19. apríl 2017 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2016201701283
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2016 lagður fram til annarrar umræðu.
Tillaga S lista:
Gerum tillögu um að ábendingar endurskoðenda til stjórnenda bæjarins er varða innra eftirlit, fjárhagskerfi, stjórnsýslu sveitarfélagsins og önnur atriði sem tengjast vinnu þeirra ásamt skýrslu endurskoðenda til bæjarstjóra verði kynntar í bæjarráði.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonTillagan samþykkt með níu atkvæðum.
Bókun D og V lista
Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2016. Veltufé frá rekstri er 1.109 milljónir eða rúmlega 12% af tekjum. Eigið fé í árslok nam 4.681 milljónum og eiginfjárhlutfall 29,4%. Skuldaviðmið er 108,5% sem er vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta er talsvert betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Það má helst skýra með hærri óreglulegum tekjum vegna lóðasölu og byggingarréttargjöldum og lægra verðlagi en gert var ráð fyrir, sem hefur áhrif á fjármagnsliði.Framundan er áframhaldandi uppbygging innviða í Mosfellsbæ. Á síðustu árum hefur verið verið lögð áhersla á uppbyggingu framhaldsskóla, íþróttahús, hjúkrunarheimili og stórbætt aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara. Stærsta verkefnið sem sveitarfélagið hefur með höndum nú er bygging Helgafellsskóla. Það er leik- og grunnskóli í nýbyggingarhverfi í hraðri uppbyggingu sem áætlað er að muni kosta um 3500 milljónir á næstu tíu árum.
Skuldastaða sveitarfélagsins er vel viðunandi miðað við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og er skuldaviðmiðið komið niður í 108% af tekjum. Sú uppbygging er í samræmi við markmið sveitarfélagsins um góða heildstæða þjónustu við alla aldurshópa og fjölgun íbúa.
Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn ábyrgur. Fræðslumál eru langstærsti málaflokkurinn en til hans runnu 3.604 milljónir eða 51% skatttekna. Til félagsþjónustu var veitt 1.382 milljónum og eru þar meðtalin málefni fatlaðs fólks. Íþrótta- og tómstundamál eru þriðja stærsta verkefni bæjarins en til þeirra mála var varið um 803 milljónum. Samtals er því 82% skatttekna Mosfellsbæjar varið til fræðslu-, félagsþjónustu, íþrótta- og tómstundamála.
Við viljum þakka starfsmönnum Mosfellsbæjar öllum fyrir að hafa staðið vel að verki við rekstur sveitarfélagsins á árinu 2016Bókun S-lista við ársreikning 2016
Það er vissulega gleðiefni að rekstrarniðurstaða Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 sé jákvæð eftir undangengin nokkur mögur ár og rétt er að þakka starfsfólki bæjarins fyrir þeirra framlag til betri rekstrar. Þar hjálpar verulega til að verðbólga var lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir sem m.a. kemur fram í lægri fjármagnskostnaði. Einnig skiluðu eins skiptis tekjur eins og t.d. byggingarréttargjöld sér í meira mæli en gert hafði verið ráð fyrir.Það sem þó gerir útslagið í rekstrarniðurstöðunni eru auknar tekjur. Þó ekki vegna útsvars og fasteignagjalda sem voru nokkurn veginn á pari við áætlun heldur vegna s.k. annarra tekna. Aðrar tekjur eru um 20% hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun eða sem nemur röskum 240 milljónum af heildar rekstrarniðurstöðu A hluta. Inni í þeirri upphæð eru fyrrgreind byggingarréttargjöld. Þá er líka vert að hafa í huga að greiðslur frá Jöfnunarsjóði voru þar að auki um 100 milljónum hærri en gert hafði verið ráð fyrir.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2016 staðfestur með níu atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur eru þessar:Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 9.105 mkr.
Laun og launatengd gjöld 4.151 mkr.
Annar rekstrarkostnaður 3.640 mkr.
Afskriftir 336 mkr.
Fjármagnsgjöld 567 mkr.
Tekjuskattur 31 mkr.
Rekstrarniðurstaða jákvæð um 380 mkr.Efnahagsreikningur A og B hluta:
Eignir alls: 15.917 mkr.
Skuldir og skuldbindingar: 11.236 mkr.
Eigið fé: 4.681 mkr.
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1301201704003F
Fundargerð 1301. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 693. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2016 201701283
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2016 lagður fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1301. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar - 210201703035F
Fundargerð 210. fundar íþrótta-og tómstundanefnd lögð fram til afgreiðslu á 693. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna sumarið 2017 201702199
Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna sumarið 2017
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 210. fundar íþrótta-og tómstundanefnd samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Íþrótta- og tómstundastefna Mosfellsbæjar 201509037
Frestað
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 210. fundar íþrótta-og tómstundanefnd samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 434201704002F
Fundargerð 434. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 693. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Gerplustræti 17-19 og 21-23, breyting á deiliskipulagi. 201703364
Borist hefur erindi frá Kristjáni P. Kristjánssyni fh. Kapex dags. 21. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Gerplustræti 17-19 og 21-23. Frestað á 433. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Laxatunga 93 - breyting á deiliskipulagi 201702170
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Umsækjandi greiði fyrir þann kostnað sem til fellur vegna breytinganna." Frestað á 433. fundi. Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Bygging frístundahúss við Hafravatn 201608434
Á 421. fundi skipulagsnefndar 4. október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykktir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir." Tillagan var auglýst, engar athugasemdir bárust. Tillagan var send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagið nær ekki til heildstæðs svæðis sbr. ákvæði gr. 5.3.1. í skipulagsreglugerð. Skipulagsstofnun bendir jafnframt á að til að hægt sé að veita byggingarleyfi á framangreindri lóð þarf annaðhvort að vinna deiliskipulag fyrir heildstætt svæði eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Ástu-Sólliljugata 17-25, breyting á deiliskipulagi. 201703402
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni dags. 23. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Ástu-Sólliljugötu 17-25.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Leirvogstunga 47-49, ósk um sameiningu lóða. 201604343
Á 429. fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar gjaldtöku vegna aukins íbúðarmagns til afgreiðslu bæjarráðs." Tillagan var auglýst frá 10. febrúar til og með 25. mars 2017. Ein athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Brekkuland 3 - aðkeysla að Brekkulandi 3 201703428
Borist hefur erindi frá Atla Hrafni Guðbergssyni dags. 28. mars 2017 varðandi aðkeyrslu að Brekkulandi 3.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Mosfellskirkja,kirkjugarður og prestsetur í Mosfellsdal - nýtt deiliskipulag 201703433
Borist hefur erindi frá Lágafellssókn dags. 29. mars 2017 varðandi deiliskipulag fyrir Mosfellskirkju, kirkjugarð og prestsetur í Mosfellsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Hraðastaðir I, landnr. 123653 - ósk um breytingu á deiliskipulagi. 201704018
Borist hefur erindi frá Kjartani Jónssyni dags. 3. apríl 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Hraðastaði I, landnr. 123653.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 17 201703029F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 307 201704005F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1302201704003Fa
Fundargerð 1302. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 693. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Ósk um lækkun gatnagerðargjalda 201703394
Ósk um lækkun gatnagerðargjalda af lóðum nr. 21, 23, 23A og 31 við Reykjahvol. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1302. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Starfsemi Skálatúns 2016 og nýr þjónustusamningur 201701074
Erindi Skálatúns og minnisblað verkefnastjóra fjölskyldusviðs lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1302. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Gæðamat með þjónustu við fatlað fólk 201703462
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1302. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Félagsleg húsnæðismál-leiguíbúðir 201703466
Óskað heimildar til að ganga til samninga um leigu á fjórum íbúðum til útleigu til einstaklinga sem uppfylla ákvæði reglna Mosfellsbæjar um félagslegt leiguhúsnæði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1302. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl) 201703279
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1302. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr jöfnunarsjóði). 201703430
Óskað er umsagnar fyrir 18. apríl nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1302. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Verkefnistillaga um stefnumótun 201702305
Fulltrúar Capacent mæta á fundinn og gera grein fyrir stöðu vinnu við endurskoðun á stefnumótun Mosfellsbæjar frá 2008.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1302. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Vindhóll/Umsókn um byggingarleyfi 2016081942
Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1302. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Kortlagning stíga og slóða í Mosfellsbæ 201012057
Greinargerð vinnuhóps um kortlagningu vegslóða í landi Mosfellsbæjar lögð fram ásamt fundargerðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1302. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalGreinargerð frá vinnuhópi um slóðamál.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 1FylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 2FylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 3FylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 4FylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 5FylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 6FylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 7FylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 8.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 9.pdf
3.10. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi byggingu reiðhallar 200810056
Hestamannafélagið Hörður óskar eftir þátttöku Mosfellsbæjar í kostnaði vegna byggingar reiðhallar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1302. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.11. Umsögn um frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld). 201703431
Óskað er umsagnar fyrir 11. apríl nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1302. fundar bæjarráðs samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 176201703026F
Fundargerð 176. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 693. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Vistgerðakort Náttúrufræðistofnunar Íslands 201703386
Kynning á nýrri kortasjá Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýnir útbreiðslu samtals 105 vistgerða á landi, í ferskvatni og fjöru.
Fulltrúi frá Náttúrufræðistofnun Íslands kynnir vistgerðakortið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 176. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Kynning á verkefnalista Staðardagskrár 21 yfir nefndarmenn í skipulagsnefnd 201704037
Kynning á verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir nefndarmenn í skipulagsnefnd
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 176. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017 201701266
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkefnalistinn var unnin í samráði við nefndir og svið bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 176. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Skógræktarstefna fyrir Mosfellsbæ 201703398
Umræða um gerð skógræktarstefnu fyrir Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 176. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Umsögn um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög) 201703292
Lögð fram til upplýsinga drög að frumvarpi til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 176. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Aðalfundur Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga í Mosfellsbæ 2017 201703396
Kynning á aðalfundi SAMGUS í Mosfellsbæ 6.-7. apríl 2017
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 176. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 41201704006F
Fundargerð 41. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 693. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Raddir Ungs fólks 201704031
Raddir ungs fólks skipta máli! kynning frá fulltrúum sem að sátu ráðstefnuna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 41. fundar ungmennaráðssamþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Hugmyndir ungmenna úr Mosfellsbæ. 201701170
Á fundinum verður unnið betur úr niðurstöðum nemenda
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 41. fundar ungmennaráðssamþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017 201701266
Lögð fram ósk umhverfisnefndar um tillögur frá öllum nefndum bæjarins að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkalistan skal velja út frá þeim verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Frestur til að skila inn tillögum er til 1. mars 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 41. fundar ungmennaráðssamþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8. Þróunar- og ferðamálanefnd - 63201703034F
Fundargerð 63. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 693. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017 201701266
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkefnalistinn var unnin í samráði við nefndir og svið bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 63. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.2. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2017 201701388
Lagðar fram til yfirferðar umsóknir um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 63. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 307201704005F
Fundargerð 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Bugðufljót 7, Umsókn um byggingarleyfi 201702113
Ab verk ehf. Víkurhvarfi 6 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr stáli og steinsteypu á lóðinni nr. 7 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn.
Á fundi skipulagsnefndar 27.02.2017 var gerð eftirfarandi bókun. "Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga, nefndin vísar ákvörðun um gjaldtöku vegna aukinnar stærðar til bæjarráðs".
Stærð 1. hæð 50006,5 m2, millipallur 1541,3 m2, skyggni 715,2 m2, 48763,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Bæjarás 3/Umsókn um byggingarleyfi 201610078
Georg Alexander Bæjarási 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri húsið nr. 3 við Bæjarás í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 60,0 m2, 288,0 m3.
Umsóknin var grenndarkynnt 28.11.2016. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Desjamýri 10, Umsókn um byggingarleyfi 201703282
Eldey invest ehf. Þrastarhöfða 16 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsteyptum einingum atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 10 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Kjallari 583,7 m2, 1. hæð 1500,0 m2, 2. hæð 239,2 m2, 12973,8 m3.
Á fundi skipulagsnefndar 27.03.2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga".Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
9.4. Flugumýri 26, (Leyfi fyrir olíutanka á lóð), Umsókn um byggingarleyfi 201703376
Fagverk verktakar ehf. Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir olíutanki og dælubúnaði á lóðinni nr. 26 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
9.5. Kvíslartunga 72-76, Umsókn um byggingarleyfi 201703440
Ervangur ehf. Rauðagerði 50 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 72, 74 og 76 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr.72: Íbúð 1. hæð 68,1, bílgeymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.
Stærð nr.74: Íbúð 1. hæð 68,1, bílgeymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.
Stærð nr.76: Íbúð 1. hæð 68,1, bílgeymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
9.6. Laxatunga 111-115, Umsókn um byggingarleyfi 201703426
X-jb ehf. Tjarnarbrekku 2 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 111, 113 og 115 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 111: Íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
Stærð nr. 113: Íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
Stærð nr. 115: Íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
9.7. Litlikriki 2 og 2a/Umsókn um byggingarleyfi 201701323
Bragi Ólafsson Litlakrika 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að setja svalalokanir á fjöleignahúsið að Litlakrika 2 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
9.8. Stórikriki 44, Umsókn um byggingarleyfi 201703435
Heiðar Helgason Stórakrika 44 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum og stækkun á kjallara hússins nr. 44 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 15,3 m2, 44,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
9.9. Stórikriki 46, Umsókn um byggingarleyfi 201703437
Halldór Einarsson Stórakrika 46 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum og stækkun á kjallara hússins nr. 46 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 15,3 m2, 44,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
9.10. Stórikriki 48, Umsókn um byggingarleyfi 201703438
Björn Örvar Björnsson Stórakrika 48 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum og stækkun á kjallara hússins nr. 48 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 15,3 m2, 44,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
9.11. Vogatunga 7, Umsókn um byggingarleyfi 201703208
Lóa Hjaltested Karfavogi 43 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 7 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 196,0 m2, 906,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
9.12. Uglugata 23-25, Umsókn um byggingarleyfi 201703393
Targa ehf. Gnípuheiði 6 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu á lóðunum nr. 23 og 25 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 23: Íbúð 146,2 m2, bílgeymsla 30,8 m2, 712,7 m3.
Stærð nr. 25: Íbúð 146,2 m2, bílgeymsla 30,8 m2, 712,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 693. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 359. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201704004
Fundargerð 358. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
11. Fundargerð 13. eigendafundar Strætó bs201704067
Fundargerð 13. eigendafundar Strætó bs
12. Fundargerð 9. eigendafundar Sorpu bs201704068
Fundargerð 9. eigendafundar Sorpu bs
13. Fundargerð 8. eigendafundar Sorpu bs201704069
Fundargerð 8. eigendafundar Sorpu bs
14. Fundargerð 12. eigendafundar Strætó bs201704070
Fundargerð 12. eigendafundar Strætó bs
15. Fundargerð 373. fundar Sorpu bs201704084
Fundargerð 373. fundar Sorpu bs
16. Fundargerð 849. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201704107
Fundargerð 849. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
17. Fundargerð 161. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201703461
Fundargerð 161. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
- Fylgiskjal161. stjórnarfundur SHS.pdfFylgiskjalSHS 161 0.2 Fundargerð.pdfFylgiskjalSHS 161 1.1 Ársreikningur 2016 samstæða.pdfFylgiskjalSHS 161 1.2 Skýrsla KPMG v. ársreiknings 2016.pdfFylgiskjalSHS 161 1.3 Minnisblað v. ársreiknings.pdfFylgiskjalSHS 161 3.1 Rekstrarskýrsla sjúkraflutninga 2016.pdfFylgiskjalSHS 161 4.1 Útboð á ytri endurskoðun.pdf