31. maí 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um skiptingu lóðar og byggingu sumarhúss við Hafravatn201604157
Lagt fram bréf Daníels Þórarinssonar og Ingibjargar Norðdahl dags. 11. maí 2016, þar sem þau gera athugasemdir við ákvörðun skipulagsnefndar á 412. fundi. Frestað á 413. fundi.
Lagt fram.
2. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201604031
Bæjarráð vísaði 12.5.2016 drögum að lögreglusamþykkt til umsagnar skipulagsnefndar. Frestað á 413. fundi
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög.
3. Tunguvegur, gönguþverun við íþróttavelli201605145
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu um aðgerðir til að auka öryggi gangandi við Tunguveg vestan Leirvogstungu. Frestað á 413. fundi.
Lagt fram til kynningar.
4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Vogabyggð201605128
Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir 11. maí 2016 til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, Vogabyggð.
Lagt fram.
5. Reiðleiðir við Reykjahvol og Skammadal201303263
Gerð grein fyrir fundi með íbúðar- og sumarhúsaeigendum á svæðinu 18. maí s.l.
Nefndin óskar eftir því að ný lega umræddrar leiðar ofan frístundabyggðar í Húsadal verði hluti af aðalskipulagsbreytingu vegna Reykjahvols, sem er í vinnslu. Jafnframt verði málið kynnt fyrir stjórn hestamannafélagsins.
6. Uglugata 32-38 og 40-46, fyrirspurn um breytingar á húsgerðum og fjölgun íbúða.201508941
Lögð fram ný fyrirspurn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts í umboði lóðarhafa JP Capital ehf, þar sem gert er ráð fyrir 20 íbúðum samtals á lóðunum, þar af 4 í tveggja hæða raðhúsi og 16 í tveimur fjölbýlishúsum, sbr. meðfylgjandi tillöguteikningar.
Nefndin heimilar umsækjendum að vinna og leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar skv. 43. gr. skipulagslaga í samræmi við framlagða fyrirspurn og gögn.
7. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, Afþreyingar- og ferðamannasvæði á Langahrygg, ásamt umhverfisskýrslu og endurskoðaðri deiliskipulagstillögu fyrir svæðið og aðkomuveg að því frá Þingvallavegi. Einnig lagðar fram umsagnir um verkefnislýsingu frá Minjastofnun, svæðisskipulagsstjóra og Umhverfisstofnun, en áður hafa verið lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits og Vegagerðarinnar.
Nefndin felur Umhverfissviði að annast forkynningu á tillögunum skv. 2. mgr. 30. gr og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga og m.a. boða til opins húss til kynningar á tillögunum fyrir almenningi. Í greinargerð deiliskiplagsins verði bætt við ákvæðum um áhættumat.
- FylgiskjalSvarbréf frá Minjastofnun Íslands.pdfFylgiskjal1605001 - Langihryggur lýsing, svar svæðisskipulagsstjóra.pdfFylgiskjalUmsögn umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjal160530 Langihryggur AS tillöguuppdráttur.pdfFylgiskjal160525-Umhverfiskyrsla_gy-fb.pdfFylgiskjalLangihryggur deiliskipulagstillaga 25.5.2016.pdfFylgiskjalLangihryggur skýringaruppdr. 25.5.2016.pdf
8. Uglugata 1, 3 og 5, ósk um breytingu á deiliskipulagi201605276
Steinþór Kári Kárason arkitekt óskar 27.5.2016 f.h. SVS Trésmíða ehf. f.h. óstofnaðs einkahlutafélags eftir breytingum á deiliskipulagi, þannig að í stað 3-ja tveggja hæða einbýlishúsa komi fjögur einnar hæðar parhús, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
9. Háeyri, ósk um samþykkt deiliskipulags2015081086
Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar, unnin af KrArk teiknistofu, sbr. bókun á 402. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga með þeirri breytingu að í greinargerð deiliskipulagsins verði gerð grein fyrir ákvæðum varðandi bílastæði í samræmi við fyrirliggjandi ábendingar umferðarsérfræðings.
10. Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir201605282
F.h. landeiganda Margrétar S. Þórðardóttur óskar Sigurður Hallgrímsson arkitekt 25.5.2016 eftir uppskiptingu landsins í fjóra hluta en til vara í þrjá, sbr. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd fellst á að skipta landinu í þrjár lóðir og heimilar umsækjendum að leggja fram deiliskipulagstillögu í samræmi við það.
11. Vindhóll, Helgadal, ósk um deiliskipulagsbreytingu201605291
F.h. landeiganda Sigurdórs Sigurðssonar óskar Kári Eiríksson arkitekt eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að markaður verði byggingareitur fyrir nýtt íbúðarhús norðan núverandi húss, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
12. Lerkibyggð 1-3. ósk um breytingu á deiliskipulagi.201605294
Fyrir hönd lóðarhafa, Finnboga Rúts Jóhannessonar, óskar Kristinn Ragnarsson arkitekt eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að lóð stækki til austurs, gert verði ráð fyrir stakstæðum bílskúrum á lóðarstækkuninni og leyfileg stærð parhúsa verði aukin. Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Nefndin bendir jafnframt á nauðsyn þess að gengið verði frá samkomulagi milli lóðarhafa og Mosfellsbæjar vegna gatnagerðar, gatna- og lagnahönnunar á svæðinu.
13. Laxatunga 36-54, ósk um breytingu á deiliskipulagi201605295
F.h. lóðarhafa, F fasteignafélags ehf., óskar Kristinn Ragnarsson arkitekt eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að húsgerðin verði einnar hæðar raðhús í stað tveggja hæða, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt.
Frestað.
14. Laxatunga 143/Umsókn um byggingarleyfi201604200
Darri Már Grétarsson hefur sótt um leyfi til að byggja einnar hæðar timburhús á lóðinni nr. 143 við Laxatungu. Deiliskipulag gerir ráð fyrir tveggja hæða húsi á lóðinni. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
15. Helgafellshverfi, 2. og 3. áfangi, óskir um breytingar á deiliskipulagi201509513
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi fyrir Ástu Sólliljugötu 14-16 og Bergrúnargötu 1 og 3 var auglýst 12. apríl 2016 með athugasemdafresti til 24. maí. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
16. Hamrabrekkur breyting á deiliskipulagi201602048
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi á frístundalóðum í Hamrabrekkum var auglýst 12. apríl 2016 með athugasemdafresti til 24. maí. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 287201605027F
Fundargerðin lögð fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.1. Ósk um stöðuleyfi fyrir gám í Helgadal 201510297
Bryndís Gunnlaugsdóttir Hólm f.h. Hreins Ólafssonar óskar 19.10.2015 eftir stöðuleyfi fyrir 6 x 2,25 m gámi á landi Helgadals, til þess að nota sem þjónustuhús fyrir "fjölskyldutjaldstæði."
Á 400. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: " Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umbeðið stöðuleyfi verði veitt".Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.2. Engjavegur 19/Umsókn um byggingarleyfi 201605041
Gústav Gústavsson Klapparhlíð 9 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr límtré einbýlishús og bílskúr á lóðinni nr. 19 við Engjaveg í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarhús 1. hæð 106,7 m2, 2. hæð 99,7 m2, 572,4 m3. Bílskúr 29,7 m2, 122,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.3. Kvíslartunga 34/Umsókn um byggingarleyfi 201605244
Stálbindingar ehf. Drekavöllum 26 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með sambyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 34 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn. Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.
Stærð: Íbúðarrými 206,9 m2, bílgeymsla 39,6 m2, 906,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.4. Laxatunga 143/Umsókn um byggingarleyfi 201604200
Darri Már Grétarsson Fífuhvammi 17 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 143 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir tveggja hæða húsi á lóðinni.
Stærð: Íbúðarrými 184,8 m2, bílgeymsla 39,8 m2, 751,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.5. Laxatunga 135/Umsókn um byggingarleyfi 201605126
Benedikt Jónsson Tröllateigi 43 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 135 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarrými 188,4 m2, geymsla / bílgeymsla 37,6 m2, 1059,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.6. Laxatunga 199/Umsókn um byggingarleyfi 201605122
Vk. verkfræðistofa ehf. Síðumúla 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 199 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss. Íbúðarrými 131,5 m2, geymsla / bílgeymsla 43,0 m2, 660,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.7. Laxatunga 201/Umsókn um byggingarleyfi 201605121
Vk. verkfræðistofa ehf. Síðumúla 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 201 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss. Íbúðarrými 131,5 m2, geymsla / bílgeymsla 43,0 m2, 660,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.8. Leirvogstunga 9/Umsókn um byggingarleyfi 201604255
Þórmar Árnason Suðurbraut 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu/varmamótum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 9 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.
Stærð: Íbúðarrými 159,2 m2,bílgeymsla 38,4 m2, 843,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.9. Byggingarleyfisumsókn, Leirvogstunga 43 201604237
Steinþór Jónasson Ljósavík 24 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 43 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarrými 180,0 m2, bílgeymsla 46,0 m2, 768,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.10. Sölkugata 16-20/Umsókn um byggingarleyfi 201605125
Byggingarfélagið Hæ Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta hæðarsetningu húsanna nr. 16 - 20 við Sölkugötu í samræmi við leiðrétt hæðar- og lóðarblað.
Stærðir húsa breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.11. Reykjadalur 2 / Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs 201605058
Reykjahvoll ehf Þverárseli 22 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa gróðurhús í landi Reykjadals landnr. 123745. Um er aða ræða matshluta 03, 05, 09, 07 og 08 samanber meðfylgjandi gögn.
Fyrir liggur skrifleg staðfesting frá Íslandsbanka sem veðhafa að ekki sé gerð athugasemd við að mannvirkin verði rifin.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.
17.12. Reykjahlíð/Umsókn um byggingarleyfi 201605284
Mosdal fasteignafélag ehf. Fensölum 6 Kópavogi sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á geymsluhúsnæði í landi Reykjahlíðar landnr. 125629, (almannavarnahús)í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 414. fundi skipulagsnefndar.