16. mars 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) 1. varabæjarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1249201602033F
Fundargerð 1249. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 667. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Gerplustræti 31-37, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi 201601149
Skipulagsnefnd vísaði á 406. fundi sínum til bæjarráðs ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um átta skv. tillögu að breytingum á deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Reglur um upptökur á fundum bæjarstjórnar. 201602249
Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram. Bæjarráð frestaði afgreiðslu reglnanna á síðasta fundi sínum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög. 201602267
Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi 201602268
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 201602270
Auglýst eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga. Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir hádegi mánudaginn 7. mars nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Styrktarsjóður EBÍ 2016 201602296
Styrktarsjóður EBÍ - breyting á 7. gr um að umsóknarfrestur renni út í lok apríl auk þess sem sveitarfélögum er boðið að senda inn umsóknir um stuðning við verkefni sem falla undir reglur sjóðsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Nordjobb sumarstörf 2016 201602325
Nordjobb óskar eftir því að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu og ráði tvo Nordjobbara til starfa sumarið 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Helgafellshverfi, 2. og 3. áfangi, óskir um breytingar á deiliskipulagi 201509513
Skipulagsnefnd vísaði á 406. fundi sínum til bæjarráðs ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um þrjár skv. tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.9. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt) 201301126
Leitað er heimildar bæjarráðs til heimila bæjarstjóra að hefja viðræður við hæfa bjóðendur í lóðir við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.10. Umsókn lögbýli Brekkukot í Mosfellsdal undir ferðaþjónustu 201601282
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar frá 16. febrúar, sem bæjarráð óskaði eftir á 1245. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.11. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ 201409371
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað með ósk um heimild til að leita tilboða í gatnagerð fyrir lóðirnar Þverholti 21-29.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.12. Beiðni um undanþágu til skráningar lögheimilis í frístundabyggð 201602356
Beiðni um undanþágu til skráningar lögheimilis í frístundabyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.13. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ 201602229
Umsögn þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.14. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 201601291
Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Íbúahreyfingin gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær láti kanna hvað það er nákvæmlega sem íbúar eru óánægðir með skv. þjónustukönnun. Þótt sveitarfélagið komi vel út í heildina eru nokkur þjónustusvið sem gera það ekki.
Í könnunum Capacent hringja viðvörunarbjöllur þegar þjónusta fær einkunnina 3,7 eða þar undir. Þjónusta við eldri borgara, barnafjölskyldur, fatlaða, einnig þjónusta bæjarskrifstofu og skipulagsmálin fellur þar undir og mikilvægt að finna skýringar á því. Skólamál og menningarmál eru rétt yfir markinu og rétt að skoða þau atriði líka.
Það hlýtur að vera markmið svona kannana á fá úr því skorið hvað má bæta og þess vegna ber Íbúahreyfingin upp þessa tillögu.Tillagan er felld með sex atkvæðum fulltrúa D- og V-lista, gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá.
Tillaga Bryndísar Haraldsdóttur, bæjarfulltrúa D-lista
Lagt er til að þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 verði vísað til umfjöllunar í nefndum bæjarins.Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Bókun V- og D lista
Mosfellsbær er enn eitt árið með ánægðustu íbúana í samanburði við önnur sveitarfélög og með hæstu einkunn. 93% íbúa eru ánægðir eða mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt. Niðurstöður sýna að við erum vel yfir meðallagi í flestum spurningum sem spurt er um. Við erum afar stolt af niðurstöðunum en full ástæða er að nýta þær til að skoða hvað betur má gera. Könnunin verður send inní allar nefndir og mun hver fagnefnd fjalla um sinn málaflokk.Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1250201603008F
Fundargerð 1250. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 667. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Yrkjusjóður - beiðni um stuðning 201603007
Yrkjusjóður - beiðni um stuðning. Meðfylgjandi er umsögn starfsmanna vegna sambærilegs erindis árið 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að bæjarstjórn taki ekki undir þá niðurstöðu bæjarráðs að synja ósk Yrkjusjóðs um styrk upp á kr. 150 000 og ákveði þess í stað að styrkja sjóðinn.
Tilgangur sjóðsins er að kenna börnum að planta trjám og ala þau upp í að þykja vænt um landið sitt. Sjóðurinn hefur gefið út leiðbeiningarrit um skógrækt fyrir skólabörn og hefur starf hans því bæði menningarlegt og vistfræðilegt gild. Það er dapurlegt að bæjarstjórn skuli ekki hafa meiri skilning en raun ber vitni á uppeldishlutverki Yrkjusjóðs .
Vigdís Finnbogadóttir stofnaði Yrkjusjóðinn í forsetatíð sinni 1992 og hefur hann gefið grunnskólabörnum í Mosfellsbæ yfir 13 þúsund trjáplöntur til gróðursetningar.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Íbúahreyfingin leggur til að Mosfellsbær fari að dæmi annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og geri þjónustusamning við Skógræktarfélagið um rekstur útivistarsvæðisins undir Hamrahlíð. Með samningnum væri félaginu gert fjárhagslega kleift að halda við stígum og grisja skóg íbúum og útivistarfólki til ánægju og yndisauka.
Íbúahreyfingin leggur til að tillögunni verði vísað til umræðu í umhverfisnefnd.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu á jafnmikið ræktarland og Mosfellsbær og leggur Íbúahreyfingin því til að bærinn láti vinna skógræktarskipulag fyrir sveitarfélagið, sbr. Borgarskógrækt sem er hluti af aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn væri að skoða hvar skynsamlegt er að mynda skjólbelti fyrir byggðina og búa í haginn fyrir útivistarfólk framtíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða þessu væri rétt að fá Landgræðsluna til að meta ástand lands og jarðvegs innan sveitarfélagsmarkanna.
Íbúahreyfingin leggur til að tillögunni verði vísað til umræðu í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Bókun fulltrúa V- og D- lista
Öflugt skógræktarstarf er stundað í Mosfellsbæ í samstarfi við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og í gildi er samstarfssamningur milli þessara aðila.
Í vinnslu er á vettvangi skipulagsnefndar vinna við grænt skipulag fyrir sveitarfélagið allt. Á umræddum bæjarráðsfundi var jafnframt samþykkt tillaga um að Umhverfisnefnd taki sérstaka umræðu um skógrækt í Mosfellsbæ. Málið verður því til umfjöllunar heilstætt á vettvangi nefndarinnar. Bæjarfulltrúar V- og D- lista vilja leggja áherslu á mikilvægi þess að fagnefndir séu virkar í sínum störfum og finnst óeðlilegt að bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar sé sífellt að segja fagnefndum fyrir verkum.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar mótmælir harðlega þeirri tilhæfulausu ásökun D-, og V-lista að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar sé að ráðskast með fagnefndir, nánar tiltekið umhverfisnefnd og skipulagsnefnd, með því að senda þeim tillögur um úrbætur i skógræktarmálum. Það er hlutverk bæjarfulltrúa að vinna að málefnum sveitarfélagsins, setja sig inn í mál og koma vitneskju sinni og tillögum á framfæri á opnum fundum bæjarstjórnar. Fyrir það þiggja bæjarfulltrúar laun frá bæjarbúum. Íbúahreyfingin hefur reynt að sinna því hlutverki eftir bestu getu og mun halda því áfram þrátt fyrir litla þolinmæði meirihluta D- og V-lista gagnvart lýðræðislegri umræðu.Afgreiðsla 1250. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
2.2. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna 201603034
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1250. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili 201603049
Umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1250. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Beiðni um undanþágu til skráningar lögheimilis í frístundabyggð 201602356
Umsögn lögmanns varðandi beiðni um undanþágu til skráningar lögheimilis í frístundabyggð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1250. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. XXX. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016 201603028
Boðun á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1250. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2016 201601138
Óskað er heimildar til útgáfu og sölu skuldabréfa úr flokknum MOS 15 1. Erindi þetta var áður á dagsskrá 1245. fundar bæjarráðs hinn 28. janúar 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Samþykkt með níu atkvæðum að Mosfellsbær taki lán með útgáfu rafrænna skuldabréfa í skuldabréfaflokknum „MOS 15 1“, að nafnverði 500mkr og þau seld á ávöxtunarkröfunni 3,27%.
Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast útgáfu og sölu skuldabréfanna.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 318201602025F
Fundargerð 318. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 667. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Helgafellsskóli 201503558
Niðurstöður rýnihópa kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 318. fundar fræðslunefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 319201603007F
Fundargerð 319. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 667. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Skóladagatöl 2016-2017 201602227
Skóladagatöl lögð fram til samþykktar. Skólastjórnendur kynna skóladagatöl sinna skóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. fundar fræðslunefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalSkóladagatal Listaskóla 2016-2017.pdfFylgiskjalHlíð Leikskoladagatal-2016-2017 (1).pdfFylgiskjalHlaðhamrar 2016-2017 xls.pdfFylgiskjalLeirvogstunga 2016-2017.pdfFylgiskjalHulduberg 2016-2017.pdfFylgiskjalLágafellsskóli 2016-2017 (002).pdfFylgiskjalKrikaskóli 2016-17.pdfFylgiskjalVarmárskóli 2016-2017 (002).pdf
4.2. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 201601613
Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. fundar fræðslunefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Erindi frá Umboðsmanni barna 201602069
Erindi umboðsmanns barna vegna niðurskurðar hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til fræðslunefndar til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. fundar fræðslunefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Innleiðing rafrænna prófa 201602244
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. fundar fræðslunefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Helgafellsskóli 201503558
Forsögn fyrir nýjum skóla í Helgafellslandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. fundar fræðslunefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 197201602002F
Fundargerð 197. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 667. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar 2015 201512206
Farið yfir kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellbæjar 2015
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 197. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Fjölskyldutímar 201506023
fjölskyldutímar í íþróttamiðstöðvum .
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 197. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 201601613
Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 197. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Erindi frá Umboðsmanni barna 201602069
Erindi umboðsmanns barna vegna niðurskurðar hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til fræðslunefndar til kynningar. Bæjarstjórn samþykkti einnig að vísa erindingu til íþrótta- og tómstundaráðs til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 197. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Þróunar- og ferðamálanefnd - 56201602031F
Fundargerð 56. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 667. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Stefna í þróunar- og ferðamálum 201601269
Lögð fram drög að stefnu í þróunar- og ferðamálum og tveggja ára aðgerðaráætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Stefna í þróunar- og ferðamálum er samþykkt með níu atkvæðum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdaráætlun á grundvelli stefnunar komi síðar til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.2. Í túninu heima 2016 201602326
Umræða um undirbúning fyrir bæjarhátíðina í Túninu heima 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 56. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 201304391
Umræða um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu 2016
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 56. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 201601613
Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 56. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ 201602229
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar þróunar- og ferðamálanefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 56. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 408201603003F
Fundargerð 408. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 667. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Álafossvegur 23/umsókn um byggingaleyfi f. breytingum 4. hæðar 201601124
Sundlaugin hljóðver ehf. og Sigurjón Axelsson sækja um leyfi til að breyta innréttingu 4. hæðar Álafossvegi 23 og bæta þar við tveimur íbúðum, og jafnframt að byggja kvist og svalir. Lögð fram umsögn Minjastofnunar.
Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.Niðurstaða þessa fundar:
Bjarki Bjarnason, bæjarfulltrúi V-lista, víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar vegna vanhæfis.
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
6.2. Álafossvegur 23/umsókn um byggingaleyfi f. anddyri 201601125
Húsfélagið Álafossvegi 23 hefur sótt um leyfi til að byggja 27,2 m2 anddyri við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg. Byggingarfulltrúi óskaði eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, þar sem umsótt viðbygging myndi fara út fyrir byggingarreit á deiliskipulagi. Sjá umsögn Minjastofnunar undir dagskrárlið nr. 1.
Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.Niðurstaða þessa fundar:
Bjarki Bjarnason, bæjarfulltrúi V-lista, víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar vegna vanhæfis.
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
6.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 201601613
Umhverfisnefnd óskar eftir tillögum að verkefnum í Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkefnalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Hamrabrekkur 5/Umsókn um byggingarleyfi 201602048
Lögð fram tillaga að breytingu á skipulagsskilmálum í deiliskipulagi frístundabyggðar í Hamrabrekkum að því er varðar lið 6 stærð og gerð húsa. Framsetning tillögunnar miðast við að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga sem breyting á deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Með bréfi dags. 19.2.2016 var leitað eftir því við Skipulagsstofnun að hún endurskoðaði afstöðu sína til auglýsingar tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem fram kom í bréfi dags. 9.12.2015 og félli frá athugasemdum sem þar voru gerðar við auglýsingu tillögunnar. Borist hefur meðfylgjandi svar stofnunarinnar þar sem hún ítrekar fyrri afstöðu sína.
Niðurstaða þessa fundar:
Steinunn Dögg Steinson, varabæjarfulltrúi S-lista, víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar vegna vanhæfis.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að stofnað verði til sérstakrar umræðu í viðeigandi nefndum og ráðum um framtíð vatnsverndar í Mosfellsbæ óháð þeirri aðalskipulagsbreytingu sem nú er í vinnslu að beiðni einkaaðila á vatnsverndarsvæðinu. Um er að ræða risastórt hagsmunamál Mosfellinga til framtíðar og mikilvægt að íbúar fái að mynda sér skoðun á því án tillits til umsóknar einkaaðila um uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.
Aðalskipulagsbreytingin er lúmsk því hún felur í sér ákvörðun um framtíð vatnsverndarsvæðisins án þess að fyrir liggi niðurstöður rannsókna og stofnað sé til umræðu um málið sérstaklega.
Að mati Íbúahreyfingarinnar ætti auk þess ekki að blanda umræðu um almannahagsmuni saman við hagsmuni einkaaðila. Það er ósanngjarnt á báða vegu.Bókun fulltrúa V-, D- og S- lista
Vatnsverndarsvæði og nýting lands er risastórt hagsmunamál fyrir Mosfellsbæ og Mosfellinga alla, einmitt þess vegna leggjum við til að það ferli sé unnið faglega undir handleiðslu ráðgjafa með sérþekkingu á sviði vatnsverndar og skipulagsmála. Sú vinna er þegar hafin eins og bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar ætti að vera ljóst. Enda hefur málið verið rætt ítrekað í bæjarráði og bæjarstjórn.Dylgjur um lúmskar breytingar sem þó hafa verið ræddar svo klukkutímum skiptir í bæjarstjórn eru ekki svara verðar.
Formaður skipulagsnefndar upplýsti um það í ræðu sinni að fyrirtækið Stórsaga hafi nú óskað eftir því að færa sig út fyrir grannsvæði vatnsverndar og vinna við þær breytingar munu hefjast innan tíðar.
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.6.6. Hestaíþróttasvæði Varmárbökkum, endurskoðun deiliskipulags 200701150
Lagðir fram tölvupóstar frá formanni Hestamannafélagsins Harðar, þar sem fram kemur afstaða stjórnar hestamannafélagsins til þriggja atriða varðandi deiliskipulag svæðisins sem borin voru undir stjórnina í framhaldi af athugasemdum sem gerðar voru við auglýsta tillögu. Athugasemdirnar lagðar fram að nýju ásamt umsögnum skipulagshöfunda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús 201405114
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi, sem nefndin samþykkti á 406. fundi að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga. Á fundi Bæjarstjórnar 2.3.2016 var málinu vísað aftur til skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Lundur, Mosfellsdal, ósk 2016 um breytingar á deiliskipulagi 201603043
Lagt fram erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Lundar í Mosfellsdal samkvæmt meðfylgjandi tillöguuppdrætti.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.9. Í Elliðakotslandi 125235, stofnun lóðar f. spennistöð 201603068
Orkuveita Reykjavíkur óskar í bréfi dags. 1. mars 2016 eftir stofnun 16 m2 lóðar fyrir spennistöð út úr landi/lóð nr. 125235 sem er á svæði fyrir frístundabyggð, sbr. meðfylgjandi gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.10. Hlíðarás 1a/Umsókn um byggingarleyfi 201603013
Svavar Benediktsson hefur sótt um leyfi til að innrétta íbúðarrými í núverandi geymslu á neðri hæð hússins í því skyni að reka þar "sölugistingu." Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.11. Urðarholt 4/Umsókn um byggingarleyfi 201602311
Fasteignafélagið Orka ehf. hefur sótt um leyfi til að breyta fjórum skrifstofurýmum í íbúðir í húsinu nr. 4 við Urðarholt. Í áður gildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir atvinnustarfsemi í húsinu, en í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsið verði rifið og byggt nýtt íbúðarhús í þess stað. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.12. Fyrirspurn Sorpu bs um lóðarstækkun fyrir móttökustöð 201511050
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi móttökustöðvar Sorpu við Skólabraut (Harðarbraut), unnin af Arkþing Teiknistofu fyrir Sorpu bs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 283 201603004F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 283201603004F
Fundargerð 283. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 667. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Desjamýri 1/Umsókn um byggingarleyfi 201602080
Mótandi ehf. Jónsgeisla 11 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 1. hæð 1900,6 m2, 2. hæð 591,8 m2, 14070,6 m3.
Á fundi skipulagsnefndar þann 23. febrúar 2016 var gerð eftirfarandi bókun: Með tilliti til þess að þegar hafa verið samþykkt frávik frá bundnum byggingarlínum á lóð nr. 7, og tillaga um samskonar frávik á lóð nr. 5 hefur verið auglýst, telur nefndin að forsendur fyrir þessum bundnu byggingarlínum séu ekki lengur fyrir hendi, Leggur nefndin því til að í þessu tilviki verði litið á frávikið sem óverulegt í skilningi 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og gerir hún þar af leiðandi ekki athugasemd við erindið að þessu leyti.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 667. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Gerplustræti 6-12/Umsókn um byggingarleyfi 201601566
Upp-sláttur ehf. Skógarási 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Bílakjallari og geymslur 906,1m2, 1. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,7 m2, 3. hæð 938,7 m2, samtals 10919,7 m3.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2016 var gerð eftitfarandi bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfisumsóknin verði samþykkt en bendir á að hanna þarf sérstaklega frágang aðliggjandi opins svæðis við austurhluta hússins.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 667. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Hlíðarás 1a/Umsókn um byggingarleyfi 201603013
Svavar Benediktsson Hlíðarási 1A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að innrétta íbúðarrými í núverandi geymslu á neðri hæð hússins nr. 1A við Hlíðarás í samræmi við framlögð gögn. Fyrirhugað er að reka "sölugistingu" í rýminu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 667. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Hlíðarvöllur /Umsókn um byggingarleyfi 201511271
Golfklúbbur Mosfellsbæjar sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða íþróttamiðstöð / golfskála úr steinsteypu á Hlíðarvelli í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 1. hæð 581,6 m2, 2. hæð 619,1 m2, samtals 5034,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 667. fundi bæjarstjórnar.
8.5. Stórikriki 33/Umsókn um byggingarleyfi 201602215
Gskg fasteignir ehf Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 33 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 667. fundi bæjarstjórnar.
8.6. Sölkugata 22-28/Umsókn um byggingarleyfi 201602313
Hæ ehf Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits- og innri fyrirkomulagsbreytingum á húsunum nr. 22 - 28 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir húsanna breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 667. fundi bæjarstjórnar.
8.7. Urðarholt 4/Umsókn um byggingarleyfi 201602311
Fasteignafélagið Orka ehf. Hringbraut 63 Reykjanesbæ sækir um leyfi til að breyta fjórum skrifstofurýmum í íbúðir í húsinu nr. 4 við Urðarholt í samræmi við framlögð gögn.
Samkvæmt áður gildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir að í húsinu væri atvinnustarfsemi en í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsið verði rifið og byggt nýtt í þess stað.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 667. fundi bæjarstjórnar.
8.8. Vefarastræti 1-5/Umsókn um byggingarleyfi 201602218
Hæ ehf. Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 24-ra íbúða, þriggja hæða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 1-5 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Bílakjallari og geymslur 931,3 m2, 1.hæð 738,8 m2, 2. hæð 723,4 m2, 3. hæð 723,4 m2, samtals 9392,0 m3.
Á fundi skipulagsnefndar þann 23.02.2016 var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá útfærslu sem felst í erindinu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 667. fundi bæjarstjórnar.
8.9. Vefarastræti 7-11/Umsókn um byggingarleyfi 201602306
Varmárbyggð ehf. Stórhöfða 34-40 Reykjavík sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum í baðherbergjum og eldhúsum að Vefarastræti 7-11 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 667. fundi bæjarstjórnar.
8.10. Þrastarhöfði 61/Umsókn um byggingarleyfi 201602342
Gskg fasteignir Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum og áður gerðum lagnakjallara undir bílgeymslu að Þrastarhöfða 61 í samræmi við framlögð gögn.
Lagnakjallari 44,6 m2, 82,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 283. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 667. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 238. fundar Strætó bs201603002
Fundargerð 238. fundar Strætó bs
Lagt fram.
- FylgiskjalRE: Strætó - fundargerð stjórnar nr. 238 26.02.2016.pdfFylgiskjalFundargerð stjórnarfundur 238 26022016.pdfFylgiskjalKynning ársreikningur 2015 - stjórn 26022016.pdfFylgiskjalSIÐAREGLUR STRÆTÓ BS 26022016.pdfFylgiskjalStjórn Strætó bs um störf endurskoðunarnefndar 25 02 16.pdfFylgiskjalStrætó BS ársreikningur 2015.pdfFylgiskjalStrætó endurskoðunarskýrsla 2015.pdf
10. Fundargerð 350. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201603051
Fundargerð 350. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og uppgjör vegna reksturs og framkvæmda á skíðasvæðum 2015
Lagt fram.
11. Fundargerð 836. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201603055
Fundargerð 836. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram.
12. Fundargerð 835. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201603060
Fundargerð 835. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram.
13. Fundargerð 359. fundar Sorpu bs201603074
Fundargerð 359. fundar Sorpu bs
Lagt fram.
14. Fundargerð 427. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu201603177
Fundargerð 427. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram.
- FylgiskjalSSH_08_b_Skidasvaedin_uppgjör2015.pdfFylgiskjalSSH_08_b_Skidasvaedin_rekstur2015.pdfFylgiskjalSSH_08_a_2016_02_24_Kopavogur_Baejarstj_Ferðaþj_fatladra_samthykkt.pdfFylgiskjalSSH_07_Samantekt_um_GERT_verkefnið_22.02.16.pdfFylgiskjalSSH_07_GERT.pdfFylgiskjalSSH_06_2014_07_14_Sjalfsbjorg_almenningssamgongur_fatlad_folk.m.pdfFylgiskjalSSH_05_Mosfellsbaer_Stefna_Isl_rikid.pdfFylgiskjalSSH_05_Greinargerð_ísl.ríkið_og_Mos_final.pdfFylgiskjalSSH_05_Dómur_9.feb.m.pdfFylgiskjalSSH_4_Minnisblad_allir_i_stræto.pdfFylgiskjalSSH_04_1602001_Innanrikisraduneyti_beidni_tilnefning.pdfFylgiskjalSSH_02_Þrounarfelag_samkomulag.pdfFylgiskjalSSH_02_Áætluð_lestarleið.pdfFylgiskjalSSH_01_2015_01_SSH ársreikningur_2015_KPMG-29.2.2016.pdfFylgiskjalSSH Stjórn -fundargerð nr. 427.pdfFylgiskjalSSH_Stjorn_427_fundur_2016_03_07.pdf
15. Fundargerð 65. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201603196
Fundargerð 65. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
- FylgiskjalSSK_3_ar2030-midborgin-verklysing-februar2016.m.pdfFylgiskjalSSK_2_AR2030-ruv-drog-februar2016.m.pdfFylgiskjalSSK_1_Borgarlínan-Fjármögnun-Áfangaskýrsla_I-LOKADRÖG.pdfFylgiskjalMinnisblað 65. fundur.pdfFylgiskjalSSK_65.fundargerd_19.02.2016.pdfFylgiskjalSSK fundargerð 65. fundar 19.02.2016.pdf