Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. mars 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Flugu­mýri 2-10, ósk um bann við lagn­ingu bif­reiða.201601176

    Lagt fram minnisblað umhverfissviðs dags. 10.3.2016 um mögulegar aðgerðir í götunni.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bif­reiða­stöð­ur verði bann­að­ar við vest­ur kant götu sam­kvæmt fram­lögðu minn­is­blaði um­hverf­is­sviðs og fel­ur fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ann­ast frá­g­ang máls­ins.

  • 2. Úr landi Mið­dals, lnr. 125337, er­indi um or­lofs­þorp201309070

    Tekið fyrir að nýju, en á 406. fundi var afgreiðslu frestað og samþykkt að gefa umsækjendunum kost á að tjá sig um framkomnar athugasemdir.

    Í um­sögn Skipu­lags­stofn­un­ar frá 14. janú­ar 2015 um verk­efn­is­lýs­ingu fyr­ir fyr­ir­hug­aða breyt­ingu á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lag or­lofs­húsa­þyrp­ing­ar fyr­ir ferða­manna­þjón­ustu, eru gerð­ar veiga­mikl­ar at­huga­semd­ir við þessi áform, þau sögð stang­ast á við stefnu­mark­an­ir í að­al­skipu­lagi og kalla á breyt­ingu á skil­grein­ingu land­notk­un­ar úr svæði fyr­ir frí­stunda­byggð yfir í versl­un­ar og þjón­ustu­svæði. Þá er einn­ig ljóst af fram­komn­um at­huga­semd­um ná­granna við verk­lýs­ing­una, að mik­il og al­menn and­staða er með­al þeirra við áformin.
    Í ljósi þessa sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd að falla frá áform­um um skipu­lag fyr­ir ferða­manna­þjón­ustu á um­ræddu landi.

    • 3. Hestaí­þrótta­svæði Varmár­bökk­um, end­ur­skoð­un deili­skipu­lags200701150

      Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi hestaíþróttasvæðisins á Varmárbökkum og drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma 13.10.2015 til 24.11.2015.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir fram­lögð drög að svör­um, og sam­þykk­ir jafn­framt deili­skipu­lag­ið með þeim breyt­ing­um sem gerð­ar hafa ver­ið á gögn­um eft­ir um­fjöllun um at­huga­semd­ir á aug­lýs­ing­ar­tíma, en með þeirri breyt­ingu til við­bót­ar að í stað heit­is­ins Skóla­braut komi Harð­ar­braut. Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að ann­ast gildis­töku skipu­lags­ins.

    • 4. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

      Gerð var grein fyrir viðræðum við Stórsögumenn um mögulegan annan stað fyrir uppbyggingu víkingaþorps.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að hefja und­ir­bún­ing skipu­lags­vinnu sem nauð­syn­leg er til þess að hug­mynd­ir um vík­inga­bæ á Langa­hrygg geti orð­ið að veru­leika.

      • 5. Lund­ur, Mos­fells­dal, ósk 2016 um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201603043

        Tekið fyrir að nýju erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar um breytingar á deiliskipulagi Lundar, m.a. svo að þar megi reka ferðamannaþjónustu.

        Nefnd­in lýs­ir sig já­kvæða gagn­vart upp­bygg­ingu ferða­manna­þjón­ustu að Lundi, en þó í minna um­fangi en fram­lögð til­laga ger­ir ráð fyr­ir. For­senda slíkr­ar breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi er að jafn­framt verði gerð breyt­ing á að­al­skipu­lagi og skil­grein­ingu land­notk­un­ar við­kom­andi hluta lands­ins breytt úr land­bún­að­ar­svæði í versl­un­ar- og þjón­ustu­svæði.

        • 6. Í Ell­iða­kotslandi 125235, stofn­un lóð­ar f. spennistöð201603068

          Tekið fyrir að nýju erindi Orkuveita Reykjavíkur um stofnun 16 m2 lóðar fyrir spennistöð út úr landi/lóð nr. 125235. Lagðar fram upplýsar um vatnsverndarmörk á svæðinu og reglugerð um vatnsvernd.

          Skipu­lags­nefnd ger­ir fyr­ir sitt leyti ekki at­huga­semd við stofn­un lóð­ar fyr­ir smá­spennistöð, en bend­ir á að sam­kvæmt ákvæð­um sam­þykkt­ar nr. 555/2015 um vernd­ar­svæði vatns­bóla inn­an lög­sagn­ar­um­dæma Mos­fells­bæj­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar, Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, Kópa­vogs­bæj­ar, Garða­bæj­ar og Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað­ar ber Orku­veit­unni að sækja um starfs­leyfi fyr­ir bygg­ingu spenni­stöðv­ar­inn­ar til Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is.

        • 7. Hlíðarás 1a/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201603013

          Tekið fyrir að nýju erindi Svavars Benediktssonar um innréttingu íbúðarrýmis á neðri hæð hússins í því skyni að reka þar "sölugistingu."

          Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið.

          • 8. Helga­fells­hverfi, 2. og 3. áfangi, ósk­ir um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201509513

            Lögð fram ný tillaga frá Steindóri Kára Kárasyni arkitekt f.h. Hamla 1 ehf. þar sem gert er ráð fyrir að í stað einbýlishúsa nr. 14 og 16 við Ástu Sólliljugötu komi fjögurra íbúða raðhús og að á lóðirnar Bergrúnargata 1 og 3 komi parhús í stað einbýlishúsa.

            Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una til aug­lýs­ing­ar í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40