Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. febrúar 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Lóð í Desja­mýri, fyr­ir­spurn um breyt­ingu á bygg­ing­ar­reit / stað­setn­ingu húss.201601173

    Guðmundur Hreinsson hjá togt ehf. spyrst fyrir hönd umsækjanda um lóðina fyrir um möguleika á því að færa byggingarreit samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Frestað á 404. fundi.

    Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi í sam­ræmi við er­ind­ið.

  • 2. Hlíð­ar­tún 2 og 2a, fyr­ir­spurn um smá­hýsi og par­hús.201504083

    Stefán Þ Ingólfsson arkitekt leggur f.h. lóðareiganda fram nýjar tillöguteikningar af parhúsi á lóðinni Hlíðartún 2a og einu "gestahúsi" á baklóð Hlíðartúns 2. Sbr. einnig bókun á 389. fundi. Frestað á 404. fundi

    Nefnd­in er nei­kvæð gagn­vart báð­um þátt­um er­ind­is­ins, þ.e. "gesta­húsi" á lóð nr. 2 og einn­ar hæð­ar par­húsi á lóð nr. 2a.

  • 3. Reykja­hvoll 11 vinnu­skúr /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601175

    Vinnuafl Norðurtúni 7 Garðabæ hefur sótt um 4 ára stöðuleyfi fyrir 36,05 m2 geymslu og vinnuaðstöðu á lóðinni nr. 11 við Reykjahvol. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 404. fundi.

    Nefnd­in legg­ur til að er­ind­inu verði synjað.

  • 4. Ála­foss­veg­ur 23 - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi f. breyt­ing­um 4. hæð­ar.201601124

    Sundlaugin hljóðver ehf. og Sigurjón Axelsson sækja um leyfi til að breyta innréttingu 4. hæðar Álafossvegi 23 og bæta þar við tveimur íbúðum, og jafnframt að byggja kvist og svalir. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 404. fundi.

    Bjarki Bjarna­son vék af fundi und­ir þess­um lið.
    Um­ræð­ur um mál­ið, af­greiðslu frestað.

    • 5. Ála­foss­veg­ur 23 - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi f. and­dyri201601125

      Húsfélagið Álafossvegi 23 hefur sótt um leyfi til að byggja 27,2 m2 anddyri við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, þar sem umsótt viðbygging myndi fara út fyrir byggingarreit á deiliskipulagi. Frestað á 404. fundi.

      Bjarki Bjarna­son vék af fundi und­ir þess­um lið.
      Um­ræð­ur um mál­ið, af­greiðslu frestað.

      • 6. Gerplustræti 31-37, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201601149

        Lögð fram endurskoðuð tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Mannverks ehf að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun á 403. fundi. Breytingar felast í fækkun stigahúsa úr fjórum í tvö, fjölgun íbúða um 8, fjölgun bílastæða ofanjarðar á lóð og að vestasti hluti hússins megi vera 4 íbúðarhæðir. Frestað á 404. fundi.

        Nefnd­in sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um gegn einu að aug­lýsa fram­lagða til­lögu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og kynna hana ná­grönn­um. Jafn­framt vís­ar hún ákvörð­un um gjald­töku vegna við­bóta­r­í­búða til bæj­ar­ráðs.
        Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir eft­ir­far­andi at­huga­semd­ir við fram­lagða til­lögu:
        Til­lag­an, sýnd sem deili­skipu­lags­upp­drátt­ur og skiss­ur af fyr­ir­hug­uð­um bygg­ing­um, er í hróp­legu mis­ræmi við sam­þykkt deili­skipu­lag. Í stað 4 sam­tengdra 3ja hæða húsa með stiga­göng­um er sýnt 2ja stiga­húsa svala­gangs­hús og er næði 36 íbúða raskað með um­ferð fram­hjá þeim í augn­hæð eða með út­sýni að ofan. Íbúð­um fjölg­ar, bíla­stæð­um of­anjarð­ar fjölg­ar og bygg­ing­in fer út fyr­ir bygg­ing­ar­reit. Bíla­stæði í hæð við aðra hæð húss­ins eru yf­ir­þyrm­andi og raska nær helm­ingi norð­ur­lóð­ar­inn­ar.
        For­sagn­ir deili­skipu­lags hverf­is­ins um vand­aða, nú­tíma­lega, fjöl­breyti­lega og hug­mynda­ríka bygg­ing­ar­list eru til­greind­ar sér­stak­lega á deili­skipu­lags­upp­drætt­in­um en eru lít­ið greini­leg­ar í fram­lögð­um skiss­um. Norð­ur­hlið­in, sem ekki er teikn­uð, gef­ur vís­bend­ingu um til­breyt­inga­laus­an út­veggja­f­löt með svala­göng­um eft­ir endi­löng­um hús­un­um, þótt slíkt beri bein­lín­is að forð­ast skv. texta deili­skipu­lags­ins.
        Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur að breyt­ing á deili­skipu­lag­inu sem leyf­ir svala­ganga sem að­skild­ir eru frá húsi rýri veru­lega gæði íbúð­ar­húss m.a. vegna inn­sýn­ar frá bæði svala­gangi á sömu hæð og efri hæð. Ekki er reynsla á því hvern­ig hús með að­skild­um svala­gangi sem veit í norð-aust­ur hef­ur áhrif á vind og skjól. Jafn­framt eru lík­ur á að bíla­stæði sem standa of­ar­lega í lóð valdi tölu­verðu ónæði.
        Það er af­staða full­trúa V og D lista að um­rædd­ar breyt­ing­ar muni ekki rýra hverf­ið eða um­rætt hús og að um­rædd breyt­ing sam­ræm­ist öðr­um breyt­ing­um sem gerð­ar hafa ver­ið á skipu­lagi hverf­is­ins.

      • 7. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - Kirkju­garð­ur Úlfars­felli201601200

        Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan varðar kirkjugarð undir Úlfarsfelli. Frestað á 404. fundi.

        Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við er­ind­ið, en vís­ar til um­fjöll­un­ar í tengsl­um við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar um hugs­an­leg­an kirkju­garð fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið í landi Mos­fells­kirkju, og fel­ur skipu­lags­full­trúa koma upp­lýs­ing­um um hana á fram­færi við Reykja­vík­ur­borg.

      • 8. Flugu­mýri 18 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi f. við­bygg­ingu201510291

        Erindi Útungunar ehf. um viðbyggingu við Flugumýri 18 var grenndarkynnt 11. desember 2015 með athugasemdafresti til 11. janúar 2016. Engin athugasemd barst.

        Nefnd­in legg­ur til að er­ind­ið verði sam­þykkt.

        • 9. Brekku­kot í Mos­fells­dal, er­indi um lög­býli und­ir ferða­þjón­ustu201601282

          Gísli Snorrason og Anna Steinarsdóttir óskuðu með bréfi dags. 12. janúar 2016 eftir því að tilgreindir landskikar í Mosfellsdal yrðu færðir undir fyrirhugað lögbýli, Brekkukot. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.

          Skipu­lags­full­trúa fal­ið að ræða við um­sækj­end­ur og afla frek­ari gagna.

          • 10. End­ur­skoð­un Að­al­skipu­lags Grímsnes- og Grafn­ings­hrepps201512340

            Verklýsing fyrir endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps hefur verið send til umsagnar. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.

            Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við er­ind­ið.

          • 11. Stórikriki 56, fyr­ir­spurn um stækk­un auka­í­búð­ar201602046

            Bergþór Björgvinsson spyrst í tölvupósti 22. janúar 2016 fyrir um leyfi til að stækka aukaíbúð úr 58,4 m2 í 80 m2, með því að innrétta hluta ónotaðs rýmis, svokallaðs virkis sem hluta íbúðarinnar. Litið verði á stækkunina sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi, en til vara leggur hann til að deiliskipulagi Krikahverfis verði breytt og hámarksstærð aukaíbúða aukin úr 60 m2 í 80 m2.

            Frestað.

            • 12. Helga­fells­hverfi, 2. og 3. áfangi, ósk­ir um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201509513

              Lagðar fram tvær endurskoðaðar tillögur að breytingum á deiliskipulagi, unnar af Steinþóri Kára Kárasyni fyrir Hömlur, annars vegar við Ástu Sóllilju- og Bergrúnargötur og hinsvegar við Uglugötu. Breytingar eru þær að í stað einbýlishúsa nr. 14 og 16 við Ástu Sólliljugötu komi fjórbýlishús og að á lóðirnar Bergrúnargata 1 og 3 og Uglugata 9, 11 og 13 komi parhús í stað einbýlishúsa.

              Frestað.

              • 13. Leir­vogstunga 49, fyr­ir­spurn um par­hús í stað ein­býl­is­húss.201602029

                Lagður fram tölvupóstur frá Guðjóni Kr. Guðjónssyni f.h. Selár ehf dags. 1. febrúar 2016, þar sem spurst er fyrir um möguleika á að byggja parhús á lóðinni í stað einbýlishúss, sbr. meðfylgjandi grunnmynd.

                Frestað.

                • 14. Hraðastað­ir 1, fyr­ir­spurn um bygg­ingu tveggja húsa201602044

                  Jóhannes Sturlaugsson spyrst í bréfi dags. 3. febrúar 2016 fyrir um leyfi til að byggja tvö lítil hús á lóðinni, um 40 m2 hvort, samanber meðfylgjandi gögn og tillögur, til að hýsa starfsemi að fiskirannsóknum sem hann stundar.

                  Bjarki Bjarna­son vék af fundi und­ir þess­um lið.
                  Nefnd­in er já­kvæð fyr­ir er­ind­inu en bend­ir á að lóð­in er ódeili­skipu­lögð og á milli tveggja deili­skipu­lags­svæða. For­senda þess að hægt sé að leyfa bygg­ing­ar eins og um er sótt er að áður liggi fyr­ir sam­þykkt deili­skipu­lag sem ger­ir ráð fyr­ir þeim. Um­sækj­anda er heim­ilað að láta vinna í sam­ráði við skipu­lags­full­trúa til­lögu að slíku deili­skipu­lagi eða deili­skipu­lags­breyt­ingu og leggja hana fram.

                • 15. Úr landi Mið­dals, lnr. 125337, er­indi um or­lofs­þorp201309070

                  Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um verkefnislýsingu sem auglýst var og kynnt 22. desember 2015. Einnig lagðar fram athugasemdir og mótmæli nágranna í fjórum bréfum.

                  Frestað.

                  • 16. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

                    Lögð fram bókun Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 27. janúar 2015 um málið.

                    Frestað.

                    • 17. Laxa­tunga 126-134, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201601485

                      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem húsgerð er breytt úr einnar hæðar raðhúsum í tveggja hæða, sbr. bókun á 404. fundi. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir Svanhól ehf.

                      Frestað.

                      • 18. Starfs­áætlun skipu­lags­nefnd­ar 2016201602045

                        Lögð fram tillaga að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016.

                        Frestað.

                        • 19. Greni­byggð 30, fyr­ir­spurn um breytta notk­un bíl­skúrs201602068

                          Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt f.h. Kristínar Völu Ragnarsdóttur Hávallagötu 7 Reykjavík spyrst 21. janúar 2016 fyrir um leyfi til þess að breyta notkun bílskúrs og gera í honum vinnustofu auk nokkurra útlitsbreytinga.

                          Frestað.

                          • 20. Um­ferðarör­ygg­is­áætlun Mos­fells­bæj­ar201501588

                            Lögð fram ný drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Mosfellsbæ 2016-2020, unnin af VSó ráðgjöf.

                            Frestað.

                            • 21. Gerplustræti 6-12/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601566

                              Upp-sláttur ehf. hefur sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem umsóknin gerir ráð fyrir annarri stöllun hússins í hæð en deiliskipulagið.

                              Frestað.

                              • 22. Hamra­brekk­ur 5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602048

                                Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn Glámu-Kím arkitekta. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem húsið sem sótt er um er stærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir.

                                Frestað.

                                • 23. Þor­móðs­dal­ur/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601510

                                  Nikulás Hall hefur sótt um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, en um er að ræða byggingu í stað húss sem brann fyrir nokkrum árum, landið er ekki deiliskipulagt og ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð, en á því er tákn fyrir stakt frístundahús.

                                  Frestað.

                                  • 24. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 281201602007F

                                    Fund­ar­gerð­in lögð fram á 405. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                                    • 24.1. Hamra­brekk­ur 5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602048

                                      Haf­steinn Hall­dórs­son Grana­skjóli 15 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja sum­ar­bú­stað úr timbri og stein­steypu á lóð­inni nr. 5 við Hamra­brekk­ur í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                      Stærð bú­staðs: 1. hæð 79,2 m2, 2. hæð 50,3 m2.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram á 405. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                                    • 24.2. Gerplustræti 6-12/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201601566

                                      Upp-slátt­ur ehf. Skóg­ar­ási 4 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu þriggja hæða 30 íbúða fjöl­býl­is­hús með bíla­kjall­ara á lóð­inni nr. 6-12 við Gerplustræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                      Stærð: Bíla­kjall­ari og geymsl­ur 902,4 m2, 1. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,7 m2, 3. hæð 938,7 m2, 10946,8 m3.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram á 405. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                                    • 24.3. Skála­hlíð 21/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602043

                                      Ólaf­ur Ingimars­son Skála­hlíð 21 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja bað­hús úr stein­steypu og timbri á suð­ur­hluta lóð­ar­inn­ar nr. 21 við Skála­hlíð í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                      Stærð 10,8 m2, 27,3 m3.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram á 405. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00