15. september 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hulduhólasvæði í Mosfellsbæ - tillaga að breytingu á deiliskipulagi201611227
Á 440. fundi skipulagsnefndar 7. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og annast gildistökuferlið þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Deiliskipulagsbreytingin var send Skipulagsstofnun í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu á B-deild Stjórnartíðinda. Lagður fram endurbættur uppdráttur í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að auglýsa gildistöku skipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda og jafnframt að senda lagfærðan uppdrátt til Skipulagsstofnunar þegar lagfærður uppdráttur berst frá skipulagshönnuði.
2. Brekkukot Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi201612137
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingum aðalskipulagi vegna þeirra staða í Mosfellsdal sem skilgreindir eru sem stök íbúðarhús." Frestað á 443. fundi. Lögð fram lýsing/verkáætlun skipulagsáætlunar.
Verkefnislýsing samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
3. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Á 443. fundi skipulagsnefndar 1.september 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar Stórsögu að leggja fram breytingu á auglýstri deiliskipulagstillögu til að koma til móts við athugasemdir Vegagerðinnar." Lagður fram breyttur uppdráttur.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar.
4. Spilda úr landi Miðdals 1 lnr. 125337 - ósk um gerð deiliskipulags.2017081458
Borist hefur erindi frá Ragnhildi Ingólfsdóttur fh. Ólafs Gunnarssonar og Sigrúnar Eggertsdóttur dags. 28. ágúst 2017 varðandi gerð deiliskipulags fyrir spildu úr landi Miðdals lnr. 125337.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
5. Torg í Gerplustræti - breyting á deiliskipulagi.2017081506
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna torgs í Gerplustræti.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
6. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Á 427. fundi skipulagsnefndar 13. desember 2016 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita umsagna hjá heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Landsneti." Lagðar fram umsagnir heilbrigðisfulltrúa Kjósarsvæðis og Landsnets ásamt bréfi Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu á málinu á næsta fundi nefndarinnar.
- FylgiskjalMosfellsbær efnistaka Hrossadal.pdfFylgiskjalsvar skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjalFyrirspurn um málsmeðferð_2017-06-30.pdfFylgiskjalT-gatnamót.pdfFylgiskjalGrjótnáma Hrossadalur_Vatnsverndarsvæði.pdfFylgiskjalfrá Landsneti.pdfFylgiskjalUm Grjo?tna?m i? Hrossadal.pdfFylgiskjalErindi og gögn.pdf
7. Samgöngur Leirvogstungu201611252
Á 1319. fundi bæjarráðs 31. ágúst 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar."
Erindinu vísað til væntanlegrar vinnu við gerð samgönguáætlunar fyrir Mosfellsbæ og endurskoðunar á leiðakerfi Strætó bs. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með samtökum sveitafélaga á vesturlandi um málið.
8. Samgönguáætlun fyrir Mosfellsbæ201510295
Á 419. fundi skipulagsnefndar 6. september 2016 mætti Lilja Karlsdóttir umferðarverkfræðingur og gerði grein fyrir vinnu við samgönguáætlun Mosfellsbæjar. Lagt fram minnisblað varðandi framhald vinnu við samgönguáætlun bæjarins.
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu höfundar minnisblaðsins.