9. febrúar 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lóð í Desjamýri, fyrirspurn um breytingu á byggingarreit / staðsetningu húss.201601173
Guðmundur Hreinsson hjá togt ehf. spyrst fyrir hönd umsækjanda um lóðina fyrir um möguleika á því að færa byggingarreit samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Frestað á 404. fundi.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.
2. Hlíðartún 2 og 2a, fyrirspurn um smáhýsi og parhús.201504083
Stefán Þ Ingólfsson arkitekt leggur f.h. lóðareiganda fram nýjar tillöguteikningar af parhúsi á lóðinni Hlíðartún 2a og einu "gestahúsi" á baklóð Hlíðartúns 2. Sbr. einnig bókun á 389. fundi. Frestað á 404. fundi
Nefndin er neikvæð gagnvart báðum þáttum erindisins, þ.e. "gestahúsi" á lóð nr. 2 og einnar hæðar parhúsi á lóð nr. 2a.
3. Reykjahvoll 11 vinnuskúr /Umsókn um byggingarleyfi201601175
Vinnuafl Norðurtúni 7 Garðabæ hefur sótt um 4 ára stöðuleyfi fyrir 36,05 m2 geymslu og vinnuaðstöðu á lóðinni nr. 11 við Reykjahvol. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 404. fundi.
Nefndin leggur til að erindinu verði synjað.
4. Álafossvegur 23 - umsókn um byggingarleyfi f. breytingum 4. hæðar.201601124
Sundlaugin hljóðver ehf. og Sigurjón Axelsson sækja um leyfi til að breyta innréttingu 4. hæðar Álafossvegi 23 og bæta þar við tveimur íbúðum, og jafnframt að byggja kvist og svalir. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 404. fundi.
Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Umræður um málið, afgreiðslu frestað.5. Álafossvegur 23 - umsókn um byggingarleyfi f. anddyri201601125
Húsfélagið Álafossvegi 23 hefur sótt um leyfi til að byggja 27,2 m2 anddyri við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, þar sem umsótt viðbygging myndi fara út fyrir byggingarreit á deiliskipulagi. Frestað á 404. fundi.
Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Umræður um málið, afgreiðslu frestað.6. Gerplustræti 31-37, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201601149
Lögð fram endurskoðuð tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Mannverks ehf að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun á 403. fundi. Breytingar felast í fækkun stigahúsa úr fjórum í tvö, fjölgun íbúða um 8, fjölgun bílastæða ofanjarðar á lóð og að vestasti hluti hússins megi vera 4 íbúðarhæðir. Frestað á 404. fundi.
Nefndin samþykkir með fjórum atkvæðum gegn einu að auglýsa framlagða tillögu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og kynna hana nágrönnum. Jafnframt vísar hún ákvörðun um gjaldtöku vegna viðbótaríbúða til bæjarráðs.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir eftirfarandi athugasemdir við framlagða tillögu:
Tillagan, sýnd sem deiliskipulagsuppdráttur og skissur af fyrirhuguðum byggingum, er í hróplegu misræmi við samþykkt deiliskipulag. Í stað 4 samtengdra 3ja hæða húsa með stigagöngum er sýnt 2ja stigahúsa svalagangshús og er næði 36 íbúða raskað með umferð framhjá þeim í augnhæð eða með útsýni að ofan. Íbúðum fjölgar, bílastæðum ofanjarðar fjölgar og byggingin fer út fyrir byggingarreit. Bílastæði í hæð við aðra hæð hússins eru yfirþyrmandi og raska nær helmingi norðurlóðarinnar.
Forsagnir deiliskipulags hverfisins um vandaða, nútímalega, fjölbreytilega og hugmyndaríka byggingarlist eru tilgreindar sérstaklega á deiliskipulagsuppdrættinum en eru lítið greinilegar í framlögðum skissum. Norðurhliðin, sem ekki er teiknuð, gefur vísbendingu um tilbreytingalausan útveggjaflöt með svalagöngum eftir endilöngum húsunum, þótt slíkt beri beinlínis að forðast skv. texta deiliskipulagsins.
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur að breyting á deiliskipulaginu sem leyfir svalaganga sem aðskildir eru frá húsi rýri verulega gæði íbúðarhúss m.a. vegna innsýnar frá bæði svalagangi á sömu hæð og efri hæð. Ekki er reynsla á því hvernig hús með aðskildum svalagangi sem veit í norð-austur hefur áhrif á vind og skjól. Jafnframt eru líkur á að bílastæði sem standa ofarlega í lóð valdi töluverðu ónæði.
Það er afstaða fulltrúa V og D lista að umræddar breytingar muni ekki rýra hverfið eða umrætt hús og að umrædd breyting samræmist öðrum breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagi hverfisins.7. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Kirkjugarður Úlfarsfelli201601200
Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan varðar kirkjugarð undir Úlfarsfelli. Frestað á 404. fundi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið, en vísar til umfjöllunar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar um hugsanlegan kirkjugarð fyrir höfuðborgarsvæðið í landi Mosfellskirkju, og felur skipulagsfulltrúa koma upplýsingum um hana á framfæri við Reykjavíkurborg.
8. Flugumýri 18 - Umsókn um byggingarleyfi f. viðbyggingu201510291
Erindi Útungunar ehf. um viðbyggingu við Flugumýri 18 var grenndarkynnt 11. desember 2015 með athugasemdafresti til 11. janúar 2016. Engin athugasemd barst.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
9. Brekkukot í Mosfellsdal, erindi um lögbýli undir ferðaþjónustu201601282
Gísli Snorrason og Anna Steinarsdóttir óskuðu með bréfi dags. 12. janúar 2016 eftir því að tilgreindir landskikar í Mosfellsdal yrðu færðir undir fyrirhugað lögbýli, Brekkukot. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur og afla frekari gagna.
10. Endurskoðun Aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps201512340
Verklýsing fyrir endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps hefur verið send til umsagnar. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
11. Stórikriki 56, fyrirspurn um stækkun aukaíbúðar201602046
Bergþór Björgvinsson spyrst í tölvupósti 22. janúar 2016 fyrir um leyfi til að stækka aukaíbúð úr 58,4 m2 í 80 m2, með því að innrétta hluta ónotaðs rýmis, svokallaðs virkis sem hluta íbúðarinnar. Litið verði á stækkunina sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi, en til vara leggur hann til að deiliskipulagi Krikahverfis verði breytt og hámarksstærð aukaíbúða aukin úr 60 m2 í 80 m2.
Frestað.
12. Helgafellshverfi, 2. og 3. áfangi, óskir um breytingar á deiliskipulagi201509513
Lagðar fram tvær endurskoðaðar tillögur að breytingum á deiliskipulagi, unnar af Steinþóri Kára Kárasyni fyrir Hömlur, annars vegar við Ástu Sóllilju- og Bergrúnargötur og hinsvegar við Uglugötu. Breytingar eru þær að í stað einbýlishúsa nr. 14 og 16 við Ástu Sólliljugötu komi fjórbýlishús og að á lóðirnar Bergrúnargata 1 og 3 og Uglugata 9, 11 og 13 komi parhús í stað einbýlishúsa.
Frestað.
13. Leirvogstunga 49, fyrirspurn um parhús í stað einbýlishúss.201602029
Lagður fram tölvupóstur frá Guðjóni Kr. Guðjónssyni f.h. Selár ehf dags. 1. febrúar 2016, þar sem spurst er fyrir um möguleika á að byggja parhús á lóðinni í stað einbýlishúss, sbr. meðfylgjandi grunnmynd.
Frestað.
14. Hraðastaðir 1, fyrirspurn um byggingu tveggja húsa201602044
Jóhannes Sturlaugsson spyrst í bréfi dags. 3. febrúar 2016 fyrir um leyfi til að byggja tvö lítil hús á lóðinni, um 40 m2 hvort, samanber meðfylgjandi gögn og tillögur, til að hýsa starfsemi að fiskirannsóknum sem hann stundar.
Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin er jákvæð fyrir erindinu en bendir á að lóðin er ódeiliskipulögð og á milli tveggja deiliskipulagssvæða. Forsenda þess að hægt sé að leyfa byggingar eins og um er sótt er að áður liggi fyrir samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir þeim. Umsækjanda er heimilað að láta vinna í samráði við skipulagsfulltrúa tillögu að slíku deiliskipulagi eða deiliskipulagsbreytingu og leggja hana fram.15. Úr landi Miðdals, lnr. 125337, erindi um orlofsþorp201309070
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um verkefnislýsingu sem auglýst var og kynnt 22. desember 2015. Einnig lagðar fram athugasemdir og mótmæli nágranna í fjórum bréfum.
Frestað.
16. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lögð fram bókun Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 27. janúar 2015 um málið.
Frestað.
17. Laxatunga 126-134, ósk um breytingu á deiliskipulagi201601485
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem húsgerð er breytt úr einnar hæðar raðhúsum í tveggja hæða, sbr. bókun á 404. fundi. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir Svanhól ehf.
Frestað.
18. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2016201602045
Lögð fram tillaga að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016.
Frestað.
19. Grenibyggð 30, fyrirspurn um breytta notkun bílskúrs201602068
Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt f.h. Kristínar Völu Ragnarsdóttur Hávallagötu 7 Reykjavík spyrst 21. janúar 2016 fyrir um leyfi til þess að breyta notkun bílskúrs og gera í honum vinnustofu auk nokkurra útlitsbreytinga.
Frestað.
20. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar201501588
Lögð fram ný drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Mosfellsbæ 2016-2020, unnin af VSó ráðgjöf.
Frestað.
21. Gerplustræti 6-12/Umsókn um byggingarleyfi201601566
Upp-sláttur ehf. hefur sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem umsóknin gerir ráð fyrir annarri stöllun hússins í hæð en deiliskipulagið.
Frestað.
22. Hamrabrekkur 5/Umsókn um byggingarleyfi201602048
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn Glámu-Kím arkitekta. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem húsið sem sótt er um er stærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Frestað.
23. Þormóðsdalur/Umsókn um byggingarleyfi201601510
Nikulás Hall hefur sótt um leyfi til að byggja 93 m2 sumarbústað á lóð nr. 125606 í landi Þormóðsdals í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, en um er að ræða byggingu í stað húss sem brann fyrir nokkrum árum, landið er ekki deiliskipulagt og ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð, en á því er tákn fyrir stakt frístundahús.
Frestað.
24. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 281201602007F
Fundargerðin lögð fram á 405. fundi skipulagsnefndar
24.1. Hamrabrekkur 5/Umsókn um byggingarleyfi 201602048
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn.
Stærð bústaðs: 1. hæð 79,2 m2, 2. hæð 50,3 m2.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 405. fundi skipulagsnefndar
24.2. Gerplustræti 6-12/Umsókn um byggingarleyfi 201601566
Upp-sláttur ehf. Skógarási 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Bílakjallari og geymslur 902,4 m2, 1. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,7 m2, 3. hæð 938,7 m2, 10946,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 405. fundi skipulagsnefndar
24.3. Skálahlíð 21/Umsókn um byggingarleyfi 201602043
Ólafur Ingimarsson Skálahlíð 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja baðhús úr steinsteypu og timbri á suðurhluta lóðarinnar nr. 21 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 10,8 m2, 27,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 405. fundi skipulagsnefndar