Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. desember 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Uglugata 2-22, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201411038

    Stefán Hallsson f.h. lóðarhafa óskar 29.10.2014 eftir umfjöllun skipulagsnefndar um nýja tillögu að breyttu deiliskipulagi, sem felur í sér að íbúðum fjölgi um 5 miðað við gildandi skipulag og verði 8 í 2-ja hæða raðhúsum og 8 í 2-ja hæða fjölbýlum/tvíbýlum. Fyrri tillögu var hafnað á 377. fundi. Frestað á 379. fundi.

    Nefnd­in fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að taka upp við­ræð­ur við um­sækj­anda um skipu­lag lóð­ar­inn­ar.

    • 2. Þing­valla­veg­ur í Mos­fells­dal, deili­skipu­lag201312043

      Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal og næsta umhverfi, unnin af Landslagi ehf og Eflu verkfræðistofu fyrir Mosfellsbæ og Vegagerðina.

      Nefnd­in sam­þykk­ir verk­efn­is­lýs­ing­una til kynn­ing­ar og um­sagn­ar hjá um­sagnar­að­il­um. Jafn­framt verði stefnt að kynn­ing­ar­fundi um lýs­ing­una með íbú­um í Mos­fells­dal á nýju ári.

      • 3. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

        Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um byggingu "víkingabæjar" í landi Selholts. Lýsingin er unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir Mosfellsbæ.

        Nefnd­in sam­þykk­ir verk­efn­is­lýs­ing­una til kynn­ing­ar og um­sagn­ar hjá um­sagnar­að­il­um.

        • 4. Akst­ursí­þrótta­svæði á Tungu­mel­um, deili­skipu­lag201412186

          Lögð fram tillaga að matslýsingu vegna samráðs við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur í umhverfisskýrslu með væntanlegu deiliskipulagi fyrir akstursíþróttasvæði á Tungumelum, sbr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Litið er svo á að falla megi frá gerð verkefnislýsingar fyrir deiliskipulagið þar sem allar meginforsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi, sbr. 40. gr. skipulagslaga.

          Nefnd­in sam­þykk­ir mats­lýs­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að kynna hana fyr­ir Skipu­lags­stofn­un.

          • 5. Ástu-Sólliljugata 18-20, fyr­ir­spurn um hús­gerð201412205

            F.h. Maríu Guðrúnar Finnsdóttur spyrst Eggert Guðmundsson bfí. með tölvupósti 5.12.2014 fyrir um það hvort heimiluð verði breyting á deiliskipulagi, þannig að á lóðinni verði 8 íbúðir í stað fjögurra, sbr meðfylgjandi skissutillögu.

            Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð fyr­ir er­ind­inu.

            • 6. Kvísl­artunga 27-29 og 47-49, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi.2014082080

              Rúnar Þór Haraldsson endurtekur með tölvupósti 8.12.2014 fyrirspurn um mögulega lækkun parhúss í eina hæð, sbr. fyrri fyrirspurn sem afgreidd var neikvætt á 373. fundi. Með erindinu fylgja nú þrívíddarmyndir af útliti einnar hæðar parhúss og tillöguuppdráttur að breytingu á deiliskipulagi.

              Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð fyr­ir er­ind­inu.

              • 7. Lund­ur, Mos­fells­dal - ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201203455

                Lögð fram tillaga Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar að breytingum á deiliskipulagi Lundar.

                Um­ræð­ur, af­greiðslu frestað.

                • 8. Lauga­bakki, er­indi um af­mörk­un lóð­ar201405103

                  Lögð fram tillaga Sæmundar Eiríkssonar f.h. Arnar Kjærnested að breytingum á deiliskipulagi sem varðar skiptingu á lóð Laugabakka.

                  Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una til aug­lýs­ing­ar skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

                  • 9. Bræðra­tunga, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201412082

                    Torfi Magnússon og Eva Sveinbjörnsdóttir í Bræðratungu sækja um leyfi til að byggja bílgeymslu, vinnuskúr og garðáhaldaskúr skv. meðf. teikningum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.

                    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með vís­an til 44. gr. skipu­lagslaga að er­ind­ið verði grennd­arkynnt fyr­ir næstu ná­grönn­um.

                    • 10. Súlu­höfði 21, ósk lög­reglu­stjóra um um­sögn vegna rekst­ar­leyf­is­um­sókn­ar201412016

                      Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskar 26.11.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir gististað í flokki II að Súluhöfða 21. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.

                      Frestað.

                      • 11. Litlikriki 3 og 5, um­sókn um að breyta par­hús­um í fjór­býli201205160

                        Lagt fram bréf Jónasar Bjarna Árnasonar þar sem óskað er að nýju eftir því að leyft verði að fjölga íbúðum á lóðinni í fjórar. Updráttur fylgir þar sem sýnd eru 7 bílastæði innan lóðarinnar án þess að stæðum við götuna fækki. Fyrra erindi var hafnað á 336. fundi að undangenginni grenndarkynningu.

                        Skipu­lags­nefnd fel­ur formanni að ræða við um­sækj­anda.

                        Fundargerðir til kynningar

                        • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 257201412013F

                          Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                          Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                          • 12.1. Bræðra­tunga, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201412082

                            Torfi Magnús­son og Eva Svein­björns­dótt­ir Bræðra­tungu Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu 58,0 m2 bíl­geymslu auk vinnu­skúrs og garð­áhalda­skúrs úr stein­steypu, hvort um sig 19,3 m2.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram til kynn­ing­ar á 380. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          • 12.2. Kvísl­artunga 47-49 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411226

                            Akra­fell ehf Breiða­gerði 8 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um par­hús með sam­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 47 og 49 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Srærð nr. 47. íbúð­ar­rými 120,1 m2, bíl­geymsla og geymsla 61,4 m2, sam­tals 578,6 m3.
                            Srærð nr. 49. íbúð­ar­rými 120,1 m2, bíl­geymsla og geymsla 61,4 m2, sam­tals 578,6 m3.
                            Áð­ur­sam­þykkt­ir upp­drætt­ir falli úr gildi.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram til kynn­ing­ar á 380. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          • 12.3. Laxa­tunga 24, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411262

                            Ró­bert A Ax­els­son Laxa­tungu 24 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka sval­ir og byggja sól­stofu úr áli og gleri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð sól­stofu 22,6 m2, 67,8 m3.
                            Um­sókn­in var grennd­arkynnt en eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram til kynn­ing­ar á 380. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          • 12.4. Stórikriki 33, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411215

                            GSKG Fast­eign­ir ehf Arn­ar­höfða 1 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta inn­rétt­ing­um,út­liti og minnka áð­ur­sam­þykkt en óbyggt ein­býl­is­hús úr stein­steypu við Stórakrika 33.
                            Stærð húss nú: Íbúð­ar­rými 165,4 m2, bíl­geymsla 34,3 m2, sam­tals 708,3 m3.
                            Áður sam­þykkt­ir upp­drætt­ir falli úr gildi.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram til kynn­ing­ar á 380. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.