Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. maí 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
 • Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Um­sókn um skipt­ingu lóð­ar og bygg­ingu sum­ar­húss við Hafra­vatn201604157

  Lagt fram bréf Daníels Þórarinssonar og Ingibjargar Norðdahl dags. 11. maí 2016, þar sem þau gera athugasemdir við ákvörðun skipulagsnefndar á 412. fundi. Frestað á 413. fundi.

  Lagt fram.

 • 2. Lög­reglu­sam­þykkt fyr­ir Mos­fells­bæ201604031

  Bæjarráð vísaði 12.5.2016 drögum að lögreglusamþykkt til umsagnar skipulagsnefndar. Frestað á 413. fundi

  Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við fram­lögð drög.

 • 3. Tungu­veg­ur, göngu­þverun við íþrótta­velli201605145

  Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu um aðgerðir til að auka öryggi gangandi við Tunguveg vestan Leirvogstungu. Frestað á 413. fundi.

  Lagt fram til kynn­ing­ar.

 • 4. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - Voga­byggð201605128

  Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir 11. maí 2016 til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, Vogabyggð.

  Lagt fram.

 • 5. Reið­leið­ir við Reykja­hvol og Skamma­dal201303263

  Gerð grein fyrir fundi með íbúðar- og sumarhúsaeigendum á svæðinu 18. maí s.l.

  Nefnd­in ósk­ar eft­ir því að ný lega um­ræddr­ar leið­ar ofan frí­stunda­byggð­ar í Húsa­dal verði hluti af að­al­skipu­lags­breyt­ingu vegna Reykja­hvols, sem er í vinnslu. Jafn­framt verði mál­ið kynnt fyr­ir stjórn hesta­manna­fé­lags­ins.

 • 6. Uglugata 32-38 og 40-46, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á hús­gerð­um og fjölg­un íbúða.201508941

  Lögð fram ný fyrirspurn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts í umboði lóðarhafa JP Capital ehf, þar sem gert er ráð fyrir 20 íbúðum samtals á lóðunum, þar af 4 í tveggja hæða raðhúsi og 16 í tveimur fjölbýlishúsum, sbr. meðfylgjandi tillöguteikningar.

  Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­end­um að vinna og leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi til aug­lýs­ing­ar skv. 43. gr. skipu­lagslaga í sam­ræmi við fram­lagða fyr­ir­spurn og gögn.

 • 7. Langi­hrygg­ur, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

  Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, Afþreyingar- og ferðamannasvæði á Langahrygg, ásamt umhverfisskýrslu og endurskoðaðri deiliskipulagstillögu fyrir svæðið og aðkomuveg að því frá Þingvallavegi. Einnig lagðar fram umsagnir um verkefnislýsingu frá Minjastofnun, svæðisskipulagsstjóra og Umhverfisstofnun, en áður hafa verið lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits og Vegagerðarinnar.

  Nefnd­in fel­ur Um­hverf­is­sviði að ann­ast forkynn­ingu á til­lög­un­um skv. 2. mgr. 30. gr og 3. mgr. 40 gr. skipu­lagslaga og m.a. boða til op­ins húss til kynn­ing­ar á til­lög­un­um fyr­ir al­menn­ingi. Í grein­ar­gerð deili­skiplags­ins verði bætt við ákvæð­um um áhættumat.

 • 8. Uglugata 1, 3 og 5, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201605276

  Steinþór Kári Kárason arkitekt óskar 27.5.2016 f.h. SVS Trésmíða ehf. f.h. óstofnaðs einkahlutafélags eftir breytingum á deiliskipulagi, þannig að í stað 3-ja tveggja hæða einbýlishúsa komi fjögur einnar hæðar parhús, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt.

  Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að ræða við um­sækj­end­ur í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

 • 9. Há­eyri, ósk um sam­þykkt deili­skipu­lags2015081086

  Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar, unnin af KrArk teiknistofu, sbr. bókun á 402. fundi.

  Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una til aug­lýs­ing­ar skv. 41. gr. skipu­lagslaga með þeirri breyt­ingu að í grein­ar­gerð deili­skipu­lags­ins verði gerð grein fyr­ir ákvæð­um varð­andi bíla­stæði í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi ábend­ing­ar um­ferð­ar­sér­fræð­ings.

 • 10. Í Mið­dalslandi l.nr. 125323, ósk um skipt­ingu í 4 lóð­ir201605282

  F.h. landeiganda Margrétar S. Þórðardóttur óskar Sigurður Hallgrímsson arkitekt 25.5.2016 eftir uppskiptingu landsins í fjóra hluta en til vara í þrjá, sbr. meðfylgjandi uppdrætti.

  Skipu­lags­nefnd fellst á að skipta land­inu í þrjár lóð­ir og heim­il­ar um­sækj­end­um að leggja fram deili­skipu­lagstil­lögu í sam­ræmi við það.

 • 11. Vind­hóll, Helga­dal, ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu201605291

  F.h. landeiganda Sigurdórs Sigurðssonar óskar Kári Eiríksson arkitekt eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að markaður verði byggingareitur fyrir nýtt íbúðarhús norðan núverandi húss, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt.

  Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una til aug­lýs­ing­ar skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga með þeim breyt­ing­um sem rædd­ar voru á fund­in­um.

 • 12. Lerki­byggð 1-3. ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi.201605294

  Fyrir hönd lóðarhafa, Finnboga Rúts Jóhannessonar, óskar Kristinn Ragnarsson arkitekt eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að lóð stækki til austurs, gert verði ráð fyrir stakstæðum bílskúrum á lóðarstækkuninni og leyfileg stærð parhúsa verði aukin. Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi.

  Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una til aug­lýs­ing­ar skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga. Nefnd­in bend­ir jafn­framt á nauð­syn þess að geng­ið verði frá sam­komu­lagi milli lóð­ar­hafa og Mos­fells­bæj­ar vegna gatna­gerð­ar, gatna- og lagna­hönn­un­ar á svæð­inu.

  • 13. Laxa­tunga 36-54, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201605295

   F.h. lóðarhafa, F fasteignafélags ehf., óskar Kristinn Ragnarsson arkitekt eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að húsgerðin verði einnar hæðar raðhús í stað tveggja hæða, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt.

   Frestað.

  • 14. Laxa­tunga 143/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201604200

   Darri Már Grétarsson hefur sótt um leyfi til að byggja einnar hæðar timburhús á lóðinni nr. 143 við Laxatungu. Deiliskipulag gerir ráð fyrir tveggja hæða húsi á lóðinni. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

   Frestað.

   • 15. Helga­fells­hverfi, 2. og 3. áfangi, ósk­ir um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201509513

    Tillaga að breytingum á deiliskipulagi fyrir Ástu Sólliljugötu 14-16 og Bergrúnargötu 1 og 3 var auglýst 12. apríl 2016 með athugasemdafresti til 24. maí. Engin athugasemd barst.

    Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una óbreytta og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

    • 16. Hamra­brekk­ur breyt­ing á deili­skipu­lagi201602048

     Tillaga að breytingum á deiliskipulagi á frístundalóðum í Hamrabrekkum var auglýst 12. apríl 2016 með athugasemdafresti til 24. maí. Engin athugasemd barst.

     Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una óbreytta og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

     • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 287201605027F

      Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.1. Ósk um stöðu­leyfi fyr­ir gám í Helga­dal 201510297

       Bryndís Gunn­laugs­dótt­ir Hólm f.h. Hreins Ólafs­son­ar ósk­ar 19.10.2015 eft­ir stöðu­leyfi fyr­ir 6 x 2,25 m gámi á landi Helga­dals, til þess að nota sem þjón­ustu­hús fyr­ir "fjöl­skyldutjald­stæði."
       Á 400. fundi skipu­lags­nefnd­ar var gerð eft­ir­far­andi bók­un: " Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að um­beð­ið stöðu­leyfi verði veitt".

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.2. Engja­veg­ur 19/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201605041

       Gúst­av Gúst­avs­son Klapp­ar­hlíð 9 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr lím­tré ein­býl­is­hús og bíl­skúr á lóð­inni nr. 19 við Engja­veg í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð: Íbúð­ar­hús 1. hæð 106,7 m2, 2. hæð 99,7 m2, 572,4 m3. Bíl­skúr 29,7 m2, 122,8 m3.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.3. Kvísl­artunga 34/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201605244

       Stál­bind­ing­ar ehf. Dreka­völl­um 26 sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með sam­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 34 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Áður sam­þykkt­ir upp­drætt­ir falli úr gildi.
       Stærð: Íbúð­ar­rými 206,9 m2, bíl­geymsla 39,6 m2, 906,5 m3.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.4. Laxa­tunga 143/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201604200

       Darri Már Grét­ars­son Fífu­hvammi 17 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 143 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Í deili­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir tveggja hæða húsi á lóð­inni.
       Stærð: Íbúð­ar­rými 184,8 m2, bíl­geymsla 39,8 m2, 751,9 m3.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.5. Laxa­tunga 135/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201605126

       Bene­dikt Jóns­son Trölla­teigi 43 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 135 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð: Íbúð­ar­rými 188,4 m2, geymsla / bíl­geymsla 37,6 m2, 1059,5 m3.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.6. Laxa­tunga 199/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201605122

       Vk. verk­fræði­stofa ehf. Síðumúla 13 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 199 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð húss. Íbúð­ar­rými 131,5 m2, geymsla / bíl­geymsla 43,0 m2, 660,4 m3.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.7. Laxa­tunga 201/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201605121

       Vk. verk­fræði­stofa ehf. Síðumúla 13 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 201 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð húss. Íbúð­ar­rými 131,5 m2, geymsla / bíl­geymsla 43,0 m2, 660,4 m3.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.8. Leir­vogstunga 9/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201604255

       Þórmar Árna­son Suð­ur­braut 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu/varma­mót­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 9 við Leir­vogstungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Áður sam­þykkt­ir upp­drætt­ir falli úr gildi.
       Stærð: Íbúð­ar­rými 159,2 m2,bíl­geymsla 38,4 m2, 843,8 m3.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.9. Bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn, Leir­vogstunga 43 201604237

       Stein­þór Jónasson Ljósa­vík 24 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 43 við Leir­vogstungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð: Íbúð­ar­rými 180,0 m2, bíl­geymsla 46,0 m2, 768,2 m3.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.10. Sölkugata 16-20/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201605125

       Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Hæ Völu­teigi 6 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta hæð­ar­setn­ingu hús­anna nr. 16 - 20 við Sölku­götu í sam­ræmi við leið­rétt hæð­ar- og lóð­ar­blað.
       Stærð­ir húsa breyt­ast ekki.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.11. Reykja­dal­ur 2 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi vegna nið­urrifs 201605058

       Reykja­hvoll ehf Þver­ár­seli 22 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að rífa gróð­ur­hús í landi Reykja­dals landnr. 123745. Um er aða ræða mats­hluta 03, 05, 09, 07 og 08 sam­an­ber með­fylgj­andi gögn.
       Fyr­ir ligg­ur skrif­leg stað­fest­ing frá Ís­lands­banka sem veð­hafa að ekki sé gerð at­huga­semd við að mann­virkin verði rifin.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 17.12. Reykja­hlíð/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201605284

       Mos­dal fast­eigna­fé­lag ehf. Fen­söl­um 6 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á geymslu­hús­næði í landi Reykja­hlíð­ar landnr. 125629, (al­manna­varna­hús)í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð­ir húss breyt­ast ekki.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram til kynn­ing­ar á 414. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10