20. september 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um deiliskipulag Lágafelli2016081715
Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar. Frestað á 419. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman nánari gögn fyrir næsta fund.
2. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um stofnun lögbýlis að Brekkukoti í Mosfellsdal2016081737
Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.Frestað á 419. fundi nefndar.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis á landinu Brekkukoti.
3. Miðdalur - land nr. 125194 - bygging frístundahúss201609030
Borist hefur erindi frá Antoni Erni Arnarsyni dags. 1. sept. 2016 varðandi byggingu á sumarhúsi í landi nr. 125194 í landi Miðdals.
Nefndin er jákvæð fyrir að lögð verði fram tillaga að deiliskipulagi fyrir landið í heild.
4. Framkvæmdaleyfi - reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum201609031
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. Hestamannafélagsins Harðar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur og óska eftir frekari gögnum. Jafnframt verði framkvæmdaleyfisumsóknin kynnt fyrir umhverfisnefnd.
5. Breyting á aðalskipulagi - Seljabrekka201609055
Borist hefur erindi frá Dísu Anderiman dags. 5. september 2016 þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar til þeirrar hugmyndar að breyta aðalskipulagi á jörðinni Seljabrekku úr landbúnaðarsvæði í afþreyingar og ferðamannasvæði.
Nefndin getur ekki tekið jákvæða afstöðu til erindisins að svo stöddu þar sem hugmyndin samræmist ekki vatnsverndarákvæði svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins “Höfuðborgarsvæðið 2040" Unnið að endurskoðun þess.
6. Helgafellshverfi 3. áfangi - breyting á deiliskipulagi Sölkugata 1-5201607043
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt fh. HJS bygg ehf. dags. 22. júní 2016 varðandi breytingar á deiliskipulagi Sölkugötu 1-5.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
7. Skeiðholt, erindi vegna götunnar Skeiðholt2016081673
Borist hefur erindi frá Anítu Gísladóttur dags. 10 ágúst 2016 varðandi götuna Skeiðholt.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
8. Brekkutangi-hraðakstur í götu201609069
Borist hefur erindi frá Karli Guðna Erlingssyni dags. 6. sept. 2016 varðandi hraðakstur í Brekkutanga.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
9. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Á 419. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að vísa athugasemdum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins, sem leggi fram tillögu að svörum á næsta fundi.
Lögð fram drög að svörum frá skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanni. Nefndin samþykkir framlagða tillögu að svörum og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
- Fylgiskjalbréf til skipulagsnefndar, dags. 19.8.2016 (undirritað).pdfFylgiskjalbréf til skipulagsnefndar, dags. 4.5.2016 (final undirritað).pdfFylgiskjalUmhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 170 (10.8.2016) - Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús.pdfFylgiskjalAthugasemdir Hagalindar við tillögu að deiliskipulagi alifuglabús að Suður Reykjum.pdf
10. Laxatunga 36-54, ósk um breytingu á deiliskipulagi201605295
Á 419. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að fela skipulagfulltrúa að vinna drög að svörum við framkomnum athugasemdum og leggja fram á næsta fundi.
Lögð fram drög að svörum frá skipulagsfulltrúa. Nefndin samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa að svörum og felur honum að annast gildistökuferlið.
11. LAXATUNGA 91/Umsókn um byggingarleyfi2016082110
Hvítur píraímdi ehf Brekkuhvarfi 15 Kópavogi sækir um leyfi til að stækka bílskúr, svalir og opið rými undir svölum á áðursamþykktu húsi á lóðinni nr. 91 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun bílgeymslu 9,8 m2, 33,5 m3, opið rými 41,1 m2, 146,0 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um málið. Frestað á 419. fundi nefndar.
Sótt er um leyfi fyrir stækkun mannvirkis sem þegar hefur verið byggt og nær 329 cm. út fyrir byggingarreit auk þess að vera 52 m2 umfram leyfilegt nýtingarhlutfall á lóðinni.
Skipulagsnefnd mælir með að farið verði að ákvæðum kafla 2.9 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og þess krafist að óleyfisframkvæmdir verði fjarlægðar.12. Hlíðartún 2a - bygging parhúss á lóðinni að Hlíðartúni 2a201609159
Borist hefur erindi frá Pétri ehf. dags. 9. september 2016 varðandi byggingu parhúss á lóðinni að Hlíðartúni 2a.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
13. Helgafellshverfi - ný vegtenging201609186
Kynning á hugmyndum um nýja vegtenginu frá Kóngsvegi að Helgafellshverfi.
Stutt kynning en umræðu vísað til næsta fundar.
14. Desjamýri 10 - stækkun lóðar, breyting á deiliskipulagi201609187
Borist hefur erindi frá Eldey Invest ehf. dags. 13. september 2016 varðandi stækkun á lóð að Desjamýri 10.
Frestað.
15. Uglugata 2-22, óveruleg breyting í deiliskipulagi2016081169
Á 419.fundi nefndar var erindi tekið fyrir erindi frá Fasteignafélaginu Helgafell ehf. tekið fyrir og afgreitt með eftirfarandi hætti: "Nefndin fellst ekki á frekari fjölgun íbúða á lóðinni en þegar hefur verið samþykkt og synjar erindinu"
Frestað.
16. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Á fundinn mættu Kristbjörn H Björnsson og Sigurlaugur Ingólfsson fulltrúar Stórsögu og gerðu grein fyrir hugmyndum um Víkingaþorp á Langahrygg.
Kynning og umræður um framlagða deiliskipulagstillögu.
17. Vogatunga 42-48 Umsókn um byggingarleyfi201507153
Húsbyggingar ehf. Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr, 42, 44, 46 og 48 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Nr. 42 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3. Nr. 44 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,5 m3. Nr. 46 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,7 m3. Nr. 48 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um málið.
Frestað.
18. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012201210297
Á 417. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús á auglýsingartíma tillögunnar."
Frestað.
19. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 293201609015F
Lagt fram.
19.1. Uglugata 24-30/Umsókn um byggingarleyfi 2016081705
AH verktakar ehf. Vesturási 48 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu 8 íbúða fjöleignahús og bílageymslur á lóðinni nr. 24-30 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Matshluti 1, 2 íbúðir 269 m2, 831,2 m3,
matshluti 2, 4 íbúðir 448,8 m2, 1379,9 m3,
matshluti 3, 2 íbúðir 269 m2, 831,2 m3,
matshluti 4, geymslur, bílgeymslur 79,5 m2, 253,4 m3,
matshluti 5, geymslur, bílgeymslur 79,5 m2, 253,4 m3.19.2. Laxatunga 19, Umsókn um byggingarleyfi 201609207
Stefán G. Jósafatsson Smárarima 44 Reykjavík sækir um leyfi fyrir endurnýjun á byggingarleyfi fyrir einbylishús með innbyggðri bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr.19 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Íbúð 188,6 m2, bílgeymsla 37,2 m2, 829,8 m3.19.3. Vogatunga 42-48 Umsókn um byggingarleyfi 201507153
Húsbyggingar ehf. Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr, 42, 44, 46 og 48 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 42 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.
Nr. 44 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,5 m3.
Nr. 46 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,7 m3.
Nr. 48 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.19.4. Leirvogstunga 17, umsókn um byggingarleyfi 201609203
Bátur ehf. Naustabryggju 28 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja áðursamþykkt einbýlishús og bílgeymslu úr forsteyptum einingum í stað timburs.
Stærðir húss, íbúð 171,5 m2, bílgeymsla 28,5 m2, 749,3 m3.19.5. Laxatunga 193/Umsókn um byggingarleyfi 201609029
Daði Jóhannsson Víðimel 71 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 193 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 208,1 m2, bílgeymsla 42,3 m2, 914,2 m3.19.6. Gámastöð Sorpu nr.125132/Umsókn um byggingarleyfi 201609113
Sorpa Gylfaflöt 5 Garaðabæ sækir um leyfi fyrir lóðarstækkun og breytingum á uppkeyrslurampi á lóð nr. 125132, Haraðabraut 6 í samræmi við deiliskipulag.