Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. júní 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varamaður
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Langi­hrygg­ur, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

  Á 435. fundi skipulagsnefndar 28. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar samþykki landeiganda Seljabrekku liggur fyrir." Ekki hefur náðs samkomulag við eigendur Seljabrekkur. Lagður fram nýr og breyttur uppdráttur.

  Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.Jafn­framt verði óskað eft­ir um­sögn Um­hverf­is­stofn­un­ar, Minja­stofn­un­ar Ís­lands, Vega­gerð­ar­inn­ar, Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjósa­svæð­is og Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar.

 • 2. Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 - ósk um breyt­ingu á að­al­skipu­lagi201612360

  Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: 'Skipulagsfulltrúa falið að skoða málið.' Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með bréfritara. Borist hefur nýtt erindi. Frestað á 433. fundi. Formaður skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúi hafa átt fund með landeiganda. Lögð fram umsögn aðalskipulagshöfundar.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að hefja fer­il við gerð breyt­ing­ar á Að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 á reit­um merkt­um 2 og 4 í er­indi um­sækj­anda.

 • 3. Laxa­tunga 41 / Fyr­ir­spurn201705005

  Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breyting á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

  Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

 • 4. Þing­valla­veg­ur í Mos­fells­dal, deili­skipu­lag201312043

  Á 430 fundi skipulagsnefndar 13. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa, Vegagerðinni og skipulagshöfundum, sem leggi fram tillögu að viðbrögðum." Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á innkomnum athugasemdum.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara fram­komn­um at­huga­semd­um og leggja fram nýja deili­skipu­lagstil­lögu á næsta fundi.

 • 5. Upp­bygg­ing á lóð­um í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar (Bjark­ar­holt/Há­holt)201301126

  Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Samþykkt að vísa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og höfundum deiliskipulagsbreytingarinnar." Lögð fram drög að svörum.

  Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara fram­kom­inni at­huga­semd í sam­ræmi við fram­lögð drög að svör­um og ann­ast gildis­töku­ferl­ið.Jafn­framt verði skil­greint í bygg­ing­ar­skil­mál­um að séstak­lega verði lögð áhersla á vandað yf­ir­bragð mann­virkja og lóð­ar og að að­al­upp­drætt­ir verði kynnt­ir sér­stak­lega fyr­ir nefnd­inni áður en bygg­ingaráform verða sam­þykkt.

 • 6. Gerplustræti 17-19 og 21-23, breyt­ing á deili­skipu­lagi.201703364

  Á 436. fundi skipulagsnefndar 12. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd fellst ekki á umbeðna fjölgun ibúða og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur i samræmi við umræður á fundinum." Formaður skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúi hafa átt fund með umsækjendum. Lögð fram ný tillaga.

  Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist skipu­lags­full­trúa.

 • 7. Sölkugata lok­un við Varmár­veg201705243

  Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur umhverfissviði að skoða málið frekar."

  Frestað.

 • 8. Um­sögn um til­lögu um kvöld- og næturakst­ur Strætó201705203

  Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að útbúa drög að umsögn sem lögð verði fram á næsta fundi." Lagt fram minnisblað formanns og skipulagsfulltrúa.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir fram­lagða um­sögn formanns og skipu­lags­full­trúa með áorðn­um breyt­ing­um í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um og fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara bæj­ar­ráði að feng­inni stað­fest­ingu nefnd­ar­manna sem fá hana senda í tölvu­pósti.

  • 9. Fund­ar­gerð 76. fund­ar Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201706057

   Fundargerð 76. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram. Anna Sigríður Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið.

   Lagt fram til kynn­ing­ar.

  • 10. Huldu­hóla­svæði í Mos­fells­bæ - til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi201611227

   Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar." Formaður skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og lögmaður bæjarins hafa átt fund með fulltrúum Trébúkka.

   Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að ganga frá til­lögu að breyt­ingu á áður augýstri deili­skipu­lagstil­lögu.

  • 11. Selvang­ur, 124945, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201705265

   Logi Þ Jónsson Selvangi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri 30 m2 smáhýsi að Selvangi í samræmi við framlögð gögn. Byggingafulltrúi óskar eftir umsögm skipulagsnefndar á grundvelli ákvæða byggingarreglugerðar nr. 112. 2012 með síðari breytingum, gr. 2.3.5

   Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd við út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist bygg­ing­ar­full­trúa.

  • 12. Bif­reiða­stöð­ur við Brekku­tanga201603425

   Á 416. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2016 var gerð eftifarandi bókun: "Nefndin felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við framlagt minnisblað." Borist hefur ítrekun á erindinu.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir fyr­ir sitt leiti bann við bif­reiða­stöð­um við Brekku­tanga.

  Fundargerðir til staðfestingar

  • 13. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 20201706021F

   Lagt fram.

   • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 311201706011F

    Lagt fram.

    • 14.1. Ásland 13 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201705076

     Sig­urtak ehf. Markarfljóti 3 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­isr­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 13 við Ásland.
     Stærð: 1. hæð íbúð 125,6 m2, bíl­geymsla 49,8 m2, 2. hæð 175,4 m2, 1088,6 m3.

    • 14.2. Desja­mýri 1, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201706086

     Mót­andi ehf. Jóru­geisla 11 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að stækka milli­loft í í ein­ingu 0101 auk innri fyr­ir­komu­lags­breyt­inga að Desja­mýri 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stækk­un millipalls: 25,5 m2, verð­ur eft­ir stækk­un 73,2 m2.

    • 14.3. Lerki­byggð 1-3,Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201706102

     Finn­bogi R Jó­annn­son Arn­ar­höfða 8 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á áður sam­þykkt­um par­hús­um úr timbri að Lerki­byggð 1-3 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

    • 14.4. Skála­hlíð 30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201702194

     Þór­ar­inn Eggerts­son Trað­ar­holti 276 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 30 við Skála­hlíð í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð: Íbúð 191,2 m2, bíl­geymsla 42,7 m2, 828,2 m3.

    • 14.5. Snæfríð­argata 7, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201706087

     Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 5 íbúða fjöleigna­hús nr. 7 við Snæfríð­ar­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.

    • 14.6. Snæfríð­argata 9, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201706088

     Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 5 íbúða fjöleigna­hús nr. 9 við Snæfríð­ar­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.

    • 14.7. Uglugata 15-17, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201705284

     Áe-Tré ehf. Gvend­ar­geisla 108 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir stoð­veggj­um úr stein­steypu á lóð­ar­mörk­um lóð­ar­inn­ar nr. 15 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

    • 14.8. Voga­tunga 15, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201705104

     Hlöðver Már Brynj­ars­son Laxa­tungu 176 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr ein­angr­un­ar­mót­um og stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 15 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð: 179,1 m2, bíl­geymsla 44,4 m2, 811,2 m3.

    • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 312201706019F

     Lagt fram.

     • 15.1. Selvang­ur, 124945, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201705265

      Logi Þ Jóns­son Selvangi Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri 30 m2 smá­hýsi að Selvangi í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00