23. júní 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Á 435. fundi skipulagsnefndar 28. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar samþykki landeiganda Seljabrekku liggur fyrir." Ekki hefur náðs samkomulag við eigendur Seljabrekkur. Lagður fram nýr og breyttur uppdráttur.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.Jafnframt verði óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.
2. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - ósk um breytingu á aðalskipulagi201612360
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: 'Skipulagsfulltrúa falið að skoða málið.' Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með bréfritara. Borist hefur nýtt erindi. Frestað á 433. fundi. Formaður skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúi hafa átt fund með landeiganda. Lögð fram umsögn aðalskipulagshöfundar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja feril við gerð breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 á reitum merktum 2 og 4 í erindi umsækjanda.
3. Laxatunga 41 / Fyrirspurn201705005
Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breyting á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
4. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Á 430 fundi skipulagsnefndar 13. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum." Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á innkomnum athugasemdum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og leggja fram nýja deiliskipulagstillögu á næsta fundi.
5. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Samþykkt að vísa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og höfundum deiliskipulagsbreytingarinnar." Lögð fram drög að svörum.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd í samræmi við framlögð drög að svörum og annast gildistökuferlið.Jafnframt verði skilgreint í byggingarskilmálum að séstaklega verði lögð áhersla á vandað yfirbragð mannvirkja og lóðar og að aðaluppdrættir verði kynntir sérstaklega fyrir nefndinni áður en byggingaráform verða samþykkt.
6. Gerplustræti 17-19 og 21-23, breyting á deiliskipulagi.201703364
Á 436. fundi skipulagsnefndar 12. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd fellst ekki á umbeðna fjölgun ibúða og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur i samræmi við umræður á fundinum." Formaður skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúi hafa átt fund með umsækjendum. Lögð fram ný tillaga.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist skipulagsfulltrúa.
7. Sölkugata lokun við Varmárveg201705243
Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur umhverfissviði að skoða málið frekar."
Frestað.
8. Umsögn um tillögu um kvöld- og næturakstur Strætó201705203
Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að útbúa drög að umsögn sem lögð verði fram á næsta fundi." Lagt fram minnisblað formanns og skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða umsögn formanns og skipulagsfulltrúa með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum og felur skipulagsfulltrúa að svara bæjarráði að fenginni staðfestingu nefndarmanna sem fá hana senda í tölvupósti.
9. Fundargerð 76. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201706057
Fundargerð 76. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram. Anna Sigríður Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
10. Hulduhólasvæði í Mosfellsbæ - tillaga að breytingu á deiliskipulagi201611227
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar." Formaður skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og lögmaður bæjarins hafa átt fund með fulltrúum Trébúkka.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögu að breytingu á áður augýstri deiliskipulagstillögu.
11. Selvangur, 124945, Umsókn um byggingarleyfi201705265
Logi Þ Jónsson Selvangi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri 30 m2 smáhýsi að Selvangi í samræmi við framlögð gögn. Byggingafulltrúi óskar eftir umsögm skipulagsnefndar á grundvelli ákvæða byggingarreglugerðar nr. 112. 2012 með síðari breytingum, gr. 2.3.5
Nefndin gerir ekki athugasemd við útgáfu byggingarleyfis þegar fullnægjandi gögn hafa borist byggingarfulltrúa.
12. Bifreiðastöður við Brekkutanga201603425
Á 416. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2016 var gerð eftifarandi bókun: "Nefndin felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við framlagt minnisblað." Borist hefur ítrekun á erindinu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti bann við bifreiðastöðum við Brekkutanga.
Fundargerðir til staðfestingar
13. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 20201706021F
Lagt fram.
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 311201706011F
Lagt fram.
14.1. Ásland 13 /Umsókn um byggingarleyfi 201705076
Sigurtak ehf. Markarfljóti 3 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlisrhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 13 við Ásland.
Stærð: 1. hæð íbúð 125,6 m2, bílgeymsla 49,8 m2, 2. hæð 175,4 m2, 1088,6 m3.14.2. Desjamýri 1, Umsókn um byggingarleyfi 201706086
Mótandi ehf. Jórugeisla 11 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka milliloft í í einingu 0101 auk innri fyrirkomulagsbreytinga að Desjamýri 1 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun millipalls: 25,5 m2, verður eftir stækkun 73,2 m2.14.3. Lerkibyggð 1-3,Umsókn um byggingarleyfi 201706102
Finnbogi R Jóannnson Arnarhöfða 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum á áður samþykktum parhúsum úr timbri að Lerkibyggð 1-3 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.14.4. Skálahlíð 30, Umsókn um byggingarleyfi 201702194
Þórarinn Eggertsson Traðarholti 276 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 30 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 191,2 m2, bílgeymsla 42,7 m2, 828,2 m3.14.5. Snæfríðargata 7, Umsókn um byggingarleyfi 201706087
Byggingarfélagið Bakki ehf. Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða fjöleignahús nr. 7 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.14.6. Snæfríðargata 9, Umsókn um byggingarleyfi 201706088
Byggingarfélagið Bakki ehf. Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða fjöleignahús nr. 9 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.14.7. Uglugata 15-17, Umsókn um byggingarleyfi 201705284
Áe-Tré ehf. Gvendargeisla 108 Reykjavík sækir um leyfi fyrir stoðveggjum úr steinsteypu á lóðarmörkum lóðarinnar nr. 15 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
14.8. Vogatunga 15, Umsókn um byggingarleyfi 201705104
Hlöðver Már Brynjarsson Laxatungu 176 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr einangrunarmótum og steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 15 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 179,1 m2, bílgeymsla 44,4 m2, 811,2 m3.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 312201706019F
Lagt fram.
15.1. Selvangur, 124945, Umsókn um byggingarleyfi 201705265
Logi Þ Jónsson Selvangi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri 30 m2 smáhýsi að Selvangi í samræmi við framlögð gögn.