68,1, bílgeymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.
Stærð nr.74: Íbúð 1. hæð 68,1, bílgeymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.
Stærð nr.76: Íbúð 1. hæð 68,1, bílgeymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.11.6. Laxatunga 111-115, Umsókn um byggingarleyfi 201703426
X-jb ehf. Tjarnarbrekku 2 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 111, 113 og 115 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 111: Íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
Stærð nr. 113: Íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
Stærð nr. 115: Íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.11.7. Litlikriki 2 og 2a/Umsókn um byggingarleyfi 201701323
Bragi Ólafsson Litlakrika 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að setja svalalokanir á fjöleignahúsið að Litlakrika 2 í samræmi við framlögð gögn.
11.8. Stórikriki 44, Umsókn um byggingarleyfi 201703435
Heiðar Helgason Stórakrika 44 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum og stækkun á kjallara hússins nr. 44 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 15,3 m2, 44,1 m3.11.9. Stórikriki 46, Umsókn um byggingarleyfi 201703437
Halldór Einarsson Stórakrika 46 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum og stækkun á kjallara hússins nr. 46 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 15,3 m2, 44,1 m3.11.10. Stórikriki 48, Umsókn um byggingarleyfi 201703438
Björn Örvar Björnsson Stórakrika 48 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum og stækkun á kjallara hússins nr. 48 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 15,3 m2, 44,1 m3.11.11. Vogatunga 7, Umsókn um byggingarleyfi 201703208
Lóa Hjaltested Karfavogi 43 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 7 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 196,0 m2, 906,0 m3.11.12. Uglugata 23-25, Umsókn um byggingarleyfi 201703393
Targa ehf. Gnípuheiði 6 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu á lóðunum nr. 23 og 25 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 23: Íbúð 146,2 m2, bílgeymsla 30,8 m2, 712,7 m3.
Stærð nr. 25: Íbúð 146,2 m2, bílgeymsla 30,8 m2, 712,7 m3.