17. mars 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Flugumýri 2-10, ósk um bann við lagningu bifreiða.201601176
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs dags. 10.3.2016 um mögulegar aðgerðir í götunni.
Skipulagsnefnd samþykkir að bifreiðastöður verði bannaðar við vestur kant götu samkvæmt framlögðu minnisblaði umhverfissviðs og felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að annast frágang málsins.
2. Úr landi Miðdals, lnr. 125337, erindi um orlofsþorp201309070
Tekið fyrir að nýju, en á 406. fundi var afgreiðslu frestað og samþykkt að gefa umsækjendunum kost á að tjá sig um framkomnar athugasemdir.
Í umsögn Skipulagsstofnunar frá 14. janúar 2015 um verkefnislýsingu fyrir fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag orlofshúsaþyrpingar fyrir ferðamannaþjónustu, eru gerðar veigamiklar athugasemdir við þessi áform, þau sögð stangast á við stefnumarkanir í aðalskipulagi og kalla á breytingu á skilgreiningu landnotkunar úr svæði fyrir frístundabyggð yfir í verslunar og þjónustusvæði. Þá er einnig ljóst af framkomnum athugasemdum nágranna við verklýsinguna, að mikil og almenn andstaða er meðal þeirra við áformin.
Í ljósi þessa samþykkir skipulagsnefnd að falla frá áformum um skipulag fyrir ferðamannaþjónustu á umræddu landi.3. Hestaíþróttasvæði Varmárbökkum, endurskoðun deiliskipulags200701150
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi hestaíþróttasvæðisins á Varmárbökkum og drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma 13.10.2015 til 24.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög að svörum, og samþykkir jafnframt deiliskipulagið með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á gögnum eftir umfjöllun um athugasemdir á auglýsingartíma, en með þeirri breytingu til viðbótar að í stað heitisins Skólabraut komi Harðarbraut. Skipulagsfulltrúa er falið að annast gildistöku skipulagsins.
4. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Gerð var grein fyrir viðræðum við Stórsögumenn um mögulegan annan stað fyrir uppbyggingu víkingaþorps.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning skipulagsvinnu sem nauðsynleg er til þess að hugmyndir um víkingabæ á Langahrygg geti orðið að veruleika.
5. Lundur, Mosfellsdal, ósk 2016 um breytingar á deiliskipulagi201603043
Tekið fyrir að nýju erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar um breytingar á deiliskipulagi Lundar, m.a. svo að þar megi reka ferðamannaþjónustu.
Nefndin lýsir sig jákvæða gagnvart uppbyggingu ferðamannaþjónustu að Lundi, en þó í minna umfangi en framlögð tillaga gerir ráð fyrir. Forsenda slíkrar breytingar á deiliskipulagi er að jafnframt verði gerð breyting á aðalskipulagi og skilgreiningu landnotkunar viðkomandi hluta landsins breytt úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði.
6. Í Elliðakotslandi 125235, stofnun lóðar f. spennistöð201603068
Tekið fyrir að nýju erindi Orkuveita Reykjavíkur um stofnun 16 m2 lóðar fyrir spennistöð út úr landi/lóð nr. 125235. Lagðar fram upplýsar um vatnsverndarmörk á svæðinu og reglugerð um vatnsvernd.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við stofnun lóðar fyrir smáspennistöð, en bendir á að samkvæmt ákvæðum samþykktar nr. 555/2015 um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarkaupstaðar ber Orkuveitunni að sækja um starfsleyfi fyrir byggingu spennistöðvarinnar til Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
7. Hlíðarás 1a/Umsókn um byggingarleyfi201603013
Tekið fyrir að nýju erindi Svavars Benediktssonar um innréttingu íbúðarrýmis á neðri hæð hússins í því skyni að reka þar "sölugistingu."
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið.
8. Helgafellshverfi, 2. og 3. áfangi, óskir um breytingar á deiliskipulagi201509513
Lögð fram ný tillaga frá Steindóri Kára Kárasyni arkitekt f.h. Hamla 1 ehf. þar sem gert er ráð fyrir að í stað einbýlishúsa nr. 14 og 16 við Ástu Sólliljugötu komi fjögurra íbúða raðhús og að á lóðirnar Bergrúnargata 1 og 3 komi parhús í stað einbýlishúsa.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga um breytingar á deiliskipulagi.