Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. október 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

    • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
    • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

    Fundargerð ritaði

    Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Lind­ar­byggð, bíla­stæða­mál201606084

      Fjalar Freyr Einarsson íbúi í Lindarbyggð óskar í tölvupósti 9.6.2016 eftir því að bílastæðamál í Lindarbyggð verði tekin til skoðunar. Hvergi sé heimilt að leggja í götunni nema á stæðum inni á lóðum og því séu engin gestastæði fyrir hendi. Á 416. fundi var málinu vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.

      Fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs fal­ið að svara er­ind­inu í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

    • 2. Sól­heima­kot og Gudduós - lag­fær­ing­ar á vegi.201609257

      Borist hefur erindi frá Eskimos Iceland dags. 15. september 2016 varðandi lagfæringu á veginum við Gudduós við Sólheimakot.

      Skipu­lags­nefnd ger­ir fyr­ir sitt leyti ekki at­huga­semd­ir við lag­fær­ingu veg­ar­ins. Vís­ar er­ind­inu til af­greiðslu hjá um­hverf­is­nefnd.

    • 3. Langi­hrygg­ur, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

      Á 416. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að tillaga að breytingu yrði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

      Að­al­skipu­lags­breyt­ing­in var aug­lýst frá 18. ág­úst til og með 29. sept­em­ber, með at­huga­semda­fresti til 29. sept­em­ber, eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust. Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

    • 4. Ástu Sólliljugata 15, breyt­ing á deili­skipu­lagi2016081921

      Á 419. fundi skipulagsnefndar var umsækjanda heimilað að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

      Nefnd­in sam­þykkt­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

    • 5. Bygg­ing frí­stunda­húss við Hafra­vatn201608434

      Á 418. fundi skipulagsnefndar var umsækjanda heimilað að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.

      Nefnd­in sam­þykkt­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

    • 6. Hraðastaða­veg­ur 13 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201609173

      Borist hefur erindi frá Herði Bender dags. 12. sept. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Hraðastaðavegi 13.

      Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð gagn­vart er­ind­inu þar sem til­lag­an sam­ræm­ist ekki ákvæð­um Að­al­skipu­lags Mos­fell­bæj­ar 2011-2030.

    • 7. Helga­fells­hverfi - ný veg­teng­ing201609186

      Kynning á hugmyndum um nýja vegtenginu frá Kóngsvegi að Helgafellshverfi.

      Kynn­ing og um­ræð­ur.

    • 8. Desja­mýri 10 - stækk­un lóð­ar, breyt­ing á deili­skipu­lagi201609187

      Borist hefur erindi frá Eldey Invest ehf. dags. 13. september 2016 varðandi stækkun á lóð að Desjamýri 10. Frestað á 420. fundi.

      Vísað til skoð­un­ar hjá um­hverf­is­sviði.

    • 9. Voga­tunga 42-48 Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201507153

      Húsbyggingar ehf. Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr, 42, 44, 46 og 48 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Nr. 42 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3. Nr. 44 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,5 m3. Nr. 46 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,7 m3. Nr. 48 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um málið. Frestað á 420. fundi.

      Nefnd­in sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

    • 10. Uglugata 2-22, óveru­leg breyt­ing í deili­skipu­lagi2016081169

      Á 419.fundi nefndar var erindi tekið fyrir erindi frá Fasteignafélaginu Helgafell ehf. tekið fyrir og afgreitt með eftirfarandi hætti: "Nefndin fellst ekki á frekari fjölgun íbúða á lóðinni en þegar hefur verið samþykkt og synjar erindinu" Frestað á 420. fundi.

      Lögð fram ný gögn. Nefnd­in sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og vís­ar gjald­töku vegna auka­í­búð­ar til af­greiðslu bæj­ar­ráðs.Jafn­framt legg­ur nefnd­in til að hug­að verði að séraf­nota­svæð­um fyr­ir íbúð­ir á jarð­hæð.

    • 11. Lóð­arspilda við Reykja­fell - fyr­ir­spurn um bygg­ingu húsa.201609290

      Borist hefur erindi frá Bjarna R. Þórissyni dags. 18. september 2016 varðandi skipulagsbreytingu á lóðarspildu við Reykjafell.

      Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð gagn­vart er­ind­inu þar sem til­lag­an sam­ræm­ist ekki ákvæð­um Að­al­skipu­lags Mos­fell­bæj­ar 2011-2030.

    • 12. Hamra­brekka frí­stunda­húsalóð - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201609408

      Borist hefur erindi frá Antoni Erni Arnarsyni dags. 27. sept. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi frístundalóðar á Hamrabrekku.

      Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi vegna stærð­ar húsa en er nei­kvæð fyr­ir skipt­ingu lóð­ar.

    • 13. Efn­istaka í Hrossa­dal í landi Mið­dals - breyt­ing á Að­al­skipu­lagi201609420

      Borist hefur erindi frá Miðdal ehf. dags. 28. sept. 2016 varðandi efnistöku í Hrosslandi í landi Miðdals og breytingu á Aðalskipulagi.

      Vísað til skoð­un­ar hjá um­hverf­is­sviði.

    • 14. Í Suð­ur-Reykjalandi - ósk um heim­ild til deili­skipu­lags­gerð­ar201609421

      Borist hefur erindi frá Plan 21 ehf. dags. 28.sept. 2016 varðandi ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar í Suður-Reykjalandi.

      Vísað til skoð­un­ar hjá um­hverf­is­sviði.

      • 15. Lund­ur, Mos­fells­dal, ósk 2016 um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201603043

        Borist hefur erindi frá Guðrúnu Sigurðardóttur og Vali Stein Þorvaldssyni dags. 13. sept. 2016 með ósk um rökstuðning fyrir ákvörðun skipulagsnefndar með bréfi dags. 31. ágúst 2016.

        Nefnd­in fel­ur formanni, vara­formanni og skipu­lags­full­trúa að ræða við bréf­rit­ara.

      • 16. Breyt­ing á að­al­skipu­lagi - Selja­brekka201609055

        Á 420. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun:" Nefndin getur ekki tekið jákvæða afstöðu til erindisins að svo stöddu þar sem hugmyndin samræmist ekki vatnsverndarákvæði svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins “Höfuðborgarsvæðið 2040' Unnið að endurskoðun þess."

        Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að afla frek­ari gagna.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00