1. nóvember 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leirvogstunga - breyting á deiliskipulagi Vogatunga 56-60 og Laxatunga 102-114201607022
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt varðandi breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu, Vogatunga 56-60 og Laxatunga 102-114. Á 417.fundi nefndar var skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfund skipulagstillögunnar varðandi framhald málsins. Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með málsaðilum. Lögð fram endurbætt gögn.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
2. Snæfríðargötu 2,4,6 og 8,ósk um breytingu á deiliskipulagi201608495
Borist hefur erindi dags. 10. ágúst 2016 frá Lárusi Hannessyni varðandi breytingu á deiliskipulagu fyrir Snæfríðargötu 2,4,6 og 8. Frestað á 417. fundi. Á 418. fundi heimilaði nefndin umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
3. Blesabakki 1 - fyrirspurn vegna stækkunar á hesthúsi, breyting á deiliskipulagi201610198
Borist hefur erindi frá Guðríði Gunnarsdóttur dags.19. október 2016 varðandi viðbyggingu við hesthús að Blesabakka 1.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfund deiliskipulagsins varðandi málið og óska jafnframt eftir umsögn hans.
4. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Tillaga að deiliskipulagi ásamt áhættumati lagt fram.
Skipulagsfulltrúa falið að leita eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á deiliskipulagstillögunni og áhættumatinu.
5. Umgengni og öryggi á byggingavinnustöðum201610223
Lögð fram til kynningar gögn frá byggingarfulltrúa varðandi stöðu öryggismála á nýbyggingarsvæðum og aðgerðum þar að lútandi.
Lagt fram og kynnt.
6. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012201210297
Á 417. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús á auglýsingartíma tillögunnar." Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 3.september 2016 með athugasemdafresti til 17. október 2106. Athugasemdir bárust.
Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins, sem leggi fram tillögu að svörum á næsta fundi.
- Fylgiskjal160829-deiliskipulag 1000.pdfFylgiskjal160829-deiliskipulag 2000.pdfFylgiskjalathugasemd vegna breytingar á dsk. Krikahverfi.pdfFylgiskjalAthugasemdir við breytingar á deiliskipulagi..pdfFylgiskjalAthugasemdir vegna skipulagsbreytinga Krikahverfi.pdfFylgiskjalRe: Punktar vegna Krikahverfis.pdfFylgiskjalkrikahverfi2016.pdf
7. Skálahlíð 28-30 - breyting á deiliskipulagi2016082111
Á 419. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
8. Helgafellsskóli - breyting á deiliskipulagi201610254
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Helgafellsskóla.Samson B Harðarson vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin samþykkir með 4 atkvæðum að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
9. Efstaland 7-9 - breyting á deiliskipulagi201610259
Borist hefur erindi frá JC Capital dags. 27. okt. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Efstaland 7 og 9.
Frestað.
10. Bæjarás 3/Umsókn um byggingarleyfi201610078
Georg Alexander Bæjarási 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri húsið nr. 3 við Bæjarás í samræmi við framlögð gögn, 51,8 m2. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um málið.
Frestað.
11. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Á fundinn mættu fulltrúar frá Landslagi og Eflu verkfræðistofu og gerðu grein fyrir deiliskipulagstillögunni.
Kynning og umræður.
12. Tengivirki Landsnets á Sandskeiði - ósk um gerð deiliskipulags201610030
Á fundinn mættu Viðar Atlason,Ólafur Árnason, Þórarinn Bjarnason fulltrúar Landsnets og Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri höfðuborgarsvæðisins og gerðu grein fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir tengivirki Landsnets á Sandskeiði.
Nefndin heimilar að hafin verði deiliskipulagsvinna á svæðinu.
Fundargerðir til staðfestingar
13. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 10201610033F
Lagt fram.
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 295201610035F
Lagt fram.
14.1. Bæjarás 3/Umsókn um byggingarleyfi 201610078
Georg Alexander Bæjarási 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri húsið nr. 3 við Bæjarás í samræmi við framlögð gögn, 51,8 m2.
14.2. Gerplustræti 2-6/Umsókn um byggingarleyfi 201609402
Uppsláttur ehf. Skógarási 4 Reykjavík sækir um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi, svölum, útipöllum og burðarvirkjum hússins nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.14.3. Kvíslartunga 90-94/Umsókn um byggingarleyfi 201610101
Ástríkur ehf. Gvendargeisla 96 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 90, 92 og 94 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 90, 1. hæð íbúðarrými 93,5 m2, bílgeymsla 24,9 m2, 2. hæð 118,4 m2, 750,1 m3.
Nr. 92, 1. hæð íbúðarrými 92,0 m2, bílgeymsla 24,5 m2, 2. hæð 116,5 m2, 738,0 m3.
Nr. 94, 1. hæð íbúðarrými 93,5 m2, bílgeymsla 24,5 m2, 2. hæð 118,0 m2, 747,5 m3.14.4. Laxatunga 120-124 - Byggingaleyfisumsókn 201610218
Bryndís Stefánsdóttir Laxatungu 120 og Ólafur Eiríksson Laxatungu 124 Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum á áður samþykktum en óbyggðum bílskýlum við húsin nr. 120 og 124 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.14.5. Laxatunga 129/Umsókn um byggingarleyfi 201607106
Sigurður E. Vilhjálmsson Mjósundi 10 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggði bílgeymslu á lóðinni nr. 129 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð íbúðar 126,3 m2, bílgeymsla 32,5 m2, 690,8 m3.14.6. Vogatunga 50-54/Umsókn um byggingarleyfi 201609288
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja raðhús með innbygðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóðunum nr. 50, 52 og 54 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: nr. 50 íbúð 125,5 m2, bílgeymsla/geymsla 34,8 m2, 686,2 m3.
nr. 52 íbúð 125,5 m2, bílgeymsla/geymsla 34,7 m2, 686,2 m3.
nr. 54 íbúð 125,3 m2, bílgeymsla/geymsla 34,9 m2, 686,2 m3.14.7. Uglugata 1-1A/Umsókn um byggingarleyfi 201610104
Uglukvistur ehf. Góðakri 5 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 1 og 1A við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 1, íbúðarrými 131,6 m2, bílgeymsla 30,4 m2, 665,6 m3.
Stærð nr. 1A, íbúðarrými 131,6 m2, bílgeymsla 30,4 m2, 665,6 m3.14.8. Uglugata 3-5/Umsókn um byggingarleyfi 201610115
Uglukvistur ehf. Góðakri 5 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 3 og 3A við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 3, íbúðarrými 131,6 m2, bílgeymsla 30,4 m2, 665,6 m3.
Stærð nr. 3A, íbúðarrými 131,6 m2, bílgeymsla 30,4 m2, 665,6 m3.14.9. Uglugata 70/Umsókn um byggingarleyfi 201609063
Arna Þrándardóttir Sölkugötu 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með aukaíbúð og innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 70 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð aukaíbúð 71,9 m2, geymsla og hobbyrými 44,7 m2, íbúð efri hæð 201,1 m2, bílgeymsla 61,6 m2, 1292,3 m3.
Á 422 fundi skipulagsnefndar 18.10.2016 var gerð eftirfarandi bókun:
"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina þar sem umsóknin er í samræmi við ákvæði deiliskipulags þar sem m.a. kemur fram að skipulags- og byggingarnefnd geti heimilað gerð aukaíbúðar í einbýlishúsum ef aðstæður á lóð leyfa. Hámarksstærð íbúðar er 80 fm. og skal gera ráð fyrir einu bílastæði á lóð fyrir hverja íbúð. Sú eign skal ekki vera séreign".