4. október 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lindarbyggð, bílastæðamál201606084
Fjalar Freyr Einarsson íbúi í Lindarbyggð óskar í tölvupósti 9.6.2016 eftir því að bílastæðamál í Lindarbyggð verði tekin til skoðunar. Hvergi sé heimilt að leggja í götunni nema á stæðum inni á lóðum og því séu engin gestastæði fyrir hendi. Á 416. fundi var málinu vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
Framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað.
2. Sólheimakot og Gudduós - lagfæringar á vegi.201609257
Borist hefur erindi frá Eskimos Iceland dags. 15. september 2016 varðandi lagfæringu á veginum við Gudduós við Sólheimakot.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við lagfæringu vegarins. Vísar erindinu til afgreiðslu hjá umhverfisnefnd.
3. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að tillaga að breytingu yrði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 18. ágúst til og með 29. september, með athugasemdafresti til 29. september, engar athugasemdir bárust. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
4. Ástu Sólliljugata 15, breyting á deiliskipulagi2016081921
Á 419. fundi skipulagsnefndar var umsækjanda heimilað að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Nefndin samþykktir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
5. Bygging frístundahúss við Hafravatn201608434
Á 418. fundi skipulagsnefndar var umsækjanda heimilað að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
Nefndin samþykktir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
6. Hraðastaðavegur 13 - breyting á deiliskipulagi201609173
Borist hefur erindi frá Herði Bender dags. 12. sept. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Hraðastaðavegi 13.
Skipulagsnefnd er neikvæð gagnvart erindinu þar sem tillagan samræmist ekki ákvæðum Aðalskipulags Mosfellbæjar 2011-2030.
7. Helgafellshverfi - ný vegtenging201609186
Kynning á hugmyndum um nýja vegtenginu frá Kóngsvegi að Helgafellshverfi.
Kynning og umræður.
8. Desjamýri 10 - stækkun lóðar, breyting á deiliskipulagi201609187
Borist hefur erindi frá Eldey Invest ehf. dags. 13. september 2016 varðandi stækkun á lóð að Desjamýri 10. Frestað á 420. fundi.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
9. Vogatunga 42-48 Umsókn um byggingarleyfi201507153
Húsbyggingar ehf. Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr, 42, 44, 46 og 48 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Nr. 42 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3. Nr. 44 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,5 m3. Nr. 46 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,7 m3. Nr. 48 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um málið. Frestað á 420. fundi.
Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
10. Uglugata 2-22, óveruleg breyting í deiliskipulagi2016081169
Á 419.fundi nefndar var erindi tekið fyrir erindi frá Fasteignafélaginu Helgafell ehf. tekið fyrir og afgreitt með eftirfarandi hætti: "Nefndin fellst ekki á frekari fjölgun íbúða á lóðinni en þegar hefur verið samþykkt og synjar erindinu" Frestað á 420. fundi.
Lögð fram ný gögn. Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar gjaldtöku vegna aukaíbúðar til afgreiðslu bæjarráðs.Jafnframt leggur nefndin til að hugað verði að sérafnotasvæðum fyrir íbúðir á jarðhæð.
11. Lóðarspilda við Reykjafell - fyrirspurn um byggingu húsa.201609290
Borist hefur erindi frá Bjarna R. Þórissyni dags. 18. september 2016 varðandi skipulagsbreytingu á lóðarspildu við Reykjafell.
Skipulagsnefnd er neikvæð gagnvart erindinu þar sem tillagan samræmist ekki ákvæðum Aðalskipulags Mosfellbæjar 2011-2030.
12. Hamrabrekka frístundahúsalóð - ósk um breytingu á deiliskipulagi201609408
Borist hefur erindi frá Antoni Erni Arnarsyni dags. 27. sept. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi frístundalóðar á Hamrabrekku.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna stærðar húsa en er neikvæð fyrir skiptingu lóðar.
13. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Borist hefur erindi frá Miðdal ehf. dags. 28. sept. 2016 varðandi efnistöku í Hrosslandi í landi Miðdals og breytingu á Aðalskipulagi.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
14. Í Suður-Reykjalandi - ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar201609421
Borist hefur erindi frá Plan 21 ehf. dags. 28.sept. 2016 varðandi ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar í Suður-Reykjalandi.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
15. Lundur, Mosfellsdal, ósk 2016 um breytingar á deiliskipulagi201603043
Borist hefur erindi frá Guðrúnu Sigurðardóttur og Vali Stein Þorvaldssyni dags. 13. sept. 2016 með ósk um rökstuðning fyrir ákvörðun skipulagsnefndar með bréfi dags. 31. ágúst 2016.
Nefndin felur formanni, varaformanni og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara.
16. Breyting á aðalskipulagi - Seljabrekka201609055
Á 420. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun:" Nefndin getur ekki tekið jákvæða afstöðu til erindisins að svo stöddu þar sem hugmyndin samræmist ekki vatnsverndarákvæði svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins “Höfuðborgarsvæðið 2040' Unnið að endurskoðun þess."
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.