26. ágúst 2015 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson 2. varabæjarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1223201508009F
Fundargerð 1223. bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 654. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Ósk um skiptingu lóðar lnr. 123713 201508101
Margrét Tryggvadóttir óskar eftir skiptingu lóðar lnr. 123713.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1223. fundar bæjarráðs samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Fyrirspurn um færslu ljósastaura og fleira í Kvíslartungu 201507221
Guðbjartur Ægisson í Kvíslartungu 106 hafði samband og óskaði eftir að allir ljósastaurar í götunni yrðu færðir. Þá óskar hann ennfremur eftir fegrun og lagfæringu á opnu svæði austan við hverfið, Kiwanishús og eldri fjárhús sem þar standa víki sem fyrst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1223. fundar bæjarráðs samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi 201508993
Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1223. fundar bæjarráðs samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 394201508004F
Fundargerð 394. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 654. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Aðalskipulag, innleiðing nýs svæðisskipulags 201508395
Lagt fram bréf frá Hrafnkeli Proppe svæðisskipulagsstjóra þar sem vakin er athygli á því að skv. nýsamþykktu svæðisskipulagi skulu sveitarfélögin hafa innleitt stefnu svæðisskipulagsins í aðalskipulag sitt innan 18 mánaða frá samþykktinni. Svæðisskipulagið tók gildi 14. júlí 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Efri Hvoll - Umsókn um stöðuleyfi f. aðstöðugám fyrir bílstjóra Strætós á lóð OR. 201504176
Tekið fyrir að nýju, lögð fram tillaga að breyttri staðsetningu aðstöðugáms vagnstjóra sem sótt er um stöðuleyfi fyrir. Byggingarfulltrúi óskaði eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa 201503509
Á 1219. fundi bæjarráðs 9. júlí sl. var samþykkt að vísa minnisblaði lögmanns bæjarins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í nefndum bæjarins. Jafnframt var lögmanni falið að funda síðan með þeim nefndum sem teldu þess þörf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Litlikriki 3-5, fyrirspurn um þrjár íbúðir í stað tveggja. 201503299
Tekið fyrir að nýju, en bæjarráð vísaði málinu aftur til skipulagsnefndar þar sem í ljós kom að láðst hafði að taka fyrir og svara athugasemd frá Leifi Guðjónssyni dags. 22. júní 2015. Athugasemdin lögð fram ásamt endurskoðuðum drögum að svörum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Vefarastræti 8-22, ósk um breytingar á deiliskipulagi 201506050
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
2.6. Gerplustræti 2-4, ósk um breytingar á deiliskipulagi 201506053
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
2.7. Gerplustræti 1-5, ósk um breytingar á deiliskipulagi 201506052
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna skipulagsbreytinga í Helgafellslandi:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð meirihluta D- og V-lista í skipulagsnefnd. Enn og aftur er verið að breyta deiliskipulagi í Helgafellslandi á þann veg að aðlaga uppbyggingu að kröfum þeirra framkvæmdaaðila sem lýsa sig reiðubúna til að byggja og það ódýrt. Skipulagsbreytingarnar taka ekki mið af heildarhugsun í skipulagi, þær eru unnar lóð fyrir lóð, án heildarsamhengis og krafna um gæði. Þær samræmast ekki stefnu Mosfellsbæjar í aðal- og deiliskipulagi og ganga gegn því upphaflega markmiði að reisa fjölbreytta og lífvænlega byggð í Helgafellslandi. $line$Það er aumt til þess að vita að meirihlutinn skuli ekki megna að framfylgja eigin stefnu í skipulagi. Þegar efnahagslegar forsendur brugðust láðist D- og V-lista að nýta sér það tækifæri sem gafst til að endurskoða skipulagið í heild í ljósi nýs veruleika. Í stað þess er Mosfellsbær nú orðinn fórnarlamb aðgerðarleysis pólitísks meirihluta sem telur sig ekki eiga annars úrkosta en að dansa eftir vilja þeirra framkvæmdaaðila sem hér vilja byggja. Meirihluti D- og V-lista er því ekki einungis kominn langleiðina með að rústa upphaflegu skipulagi í Helgafellslandi, heldur er hann búinn að gefa frá sér stjórnina í skipulagsmálum.$line$Það að fulltrúar D- og V-lista skuli í skjóli nætur hafa þvingað í gegn verulegar breytingar á skipulagi í Helgafellslandi með því að boða til aukafundar í sumarfríi nefndarmanna í júlí sl. er lýsandi fyrir þá niðurlægingu sem einkennt hefur þetta ferli. Sömu sögu er að segja um þá ófyrirleitnu aðgerð að senda breytingar á skipulagi í auglýsingu um hásumar. Slíkum vinnubrögðum hafnar Íbúahreyfingin.$line$Þrjár skipulagsbreytingar voru samþykktar á umræddum fundi skipulagsnefndar nr. 384. Sjá mál nr. 2.5. 201506050; 2.6. 201506053 og 2.7. 201506052.$line$$line$Sigrún H Pálsdóttir$line$$line$Bókun D- og V-lista:$line$Margoft hefur verið farið yfir það með hvaða hætti brugðist hefur verið við óskum um breytingar á skipulagi í Helgafellshverfi. Skipulagsnefnd hefur í öllum tilfellum farið faglega yfir þær óskir og brugðist við þeim óskum sem eru þess eðlis að þær séu til bóta fyrir hverfið. Skipulagsnefnd og embættismenn sem með nefndinni vinna hafa góða yfirsýn yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á hvefinu og í þeim felst ekki breyting á heildarmynd eða hugmyndafræði hverfisins. Þarna er verið að koma til móts við óskir markaðarins um minni og ódýrari íbúðir. $line$Meirihluti V- og D- lista vísar alfarið á bug stóryrðum og gífuryrðum fulltrúa Íbúahreyfingarinar um ófaglega vinnu. Dylgjur um að verið sé að þvinga í gegn verulegar breytingar á skipulagi í hverfinu í "skjóli nætur" eru fásinna og ekki svara verðar. $line$$line$Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
2.8. Reykjamelur 8 / Umsókn um byggingarleyfi 201504068
Grenndarkynningu á umsókn um stækkun og breytingar lauk 14. ágúst, engin athugasemd hefur borist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Grenibyggð 11, umsókn um byggingarleyfi 201506027
Grenndarkynningu á umsókn um stækkun og breytingar lauk 31. júlí, engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.10. Grunnskóli v/Æðarhöfða og bílastæði golfvallar, deiliskipulag 201504234
Verkefnislýsing og deiliskipulagstillaga teknar fyrir að nýju sbr. bókun á 393. fundi þar sem afgreiðslu var frestað. Lögð fram athugasemd frá íbúum í Þrastarhöfða 53 sem barst í tölvupósti 20. júlí.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
2.11. Golfvöllur Blikastaðanesi, breyting á deiliskipulagi. 201508944
Golfklúbbur Mosfellsbæjar óskar eftir breytingu á deiliskipulagi golfvallar þannig að lóð og byggingarreitur golfskála færist til vesturs, sbr. meðfylgjandi skipulagstillögu og skýringarmyndir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
2.12. Úlfarsfellsland 125500 - Umsókn um byggingarleyfi 201507122
Haraldur V.Haraldson hefur sótt um leyfi til að endurbyggja og stækka sumarbústað í samræmi við framlögð gögn. Stærð bústaðs eftir breytingu 89,9 m2.
Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem er ekki fyrir hendi deiliskipulag.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.13. Úr landi Miðdals, lnr. 125337, erindi um orlofsþorp 201309070
Erindi eigenda landsins um að það verði skipulagt undir orlofsbyggð/ferðaþjónustu tekið fyrir að nýju. Málið var áður á dagskrá 378. fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.14. Reykjahvoll 20-30, breytingar á aðal- og deiliskipulagi 2014082083
Lagðar fram að nýju tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi, sem lúta að færslu lóða við Reykjahvol og reiðleiðar ofan þeirra til austurs og fjölgun lóða um fjórar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.15. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Lagt fram minnisblað frá verkfræðistofunni Vatnaskilum um "Endurskoðun yfirborðsvatnasviðs Laxnesdýja vegna vatnsverndar", þar sem fram kemur að verði yfirborðsvatn leitt til vesturs eftir skurði meðfram Þingvallavegi í stað þess að hleypa því til suðurs um vegræsi gegnum veginn, muni ekki verða þörf á að skilgreina svæði norðan vegarins sem grannsvæði vatnsverndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.16. Uglugata 68, fyrirspurn um breytta húsgerð 201508880
Lögð fram fyrirspurn núverandi lóðarhafa og tilboðsgjafa í lóðina um það hvort fallist verði á að reisa einnar hæðar hús á lóðinni í stað tveggja hæða eins og skipulag gerir ráð fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.17. Hlaðgerðarkot meðferðarheimili, deiliskipulag 201508879
Samhjálp félagasamtök óska með bréfi dags. 13. ágúst 2015 eftir því að Mosfellsbær deiliskipuleggi lóð meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal í samræmi við meðfylgjandi tillöguteikningar að stækkun meðferðarheimilisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.18. Háeyri, ósk um samþykkt deiliskipulags 2015081086
Lögð fram tillaga KrArk teiknistofu að deiliskipulagi Háeyrar, unnin fyrir landeigandann Sigurð I B Guðmundssson. Tillagan gerir ráð fyrir að landið skiptist í tvær lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.19. Uglugata 32-38 og 40-46, fyrirspurn um breytingar á húsgerðum og fjölgun íbúða. 201508941
JP Capital ehf óskar 13.8.2015 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem fela í sér breytingar á húsgerðum og byggingarreitum og fjölgun íbúða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.20. Ástu-Sólliljugata 19-21, 18-20 og 26-28, fyrirspurn um fjölgun íbúða 201508937
JP Capital ehf óskar 13.8.2015 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem fela í sér fjölgun íbúða um samtals 5 á lóðunum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.21. Spilda í landi Hraðastaða nr. 198660, ósk um samþykki á nafni 2015081082
Þórun Jónsdóttir óskar með bréfi dags. 14. ágúst 2015 eftir því að skipulagsnefnd samþykki nafnið Dalhólar á nýstofnuðu lögbýli í landi Hraðastaða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.22. Skálahlíð 31 / umsókn um byggingarleyfi 201508106
Daníel V. Antonsson hefur sótt um takmarkað byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi og bílgeymslu á lóðinni nr. 31 við Skálahlíð. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem framlagðar teikningar gera ráð fyrir að tvö horn hússins gangi talsvert út fyrir byggingarreit.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 162201508003F
Fundargerð 162. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 654. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2015 201507010
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 fyrir húsagarða, íbúagötur og fyrirtæki/stofnanir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 162. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
4. Fundargerð 223. fundar Strætó bs2015081388
Fundargerð 223. fundar Strætó bs
Lagt fram.
- FylgiskjalStrætó verklagsreglur við vá 12082015.pdfFylgiskjalStrætó minnisblað vegna mannauðsmála 12082015.pdfFylgiskjalStrætó arshlutareikn 30 6 15 undirritadur.pdfFylgiskjalMælaborð - jan- júlí 2015.pdfFylgiskjalÁrshlutauppgjör kynning - stjórn 14.08.2015.pdfFylgiskjalFundargerð stjórnarfundur nr. 223 14. ágúst 2015.pdfFylgiskjalRE: Strætó - fundargerð stjórnar nr. 223 og fylgigögn.pdf
5. Fundargerð 352. fundar Sorpu bs2015081755
Fundargerð 352 fundar Sorpu bs
Lagt fram.
6. Fundargerð 417. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu201507078
Lögð er fram til kynningar fundargerð 417.fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.
7. Fundargerð 829.fundar Sambands íslenskra sveitafélaga201507077
Lögð er fram til kynningar fundargerð 829.fundar Sambands íslenskra sveitafélaga.
Lagt fram.
8. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1218201506027F
.
Fundargerð 1218. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Erindi Hestamannafélagsins Harðar um lækkun byggingargjalda 201506172
Erindi Hestamannafélagsins Harðar um að félaginu verði veittur styrkur til greiðslu byggingargjalda vegna stækkunar á félagsheimili. Minnisblað fjármálastjóra lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1218. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Fasteignamat 2016 201506379
Erindi Þjóðskrár um endurskoðun fasteignamats lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1218. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Tjón vegna óveðurs 14. mars 2015 201503370
Drög að bréfi til Vegagerðarinnar vegna áskorunar um úrbætur við Reykjaveg lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1218. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018 201405028
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu mála vegna yfirferðar á fjárhagsáætlun ársins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1218. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
9. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1219201507007F
.
Fundargerð 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Erindi Hestamannafélagsins Harðar vegna ofanvatns 201506409
Hestamannafélagið Hörður óskar eftir að áhersla verði lögð á að leysa vandamál tengd ofanvatni á yfirstandandi ári.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur 201507045
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018 201405028
Lagt fram minnisblað um yfirferð fjárhagsáætlunar 2015-2018 og tillögur því tengdu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
9.4. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-2017 2014081479
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar í október 2014. Framkvæmdaáætlun var lögð fram til fjögurra ára og fylgir hér með yfirlit þar sem farið er yfir stöðu einstakra verkefna miðað við júní 2015. Lagt er upp með að fulltrúar í nefndum og ráðum kynni sér vel efni og innihald jafnréttisáætlunarinnar og kanni hvaða efnishlutar eigi við um málaflokk viðkomandi nefndar og hafi þá til hliðsjónar í stefnumótandi ákvörðunum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
9.5. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa 201503509
Minnisblað lögmanns lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar vill ítreka þá ósk að minnisblað lögmanns bæjarins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa verði endurskoðað. Ástæðan er m.a. sú að ein setningin er óræð og gæti falið í sér takmörkun á lýðræðislegum réttindum sveitarstjórnarmanna í Mosfellsbæ, auk þess sem hún á sér hvorki stoð í sveitarstjórnarlögum né í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar. $line$Setningin um ræðir hljómar svo: "...og þá hefur verið talið að sveitarstjórnarmenn eigi einungis rétt á að fá upplýsingar sem eru til staðar en ekki að upplýsingar séu sérstaklega unnar."$line$Sveitarstjórnarmenn eru háðir því að geta leitað eftir margvíslegri aðstoð stjórnsýslunnar og fyrir kemur að þeir þurfi að óska etir því að hún vinni fyrir þá verkefni sem þarfnast heimildavinnu. Þessi setning útlokar slíkt.$line$Það er mikilvægt að Mosfellsbær virði réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna og auki þau frekar en að takmarka. $line$$line$Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
9.6. Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika 201005049
Tillögur lögmanns um framhald málanna kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
9.7. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ 201409371
Óskað er heimildar bæjarráðs á breytingum við innheimtu gjalda í tengslum við úthlutun leiguíbúðalóða í miðbæ Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
9.8. Gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Mosfellsbæ 201507052
Lögð er fram ný gjaldskrá um gatnagerðargjöld vegna sérstakrar gjadtöku fyrir bílakjallara.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
9.9. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu að eigendasamkomulagi um Sorpu bs. 201310271
Minnisblað framkvæmdastjóra Sorpu um framgang verkefna sem tengjast eigendasamkomulagi um gas- og jarðgerðarstöð lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
9.10. Seljadalsnáma, ósk um breytingu á vinnslutímabili 201411043
Lagt fram bréf Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. um að breyting verði gerð á heimiluðum efnistökutíma úr Seljadalsnámu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
10. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1220201507015F
.
Fundargerð 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019 201507096
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra sem markar upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2016 - 2019.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að framkvæmdastjórum sviða og undirstofnunum þeirra verði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2016-2019 falið að vinna starfsáætlun þar sem fram koma helstu markmið og þau verkefni sem á að ráðast í og þarf að vinna á starfsárinu. Um er að ræða mikilvægt upplýsinga og vinnugagn sem hjálpar til við rekstur sveitarfélagsins og veitir m.a. bæjarstjórn, kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins nauðsynlega innsýn í stöðu mála fyrirfram. $line$Samband íslenskra sveitarfélaga hefur talað fyrir því að sveitarfélög tileinki sér að vinna greinargóðar starfsáætlanir og leggur Íbúahreyfingin til að Mosfellsbær taki upp það vinnulag.$line$Ársskýrslur sem mikil vinna hefur verið lögð í eru eftiráplögg og gegna því öðru hlutverki en starfsáætlanir sem vísa veginn inn í framtíðina.$line$$line$Framkomin tillaga um frávísun tillögunar var samþykkt með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.$line$$line$Afgreiðsla 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Í túninu heima - stöðugjöld söluvagna 201507051
Reglur um innheimtu stöðugjalda vegna söluvagna á bæjarhátíðinni, Í túninu heima. Lagt fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
10.3. Seljadalsnáma, ósk um breytingu á vinnslutímabili 201411043
Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum við Malbikunarstoðina Höfða. Fyrirtækið hefur boðað að það muni leggja fram viðbótargögn á morgun 14. júlí. Gögn þessi verða hengd inn á fundargátt um leið og þau berast.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
10.4. Umsókn um lóð / Desjamýri 10 201507120
Umsókn Lárusar Einarssonar um lóð við Desjamýri 10 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
10.5. Vatnsveita Mosfellsbæjar - þróun og endurbætur 2014-2019 201405143
Lögð er fram ósk um heimild til útboðs á 1. áfanga framkvæmda við endurnýun stofnlagnar vatnsveitu úr Mosfellsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
10.6. Vefarastræti 8-22, ósk um breytingar á deiliskipulagi 201506050
Skipulagsnefnd vísaði því til bæjarráðs að gera samkomulag vegna viðbótaríbúða við Vefarastræti 8-22.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
10.7. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 232 201507006F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
10.8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 268 201507010F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
11. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1221201507021F
.
Fundargerð 1221. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Umsókn um lóð - Desjamýri 1 201505109
Umsókn Mótandi ehf. um lóð við Desjamýri 1 lögð fram ásamt upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi á lóðinni. Umsækjandi sótti upphaflega um lóð við Desjamýri 10, en hefur nú óskað eftir breytingu á þá leið að honum verði úthlutað lóðinni Desjamýri 1.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1221. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
11.2. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis að Reykjahlíð Mosfellsdal 201506002
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna reksturs heimagistingar við Reykjahlíð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1221. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
11.3. Fræðsluefni til íbúa vegna hættu á ofanvatnsmengun 201505017
Drög að upplýsingariti til íbúa vegna ofanvatnsmála nálægt viðkvæmum viðtökum lögð fyrir bæjarráð til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1221. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
11.4. Framkvæmdir 2015 201505030
Lögð fram til kynningar samantekt um stöðu framkvæmda í Mosfellsbæ í júlí 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1221. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
11.5. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2015 201501503
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða stofnun nýs skuldabréfaflokks
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1221. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
11.6. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitafélaga 201507182
Erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitafélaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1221. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
11.7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 393 201507011F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1221. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
11.8. Útboð á gatnagerð í Vogatungu í Leirvogstungulandi 201503574
Lögð fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að semja við lægstbjóðanda í verkið á grundvelli fyrirliggjandi tilboða og útboðsgagna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1221. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
12. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1222201507023F
.
Fundargerð 1222. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Reykjahvoll - gatnagerð 201312026
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda vegna vinnu við fráveitu í Reykjahvoli.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1222. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
12.2. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis 201406128
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1222. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
12.3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur 201507045
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs um frumvarp til laga um húsnæðisbætur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1222. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
12.4. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 233 201507020F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1222. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
12.5. Fundargerð 222. fundar Strætó bs 201507222
Fundargerð 222. fundar Strætó bs
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1222. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 270201508006F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerð 270. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Laxatunga 62-68 /umsókn um byggingarleyfi 201507259
Húsbyggingar ehf. Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einar hæðar raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 62, 64, 66 og 68 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Hús nr.62, íbúð 110,1 m2, bílgeymsla 25,0 m2, 581,9 m3.
Hús nr.64, íbúð 110,1 m2, bílgeymsla 25,0 m2, 581,9 m3.
Hús nr.66, íbúð 110,1 m2, bílgeymsla 25,0 m2, 581,9 m3.
Hús nr.68, íbúð 110,1 m2, bílgeymsla 25,0 m2, 581,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 270. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 654. fundir bæjarstjórnar.
13.2. Laxatunga 87 /umsókn um byggingarleyfi 201507237
Selá ehf.Þrastarhöfða 57 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 87 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarrými 170,0 m2, bílgeymsla 34,2 m2, 672,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 270. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 654. fundir bæjarstjórnar.
13.3. Laxatunga 89 /umsókn um byggingarleyfi 201507238
Selá ehf.Þrastarhöfða 57 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 89 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarrými 170,0 m2, bílgeymsla 34,2 m2, 672,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 270. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 654. fundir bæjarstjórnar.
13.4. Lundur 1 /umsókn um byggingarleyfi 201507239
Hafberg Þórisson Lambhagavegi 23 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi núverandi bílageymslu / starfsmannaaðstöðu að Lundi í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 270. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 654. fundir bæjarstjórnar.
13.5. Skálahlíð 31 / umsókn um byggingarleyfi 201508106
Daníel V. Antonsson Þrastarhöfða 1 Mosfellsbæ sækir um takmarkað byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi og bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóðinni nr. 31 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærð húss er 180,3 m2 og 702,0 m3 en á uppdráttum kemur fram að tvö horn þess ná talsvert út fyrir byggingarreit.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 270. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 654. fundir bæjarstjórnar.
13.6. Skálahlíð 36 - umsókn um byggingarleyfi 201508967
Björgvin Guðjónsson Helgalandi 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 36 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 162,6 m2, bílgeymsla 64,6 m2, 855,4 m3.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eiganda hússins nr. 38 við Skálahlíð vegna breyttrar staðsetningar bílastæða á lóðinni sem umsækjandi ber allan kostnað af.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 270. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 654. fundir bæjarstjórnar.
13.7. Vefarastræti 7-11, umsókn um byggingarleyfi 201505045
Varmárbyggð Stórhöfða 34-40 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 34 íbúða fjöleignahús, bílakjallara ásamt hjóla- og vagnageymslum á lóðinni nr. 7-11 við Vefarastræti.
Stærð húss: Bílakjallari ofl. 1074,0 m2, íbúðarhúsnæði 1. hæð 1155,2 m2, 2. hæð 1133,3 m2, 3. hæð 113,3 m2, 13514,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 270. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 654. fundir bæjarstjórnar.