16. desember 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uglugata 2-22, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201411038
Stefán Hallsson f.h. lóðarhafa óskar 29.10.2014 eftir umfjöllun skipulagsnefndar um nýja tillögu að breyttu deiliskipulagi, sem felur í sér að íbúðum fjölgi um 5 miðað við gildandi skipulag og verði 8 í 2-ja hæða raðhúsum og 8 í 2-ja hæða fjölbýlum/tvíbýlum. Fyrri tillögu var hafnað á 377. fundi. Frestað á 379. fundi.
Nefndin felur embættismönnum að taka upp viðræður við umsækjanda um skipulag lóðarinnar.
2. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal og næsta umhverfi, unnin af Landslagi ehf og Eflu verkfræðistofu fyrir Mosfellsbæ og Vegagerðina.
Nefndin samþykkir verkefnislýsinguna til kynningar og umsagnar hjá umsagnaraðilum. Jafnframt verði stefnt að kynningarfundi um lýsinguna með íbúum í Mosfellsdal á nýju ári.
3. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um byggingu "víkingabæjar" í landi Selholts. Lýsingin er unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir Mosfellsbæ.
Nefndin samþykkir verkefnislýsinguna til kynningar og umsagnar hjá umsagnaraðilum.
4. Akstursíþróttasvæði á Tungumelum, deiliskipulag201412186
Lögð fram tillaga að matslýsingu vegna samráðs við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur í umhverfisskýrslu með væntanlegu deiliskipulagi fyrir akstursíþróttasvæði á Tungumelum, sbr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Litið er svo á að falla megi frá gerð verkefnislýsingar fyrir deiliskipulagið þar sem allar meginforsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi, sbr. 40. gr. skipulagslaga.
Nefndin samþykkir matslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana fyrir Skipulagsstofnun.
5. Ástu-Sólliljugata 18-20, fyrirspurn um húsgerð201412205
F.h. Maríu Guðrúnar Finnsdóttur spyrst Eggert Guðmundsson bfí. með tölvupósti 5.12.2014 fyrir um það hvort heimiluð verði breyting á deiliskipulagi, þannig að á lóðinni verði 8 íbúðir í stað fjögurra, sbr meðfylgjandi skissutillögu.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir erindinu.
6. Kvíslartunga 27-29 og 47-49, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi.2014082080
Rúnar Þór Haraldsson endurtekur með tölvupósti 8.12.2014 fyrirspurn um mögulega lækkun parhúss í eina hæð, sbr. fyrri fyrirspurn sem afgreidd var neikvætt á 373. fundi. Með erindinu fylgja nú þrívíddarmyndir af útliti einnar hæðar parhúss og tillöguuppdráttur að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir erindinu.
7. Lundur, Mosfellsdal - ósk um breytingar á deiliskipulagi201203455
Lögð fram tillaga Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar að breytingum á deiliskipulagi Lundar.
Umræður, afgreiðslu frestað.
8. Laugabakki, erindi um afmörkun lóðar201405103
Lögð fram tillaga Sæmundar Eiríkssonar f.h. Arnar Kjærnested að breytingum á deiliskipulagi sem varðar skiptingu á lóð Laugabakka.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
9. Bræðratunga, umsókn um byggingarleyfi201412082
Torfi Magnússon og Eva Sveinbjörnsdóttir í Bræðratungu sækja um leyfi til að byggja bílgeymslu, vinnuskúr og garðáhaldaskúr skv. meðf. teikningum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Skipulagsnefnd samþykkir með vísan til 44. gr. skipulagslaga að erindið verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum.
10. Súluhöfði 21, ósk lögreglustjóra um umsögn vegna rekstarleyfisumsóknar201412016
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskar 26.11.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir gististað í flokki II að Súluhöfða 21. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.
Frestað.
11. Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli201205160
Lagt fram bréf Jónasar Bjarna Árnasonar þar sem óskað er að nýju eftir því að leyft verði að fjölga íbúðum á lóðinni í fjórar. Updráttur fylgir þar sem sýnd eru 7 bílastæði innan lóðarinnar án þess að stæðum við götuna fækki. Fyrra erindi var hafnað á 336. fundi að undangenginni grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd felur formanni að ræða við umsækjanda.
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 257201412013F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.1. Bræðratunga, umsókn um byggingarleyfi 201412082
Torfi Magnússon og Eva Sveinbjörnsdóttir Bræðratungu Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu 58,0 m2 bílgeymslu auk vinnuskúrs og garðáhaldaskúrs úr steinsteypu, hvort um sig 19,3 m2.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 380. fundi skipulagsnefndar.
12.2. Kvíslartunga 47-49 umsókn um byggingarleyfi 201411226
Akrafell ehf Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með sambyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 47 og 49 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Srærð nr. 47. íbúðarrými 120,1 m2, bílgeymsla og geymsla 61,4 m2, samtals 578,6 m3.
Srærð nr. 49. íbúðarrými 120,1 m2, bílgeymsla og geymsla 61,4 m2, samtals 578,6 m3.
Áðursamþykktir uppdrættir falli úr gildi.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 380. fundi skipulagsnefndar.
12.3. Laxatunga 24, umsókn um byggingarleyfi 201411262
Róbert A Axelsson Laxatungu 24 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka svalir og byggja sólstofu úr áli og gleri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð sólstofu 22,6 m2, 67,8 m3.
Umsóknin var grenndarkynnt en engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 380. fundi skipulagsnefndar.
12.4. Stórikriki 33, umsókn um byggingarleyfi 201411215
GSKG Fasteignir ehf Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innréttingum,útliti og minnka áðursamþykkt en óbyggt einbýlishús úr steinsteypu við Stórakrika 33.
Stærð húss nú: Íbúðarrými 165,4 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 708,3 m3.
Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 380. fundi skipulagsnefndar.