5. nóvember 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Drög að fjárhagsáætlun 2015 - 2018 lögð fram til fyrri umræðu.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi og staðgengill framkvæmdastjóra fræðslusviðs, Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála og Pétur Jens Lockton fjármálastjóri.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
Tillögur fulltrúa S-lista:
1. Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að frístundaávísun verði hækkuð í 30 þúsund krónur haustið 2015. Embættismönnum bæjarins verði falið að reikna út kostnað og koma með tillögur um hvernig mæta megi hækkuninni innan ramma fjárhagsáætlunar.
2. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að tekjumörk vegna afsláttar eldri borgara og öryrkja á fasteignagjöldum verði hækkuð og færð til samræmis við tekjumörk sem þessir hópar njóta í Hafnarfirði og Kópavogi.
Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
3. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að sett verði á fót tilraunaverkefni í einu hverfi bæjarins í anda verkefnisins Betri Reykjavík, þar sem ákveðin upphæð viðhaldsfjár verði eyrnamerkt framkvæmdum sem íbúar velja í sínu hverfi. Kallað verði eftir tillögum íbúa um viðhaldsverkefni, þau kostnaðargreind og síðan gefist íbúum hverfisins kostur á að kjósa um hvaða verkefni farið verði í innan þess kostnaðarramma sem gefinn er. Reynslan af verkefninu verði síðan nýtt til að þróa og móta fyrirkomulag slíkra verkefna í öðrum hverfum bæjarins.4. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að á árinu 2015 verði hafinn undirbúningur að stofnun Ungmennahúss sem ætlað verði til félags- og tómstundastarfs ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára þar sem þau hafi aðstöðu til að sinna hugðarefnum af ýmsum toga og efla tengsl sín á milli. Varið verði einni milljón króna á árinu 2015 til að hefja undirbúning verkefnisins.
Samþykkt samhljóða að vísa ofangreindum tillögum til síðari umræðu.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1185201410017F
Fundargerð 1185. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 637. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Fundargerðin staðfest með 9 atkvæðum.
2.1. Seljadalsnáma, mat á umhverfisáhrifum 2014 201403446
Erindi íbúa í Miðdal, Dallandi og Þormóðsdal þar sem skorað er á Mosfellsbæ að veita ekki framkvæmdaleyfi fyrir námarekstri í Þormóðsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1185. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Styrkveitingar á vegum Mosfellsbæjar - erindi að ósk fulltrúa Íbúahreyfingarinnar 201410204
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir erindi á dagskrá bæjarstjórnarfundar varðandi fyrirkomulag styrkveitinga hjá Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1185. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Erindi Óbyggðarnefndar varðandi bréf Kópavogsbæjar um staðfestingu á staðarmörkum bæjarins 201104182
Úrskurður Óbyggðarnefndar varðandi lögsögumörk á Sandskeiði. Lögmaður Mosfellsbæjar í málinu mætir á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1185. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018 201405028
Umfjöllun um fjárhagsáætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1185. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi byggingarskilmála í Leirvogstungu 201410206
Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi að bæjarráð Mosfellsbæjar tryggi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1185. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum 201410222
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum nr. 80/2007, með síðari breytingum, mál 157.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1185. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskóla 201410223
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskól nr. 92/2008,
(rafræn námsgögn o.fl.) 214. mál.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1185. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu íbúa og fastanefnda að gerð fjárhagsáætlunar 201410259
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu samráð íbúa og fastanefnda við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1185. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1186201410025F
Fundargerð 11856. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 637. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Stjórnskipulag á bæjarskrifstofu 201410326
Trúnaðarmál. Fylgigögn send í tölvupósti.
Niðurstaða þessa fundar:
Undir þessum dagskrárlið eru einnig mættar Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála og Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi og staðgengill framkvæmdastjóra fræðslusviðs.$line$$line$Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fór yfir stjórnskipulagsbreytingar á bæjarskrifstofu sem lagðar eru til í skýrslu Capacent.$line$$line$$line$Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$$line$Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn Mosfellsbæjar stofni þverpólitískan starfshóp til að (1) meta möguleg áhrif skipurits bæjarstjóra á stjórnkerfið og (2) setja fram tillögur um breytingar telji hópurinn þess vera þörf.$line$Mikilvægur þáttur í starfi starfshópsins væri að leita ráðgjafar fólks sem er hokið af reynslu og leiðandi í slíkum stjórnsýsluverkefnum á Íslandi, ásamt því að eiga samtal við yfirmenn, starfsfólk hjá Mosfellsbæ og íbúa um þarfirnar og mögulegar úrlausnir. $line$Íbúahreyfingin leggur til að afgreiðslu þessa máls verði frestað þar til starfshópurinn hefur lokið störfum.$line$$line$Tillaga M-lista felld með sex atkvæðum gegn þremur$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa S-lista:$line$$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ítreka bókun sína sem gerð var í bæjarráði þann 30. október síðastliðinn og sitja hjá við afgreiðslu þessara skipulagsbreytinga í bæjarstjórn.$line$$line$Í samþykkt um stjórn bæjarins segir í 31. grein:$line$$line$,,Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu bæjarins, þar undir m.a. atvinnumál, lóðaúthlutanir, ráðstöfun leigulóða bæjarins og stefnumótun allt að svo miklu leyti sem þessi mál eru ekki fengin öðrum að ákvörðun bæjarstjórnar".$line$Enn fremur kemur fram ,,Bæjarráð ákveður skiptingu og ráðstöfun fjár sem ætlað er til einstakra málaflokka samkvæmt fjárhagsáætlun, svo sem til gatnagerðar, nýbygginga og óvissra útgjalda að svo miklu leyti sem ráðstöfun þess er ekki ákveðin af bæjarstjórn."$line$Samkvæmt þessum greinum samþykkta Mosfellsbæjar, sem eiga sér stoð í 35. grein sveitarstjórnarlaga, þykir okkur vafasamt að rétt hafi verið staðið að þeim skipulagsbreytingum sem hér eru til afgreiðslu. Það er óumdeilanlegt að bæjarráð hafi umsjón með stjórnsýslu bæjarins. Bæjarráð sem framkvæmdastjórn bæjarins getur ekki átt að vera aukaleikari þegar svo viðmiklar breytingar eru áformaðar í stjórnsýslu bæjarins, stjórnsýslu sem þjóna á öllum kjörnum fulltrúum og öllum bæjarbúum. $line$Stjórnunarfyrirkomulag bæjarins getur ekki átt að vera einkamál þess meirihlutavalds sem situr hverju sinni. Meirhlutavaldið getur þvingað fram breytingar í krafti atkvæðamagns ef það er ósk þess og pólitísk úrlausnarefni lúta að sjálfsögðu því lögmáli að meirihluti atkvæða sker úr um mál. En stjórnskipulag bæjarskrifstofanna er ekki pólitískt úrlausnarefni og vara bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar við því að stjórnsýslan verði þannig gerð að ,,eign" þess meirihluta sem situr hverju sinni. $line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að sú vinna sem var undanfari skipulagsbreytinganna sem hér eru til umræðu, úttekt Capacent, ákvörðun um að sú úttekt yrði gerð og samþykki fjárveitingar hennar vegna hafi átt að fara í gegnum bæjarráð.$line$ $line$$line$ Bókun M-lista Íbúahreyfinginnar:$line$$line$Fulltrúi M-lista mótmælir harðlega þeim yfirgangi sem bæjarstjóri hefur sýnt í þessu máli. Ekkert samráð var haft við bæjarráð og bæjarstjórn áður en bæjarstjóri fór út í það verkefni að kaupa ráðgjöf af einkafyrirtæki og hefja innleiðingu stjórnkerfisbreytinga. Þessi vinnubrögð eiga sér hvorki stoð í sveitarstjórnarlögum, 2011, nr. 138 (sbr. 54., 55. og 56. gr.) né samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, (sbr. 4., 5., 48. og 49. gr.).$line$$line$Ekkert mat hefur heldur farið fram á afleiðingum þessara viðamiklu breytinga og þá sér í lagi áhrifum þess að leggja niður stjórnsýslusvið og menningarsvið. Íbúahreyfingin mótmælir þessum vinnubrögðum bæjarstjóra og hafnar tillögum hans.$line$$line$Bókun D- og V-lista:$line$$line$Bæjarfulltrúar D og V lista telja framkomnar tillögur um breytingu stjórnskipurits bæjarins vera til mikilla bóta fyrir íbúa og stjórnsýslu Mosfellsbæjar. Breytingarnar eru til þess fallnar að straumlínulaga og innleiða að fullu það fléttuskipulag sem lagt var til við stórnsýslubreytingar sem gerðar voru árið 2008. $line$Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar virði faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði framkvæmdastjóra og forstöðumanna bæjarins. Að ósk viðkomandi framkvæmdastjóra var farið í úttekt á tveimur fagsviðum bæjarins.$line$ $line$Tillögurnar sem hér liggja fyrir koma fram í kjölfar úttektarinnar á þessum tveimur fagsviðum. Að vinnunni komu viðurkenndir sérfræðingar á sviði stjórnsýslu og stjórnunar.$line$Það eru vonbrigði að ekki sé sátt um framkomnar tillögur sem voru ítarlega kynntar í bæjarráði. $line$ $line$Bæjarfulltrúar D og V lista vísa á bug aðdróttunum sem fram koma í bókunum$line$M og S lista, enda hefur eðlilega verið staðið að málum. $line$$line$$line$Afgreiðsla 1186. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu.
3.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018 201405028
Drög að fjárhagsáætlun 2015 - 2018 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1186. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi byggingarskilmála í Leirvogstungu 201410206
Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi að bæjarráð Mosfellsbæjar tryggi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1186. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum 201410222
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum nr. 80/2007, með síðari breytingum, mál 157.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1186. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskóla 201410223
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskól nr. 92/2008,
(rafræn námsgögn o.fl.) 214. mál.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1186. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu íbúa og fastanefnda að gerð fjárhagsáætlunar 201410259
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu samráð íbúa og fastanefnda við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1186. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu 201410310
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu, mál 257.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1186. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. 201410301
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak, aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum o.fl., 17. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1186. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Ósk um mál á dagskrá. 201410314
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa varðandi vígbúnað lögreglunnar þar sem óskað er eftir umræðu um málið og að Mosfellsbær segi hug sinn í því.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1186. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 223201410022F
Fundargerð 223. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 637. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Ársfjórðungsyfirlit í félagsþjónustu 201410275
Yfirlit yfir ferðaþjónustu, félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð.
Niðurstaða þessa fundar:
Undir þessum dagskrárlið mætti Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs.$line$Formaður fjölskyldunefndar gerði grein fyrir niðurstöðu árfjórðungsyfirlits félagsþjónustu.$line$$line$Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Erindi Kvennaathvarfs um rekstrarstyrk 2015 201410303
Umsókn um rekstrarstyrk árið 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Barnavernd kynningar og yfirlit 2014 201405124
Barnavernd, kynning.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Erindi Þroskahjálpar - Ályktanir 201410273
Ályktanir landsfundar Þroskahjálpar 18. október 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Barnaverndarmálafundur - 293 201410021F
Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Trúnaðarmálafundur - 868 201410020F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Barnaverndarmálafundur - 289 201410001F
Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Barnaverndarmálafundur - 290 201410008F
Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.9. Barnaverndarmálafundur - 291 201410014F
Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.10. Barnaverndarmálafundur - 292 201410018F
Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.11. Trúnaðarmálafundur - 864 201409025F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.12. Trúnaðarmálafundur - 865 201410002F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.13. Trúnaðarmálafundur - 866 201410009F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.14. Trúnaðarmálafundur - 867 201410015F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 300201410023F
Fundargerð 300. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 637. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Kynning á framkvæmdum á húsnæði og skólalóð Höðfabergs 201410293
Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs kynnir framkvæmdir á skólahúsnæði og lóð skólans.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 300. fundar fræðslunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Kynning á skóla- og frístundastarfi í Höfðabergi 201410292
Skólastjóri Lágafellsskóla ásamt stjórnendateymi Höfðabergs kynnir starfsemi og fyrirkomulag Höfðabergs
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 300. fundar fræðslunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Hveradalasáttmáli 201410291
Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 300. fundar fræðslunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Opið samráðsferli um breytingar á lögum er varða frístundaheimili 201410258
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 300. fundar fræðslunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 376201410019F
Fundargerð 376. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 637. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Breyting á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi 201407165
Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 9. október 2014 um samþykkt tillögu að breytingum á deiliskipulagi og hvernig brugðist hafi verið við athugasemdum m.a. frá Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi 201410126
G. Oddur Víðisson arkitekt óskar með bréfi dags. 8. október 2014 f.h. lóðarhafa eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi fjölda og fyrirkomulag bílastæða, sbr. meðfylgjandi skissur. Frestað á 375. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun 201001142
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti umferðaröryggisskýrslu frá sept. 2013 og tillögu að næstu skrefum í vinnu við umferðaröryggismál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Vefarastræti 7-13, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi 201409209
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. leggur f.h. Eyktar ehf. fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun nefndarinnar á 375. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Snæfríðargata 10-12 og 14-16, fyrirspurn um breytingu á skipulagsskilmálum. 201410284
Jón Hrafn Hlöðversson óskar 22.10.2014 f.h. lóðarhafa eftir áliti skipulagsnefndar á þeirri breytingu á skipulagsskilmálum að húsin verði einnar hæðar í stað tveggja, sbr. meðfylgjandi skissu af innra fyrirkomulagi húss.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Kvíslartunga 27-29 og 47-49, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi. 2014082080
F.h. lóðarhafa leggur Runólfur Sigurðsson hjá Al-hönnun ehf. fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi lóðina Kvíslartungu 47-49, sbr. bókun á 373. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Í framhaldi af undirritun viljayfirlýsingar Mosfellsbæjar og Stórsögu ehf. um leigu á landi Mosfellsbæjar í Selholti undir uppbyggingu "víkingabæjar," hefur bæjarráð vísað skipulagsþætti málsins til skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Tillaga Samsonar Bjarnars Harðarsonar um endurskoðun deiliskipulags Helgafells- og Leirvogstunguhverfa 201409458
Bæjarstjórn hefur vísað til nefndarinnar til skoðunar tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að fela forstöðumanni umhverfissviðs að taka saman álit um kosti þess og galla að endurskoða núverandi deiliskipulag í landi Helgafells og Leirvogstungu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.9. Helgafellshverfi, endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga 201410302
Með bréfi dags. 23.10.2014 óskar Hannes F Sigurðsson f.h. Hamla ehf eftir því að Mosfellsbær verði aðili að vinnuhópi um endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga Helgafellshverfis og að nefndin tilnefni þrjá fulltrúa í slíkan hóp.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.10. Elliðakotsland/Brú, endurbygging sumarbústaðar. 201406295
Lögð verður fram umsögn bæjarritara, sem nefndin óskaði eftir í bókun á 372. fundi. Einnig lögð fram bréf sem borist hafa frá lögmönnum fyrir hönd annarsvegar landeigenda og hinsvegar leigutaka landsins, og minnisblað skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.11. Íþróttamiðstöð að Varmá, bílastæðamál. 201410304
Samfara velgengni handboltaliðs Aftureldingar í Olís-deild karla hefur nokkuð borið á bílastæðavandamálum á Varmársvæðinu og brögð eru að því að bílum sé lagt þar ólöglega.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 254201410024F
Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram
Fundargerð 254. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 637. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Hraðastaðavegur 5 - umsókn um byggingarleyfi 201410290
Hlynur Þórisson Hraðastaðavegi 5 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útliti, fyrirkomulagi, burðarvirki og efnisvali áðursamþykkts hesthúss og vélageymslu að Hraðastaðavegi 5 í samræmi við framlögð gögn.
Húsið verði nú byggt úr stálgrind klætt með PUR stálsamlokueiningum.
Stærð húss: 419,7 m2, 2109,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 254. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 637. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Kvíslartunga 66, umsókn um byggingarleyfi 201409350
Sigmundur Hávarðsson Norðurbraut 22 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 66 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Bílageymsla 44,3 m2, íbúð 1. hæð 91,6 m2, íbúð 2. hæð 96,7 m2, alls 964,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 254. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 637. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Merkjateigur 8, umsókn um byggingarleyfi 201405373
Stefán Þórisson Merkjateigi 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu húsið nr. 8 við Merkjateig í samræmi við framlögð gögn. Málið hefur verið grenndarkynnt en engin athugasemd barst.
Stærð viðbyggingar: Neðri hæð 14,4 m2, efri hæð 11,5 m2, samtals 71,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 254. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 637. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Uglugata 48-50 umsókn um byggingarleyfi 201410241
AH verktakar ehf Vesturási 48 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum fjögurra íbúða tveggja hæða fjöleignahús og sambyggða bílgeymslu á lóðinni nr. 48 - 50 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð : Bílgeymsla 57,4 m2, íbúðir og geymslur 1. hæð 223,0 m2, íbúðir 2. hæð 223,6 m2, samtals 1553,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 254. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 637. fundi bæjarstjórnar.
7.5. Í Úlfarsfellslandi 125505, umsókn um byggingarleyfi 201410308
Guðrún H Ragnarsdóttir Klausturhvammi 36 Hafnarfirði sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað sinn í landi Úlfarsfells samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun bústaðs 16,4 m2, 97,7 m3, stærð bústaðs eftir breytingu 68,7 m2, 276,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 254. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 637. fundi bæjarstjórnar.