17. maí 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reiðleiðir við Reykjahvol og Skammadal201303263
Með bréfi dags. 25.04.2016 ítrekar Sæmundur Eiríksson f.h. reiðveganefndar Harðar ósk um að fundin verði lausn á reiðleiðum við Reykjahvol og tengingum reiðleiða við Skammadal. Frestað á 412. fundi.
Umhverfissviði falið að funda með landeigendum og sumarhúsaeigendum á svæðinu.
2. Háholt 13-15, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna sjálfsafgreiðslustöðvar201604339
Með bréfi dags. 28.4.2016 óskar G.Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og koma þar fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir rafhleðslu og eldsneyti skv. meðfylgjandi teikningu. Frestað á 412. fundi.
Umhverfissviði falið að ræða við umsækjendur og afla frekari gagna.
3. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 23. mars 2016 með athugasemdafresti til 4. maí 2016. Athugasemdir bárust frá lögmannsstofunni Lagahvoli f.h. Hagalindar ehf og frá Bergrós Þorgrímsdóttur, auk ábendinga frá Veitum ohf.
Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins, sem leggi tillögu að svörum fyrir næsta fund.
4. Fyrirspurn Sorpu bs um lóðarstækkun fyrir móttökustöð201511050
Tillaga að deiliskipulagi móttökustöðvar var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 23. mars 2016 með athugasemdafresti til 4. maí 2016. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
5. Uglugata 32-38 og 40-46, fyrirspurn um breytingar á húsgerðum og fjölgun íbúða.201508941
Lögð fram ný fyrirspurn dags. 25. apríl 2016 og tillaga að breytingum á deiliskipulagi frá Gunnari Páli Kristinssyni arkitekt í umboði lóðarhafa JP Capital ehf.
Skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að ræða við umsækjendur.
6. Úr landi Lundar, ósk um heimild til deiliskipulagningar201605034
Alexander Kárason óskar 10. maí 2016 eftir leyfi til að deiliskipuleggja skika nr. 191616 úr landi Lundar í Mosfellsdal og vinna að því eftir tilsögn Mosfellsbæjar. Erindinu fylgir frumtillaga að deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi gatnagerð og lagnamál á svæðinu. Jafnframt vísar nefndin til bókunar á 400. fundi um hugsanlega endurskoðun rammaskipulags á svæðinu.
7. Hamraborg - Ósk um heimild til að gera deiliskipulag201605017
Jóhannes Oddsson óskar með bréfi dags. 27.4.2016 eftir heimild til að deiliskipuleggja 2 einbýlislóðir í landi Hamraborgar skv. meðfylgjandi skipulagstillögu Halldóru Vífilsdóttur arkitekts.
Nefndin er neikvæð fyrir erindinu og telur að skipuleggja skuli svæðið í heild.
8. Hraðastaðir 1, fyrirspurn um byggingu tveggja húsa201602044
Tillaga að deiliskipulagi var kynnt með bréfi dags. 27.4.2016 fyrir næstu nágrönnum/landeigendum, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Borist hefur meðfylgjandi athugasemd dags. 10.5.2016 frá Lögmannsstofu Loga Egilssonar f.h. Kjartans Jónssonar eiganda Hraðastaða I. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum, og að svara athugasemd KJ í samræmi við umræður á fundinum.
9. Bifreiðastöður við Brekkutanga201603425
Lagt fram erindi íbúa við Brekkutanga mótt. 31.3.2016 um að bifreiðastöður við vegbrún framan við hús nr. 2-12 verði bannaðar.
Nefndin óskar eftir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
10. Hlaðgerðarkot meðferðarheimili, deiliskipulag201508879
Í bréfi dags. 11. maí 2016 og meðf. glærukynningu gerir Vörður Leví Traustason f.h. Samhjálpar félagasamtaka grein fyrir breyttum áformum um byggingar að Hlaðgerðarkoti, og óskar eftir að 1. áfangi væntanlegra bygginga geti fengið meðferð skv. 44. gr. skipulagslaga, um grenndarkynningu á framkvæmd í þegar byggðu hverfi án þess að fyrir liggi deiliskipulag.
Nefndin er jákvæð fyrir erindinu og að umsókn um byggingu fyrsta áfangans fái málsmeðferð skv. 44. gr. skipulagslaga þegar hún kemur fram.
11. Umsókn um skiptingu lóðar og byggingu sumarhúss við Hafravatn201604157
Lagt fram bréf Daníels Þórarinssonar og Ingibjargar Norðdahl dags. 11. maí 2016, þar sem þau gera athugasemdir við ákvörðun skipulagsnefndar á 412. fundi.
Frestað.
12. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201604031
Bæjarráð vísaði 12.5.2016 drögum að lögreglusamþykkt til umsagnar skipulagsnefndar.
Frestað.
13. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Tillaga að deiliskipulagi víkingaþorps á Langahrygg lögð fram að nýju ásamt umsögnum Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits og Vegagerðar um verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin óskar eftir að á næsta fundi verði lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og endurskoðaðri tillögu að deiliskipulagi.
14. Tunguvegur, gönguþverun við íþróttavöll m.m.201605145
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu um aðgerðir til að auka öryggi gangandi við Tunguveg vestan Leirvogstungu.
Frestað.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 286201605014F
Fundargerðin lögð fram til kynningar
15.1. Umsókn um byggingarleyfi Litlikriki 3-5 201604236
Jónas Bjarni Árnason Spóahöfða 17 sækir um leyfi til að breyta áðursamþykktum uppdráttum í samræmi við framlögð gögn.
Nú er sótt um leyfi til að byggja úr steinsteypu þríbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum í samræmi við breytt deiliskipulag.
Stækkun 33,6 m2. 117,2 m3.
Stærð eftir breytingu: 1. hæð 247,2 m2, 2.hæð 247,2 m2, 1627,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 413. fundi skipulagsnefndar
15.2. Uglugata 15-17/Umsókn um byggingarleyfi 201604210
AE-Tré ehf. Gvendargeisla 108 Reykjavík sækir um leyfi fyrir endursamþykkt og breytingum á áðursamþykktum uppdráttum fyrir parhús á lóðunum nr. 15 og 17 við Uglugötu samkvæmt framlögðum gögnum. Hæðarsetning húsa breytist og nú verði þau byggð úr forsteyptum einingum.
Stærð húss nr. 15: Íbúð 152,0 m2 bílgeymsla 29,7 m2, 752,5 m3.
Stærð húss nr. 17: Íbúð 151,0 m2 bílgeymsla 29,7 m2, 721,6 m3.
Áðursamþykktir uppdrættir falli úr gildi.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 413. fundi skipulagsnefndar
15.3. Skuggabakki 8/Umsókn um byggingarleyfi 201605012
Ingvar Magnússon Vesturfold 11 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta útliti, innra fyrirkomulagi og byggja þakkvist á húsið nr. 8 við Skuggabakka í samræmi við framlögð gögn sem eru í samræmi við nýtt deiliskipulag svæðisins.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húslengjunni.
Stækkun húss 23,8 m2, 40,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 413. fundi skipulagsnefndar
15.4. Desjamýri 5/Umsókn um byggingarleyfi 201604289
Oddsmýri ehf. Réttarhvoli 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr bárustál- klæddu timbri geymsluhúsnæði á lóðinni nr. 5 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð matshluta 1, 1376,5 m2, 4589,2 m3.
Stærð matshluta 2, 1741,0 m2, 6971,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 413. fundi skipulagsnefndar
15.5. Vefarastræti 8-14/Umsókn um byggingarleyfi 201605024
Eignalausnir ehf Stórhöfða 25 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja þriggja hæða 39 íbúða fjölbýlishús og bílakjallara úr steinsteypu á lóðinni nr. 8-14 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Kjallari / bílakjallari 1866,5 m2, 1. hæð 1364,0 m2, 2. hæð 1375,8 m2, 3. hæð 1375,8 m2, 18266,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 413. fundi skipulagsnefndar
15.6. Vefarastræti 15/Umsókn um byggingarleyfi 201603299
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 11 íbúða fjögurra hæða fjölbýlishús á lóðinni nr. 15-19 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Hús nr. 15, 1.hæð 367,1 m2, 2.hæð 281,4 m2, 3.hæð 281,4 m2, 4.hæð 281,4m2, 3692,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 413. fundi skipulagsnefndar
15.7. Vefarastræti 17 , byggingarleyfisumsókn 201605042
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 11 íbúða fjögurra hæða fjölbýlishús á lóðinni nr. 15-19 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Hús nr. 17, 1.hæð 368,1 m2, 2.hæð 281,4 m2, 3.hæð 281,4 m2, 4.hæð 281,4m2, 3707,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 413. fundi skipulagsnefndar
15.8. Vefarastæti 19 - Umsókn um byggingarleyfi 201604335
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 11 íbúða fjögurra hæða fjölbýlishús á lóðinni nr. 15-19 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Hús nr. 19, 1.hæð 368,1 m2, 2.hæð 281,4 m2, 3.hæð 281,4 m2, 4.hæð 281,4m2, 3723,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 413. fundi skipulagsnefndar