Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. apríl 2017 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
 • Bjarki Bjarnason (BBj) 1. varaforseti
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
 • Haraldur Sverrisson aðalmaður
 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2016201701283

  Ársreikningur Mosfellsbæjar 2016 lagður fram til annarrar umræðu.

  Til­laga S lista:
  Ger­um til­lögu um að ábend­ing­ar end­ur­skoð­enda til stjórn­enda bæj­ar­ins er varða innra eft­ir­lit, fjár­hags­kerfi, stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins og önn­ur at­riði sem tengjast vinnu þeirra ásamt skýrslu end­ur­skoð­enda til bæj­ar­stjóra verði kynnt­ar í bæj­ar­ráði.

  Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
  Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

  Til­lag­an sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

  Bók­un D og V lista
  Rekst­ur Mos­fells­bæj­ar gekk vel á ár­inu 2016. Veltufé frá rekstri er 1.109 millj­ón­ir eða rúm­lega 12% af tekj­um. Eig­ið fé í árslok nam 4.681 millj­ón­um og eig­in­fjár­hlut­fall 29,4%. Skulda­við­mið er 108,5% sem er vel inn­an þess 150% há­marks sem kveð­ið er á um í lög­um.
  Rekstr­arnið­ur­staða A og B hluta er tals­vert betri en gert var ráð fyr­ir í fjár­hags­áætlun árs­ins. Það má helst skýra með hærri óreglu­leg­um tekj­um vegna lóða­sölu og bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld­um og lægra verð­lagi en gert var ráð fyr­ir, sem hef­ur áhrif á fjár­magnsliði.

  Framund­an er áfram­hald­andi upp­bygg­ing inn­viða í Mos­fells­bæ. Á síð­ustu árum hef­ur ver­ið ver­ið lögð áhersla á upp­bygg­ingu fram­halds­skóla, íþrótta­hús, hjúkr­un­ar­heim­ili og stór­bætt að­staða fyr­ir fé­lags­st­arf eldri borg­ara. Stærsta verk­efn­ið sem sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur með hönd­um nú er bygg­ing Helga­fells­skóla. Það er leik- og grunn­skóli í ný­bygg­ing­ar­hverfi í hraðri upp­bygg­ingu sem áætlað er að muni kosta um 3500 millj­ón­ir á næstu tíu árum.

  Skuldastaða sveit­ar­fé­lags­ins er vel við­un­andi mið­að við þá upp­bygg­ingu sem átt hef­ur sér stað á und­an­förn­um árum og er skulda­við­mið­ið kom­ið nið­ur í 108% af tekj­um. Sú upp­bygg­ing er í sam­ræmi við markmið sveit­ar­fé­lags­ins um góða heild­stæða þjón­ustu við alla ald­urs­hópa og fjölg­un íbúa.

  Fjár­hags­staða Mos­fells­bæj­ar er traust og rekst­ur­inn ábyrg­ur. Fræðslu­mál eru lang­stærsti mála­flokk­ur­inn en til hans runnu 3.604 millj­ón­ir eða 51% skatt­tekna. Til fé­lags­þjón­ustu var veitt 1.382 millj­ón­um og eru þar með­talin mál­efni fatl­aðs fólks. Íþrótta- og tóm­stunda­mál eru þriðja stærsta verk­efni bæj­ar­ins en til þeirra mála var var­ið um 803 millj­ón­um. Sam­tals er því 82% skatt­tekna Mos­fells­bæj­ar var­ið til fræðslu-, fé­lags­þjón­ustu, íþrótta- og tóm­stunda­mála.
  Við vilj­um þakka starfs­mönn­um Mos­fells­bæj­ar öll­um fyr­ir að hafa stað­ið vel að verki við rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins á ár­inu 2016

  Bók­un S-lista við árs­reikn­ing 2016
  Það er vissu­lega gleði­efni að rekstr­arnið­ur­staða Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2016 sé já­kvæð eft­ir und­an­geng­in nokk­ur mög­ur ár og rétt er að þakka starfs­fólki bæj­ar­ins fyr­ir þeirra fram­lag til betri rekstr­ar. Þar hjálp­ar veru­lega til að verð­bólga var lægri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir sem m.a. kem­ur fram í lægri fjár­magns­kostn­aði. Einn­ig skil­uðu eins skipt­is tekj­ur eins og t.d. bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld sér í meira mæli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir.

  Það sem þó ger­ir út­slag­ið í rekstr­arnið­ur­stöð­unni eru aukn­ar tekj­ur. Þó ekki vegna út­svars og fast­eigna­gjalda sem voru nokk­urn veg­inn á pari við áætlun held­ur vegna s.k. ann­arra tekna. Að­r­ar tekj­ur eru um 20% hærri en gert var ráð fyr­ir í fjár­hags­áætlun eða sem nem­ur rösk­um 240 millj­ón­um af heild­ar rekstr­arnið­ur­stöðu A hluta. Inni í þeirri upp­hæð eru fyrr­greind bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld. Þá er líka vert að hafa í huga að greiðsl­ur frá Jöfn­un­ar­sjóði voru þar að auki um 100 millj­ón­um hærri en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir.

  Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
  Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son


  For­seti bar upp árs­reikn­ing bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi og var árs­reikn­ing­ur árs­ins 2016 stað­fest­ur með níu at­kvæð­um, en helstu nið­ur­stöðu­töl­ur eru þess­ar:

  Rekstr­ar­reikn­ing­ur A og B hluta:
  Rekstr­ar­tekj­ur: 9.105 mkr.
  Laun og launa­tengd gjöld 4.151 mkr.
  Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 3.640 mkr.
  Af­skrift­ir 336 mkr.
  Fjár­magns­gjöld 567 mkr.
  Tekju­skatt­ur 31 mkr.
  Rekstr­arnið­ur­staða já­kvæð um 380 mkr.

  Efna­hags­reikn­ing­ur A og B hluta:
  Eign­ir alls: 15.917 mkr.
  Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 11.236 mkr.
  Eig­ið fé: 4.681 mkr.

Fundargerðir til staðfestingar

 • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1301201704003F

  Fund­ar­gerð 1301. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

  • 2.1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2016 201701283

   Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2016 lagð­ur fram.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1301. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 4. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar - 210201703035F

   Fund­ar­gerð 210. fund­ar íþrótta-og tóm­stunda­nefnd lögð fram til af­greiðslu á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

   • 4.1. Styrk­ir til ungra og efni­legra ung­menna sum­ar­ið 2017 201702199

    Styrk­ir til ungra og efni­legra ung­menna sum­ar­ið 2017

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 210. fund­ar íþrótta-og tóm­stunda­nefnd sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 4.2. Íþrótta- og tóm­stunda­stefna Mos­fells­bæj­ar 201509037

    Frestað

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 210. fund­ar íþrótta-og tóm­stunda­nefnd sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 5. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 434201704002F

    Fund­ar­gerð 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 5.1. Gerplustræti 17-19 og 21-23, breyt­ing á deili­skipu­lagi. 201703364

     Borist hef­ur er­indi frá Kristjáni P. Kristjáns­syni fh. Kapex dags. 21. mars 2017 varð­andi breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyr­ir lóð­irn­ar að Gerplustræti 17-19 og 21-23. Frestað á 433. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5.2. Laxa­tunga 93 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201702170

     Á 431. fundi skipu­lags­nefnd­ar 27. fe­brú­ar 2017 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi. Um­sækj­andi greiði fyr­ir þann kostn­að sem til fell­ur vegna breyt­ing­anna." Frestað á 433. fundi. Lagð­ur fram deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­upp­drátt­ur.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5.3. Bygg­ing frí­stunda­húss við Hafra­vatn 201608434

     Á 421. fundi skipu­lags­nefnd­ar 4. októ­ber 2016 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Nefnd­in sam­þykkt­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir." Til­lag­an var aug­lýst, eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust. Til­lag­an var send Skipu­lags­stofn­un til yf­ir­ferð­ar skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga. Skipu­lags­stofn­un ger­ir at­huga­semd við að sveit­ar­stjórn birti aug­lýs­ingu um sam­þykkt deili­skipu­lags­ins í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda þar sem deili­skipu­lag­ið nær ekki til heild­stæðs svæð­is sbr. ákvæði gr. 5.3.1. í skipu­lags­reglu­gerð. Skipu­lags­stofn­un bend­ir jafn­framt á að til að hægt sé að veita bygg­ing­ar­leyfi á fram­an­greindri lóð þarf ann­að­hvort að vinna deili­skipu­lag fyr­ir heild­stætt svæði eða grennd­arkynna bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn skv. 44. gr. skipu­lagslaga.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5.4. Ástu-Sólliljugata 17-25, breyt­ing á deili­skipu­lagi. 201703402

     Borist hef­ur er­indi frá Kristni Ragn­ars­syni dags. 23. mars 2017 varð­andi breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyr­ir lóð­irn­ar að Ástu-Sóllilju­götu 17-25.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5.5. Leir­vogstunga 47-49, ósk um sam­ein­ingu lóða. 201604343

     Á 429. fundi skipu­lags­nefnd­ar 31. janú­ar 2017 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og vís­ar gjald­töku vegna auk­ins íbúð­ar­magns til af­greiðslu bæj­ar­ráðs." Til­lag­an var aug­lýst frá 10. fe­brú­ar til og með 25. mars 2017. Ein at­huga­semd barst.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5.6. Brekku­land 3 - að­keysla að Brekkulandi 3 201703428

     Borist hef­ur er­indi frá Atla Hrafni Guð­bergs­syni dags. 28. mars 2017 varð­andi að­keyrslu að Brekkulandi 3.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5.7. Mos­fells­kirkja,kirkju­garð­ur og prest­set­ur í Mos­fells­dal - nýtt deili­skipu­lag 201703433

     Borist hef­ur er­indi frá Lága­fells­sókn dags. 29. mars 2017 varð­andi deili­skipu­lag fyr­ir Mos­fells­kirkju, kirkju­garð og prest­set­ur í Mos­fells­dal.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5.8. Hraðastað­ir I, landnr. 123653 - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi. 201704018

     Borist hef­ur er­indi frá Kjart­ani Jóns­syni dags. 3. apríl 2017 varð­andi breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyr­ir Hraðastaði I, landnr. 123653.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5.9. Langi­hrygg­ur, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag 201410300

     Lögð fram til­laga að deili­skipu­lagi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5.10. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 17 201703029F

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5.11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 307 201704005F

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 434. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    Fundargerðir til kynningar

    • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 307201704005F

     Fund­ar­gerð 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

     • 9.1. Bugðufljót 7, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201702113

      Ab verk ehf. Vík­ur­hvarfi 6 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja at­vinnu­hús­næði úr stáli og stein­steypu á lóð­inni nr. 7 við Bugðufljót í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Á fundi skipu­lags­nefnd­ar 27.02.2017 var gerð eft­ir­far­andi bók­un. "Nefnd­in sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, nefnd­in vís­ar ákvörð­un um gjald­töku vegna auk­inn­ar stærð­ar til bæj­ar­ráðs".
      Stærð 1. hæð 50006,5 m2, millipall­ur 1541,3 m2, skyggni 715,2 m2, 48763,3 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 9.2. Bæj­arás 3/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201610078

      Georg Al­ex­and­er Bæj­ar­ási 3 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri hús­ið nr. 3 við Bæj­arás í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stækk­un 60,0 m2, 288,0 m3.
      Um­sókn­in var grennd­arkynnt 28.11.2016. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 9.3. Desja­mýri 10, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703282

      Eldey in­vest ehf. Þrast­ar­höfða 16 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og for­steypt­um ein­ing­um at­vinnu­hús­næði á lóð­inni nr. 10 við Desja­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð: Kjall­ari 583,7 m2, 1. hæð 1500,0 m2, 2. hæð 239,2 m2, 12973,8 m3.
      Á fundi skipu­lags­nefnd­ar 27.03.2017 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Nefnd­in sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga".

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 9.4. Flugu­mýri 26, (Leyfi fyr­ir ol­íu­tanka á lóð), Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703376

      Fag­verk verk­tak­ar ehf. Spóa­höfða 18 Mos­fells­bæ sækja um leyfi fyr­ir ol­íu­tanki og dælu­bún­aði á lóð­inni nr. 26 við Flugu­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 9.5. Kvísl­artunga 72-76, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703440

      Ervang­ur ehf. Rauða­gerði 50 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 72, 74 og 76 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð nr.72: Íbúð 1. hæð 68,1, bíl­geymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.
      Stærð nr.74: Íbúð 1. hæð 68,1, bíl­geymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.
      Stærð nr.76: Íbúð 1. hæð 68,1, bíl­geymsla/geymsla 41,8 m2, 2.hæð 109,0 m2, 772,5 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 9.6. Laxa­tunga 111-115, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703426

      X-jb ehf. Tjarn­ar­brekku 2 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 111, 113 og 115 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð nr. 111: Íbúð 146,0 m2, bíl­geymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
      Stærð nr. 113: Íbúð 146,0 m2, bíl­geymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
      Stærð nr. 115: Íbúð 146,0 m2, bíl­geymsla 32,4 m2, 744,6 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 9.7. Litlikriki 2 og 2a/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201701323

      Bragi Ólafs­son Litlakrika 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að setja svala­lok­an­ir á fjöleigna­hús­ið að Litlakrika 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 9.8. Stórikriki 44, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703435

      Heið­ar Helga­son Stórakrika 44 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um og stækk­un á kjall­ara húss­ins nr. 44 við Stórakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stækk­un 15,3 m2, 44,1 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 9.9. Stórikriki 46, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703437

      Halldór Ein­ars­son Stórakrika 46 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um og stækk­un á kjall­ara húss­ins nr. 46 við Stórakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stækk­un 15,3 m2, 44,1 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 9.10. Stórikriki 48, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703438

      Björn Örv­ar Björns­son Stórakrika 48 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um og stækk­un á kjall­ara húss­ins nr. 48 við Stórakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stækk­un 15,3 m2, 44,1 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 9.11. Voga­tunga 7, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703208

      Lóa Hjaltested Karfa­vogi 43 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 7 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð: Íbúð 196,0 m2, 906,0 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 9.12. Uglugata 23-25, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703393

      Targa ehf. Gnípu­heiði 6 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja par­hús úr stein­steypu á lóð­un­um nr. 23 og 25 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð nr. 23: Íbúð 146,2 m2, bíl­geymsla 30,8 m2, 712,7 m3.
      Stærð nr. 25: Íbúð 146,2 m2, bíl­geymsla 30,8 m2, 712,7 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 307. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 693. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 10. Fund­ar­gerð 359. fund­ar Stjórn­ar skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201704004

      Fundargerð 358. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

     • 11. Fund­ar­gerð 13. eig­enda­fund­ar Strætó bs201704067

      Fundargerð 13. eigendafundar Strætó bs

     • 12. Fund­ar­gerð 9. eig­enda­fund­ar Sorpu bs201704068

      Fundargerð 9. eigendafundar Sorpu bs

     • 13. Fund­ar­gerð 8. eig­enda­fund­ar Sorpu bs201704069

      Fundargerð 8. eigendafundar Sorpu bs

     • 14. Fund­ar­gerð 12. eig­enda­fund­ar Strætó bs201704070

      Fundargerð 12. eigendafundar Strætó bs

     • 15. Fund­ar­gerð 373. fund­ar Sorpu bs201704084

      Fundargerð 373. fundar Sorpu bs

     • 16. Fund­ar­gerð 849. fund­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga201704107

      Fundargerð 849. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

     • 17. Fund­ar­gerð 161. fund­ar Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201703461

      Fundargerð 161. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:06