8. mars 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varamaður
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Álafossvegur 23/umsókn um byggingaleyfi f. breytingum 4. hæðar201601124
Sundlaugin hljóðver ehf. og Sigurjón Axelsson sækja um leyfi til að breyta innréttingu 4. hæðar Álafossvegi 23 og bæta þar við tveimur íbúðum, og jafnframt að byggja kvist og svalir. Lögð fram umsögn Minjastofnunar. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir enda verði tekið tillit til umsagnar Minjastofnunar varðandi áferð og efnisval á kvisti.
2. Álafossvegur 23/umsókn um byggingaleyfi f. anddyri201601125
Húsfélagið Álafossvegi 23 hefur sótt um leyfi til að byggja 27,2 m2 anddyri við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg. Byggingarfulltrúi óskaði eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, þar sem umsótt viðbygging myndi fara út fyrir byggingarreit á deiliskipulagi. Sjá umsögn Minjastofnunar undir dagskrárlið nr. 1. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin samþykkir að tillaga að stækkun byggingarreits anddyrisins verði grenndarkynnt sem óveruleg breyting á deiliskipulagi Álafosskvosar. Við hönnun anddyrisins verði höfð hliðsjón af umsögn Minjastofnunar.
3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016201601613
Umhverfisnefnd óskar eftir tillögum að verkefnum í Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkefnalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020.
Skipulagsnefnd leggur til að inn í kafla um samgöngur og skipulag verði settir liðirnir samgönguáætlun, umferðaröryggisáætlun og grænt skipulag.
4. Hamrabrekkur 5/Umsókn um byggingarleyfi201602048
Lögð fram tillaga að breytingu á skipulagsskilmálum í deiliskipulagi frístundabyggðar í Hamrabrekkum að því er varðar lið 6 stærð og gerð húsa. Framsetning tillögunnar miðast við að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga sem breyting á deiliskipulagi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna fyrir skráðum eigendum frístundalóða í Hamrabrekkum.
5. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Með bréfi dags. 19.2.2016 var leitað eftir því við Skipulagsstofnun að hún endurskoðaði afstöðu sína til auglýsingar tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem fram kom í bréfi dags. 9.12.2015 og félli frá athugasemdum sem þar voru gerðar við auglýsingu tillögunnar. Borist hefur meðfylgjandi svar stofnunarinnar þar sem hún ítrekar fyrri afstöðu sína.
Lagt fram.
6. Hestaíþróttasvæði Varmárbökkum, endurskoðun deiliskipulags200701150
Lagðir fram tölvupóstar frá formanni Hestamannafélagsins Harðar, þar sem fram kemur afstaða stjórnar hestamannafélagsins til þriggja atriða varðandi deiliskipulag svæðisins sem borin voru undir stjórnina í framhaldi af athugasemdum sem gerðar voru við auglýsta tillögu. Athugasemdirnar lagðar fram að nýju ásamt umsögnum skipulagshöfunda.
Nefndin ítrekar bókun sína frá 12. janúar s.l. um breytingar á skipulagsgögnum í samræmi við umsögn skipulagshöfunda en tekið verði tillit til afstöðu stjórnar hestamannafélagsins varðandi þau atriði sem borin voru undir hana. Endurskoðuð tillaga og drög að svörum við athugasemdum verði lögð fyrir næsta fund.
7. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi, sem nefndin samþykkti á 406. fundi að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga. Á fundi Bæjarstjórnar 2.3.2016 var málinu vísað aftur til skipulagsnefndar.
Nefndin samþykkir að falla frá tillögu um færslu Varmár og stofnlögn fráveitu meðfram ánni. Í staðinn verði skilgreind kvöð um lagnir sunnan/vestan núverandi húsa, þar sem nú liggur hitaveituæð gegnum lóðina, og tillagan auglýst svo breytt.
8. Lundur, Mosfellsdal, ósk 2016 um breytingar á deiliskipulagi201603043
Lagt fram erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Lundar í Mosfellsdal samkvæmt meðfylgjandi tillöguuppdrætti.
Frestað.
9. Í Elliðakotslandi 125235, stofnun lóðar f. spennistöð201603068
Orkuveita Reykjavíkur óskar í bréfi dags. 1. mars 2016 eftir stofnun 16 m2 lóðar fyrir spennistöð út úr landi/lóð nr. 125235 sem er á svæði fyrir frístundabyggð, sbr. meðfylgjandi gögn.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum vegna vatnsverndarmála á svæðinu.
10. Hlíðarás 1a/Umsókn um byggingarleyfi201603013
Svavar Benediktsson hefur sótt um leyfi til að innrétta íbúðarrými í núverandi geymslu á neðri hæð hússins í því skyni að reka þar "sölugistingu." Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
11. Urðarholt 4/Umsókn um byggingarleyfi201602311
Fasteignafélagið Orka ehf. hefur sótt um leyfi til að breyta fjórum skrifstofurýmum í íbúðir í húsinu nr. 4 við Urðarholt. Í áður gildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir atvinnustarfsemi í húsinu, en í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsið verði rifið og byggt nýtt íbúðarhús í þess stað. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Nefndin mælir gegn samþykkt erindisins.
12. Fyrirspurn Sorpu bs um lóðarstækkun fyrir móttökustöð201511050
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi móttökustöðvar Sorpu við Skólabraut (Harðarbraut), unnin af Arkþing Teiknistofu fyrir Sorpu bs.
Nefndin samþykkir að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagið og forkynningu þess, þar sem allar meginforsendur þess liggja fyrir í aðalskipulaginu, sbr. 40. gr. skipulagslaga. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga.
Fundargerðir til kynningar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 283201603004F
Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram til kynningar.
13.1. Desjamýri 1/Umsókn um byggingarleyfi 201602080
Mótandi ehf. Jónsgeisla 11 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 1. hæð 1900,6 m2, 2. hæð 591,8 m2, 14070,6 m3.
Á fundi skipulagsnefndar þann 23. febrúar 2016 var gerð eftirfarandi bókun: Með tilliti til þess að þegar hafa verið samþykkt frávik frá bundnum byggingarlínum á lóð nr. 7, og tillaga um samskonar frávik á lóð nr. 5 hefur verið auglýst, telur nefndin að forsendur fyrir þessum bundnu byggingarlínum séu ekki lengur fyrir hendi, Leggur nefndin því til að í þessu tilviki verði litið á frávikið sem óverulegt í skilningi 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og gerir hún þar af leiðandi ekki athugasemd við erindið að þessu leyti.13.2. Gerplustræti 6-12/Umsókn um byggingarleyfi 201601566
Upp-sláttur ehf. Skógarási 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Bílakjallari og geymslur 906,1m2, 1. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,7 m2, 3. hæð 938,7 m2, samtals 10919,7 m3.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2016 var gerð eftitfarandi bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfisumsóknin verði samþykkt en bendir á að hanna þarf sérstaklega frágang aðliggjandi opins svæðis við austurhluta hússins.13.3. Hlíðarás 1a/Umsókn um byggingarleyfi 201603013
Svavar Benediktsson Hlíðarási 1A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að innrétta íbúðarrými í núverandi geymslu á neðri hæð hússins nr. 1A við Hlíðarás í samræmi við framlögð gögn. Fyrirhugað er að reka "sölugistingu" í rýminu.
13.4. Hlíðarvöllur /Umsókn um byggingarleyfi 201511271
Golfklúbbur Mosfellsbæjar sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða íþróttamiðstöð / golfskála úr steinsteypu á Hlíðarvelli í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 1. hæð 581,6 m2, 2. hæð 619,1 m2, samtals 5034,1 m3.13.5. Stórikriki 33/Umsókn um byggingarleyfi 201602215
Gskg fasteignir ehf Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 33 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.13.6. Sölkugata 22-28/Umsókn um byggingarleyfi 201602313
Hæ ehf Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits- og innri fyrirkomulagsbreytingum á húsunum nr. 22 - 28 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir húsanna breytast ekki.13.7. Urðarholt 4/Umsókn um byggingarleyfi 201602311
Fasteignafélagið Orka ehf. Hringbraut 63 Reykjanesbæ sækir um leyfi til að breyta fjórum skrifstofurýmum í íbúðir í húsinu nr. 4 við Urðarholt í samræmi við framlögð gögn.
Samkvæmt áður gildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir að í húsinu væri atvinnustarfsemi en í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsið verði rifið og byggt nýtt í þess stað.13.8. Vefarastræti 1-5/Umsókn um byggingarleyfi 201602218
Hæ ehf. Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 24-ra íbúða, þriggja hæða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 1-5 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Bílakjallari og geymslur 931,3 m2, 1.hæð 738,8 m2, 2. hæð 723,4 m2, 3. hæð 723,4 m2, samtals 9392,0 m3.
Á fundi skipulagsnefndar þann 23.02.2016 var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá útfærslu sem felst í erindinu.13.9. Vefarastræti 7-11/Umsókn um byggingarleyfi 201602306
Varmárbyggð ehf. Stórhöfða 34-40 Reykjavík sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum í baðherbergjum og eldhúsum að Vefarastræti 7-11 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.13.10. Þrastarhöfði 61/Umsókn um byggingarleyfi 201602342
Gskg fasteignir Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum og áður gerðum lagnakjallara undir bílgeymslu að Þrastarhöfða 61 í samræmi við framlögð gögn.
Lagnakjallari 44,6 m2, 82,9 m3.