27. apríl 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskipta
Samþykkt með níu atkvæðum að taka fundargerð 321. fundar fræðslunefndar frá 18. apríl sl. á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2015201603415
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2015 lagður fyrir bæjarstjórn til seinni umræðu.
Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Gunnhildur Sæmundsdóttir (GS), staðgengill framkvæmdastjóra fræðslusviðs og Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Tillaga S-lista:
Gerum tillögu um að ábendingar endurskoðenda er varða innra eftirlit, fjárhagskerfi, stjórnsýslu sveitarfélagsins og önnur atriði sem tengjast vinnu þeirra verði lagðar fyrir bæjarráð.
Anna Sigríður Guðnadóttir og Ólafur Ingi ÓskarssonMálsmeðferðartillaga forseta:
Lögð er fram sú málsmeðferðartillaga að tillögu fulltrúa S-lista verði vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Tillaga S-lista:
Gerum að tillögu okkar að tekin verði upp árshlutauppgjör er sett verði upp með sama hætti og ársreikningur, til að sjá þróun tekna og gjalda. Á grundvelli þess yrði ákveðið hverju sinni hvernig mæta skyldi lækkun tekna, hvernig auknum tekjum yrði ráðstafað eða brugðist við breytingum á skuldbindingum.
Anna Sigríður Guðnadóttir og Ólafur Ingi ÓskarssonMálsmeðferðartillaga forseta:
Lögð er fram sú málsmeðferðartillaga að tillögu fulltrúa S-lista verði vísað til fjármálastjóra til umsagnar sem verði skilað til bæjarráðs.Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Bókun S-lista Samfylkingar
Niðurstaða ársreiknings Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 er vissulega betri en leit út fyrir um tíma á síðastliðnu ári. Rekstrarniðurstaða A hluta fyrir árið 2015 er neikvæð um 76 milljónir samanborið við 178 miljóna neikvæða stöðu 2014. Rekstrarniðurstaða A og B hluta samanlagt er jákvæð um 27 milljónir en var neikvæð um 72 miljónir árið 2014. Samanlagt er því rekstrarniðurstaða þessara tveggja ára enn neikvæð. Ljóst er því aðí þessari stöðu er mikilvægt að gaumgæfilega sé fylgst með rekstri bæjarins á yfirstandandi ári sem fyrr. Rétt er að hrósa starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir þeirra framlag í vandasömum rekstri ársins 2014.
Eins og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa áður bent á telja þeir að skoða ætti alvarlega að taka upp árshlutauppgjör sem væru sett upp með sama hætti og ársreikningur, til að sjá þróun tekna og gjalda. Á grundvelli þess yrði hverju sinni ákveðið hvernig mæta skuli lækkun tekna, hvernig auknum tekjum verði ráðstafað eða brugðist við breytingum á skuldbindingum.
Skuldahlutfall og skuldaviðmið hafa lækkað frá fyrra ári og samkvæmt áætlunum 2016- 2019 er gert ráð fyrir lækkun á hverju ári. Vissulega stefnir í rétta átt samkvæmt áætlunum og gera þær m.a. ráð fyrir því að veltufé frá rekstri standi undir samningsbundnum afborgunum langtímalána og leiguskulda. Það hefur ekki verið reyndin undanfarin ár. Í skýrslu endurskoðenda bæjarins er á það bent að til að fjárhagsáætlanir 2016-2019 gangi eftir þurfi verulegan viðsnúning í rekstri bæjarins og að almennt gangi ekki að fjármagna greiðsluhalla frá ári til árs með lántöku til lengri tíma.
Því teljum við viðbúið að þeim niðurskurði eða hagræðingu sem farið hefur verið í hjá stofnunum bæjarins undanfarið verði ekki snúið við svo glatt. Ýmis verkefni banka upp á svo sem yngri barna leikskóli og uppbygging íþróttamannvirkja bæjarins sem gefinn hefur verið ádráttur um undanfarin ár, svo eitthvað sé nefnt. Það má því vissulega velta þeirri spurningu fyrir sér hversu vel bærinn er í stakk búinn að veita þá þjónustu sem kallað er eftir.
Þá vilja fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka mikilvægi þess að viðræður sveitarfélaga og ríkis varðandi tekjuskiptingu aðila verði leiddar til lykta sem fyrst svo sveitarfélögunum verði gert kleift að sinna þeim verkefnum sem þeim hafa verið falin með fullnægjandi hætti.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun D og V lista
Rekstrarniðurstaða bæjarins á árinu 2015 er í samræmi við það sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er rekstrarafgangur 28 milljónir. Þetta telst góður árangur, sérstaklega miðað við þær aðstæður sem uppi voru á árinu 2015.Veltufé frá rekstri er 689 milljónir eða rúmlega 8,4% af tekjum sem er töluverð hækkun frá árinu 2014. Áætlanir bæjarins gera ráð fyrir að þetta hlutfall hækki enn frekar á næstu árum sem er mikilvægt til að veltufé frá rekstri standi að fullu undir afborgunum langtímalána og leiguskuldbindinga og standi einnig að hluta til undir fjárfestingum sveitarfélagins. Skuldaviðmið er 122% sem er vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Skuldastaða sveitarfélagsins er vel viðunandi miðað við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Sú uppbygging er í samræmi við markmið sveitarfélagsins um góða heildstæða þjónustu við alla aldurshópa og fjölgun íbúa.
Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn ábyrgur. Fræðslumál eru langstærsti málaflokkurinn en samtals er um 84% skatttekna Mosfellsbæjar varið til fræðslu-, félagsþjónustu- og íþróttamála.
Það er ánægjulegt hversu vel tókst að standa við upphaflegu fjárhagsáætlun ársins 2015. Launakostnaður hefur aukist mikið síðustu misseri og sést það glöggt á ársreikningnum sem nú er lagður fram. Sveitarfélög hafa í sameiningu kallað ákaft eftir viðræðum við ríkið um endurskoðun tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga sem ekki hefur enn skilað niðurstöðu. Það er mikilvægt að því ákalli verði svarað.
Við viljum þakka starfsmönnum Mosfellsbæjar öllum fyrir að hafa staðið vel að verki við rekstur sveitarfélagsins á árinu 2015 við krefjandi aðstæður.
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2015 staðfestur með níu atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur eru þessar:Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 8.227 mkr.
Laun og launatengd gjöld 3.925 mkr.
Annar rekstrarkostnaður 3.401 mkr.
Afskriftir 347 mkr.
Fjármagnsgjöld 497 mkr.
Tekjuskattur 29 mkr.
Rekstrarniðurstaða jákvæð um 28 mkr.Efnahagsreikningur A og B hluta:
Eignir alls: 15.373 mkr.
Skuldir og skuldbindingar: 11.225 mkr.
Eigið fé: 4.147 mkr.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1255201604015F
Fundargerð 1255. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 670. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Ósk um umsögn - ökutækjaleiga Bjarkarholti 5 201604069
Ósk um umsögn vegna staðsetningar ökutækjaleigu að Bjarkarholti 5
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1255. fundar bæjarráðs samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Opinn fundur um fjölmenningu í Mosfellsbæ 201603334
Lagt fram minnisblað og skýrsla vegna opins fundar um fjölmenningu sem haldinn var í febrúar síðastliðnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1255. fundar bæjarráðs samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Skálahlíð 32 - Erindi vegna byggingarréttargjalds 201601306
Erindi vegna byggingarréttargjalds lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1255. fundar bæjarráðs samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 242201604013F
Fundargerð 242. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 670. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Styrkumsókn 2016 201603407
Umsókn um rekstrarstyrk vegna ársins 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Nauðungarvistanir 201602283
Breytt fyrirkomulag á meðferð beiðna um nauðungarvistinar kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Fjölskyldusvið-ársfjórðungsyfirlit 2016 201604053
Ársfjórðungsyfirlit fjölskyldusviðs 2016, 1. ársfjórðungur
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Beiðni um umsögn vegna reksturs Reykjadals 201603199
Umsögn vegna reksturs í Reykjadal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Styrktarsjóður EBÍ 2016 201602296
Styrktarsjóður EBÍ-drög að umsókn barnaverndar-og ráðgjafardeildar um styrk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks 201512102
Tilnefning fulltrúa í notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 201601613
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkefnalistinn var unnin í samráði við nefndir og svið bæjarins.
Einnig lögð fram til upplýsinga framvinduskýrsla ársins 2015 með skýringum sem óskað var eftir.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ 201603286
Minnisblað um fyrirkomulag þjónustunnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-2017 2014081479
Jafnréttisfulltrúi mætir á fundinn og fer yfir stöðu jafnréttisáætlunar og aðgerðaráætlun fyrir árið 2016-2017. Jafnframt verður horft til dagskrár á næsta jafnréttisdegi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.10. Heilsueflandi samfélag 201208024
Bæjarráð vísaði framvinduskýrslu um verkefnið Heilsueflandi samfélag til umfjöllunar fagnefnda bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.11. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 201601291
Bæjarstjórn vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.12. Trúnaðarmálafundur - 1006 201604014F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.13. Trúnaðarmálafundur - 1005 201604009F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.14. Trúnaðarmálafundur - 1004 201604010F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.15. Trúnaðarmálafundur - 1003 201604002F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.16. Trúnaðarmálafundur - 1002 201603029F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.17. Trúnaðarmálafundur - 1001 201603020F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.18. Trúnaðarmálafundur - 1000 201603018F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.19. Barnaverndarmálafundur - 364 201604007F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.20. Barnaverndarmálafundur - 363 201603026F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.21. Barnaverndarmálafundur - 362 201603022F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.22. Barnaverndarmálafundur - 361 201603019F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 321201604019F
Fundargerð 321. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 670. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Skólahald og framkvæmdir í Brúarlandi 201505273
Kynnt er í fræðslunefnd yfirlit yfir framkvæmdir í Brúarlandi vegna skólahalds frá og með næsta skólaári.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að sett verði upp mælistöð fyrir hávaða og loftgæði við Brúarland til að fá raunhæfar upplýsingar um hljóð- og loftmengun á skólalóð. Börn eru viðkvæmari fyrir hávaða- og loftmengun en fullorðir og sérstakrar aðgæslu þörf. Það skiptir máli að börnin okkar séu örugg og mikilvægt fyrir foreldra að fá fullvissu um það. Eina leiðin til þess er að gera staðbundnar mælingar á skólalóðinni.Sigrún H Pálsdóttir
Málsmeðferðartillaga forseta:
Lögð er til sú málsmeðferðartillaga að tillögu M lista verði vísað til umsagnar framkvæmdarstjóra Umhverfissviðs og fræðslusviðs sem berist bæjarráði.Málsmeðferðartillagan samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 321. fundar fræðslunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 411201604017F
Fundargerð 411. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 670. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Heilsueflandi samfélag 201208024
Bæjarráð hefur vísað framvinduskýrslu um verkefnið Heilsueflandi samfélag til umfjöllunar hjá fagnefndum bæjarins. Frestað á 410. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 201601291
Bæjarstjórn hefur vísað niðurstöðum þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins. Frestað á 410. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Ósk um stofnun lögbýlis í Miðdal II, lnr. 199723 201603321
Eigendur spildu úr landi Miðdals II með landnúmer 199723 hafa óskað eftir umsögn bæjarstjórnar vegna umsóknar um stofnun lögbýlis á spildunni. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Frestað á 410. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Erindi Bláskógabyggðar vegna Aðalskipulags 2015-2027 201506103
Með bréfi dagsettu 23.3.2016 óskar skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita Árnessýslu eftir umsögn um tillögu að aðalskipulagi Bláskógabyggðar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Frestað á 410. fundi. Lagður fram tölvupóstur frá Samsoni B Harðarsyni nefndarmanni dags. 5.4.2016 og bréf Jóhannesar Sveinbjörnssonar Heiðarbæ 1 dags. 31. janúar 2016 til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar með afriti til Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Fellsás 9/Umsókn um byggingarleyfi 201603084
Örn Johnson hefur sótt um leyfi til að breyta syðri helmingi hússins sem er tveggja hæða parhús, þannig að á neðri hæð verði sérstök íbúð og önnur á þeirri efri. Byggingarfulltrúi óskaði eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 410. fundi. Gunnlaugur Johnson vék af fundi undir þessum lið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Upplýsingar um notkun strætisvagna í okt. 2015 201603424
Á fundinn mætti Ragnheiður Einarsdóttir frá Strætó bs. og kynnti upplýsingar um notkun strætisvagna í október 2015, eftir biðstöðvum og sveitarfélögum. Áður á dagskrá 410. fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Laxatunga 136-144, ósk um breytingu á deiliskipulagi 201604153
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta f.h. Svanhóls ehf. að breytingu á deiliskipulagi þannig að raðhús á lóðinni verði einnar hæðar í stað tveggja.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 201601613
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 er sendur frá umhverfisnefnd til annarra nefnda bæjarins til kynningar. Verkefnalistinn var unninn í samráði við nefndir og sviðsstjóra og staðfestur á 167. fundi umhverfisnefndar 31. mars 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði 201603323
Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.10. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Lögð fram endurskoðuð tillaga að lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og drög að deiliskipulagi fyrir víkingaþorp á Langahrygg.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.11. Bifreiðastæði og aðkoma að golfvelli. Umsókn um framkvæmdaleyfi. 201604058
J.E. Skjanni byggingaverktaki ehf. sækir f.h. Golfklúbbsins Kjalar og Mosfellsbæjar um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu aðkomuvegar og gerð bílastæða við golfvöllinn á Blikastaðanesi skv. meðfylgjandi gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.12. Þormóðsdalur l.nr. 125606, deiliskipulag frístundalóðar 201601510
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar með landnúmer 125606 í Þormóðsdalslandi fyrir frístundahús, unnin af Gláma-Kím arkitektum fyrir lóðarhafa, sbr. bókun á 406. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.13. Umsókn um skiptingu lóðar og byggingu sumarhúss við Hafravatn 201604157
Erindi Daníels Þórarinssonar og Ingibjargar Norðdahl dags. 13. apríl 2016, þar sem þau óska eftir að fá að skipta 0,5 ha lóð út úr landi sínu við Hafravatn og byggja á henni frístundahús.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.14. 7 breytingar á aðalskipulagi Kópavogs, verkefnislýsingar til umsagnar 201604158
Lögð fram sjö bréf frá skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 5.-7. apríl 2016, þar sem verkefnislýsingar fyrir áformaðar breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 eru sendar Mosfellsbæ til umsagnar. Breytingarnar eru eftirtaldar:
Vaxtarmörk byggðar, til samræmis við svæðisskipulag
Vatnsvernd, til samræmis við svæðiskipulag
Niðurfelling Kópavogsganga
Sveitarfélagsmörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs
Skilgreining miðsvæða
Auðbrekka, skipulagsákvæði þróunarsvæðis
Smárinn vestan Reykjanesbrautar, fjölgun íbúðaNiðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- Fylgiskjal7-bref-fra-Kopavogsbae-c.pdfFylgiskjalBr-nr-2_Vaxtarmork-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-3_Vatnsvernd-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-4_Kopavogsgong-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-5_Svfelmork-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-6_Midhverfi-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-7_Audbrekka-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-8_Smarinn-lysing.pdf
5.15. Skarhólabraut 1, slökkvistöðvarlóð, skipting lóðar. 201604166
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa og skissutillaga, þar sem gerð er grein fyrir hugmynd um að skipta slökkvistöðvarlóðinni og gera austurhluta hennar að sérstakri lóð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.16. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2016-2020 201501588
Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2016-2020 lögð fram til samþykktar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.17. Bygging miðalda-höfðingjaseturs í landi Helgafells 201601374
Halldór Þorgeirsson og Úlfur Hróbjartsson hafa með bréfi dags. 14. janúar 2016 spurst fyrir um það hvort leyft yrði að reisa "miðalda-höfðingjasetur" á spildu nr. 201201 sunnan Þingvallavegar, á Ásum, sbr. framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 285 201604016F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 33201604021F
Fundargerð 33. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 670. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 201601613
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 sendur frá umhverfisnefnd til nefnda bæjarins til kynningar.
Verkalistinn var unninn í samráði við nefndir bæjarins og framkvæmdastjóra sviða og var staðfestur á 167. fundi umhverfisnefndar þann 31. mars 2016.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 33. fundar ungmennaráðs samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Sameiginlegur fundur Ungmenna- og Öldungaráðs Mosfellsbæjar 201511084
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 33. fundar ungmennaráðs samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn 201002260
Undirbúningur ungmennaráðs Mosfellsbæjar fyrir fund ráðsins með bæjarstjórn Mosfellsbæjar, sem fyrirhugaður er í apríl ár hvert skv. samþykkt ungmennaráðs. Kallað eftir hugmyndum að umræðuefnum frá nefndarmönnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 33. fundar ungmennaráðs samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 201601291
Bæjarstjórn vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 33. fundar ungmennaráðs samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 285201604016F
Fundargerð 285. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Álafossvegur 23/umsókn um byggingarleyfi f. breytingum 4. hæð 201601124
Sundlaugin hljóðver ehf. og Sigurjón Axelsson Álafossvegi 23 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta innréttingu 4. hæðar Álafossvegar 23 og innrétta þar vinnustofur og tvær íbúðir, og jafnframt að byggja kvist / sólstofu í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 34,0 m3.
Á fundi skipulagsnefndar 08.03.2016 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir enda verði tekið tillit til umsagnar Minjastofnunar varðandi áferð og efnisval á kvisti.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 285. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Desjamýri 1/Umsókn um byggingarleyfi 201602080
Mótandi ehf. Jónsgeisla 11 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innanhúss fyrirkomulagi og byggja áðursamþykkt atvinnuhúsnæði að Desjamýri 1 úr forsteyptum einingum í stað staðsteypu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 1. hæð 1900,6 m2, 2. hæð 591,8 m2, 14070,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 285. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Gerplustræti 1-5/Umsókn um byggingarleyfi 201604044
Byggingarfélagið Nýhús Háholti 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að lækka hús um 50 cm og færa um 300 cm frá vestur- lóðamörkum auk þess að færa og stækka sorpgeymslu, hjóla og vagnageymslu.
Stærð húss eftir breytingu: 6663.2 m2, 10625.8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 285. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Grenibyggð 30 / Umsókn um byggingarleyfi 201604014
Kristín Vala Ragnarsdóttir Grenibyggð 30 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta bílskúr hússins í vinnustofu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Á 406. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við að breytt notkun og útlitsbreytingar verði heimilaðar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 285. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar.
7.5. Laxatunga 175/Umsókn um byggingarleyfi 201602223
Nýbyggingar og viðhald ehf. Kvíslartungu 33 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með sambyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 175 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Íbúðarrými 194,3 m2, bílgeymsla 31,9 m2, 757,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 285. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar.
7.6. Laxatunga 141/Umsókn um byggingarleyfi 201603410
Rut Valgeirsdóttir Lambastekk 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og sambyggða bílgeymslu úr timbri á lóðinni nr. 141 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð íbúðar 184,8 m2, bílgeymslu 39,8 m2, 745,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 285. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar.
7.7. Leirvogstunga 4 /Umsókn um byggingarleyfi 201604046
Sigurjón B. Pálmason Klapparhlíð 26 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka svalir á húsinu að Leirvogstungu 4 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 285. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar.
7.8. Leirvogstunga 6 /Umsókn um byggingarleyfi 201604047
Sigurjón B. Pálmason Klapparhlíð 26 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka svalir á húsinu að Leirvogstungu 6 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 285. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar.
7.9. Uglugata 68 /Umsókn um byggingarleyfi 201604051
Kjartan Tryggvason Litlakrika 76 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús og sambyggða bílgeymlu á lóðinni nr. 68 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarrými 175,7 m2, bílgeymsla 47,2 m2, 807,2 m3.
Á 394. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun vegna fyrirspurnar umsækjanda um leyfi til að byggja einnar hæðar hús á lóðinni:
Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og telur að slík breyting geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga um óveruleg frávik. Lóðarhafa lóðar nr. 70 verði gefinn kostur á að tjá sig um breytinguna áður en byggingar-leyfisumsókn verður samþykkt.
Fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa Uglugötu 70.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 285. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar.
7.10. Vefarastræti 16-22/Umsókn um byggingarleyfi 201604148
Eignalausnir ehf. Stórhöfða 25 Reykajvík sækja um leyfi til að stækka bílakjallara, breyta fyrirkomulagi í eldhúsum, lóðarhönnun ofl. í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 7,0 m2, 26,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 285. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 669. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 428. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu201604091
Fundargerð 428. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu
- FylgiskjalSSH_4_2016_03_14_Reykjavikurborg_Grunnskólaganga_nemenda_í_sjálfstætt_reknum_grunnskóla_utan_lögheimilis.pdfFylgiskjalSSH_04_Samningur_SSH_Vegagerdin-Frumdrog_að_verk-_og_kostnaðaráætlun.pdfFylgiskjalSSH_3c_2016-04-01_SSH_eknir_km-Minnisblað_ÞH_endanlegt.m.pdfFylgiskjalSSH_3b_Tilraunaverkefni_um_eflingu_almenningssamgangna-Ástandsvísar_2016-lokaútg.pdfFylgiskjalSSH_3b_Almenningssamgongur_Tilraunaverkefni_skilablað styrihops_FINAL.pdfFylgiskjalSSH_3a_16-3-23 FINAL_Public_Transport_Choices_Report_small.m.pdfFylgiskjalSSH Stjórn -fundargerð nr. 428.pdfFylgiskjalSSH_Stjorn_428_fundur_2016_04_04.pdf
9. Fundargerð 241. fundar Strætó bs201604092
Fundargerð 241. fundar Strætó bs
- FylgiskjalFW: Strætó - fundargerð stjórnar nr. 241 04.04.2016.pdfFylgiskjalFarþegatalningar og innheimta fargjalda í Strætó.pdfFylgiskjalFundargerð stjórnarfundur 241 04042016.pdfFylgiskjalMælaborð 4. apríl 2016.pdfFylgiskjalStrætó dómur í máli Teits gegn Strætó-small.pdfFylgiskjalStrætó Minnisblað - sumaráætlun 30032016.pdf
10. Fundargerð 154. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201604179
Fundargerð 154. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
11. Fundargerð 242. fundar Strætó bs201604219
Fundargerð 242. fundar Strætó bs