Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. apríl 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðsson Byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Gerplustræti 17-19 og 21-23, breyt­ing á deili­skipu­lagi.201703364

    Borist hefur erindi frá Kristjáni P. Kristjánssyni fh. Kapex dags. 21. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Gerplustræti 17-19 og 21-23. Frestað á 433. fundi.

    Skipu­lags­full­trúa og bygg­ing­ar­full­trúa fal­ið að ræða við bréf­rit­ara vegna máls­ins.

  • 2. Laxa­tunga 93 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201702170

    Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Umsækjandi greiði fyrir þann kostnað sem til fellur vegna breytinganna." Frestað á 433. fundi. Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.

    Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

  • 3. Bygg­ing frí­stunda­húss við Hafra­vatn201608434

    Á 421. fundi skipulagsnefndar 4. október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykktir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir." Tillagan var auglýst, engar athugasemdir bárust. Tillagan var send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagið nær ekki til heildstæðs svæðis sbr. ákvæði gr. 5.3.1. í skipulagsreglugerð. Skipulagsstofnun bendir jafnframt á að til að hægt sé að veita byggingarleyfi á framangreindri lóð þarf annaðhvort að vinna deiliskipulag fyrir heildstætt svæði eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga.

  • 4. Ástu-Sólliljugata 17-25, breyt­ing á deili­skipu­lagi.201703402

    Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni dags. 23. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Ástu-Sólliljugötu 17-25.

    Nefnd­in synj­ar er­ind­inu.

  • 5. Leir­vogstunga 47-49, ósk um sam­ein­ingu lóða.201604343

    Á 429. fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar gjaldtöku vegna aukins íbúðarmagns til afgreiðslu bæjarráðs." Tillagan var auglýst frá 10. febrúar til og með 25. mars 2017. Ein athugasemd barst.

    Sam­þykkt að visa at­huga­semd til skoð­un­ar og hjá skipu­lags­full­trúa.

  • 6. Brekku­land 3 - að­keysla að Brekkulandi 3201703428

    Borist hefur erindi frá Atla Hrafni Guðbergssyni dags. 28. mars 2017 varðandi aðkeyrslu að Brekkulandi 3.

    Nefnd­in synj­ar er­ind­inu.

  • 7. Mos­fells­kirkja,kirkju­garð­ur og prest­set­ur í Mos­fells­dal - nýtt deili­skipu­lag201703433

    Borist hefur erindi frá Lágafellssókn dags. 29. mars 2017 varðandi deiliskipulag fyrir Mosfellskirkju, kirkjugarð og prestsetur í Mosfellsdal.

    Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að hefja vinnu við gerð deili­skipu­lags fyr­ir Mos­fells­kirkju, kirkju­garð og prest­set­ur.

  • 8. Hraðastað­ir I, landnr. 123653 - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi.201704018

    Borist hefur erindi frá Kjartani Jónssyni dags. 3. apríl 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Hraðastaði I, landnr. 123653.

    Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi en ít­rek­ar skil­grein­ing­ar land­notk­un­ar i að­al­skipu­lagi.

  • 9. Langi­hrygg­ur, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

    Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.

    Frestað.

  • 10. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 17201703029F

    Lagt fram.

    • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 307201704005F

      Lagt fram.

      • 11.1. Bugðufljót 7, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201702113

        Ab verk ehf. Vík­ur­hvarfi 6 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja at­vinnu­hús­næði úr stáli og stein­steypu á lóð­inni nr. 7 við Bugðufljót í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Á fundi skipu­lags­nefnd­ar 27.02.2017 var gerð eft­ir­far­andi bók­un. "Nefnd­in sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, nefnd­in vís­ar ákvörð­un um gjald­töku vegna auk­inn­ar stærð­ar til bæj­ar­ráðs".
        Stærð 1. hæð 50006,5 m2, millipall­ur 1541,3 m2, skyggni 715,2 m2, 48763,3 m3.

      • 11.2. Bæj­arás 3/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201610078

        Georg Al­ex­and­er Bæj­ar­ási 3 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri hús­ið nr. 3 við Bæj­arás í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stækk­un 60,0 m2, 288,0 m3.
        Um­sókn­in var grennd­arkynnt 28.11.2016. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

      • 11.3. Desja­mýri 10, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703282

        Eldey in­vest ehf. Þrast­ar­höfða 16 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og for­steypt­um ein­ing­um at­vinnu­hús­næði á lóð­inni nr. 10 við Desja­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: Kjall­ari 583,7 m2, 1. hæð 1500,0 m2, 2. hæð 239,2 m2, 12973,8 m3.
        Á fundi skipu­lags­nefnd­ar 27.03.2017 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Nefnd­in sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga".

      • 11.4. Flugu­mýri 26, (Leyfi fyr­ir ol­íu­tanka á lóð), Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703376

        Fag­verk verk­tak­ar ehf. Spóa­höfða 18 Mos­fells­bæ sækja um leyfi fyr­ir ol­íu­tanki og dælu­bún­aði á lóð­inni nr. 26 við Flugu­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

      • 11.5. Kvísl­artunga 72-76, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703440

        Ervang­ur ehf. Rauða­gerði 50 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 72, 74 og 76 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð nr.72: Íbúð 1. hæð 68,1, bíl­geymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.
        Stærð nr.74: Íbúð 1. hæð 68,1, bíl­geymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.
        Stærð nr.76: Íbúð 1. hæð 68,1, bíl­geymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.

      • 11.6. Laxa­tunga 111-115, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703426

        X-jb ehf. Tjarn­ar­brekku 2 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 111, 113 og 115 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð nr. 111: Íbúð 146,0 m2, bíl­geymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
        Stærð nr. 113: Íbúð 146,0 m2, bíl­geymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
        Stærð nr. 115: Íbúð 146,0 m2, bíl­geymsla 32,4 m2, 744,6 m3.

      • 11.7. Litlikriki 2 og 2a/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201701323

        Bragi Ólafs­son Litlakrika 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að setja svala­lok­an­ir á fjöleigna­hús­ið að Litlakrika 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

      • 11.8. Stórikriki 44, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703435

        Heið­ar Helga­son Stórakrika 44 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um og stækk­un á kjall­ara húss­ins nr. 44 við Stórakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stækk­un 15,3 m2, 44,1 m3.

      • 11.9. Stórikriki 46, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703437

        Halldór Ein­ars­son Stórakrika 46 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um og stækk­un á kjall­ara húss­ins nr. 46 við Stórakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stækk­un 15,3 m2, 44,1 m3.

      • 11.10. Stórikriki 48, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703438

        Björn Örv­ar Björns­son Stórakrika 48 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um og stækk­un á kjall­ara húss­ins nr. 48 við Stórakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stækk­un 15,3 m2, 44,1 m3.

      • 11.11. Voga­tunga 7, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703208

        Lóa Hjaltested Karfa­vogi 43 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 7 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: Íbúð 196,0 m2, 906,0 m3.

      • 11.12. Uglugata 23-25, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703393

        Targa ehf. Gnípu­heiði 6 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja par­hús úr stein­steypu á lóð­un­um nr. 23 og 25 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð nr. 23: Íbúð 146,2 m2, bíl­geymsla 30,8 m2, 712,7 m3.
        Stærð nr. 25: Íbúð 146,2 m2, bíl­geymsla 30,8 m2, 712,7 m3.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30