Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. mars 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varamaður
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ála­foss­veg­ur 23/um­sókn um bygg­inga­leyfi f. breyt­ing­um 4. hæð­ar201601124

    Sundlaugin hljóðver ehf. og Sigurjón Axelsson sækja um leyfi til að breyta innréttingu 4. hæðar Álafossvegi 23 og bæta þar við tveimur íbúðum, og jafnframt að byggja kvist og svalir. Lögð fram umsögn Minjastofnunar. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.

    Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við af­greiðslu máls­ins þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir enda verði tek­ið til­lit til um­sagn­ar Minja­stofn­un­ar varð­andi áferð og efn­is­val á kvisti.

  • 2. Ála­foss­veg­ur 23/um­sókn um bygg­inga­leyfi f. and­dyri201601125

    Húsfélagið Álafossvegi 23 hefur sótt um leyfi til að byggja 27,2 m2 anddyri við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg. Byggingarfulltrúi óskaði eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, þar sem umsótt viðbygging myndi fara út fyrir byggingarreit á deiliskipulagi. Sjá umsögn Minjastofnunar undir dagskrárlið nr. 1. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.

    Nefnd­in sam­þykk­ir að til­laga að stækk­un bygg­ing­ar­reits and­dyr­is­ins verði grennd­arkynnt sem óveru­leg breyt­ing á deili­skipu­lagi Ála­fosskvos­ar. Við hönn­un and­dyr­is­ins verði höfð hlið­sjón af um­sögn Minja­stofn­un­ar.

  • 3. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2016201601613

    Umhverfisnefnd óskar eftir tillögum að verkefnum í Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkefnalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020.

    Skipu­lags­nefnd legg­ur til að inn í kafla um sam­göng­ur og skipu­lag verði sett­ir lið­irn­ir sam­göngu­áætlun, um­ferðarör­ygg­is­áætlun og grænt skipu­lag.

  • 4. Hamra­brekk­ur 5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602048

    Lögð fram tillaga að breytingu á skipulagsskilmálum í deiliskipulagi frístundabyggðar í Hamrabrekkum að því er varðar lið 6 stærð og gerð húsa. Framsetning tillögunnar miðast við að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga sem breyting á deiliskipulagi.

    Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að kynna til­lög­una fyr­ir skráð­um eig­end­um frí­stunda­lóða í Hamra­brekk­um.

  • 5. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

    Með bréfi dags. 19.2.2016 var leitað eftir því við Skipulagsstofnun að hún endurskoðaði afstöðu sína til auglýsingar tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem fram kom í bréfi dags. 9.12.2015 og félli frá athugasemdum sem þar voru gerðar við auglýsingu tillögunnar. Borist hefur meðfylgjandi svar stofnunarinnar þar sem hún ítrekar fyrri afstöðu sína.

    Lagt fram.

  • 6. Hestaí­þrótta­svæði Varmár­bökk­um, end­ur­skoð­un deili­skipu­lags200701150

    Lagðir fram tölvupóstar frá formanni Hestamannafélagsins Harðar, þar sem fram kemur afstaða stjórnar hestamannafélagsins til þriggja atriða varðandi deiliskipulag svæðisins sem borin voru undir stjórnina í framhaldi af athugasemdum sem gerðar voru við auglýsta tillögu. Athugasemdirnar lagðar fram að nýju ásamt umsögnum skipulagshöfunda.

    Nefnd­in ít­rek­ar bók­un sína frá 12. janú­ar s.l. um breyt­ing­ar á skipu­lags­gögn­um í sam­ræmi við um­sögn skipu­lags­höf­unda en tek­ið verði til­lit til af­stöðu stjórn­ar hesta­manna­fé­lags­ins varð­andi þau at­riði sem borin voru und­ir hana. End­ur­skoð­uð til­laga og drög að svör­um við at­huga­semd­um verði lögð fyr­ir næsta fund.

  • 7. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

    Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi, sem nefndin samþykkti á 406. fundi að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga. Á fundi Bæjarstjórnar 2.3.2016 var málinu vísað aftur til skipulagsnefndar.

    Nefnd­in sam­þykk­ir að falla frá til­lögu um færslu Var­már og stofn­lögn frá­veitu með­fram ánni. Í stað­inn verði skil­greind kvöð um lagn­ir sunn­an/vest­an nú­ver­andi húsa, þar sem nú ligg­ur hita­veituæð gegn­um lóð­ina, og til­lag­an aug­lýst svo breytt.

    • 8. Lund­ur, Mos­fells­dal, ósk 2016 um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201603043

      Lagt fram erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Lundar í Mosfellsdal samkvæmt meðfylgjandi tillöguuppdrætti.

      Frestað.

      • 9. Í Ell­iða­kotslandi 125235, stofn­un lóð­ar f. spennistöð201603068

        Orkuveita Reykjavíkur óskar í bréfi dags. 1. mars 2016 eftir stofnun 16 m2 lóðar fyrir spennistöð út úr landi/lóð nr. 125235 sem er á svæði fyrir frístundabyggð, sbr. meðfylgjandi gögn.

        Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um vegna vatns­vernd­ar­mála á svæð­inu.

      • 10. Hlíðarás 1a/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201603013

        Svavar Benediktsson hefur sótt um leyfi til að innrétta íbúðarrými í núverandi geymslu á neðri hæð hússins í því skyni að reka þar "sölugistingu." Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

        Frestað.

        • 11. Urð­ar­holt 4/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602311

          Fasteignafélagið Orka ehf. hefur sótt um leyfi til að breyta fjórum skrifstofurýmum í íbúðir í húsinu nr. 4 við Urðarholt. Í áður gildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir atvinnustarfsemi í húsinu, en í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsið verði rifið og byggt nýtt íbúðarhús í þess stað. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

          Nefnd­in mæl­ir gegn sam­þykkt er­ind­is­ins.

        • 12. Fyr­ir­spurn Sorpu bs um lóð­ars­tækk­un fyr­ir mót­töku­stöð201511050

          Lögð fram tillaga að deiliskipulagi móttökustöðvar Sorpu við Skólabraut (Harðarbraut), unnin af Arkþing Teiknistofu fyrir Sorpu bs.

          Nefnd­in sam­þykk­ir að falla frá gerð lýs­ing­ar fyr­ir deili­skipu­lag­ið og forkynn­ingu þess, þar sem all­ar meg­in­for­send­ur þess liggja fyr­ir í að­al­skipu­lag­inu, sbr. 40. gr. skipu­lagslaga. Jafn­framt fel­ur nefnd­in skipu­lags­full­trúa að aug­lýsa til­lög­una skv. 41. gr. skipu­lagslaga.

        Fundargerðir til kynningar

        • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 283201603004F

          Fund­ar­gerð af­greiðslufund­ar lögð fram til kynn­ing­ar.

          • 13.1. Desja­mýri 1/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602080

            Mót­andi ehf. Jóns­geisla 11 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja at­vinnu­hús­næði úr stein­steypu á lóð­inni nr. 1 við Desja­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð 1. hæð 1900,6 m2, 2. hæð 591,8 m2, 14070,6 m3.
            Á fundi skipu­lags­nefnd­ar þann 23. fe­brú­ar 2016 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: Með til­liti til þess að þeg­ar hafa ver­ið sam­þykkt frá­vik frá bundn­um bygg­ing­ar­lín­um á lóð nr. 7, og til­laga um sams­kon­ar frá­vik á lóð nr. 5 hef­ur ver­ið aug­lýst, tel­ur nefnd­in að for­send­ur fyr­ir þess­um bundnu bygg­ing­ar­lín­um séu ekki leng­ur fyr­ir hendi, Legg­ur nefnd­in því til að í þessu til­viki verði lit­ið á frá­vik­ið sem óveru­legt í skiln­ingi 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og ger­ir hún þar af leið­andi ekki at­huga­semd við er­ind­ið að þessu leyti.

          • 13.2. Gerplustræti 6-12/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201601566

            Upp-slátt­ur ehf. Skóg­ar­ási 4 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu þriggja hæða 30 íbúða fjöl­býl­is­hús með bíla­kjall­ara á lóð­inni nr. 6-12 við Gerplustræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð: Bíla­kjall­ari og geymsl­ur 906,1m2, 1. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,7 m2, 3. hæð 938,7 m2, sam­tals 10919,7 m3.
            Á fundi skipu­lags­nefnd­ar 16. fe­brú­ar 2016 var gerð ef­tit­far­andi bók­un: Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in verði sam­þykkt en bend­ir á að hanna þarf sér­stak­lega frá­g­ang aðliggj­andi op­ins svæð­is við aust­ur­hluta húss­ins.

          • 13.3. Hlíðarás 1a/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201603013

            Svavar Bene­dikts­son Hlíð­ar­ási 1A Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að inn­rétta íbúð­ar­rými í nú­ver­andi geymslu á neðri hæð húss­ins nr. 1A við Hlíðarás í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Fyr­ir­hug­að er að reka "sölug­ist­ingu" í rým­inu.

          • 13.4. Hlíð­ar­völl­ur /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201511271

            Golf­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar sæk­ir um leyfi til að byggja tveggja hæða íþróttamið­stöð / golf­skála úr stein­steypu á Hlíð­ar­velli í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð 1. hæð 581,6 m2, 2. hæð 619,1 m2, sam­tals 5034,1 m3.

          • 13.5. Stórikriki 33/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602215

            Gskg fast­eign­ir ehf Arn­ar­höfða 1 Mos­fells­bæ sækja um leyfi fyr­ir innri fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í hús­inu nr. 33 við Stórakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

          • 13.6. Sölkugata 22-28/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602313

            Hæ ehf Völu­teigi 6 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits- og innri fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á hús­un­um nr. 22 - 28 við Sölku­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Heild­ar­stærð­ir hús­anna breyt­ast ekki.

          • 13.7. Urð­ar­holt 4/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602311

            Fast­eigna­fé­lag­ið Orka ehf. Hring­braut 63 Reykja­nes­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta fjór­um skrif­stofu­rým­um í íbúð­ir í hús­inu nr. 4 við Urð­ar­holt í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Sam­kvæmt áður gild­andi deili­skipu­lagi var gert ráð fyr­ir að í hús­inu væri at­vinnu­starf­semi en í nú­gild­andi deili­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir að hús­ið verði rif­ið og byggt nýtt í þess stað.

          • 13.8. Vefara­stræti 1-5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602218

            Hæ ehf. Völu­teigi 6 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja 24-ra íbúða, þriggja hæða fjöl­býl­is­hús með bíla­kjall­ara á lóð­inni nr. 1-5 við Vefara­stræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð: Bíla­kjall­ari og geymsl­ur 931,3 m2, 1.hæð 738,8 m2, 2. hæð 723,4 m2, 3. hæð 723,4 m2, sam­tals 9392,0 m3.
            Á fundi skipu­lags­nefnd­ar þann 23.02.2016 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við þá út­færslu sem felst í er­ind­inu.

          • 13.9. Vefara­stræti 7-11/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602306

            Varmár­byggð ehf. Stór­höfða 34-40 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir innri fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í bað­her­bergj­um og eld­hús­um að Vefara­stræti 7-11 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

          • 13.10. Þrast­ar­höfði 61/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602342

            Gskg fast­eign­ir Arn­ar­höfða 1 Mos­fells­bæ sækja um leyfi fyr­ir innri fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um og áður gerð­um lagna­kjall­ara und­ir bíl­geymslu að Þrast­ar­höfða 61 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Lagna­kjall­ari 44,6 m2, 82,9 m3.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15