7. október 2015 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) 5. varabæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1228201509022F
Fundargerð 1228. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 657. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar varðandi tilvonandi íþróttamiðstöð við Hlíðavöll 201509370
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar varðandi Íþróttamiðstöð við Hlíðavöll lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1228. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Drög frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar 201509386
Beiði um umsögn vegna breytingar á lögum tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1228. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Umræður um vanda flóttamanna frá stríðshrjáðum svæðum. 2015082191
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um stöðu mála lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1228. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt) 201301126
Drög að samkomulagi við Alefli vegna úthlutunar lóða við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 kynnt og lögð fyrir bæjarráð, ásamt úthlutunarskilmálum.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn fresti afgreiðslu á þeirri ákvörðun bæjarráðs að samþykkja samkomulag Mosfellsbæjar og byggingarfyrirtækisins Aleflis um mögulega úthlutun á 5 fjölbýlishúsalóðum við Bjarkarholt 1-9 og Háholti 23. Meginástæðan er sú að úthlutunarskilmálar liggja ekki fyrir. $line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu. $line$$line$Afgreiðsla 1228. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur fráleitt að fulltrúar D-, S- og V-lista í bæjarstjórn skuli ætla að samþykkja samkomulag við Alefli um mögulega úthlutun 5 fjölbýlishúsalóða í miðbæ Mosfellsbæjar án þess að fyrir liggi sérstakir úthlutunarskilmálar sem tryggja hagsmuni sveitarfélagsins en hlutverk bæjarstjórnar er ekki síst að sjá til þess. Þannig liggur til dæmis ekki fyrir í hvaða lóðaröð uppbyggingin verður. Ef sú staða kemur upp að Háholt 23 sé látið mæta afgangi er sú hætta fyrir hendi að lóðarhafi annað hvort geti ekki eða vilji ekki ljúka verkinu og bærinn sitji áfram uppi með Háholt 23 sem óleyst vandamál. Fyrir utan að úthlutunarskilmála vanti er líka það ójafnræði sem þetta fyrirkomulag um úthlutun felur í sér. Aðrir en Alefli þurfa að reiða fram 110 milljónir strax í upphafi til að fá lóðirnar, á meðan það er óljóst hvað það mun kosta Alefli að koma til móts við kröfur Mosfellsbæjar um uppbyggingu á skipulagsreitnum við Háholt 23. Það að spyrða saman, í hinni fyrirhuguðu úthlutun, hagsmuni bæjarins og einkafyrirtækis er varasamt í sjálfu sér. Það eykur til muna hættuna á ágreiningi og málaferlum og samrýmist hvorki gagnsærri, né góðri stjórnsýslu. Íbúahreyfingin leggur því áherslu á að samin verði lausn sem gerir öllum umsækjendum um lóðirnar jafn hátt undir höfði.$line$$line$Bókun S lista Samfylkingarinnar$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja mikilvægt að hefja uppbyggingu í miðbæ Mosfellsbæjar. Til að uppbygging geti átt sér stað samkvæmt gildandi deiliskipulagi miðbæjar þarf húsið Háholt 23 að víkja og á því þurfti að finna lausn sem ekki væri íþyngjandi fyrir bæjarsjóð. Það hús er í eigu þeirra aðila sem sækjast eftir byggingarrétti á lóðunum við Bjarkarholt 1-9. Markmiðið með að tengja úthlutun Bjarkarholtslóðanna við framtíð hússins að Háholti 23 er að uppbygging miðbæjarins geti hafist í samræmi við deiliskipulag og að koma í veg fyrir að kostnaður við uppkaup hússins lendi áskattgreiðendum í Mosfellsbæ. Einnig erum við sammála því áliti sem fram kemur i minnisblaði lögmanns að sú leið sem hér er valin tryggi jafnræði og gagnsæi sem lög og reglur kveða á um. $line$$line$Bókun D og V lista Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs$line$Til afgreiðslu fyrir þessum bæjarstjórnarfundi liggur tillaga um að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Alefli ehf um að Mosfellsbær geti auglýst lóðir í miðbæ Mosfellsbæjar lausar til umsóknar. Jafnframt að núverandi bygging við Háholt 23 sem er í eigu Aleflis ehf víki eða verði endurbyggð. Þetta samkomulag er grundvallarforsenda þess að hægt sé að gera úthlutunarskilmála fyrir lóðirnar. Því gætir mikils misskilnings í málflutningi íbúahreyfingarinnar. Að öðru leyti taka bæjarfulltrúar V og D-lista undir bókun Samfylkingarinnar í þessu máli.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gefur lítið fyrir útskýringar D-lista um misskilning. Ekki verður séð hvernig bæjarstjórn getur gengið frá samkomulagi við Alefli um mögulega úthlutun án þess að úthlutunarskilmálar liggi fyrir. Ekkert hefur komið fram í máli D-lista sem breytir þeirri staðreynd.
1.5. Aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu 2015-2017 201509254
Lagt fram minnisblað um þátttöku Mosfellsbæjar í evrópskri lýðræðisviku dagana 12. - 18. október nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1228. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1229201509026F
Fundargerð 1229. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 657. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala. 201509439
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1229. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um landsáætlun til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 201509484
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1229. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd 201509485
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1229. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir tengt málefnum aldraðra 201509443
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1229. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu 201509488
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1229. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu um landsskipulagsstefnu 2015-2026 201509458
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1229. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal 201407126
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar um málið sem bæjarráð óskaði eftir þann á 1175. fundi 14.8.2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1229. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitafélaga 201507182
Lögð fram drög að bréfi til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1229. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Rekstur deilda janúar til júní 2015 201509508
Rekstraryfirlit janúar til júní 2015 kynnt. Fylgigögn með málinu verða lögð fram í fundarátt á morgun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1229. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 311201509024F
Fundargerð 311. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 657. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fundaráætlun fræðslunefndar 201509230
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 311. fundar fræðslunefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Endurmenntunarsjóður 2015 201507038
Kynning á úthlutun 2015
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 311. fundar fræðslunefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Erasmus+ 201506290
Kynning á styrkveitingum úr Erasmus+
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 311. fundar fræðslunefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Sprotasjóður 201402309
Kynning á verkefnum í grunnskólum Mosfellsbæjar sem Sprotasjóður hefur styrkt undanfarin tvö ár.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 311. fundar fræðslunefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2014-2015 201509137
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar $line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar þakkar Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar fyrir vandaða skýrslu en bendir jafnframt á nauðsyn þess að árleg skýrsla um skólastarf síðasta árs sé líka notuð til að gera grein fyrir því sem þarf að laga s.s. stytta biðlista í nám í tónlistarskólanum, bæta mötuneytisaðstöðu og fá yfirsýn yfir raunverulega fjárþörf, aðbúnað o.s.frv. Vandamál leysast ekki af sjálfum sér og því mikilvægt að ræða þau í fræðslunefnd enda hlutverk hennar að sjá til þess að aðbúnaður skólanna sé í lagi. Í ljósi þess að það er lögbundin skylda fræðslunefndar "að staðfesta starfsáætlun skóla ár hvert" kallar Íbúahreyfingin eftir starfsáætlunum skólanna fyrir árið 2015-2016. $line$$line$Bókun V og D lista $line$Fulltrúar V og D lista þakka fyrir góða skýrslu frá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Skýrslan er góð yfirsýn yfir það mikla og góða starf sem unnið er í skólastofnunum bæjarins. Bæjarfulltrúar V og D-lista treysta fræðslunefnd og skólaskrifstofa til að fara með málefni skólanna og vekja á því athygli ef vísbendingar séu um að aðbúnaði sé ábótavant. Við bendum bæjarfulltrúa M-lista, sem jafnframt er varamaður í fræðslunefnd, á að lesa fundargerð fræðslunefndar nr. 305 frá 17. mars sl. er þar er fjallað um starfálætlanir grunnskóla áranna 2015-2017. Þar segir orðrétt í fundargerðinni "Skólastjórar grunnskólanna mættu á fundinn og kynntu starfsáætlanir skóla sinna fyrir næsta skólaár og helstu verkefni. Grunnskólarnir munu leggja sérstaka áherslu á lestur allra árganga næstu skólaár, í takti við Hveradalasáttmálann auk annarra átaks- og þróunarverkefna. Starfsáætlanirnar verða birtar á heimasíðum skólanna. Starfsáætlanirnar samþykktar með fimm atkvæðum."$line$$line$Afgreiðsla 311. fundar fræðslunefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Hinsegin fræðsla í grunnskólum Mosfellsbæjar - tillaga frá bæjarfulltrúum allra flokka 201506183
Bæjarfulltrúar allra flokka leggja fram sameiginlega tillögu um hinsegin fræðslu í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 311. fundar fræðslunefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Áheyrnafulltrúi foreldra í fræðslunefnd 201412287
Áheyrnafulltrúi grunnskólaforeldra í fræðslunefnd
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 311. fundar fræðslunefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 397201509023F
Fundargerð 397. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 657. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", sbr. umfjöllun á 396. fundi. Einnig lögð fram umhverfisskýrsla (drög)vegna skipulagstillagnanna, tekin saman af Teiknistofu arkitekta.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Fyrirspurn um gatnagerð og lagnir við Ása 4 2015081539
Tekin fyrir fyrirspurn um hönnun og gatnagerð að Ásum, sem bæjarráð vísaði til umsagnar skipulagsnefndar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um málið. Frestað á 396. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Skipulagsmál í Krikahverfi, samþykkt bæjarstjórnar 9.9.2015 um íbúafund. 201509219
Í tengslum við umfjöllun um tillögu að breytingu á aðalskipulagi varðandi miðsvæði norðan Krikahverfis samþykkti Bæjarstjórn 9.9.2015 að haldinn skyldi fundur með íbúum Krikahverfis. Frestað á 396. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Ástu-Sólliljugata 19-21, 18-20 og 26-28, fyrirspurn um fjölgun íbúða 201508937
Atli Jóhann Guðbjörnsson BFÍ f.h. JP Capitals ehf leggur þann 9.9.2015 og 17.09.2015 fram breyttar fyrirspurnir um mögulega fjölgun íbúða, nú um fjölgun um eina íbúð á hverri af lóðunum Ástu-Sólliljugötu 19-21, 18-20 og 26-28.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- Fylgiskjalbréf v. fyrirspurn ástu-sólliljugata 18-20 og 26-28, dags.17.09.15.pdfFylgiskjalFyrirspurn. Ástu-Sólliljugata 18-20, 17.09.15.pdfFylgiskjalFyrirspurn. Ástu-Sólliljugata 26-28, 17.09.15.pdfFylgiskjalbréf v. fyrirspurn ástu-sólliljugata 19-21, dags.09.09.15.pdfFylgiskjalFyrirspurn. Ástu-Sólliljugata 19-21, 09.09.15.pdf
4.5. Gerplustræti 24 - Umsókn um byggingarleyfi 201507037
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ hefur sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið með tilliti til ákvæðis um kennileiti í deiliskipulagsskilmálum. Frestað á 396. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Dalsgarður 192120, fyrirspurn um deiliskipulag 201509180
Guðmundur Hreinsson BFÍ f.h. Guðrúnar Jóhannsdóttur og Gísla Jóhannssonar spyrst fyrir um það hvort leyfi fengist til þess að deiliskipuleggja spildu með landnúmeri 192120 undir parhús. Frestað á 396. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Spilda nr. 125414, ósk um breytingu á deiliskipulagi við Engjaveg 201509072
Gunnlaugur Kr Hreiðarsson f.h. Ólafs Más Gunnlaugssonar, óskar eftir að landsspilda nr. 125414 verði tekin inn í deiliskipulag. Frestað á 396. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Umsókn um stofnun lóðar úr landi Geitháls 123634 201509430
Jón G Briem hrl. sækir 16. september 2015 f.h. landeigenda um stofnun lóðar, spildu 2, úr Geithálslandi skv. meðfylgjandi uppdrætti og gögnum. Stofnun lóðarinnar væri liður í því að leiðrétta ranglega tilgreind norðurmörk spildu 1, og myndi í framhaldi verða gert samrunaskjal og nýja spildan sameinuð spildu 1.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.9. Gerplustræti 7-11 ósk um breytingar á deiliskipulagi 201509466
Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa óskar 8. september eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum, þannig að íbúðum fjölgi úr 22 í 25 og ákvæði um bílastæði breytist til rýmkunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.10. Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 201509467
Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir Mosfellsbæ til kynningar með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi: Barónsreitur - Skúlagata; Stefna um hæðir húsa; Fjöldi íbúða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.11. Reykjavegur 62, fyrirspurn um 3 raðhús 201503559
Lögð fram f.h. lóðareiganda, Ástu Maríu Guðbergsdóttur, tillaga Vigfúsar Halldórssonar BFÍ að deiliskipulagi lóðarinnar, sbr. bókun nefndarinnar á 389. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.12. Miðkot í Úlfarsfelli / umsókn um byggingarleyfi 201509469
Anna Aradóttir Rauðarárstíg 33 Reykjavík hefur sótt um leyfi til að stækka sumarbústað í landi Úlfarsfells um 24,0 m2 í 83,9 m2. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.13. Helgafellshverfi, 2. og 3. áfangi, óskir um breytingar á deiliskipulagi 201509513
Steinþór Kári Kárason arkitekt leggur 28.09.2015 fram f.h. Hamla 1 fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi/húsgerðum á lóðum við Ástu-Sólliljugötu, Bergrúnargötu, Sölkugötu og Uglugötu skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 372201509025F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerð 273. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 657. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Kvíslartunga 78-80 / umsókn um byggingarleyfi 201509451
Kubbahús ehf Brekkuhvammi 16 Kópavogi sækir um leyfi til að breyta byggingarefni, útliti og innra fyrirkomulagi húsanna nr. 78 og 80 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Áður samþykktar stærðir húsa breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 273. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 657. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Miðkot í Úlfarsfelli / umsókn um byggingarleyfi 201509469
Anna Aradóttir Rauðarárstíg 33 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað í landi Úlfarsfells lnr. 175253 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun bústaðs 24,0 m2 86,0 m3.
Stærð bústaðs eftir breytingu 83,9 m2, 301,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 273. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 657. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Uglugata 15-17 / umsókn um byggingarleyfi 201509400
Feko ehf Barðavogi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 15 og 17 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 15: Íbúð 152,0 m2, bílgeymsla 29,7 m2, 752,5 m3.
Stærð nr. 17: Íbúð 151,0 m2, bílgeymsla 29,7 m2, 721,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 273. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 657. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Vefarastræti 24-30 /umsókn um byggingarleyfi 2015081739
Mótx Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvö 4 hæða fjölbýlishús og bílakjallara á lóðinni nr. 24 - 30 við Vefarastræti með samtals 55 íbúðum í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr.24-26: Kjallari 1263,4 m2, 1.hæð 653,4 m2, 2. hæð 643,4 m2, 3. hæð 643,4 m2, 4. hæð 635,9 m2, 11348,9 m3.
Stærð húss nr.28-30: Kjallari 977,9 m2, 1. hæð 615,7 m2, 2. hæð 604,5 m2, 3. hæð 604,5 m2, 4. hæð 511,5 m2, 10009,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 273. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 657. fundi bæjarstjórnar.
5.5. Völuteigur 9 / umsókn um byggingarleyfi 201509429
Ólafur A Hannesson Bröttuhlíð 13 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í einingum 01.03 og 02.04 að Völuteigi 9 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 273. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 657. fundi bæjarstjórnar.
6. Fundargerð 19. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis201509556
Fundargerð 19. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
Lagt fram.
7. Fundargerð 224. fundar Strætó bs201509489
Fundargerð 224. fundar Strætó bs
Lagt fram.
- FylgiskjalRE: Strætó - fundargerð stjórnar nr. 224 og fylgigögn.pdfFylgiskjalFundargerð stjórnarfundur nr. 224 28. ágúst 2015.pdfFylgiskjalStrætó 3. Forsendur fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar og tekjuáætlun_2015-06-08.pdfFylgiskjalStrætó erindi frá borgarstjórin varðandi stjórnarskipti 20082015.pdfFylgiskjalStrætó erindi frá borgarstjórn 18082015 Siðareglur.pdfFylgiskjalStrætó erindi vegna almenningssamgangna á Álftanesi.pdfFylgiskjalStrætó leiðarkerfisbreytingar 2016 25082015.pdf
8. Fundargerð 225. fundar Strætó bs201509514
Fundargerð 225. fundar Strætó bs
Lagt fram.
9. Fundargerð 354. fundar Sorpu bs201509475
Fundargerð 354. fundar Sorpu bs
Lagt fram.
10. Fundargerð 419. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu201509390
Fundargerð 418. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram.
- FylgiskjalSSH_0_Dagskra 419 fundar SSH_2015_09_07.pdfFylgiskjalSSH_5_2015_04_17_Samkomulag_SSH_og_Vegagerdarinnar_undirritad_allt.pdfFylgiskjalSSH_Stjorn_419_fundur_2015_09_07.pdfFylgiskjalSSH_2_Minnisblad_Snjóframleiðsla_VSO_2015_09_01.pdfFylgiskjalSSH_4_Fjölsmiðjan_Viðaukasamningur 2014.pdfFylgiskjalSSH_1_FÞF Minnisblað 030915.pdf