Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. september 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Huldu­hóla­svæði í Mos­fells­bæ - til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi201611227

    Á 440. fundi skipulagsnefndar 7. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og annast gildistökuferlið þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Deiliskipulagsbreytingin var send Skipulagsstofnun í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu á B-deild Stjórnartíðinda. Lagður fram endurbættur uppdráttur í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að aug­lýsa gildis­töku skipu­lags­ins í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda og jafn­framt að senda lag­færð­an upp­drátt til Skipu­lags­stofn­un­ar þeg­ar lag­færð­ur upp­drátt­ur berst frá skipu­lags­hönn­uði.

  • 2. Brekku­kot Mos­fells­dal - til­laga að deili­skipu­lagi201612137

    Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingum aðalskipulagi vegna þeirra staða í Mosfellsdal sem skilgreindir eru sem stök íbúðarhús." Frestað á 443. fundi. Lögð fram lýsing/verkáætlun skipulagsáætlunar.

    Verk­efn­is­lýs­ing sam­þykkt og skipu­lags­full­trúa fal­ið að kynna hana og afla um­sagna.

  • 3. Langi­hrygg­ur, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

    Á 443. fundi skipulagsnefndar 1.september 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar Stórsögu að leggja fram breytingu á auglýstri deiliskipulagstillögu til að koma til móts við athugasemdir Vegagerðinnar." Lagður fram breyttur uppdráttur.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga. Jafn­framt verði óskað eft­ir um­sögn Vega­gerð­ar­inn­ar.

  • 4. Spilda úr landi Mið­dals 1 lnr. 125337 - ósk um gerð deili­skipu­lags.2017081458

    Borist hefur erindi frá Ragnhildi Ingólfsdóttur fh. Ólafs Gunnarssonar og Sigrúnar Eggertsdóttur dags. 28. ágúst 2017 varðandi gerð deiliskipulags fyrir spildu úr landi Miðdals lnr. 125337.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

  • 5. Torg í Gerplustræti - breyt­ing á deili­skipu­lagi.2017081506

    Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna torgs í Gerplustræti.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar skipu­lags­full­trúa að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

  • 6. Efn­istaka í Hrossa­dal í landi Mið­dals - breyt­ing á Að­al­skipu­lagi201609420

    Á 427. fundi skipulagsnefndar 13. desember 2016 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita umsagna hjá heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Landsneti." Lagðar fram umsagnir heilbrigðisfulltrúa Kjósarsvæðis og Landsnets ásamt bréfi Skipulagsstofnunar.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir kynn­ingu á mál­inu á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar.

  • 7. Sam­göng­ur Leir­vogstungu201611252

    Á 1319. fundi bæjarráðs 31. ágúst 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar."

    Er­ind­inu vísað til vænt­an­legr­ar vinnu við gerð sam­göngu­áætlun­ar fyr­ir Mos­fells­bæ og end­ur­skoð­un­ar á leiða­kerfi Strætó bs. Jafn­framt fel­ur nefnd­in skipu­lags­full­trúa að óska eft­ir fundi með sam­tök­um sveita­fé­laga á vest­ur­landi um mál­ið.

  • 8. Sam­göngu­áætlun fyr­ir Mos­fells­bæ201510295

    Á 419. fundi skipulagsnefndar 6. september 2016 mætti Lilja Karlsdóttir umferðarverkfræðingur og gerði grein fyrir vinnu við samgönguáætlun Mosfellsbæjar. Lagt fram minnisblað varðandi framhald vinnu við samgönguáætlun bæjarins.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir kynn­ingu höf­und­ar minn­is­blaðs­ins.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:15