23. júlí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um lóð - Desjamýri 1201505109
Umsókn Mótandi ehf. um lóð við Desjamýri 1 lögð fram ásamt upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi á lóðinni. Umsækjandi sótti upphaflega um lóð við Desjamýri 10, en hefur nú óskað eftir breytingu á þá leið að honum verði úthlutað lóðinni Desjamýri 1.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Mótanda ehf. lóð við Desjamýri 1.
2. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis að Reykjahlíð Mosfellsdal201506002
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna reksturs heimagistingar við Reykjahlíð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis vegna heimagistingar að Reykjahlíð 2.
3. Fræðsluefni til íbúa vegna hættu á ofanvatnsmengun201505017
Drög að upplýsingariti til íbúa vegna ofanvatnsmála nálægt viðkvæmum viðtökum lögð fyrir bæjarráð til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir innihald og dreifingu upplýsingarits.
4. Framkvæmdir 2015201505030
Lögð fram til kynningar samantekt um stöðu framkvæmda í Mosfellsbæ í júlí 2015.
Kynnt og lagt fram.
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.5. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2015201501503
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða stofnun nýs skuldabréfaflokks
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjármálastjóra að ganga frá samningi við H.F. Verðbréf hf í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög.
Pétur J. Lockton fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
6. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitafélaga201507182
Erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitafélaga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að gera drög að svarbréfi til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Pétur J. Lockton fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
8. Útboð á gatnagerð í Vogatungu í Leirvogstungulandi201503574
Lögð fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að semja við lægstbjóðanda í verkið á grundvelli fyrirliggjandi tilboða og útboðsgagna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila Umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.
Fundargerðir til staðfestingar
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 393201507011F
Fundargerð 393. fundar Skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1221. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 201306129
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. júní 2015 þar sem tilkynnt er um staðfestingu Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2014 og einnig fjallað um þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.2. Brú, Elliðakotsland, kæra til ÚUA, síðara mál 201504247
Lagður fram úrskurður ÚUA í máli 17/2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.3. Grunnskóli v/Æðarhöfða og bílastæði golfvallar, deiliskipulag 201504234
Verkefnislýsing fyrir deiliskipulag, sbr. bókun á 389. fundi, var auglýst til kynningar 28.05.2015 og send Skipulagsstofnun til umsagnar. Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 3.06.2015. Einnig lögð fram frumdrög að deiliskipulagi. Frestað á 392. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.4. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir Reykjalund við Hafravatn 201409208
Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Reykjalundar frá 11.6.2015, þar sem hann óskar eftir að afstaða verði tekin til erindis Reykjalundar um aðstöðu við Hafravatn. Frestað á 392. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.5. Umferðarmál í Mosfellsbæ 2015 201506201
Lagt fram minnisblað um umferðarmál í Háholti-Bjarkarholti og skýrsla um hraðamælingar í Arnarhöfða. Frestað á 392. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.6. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs 201311089
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við nýja götu austan Kvíslartungu. Frestað á 392. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.7. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag 201312043
Á fundinn mættu Þráinn Hauksson landslagsarkitekt og Eva Þrastardóttir frá verkfræðistofunni Eflu og gerðu grein fyrir stöðu deiliskipulagsverkefnisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.8. Hestaíþróttasvæði Varmárbökkum, endurskoðun deiliskipulags 200701150
Tekið fyrir að nýju, greint frá vettvangsferð 13. júlí með fulltrúum Umhverfisstofnunar að Varmá við hesthúsahverfið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.9. Litlikriki 3-5, fyrirspurn um þrjár íbúðir í stað tveggja. 201503299
Tekið fyrir að nýju sbr. bókun á 392. fundi. Lögð fram drög að svari við athugasemd íbúa í Litlakrika 7.
Niðurstaða þessa fundar:
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu aftur til Skipulagsnefndar.
7.10. Erindi Aleflis vegna uppbyggingar Háholts 21 201504263
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 392. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.11. Færsla á endastöð Strætós í Reykjahverfi 201501801
Lögð fram endurskoðuð tillaga að færslu endastöðvar Strætó í Reykjahverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.12. Strætóleiðir og biðstöðvar í miðbæ, athugun. 201412009
Lögð fram tillaga Landmótunar að snúningsleið fyrir strætó við Háholt gegnt Hótel Laxnesi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.13. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-2017 2014081479
Lögð fram framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar, stöðumat 2015, og minnisblað jafnréttisfulltrúa um kynningu á jafnréttisáætlun í nefndum og ráðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.14. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012 201210297
Tekið fyrir að nýju og m.a. kynntar hugmyndir að breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar Sunnukrika 3, sem fela í sér að á lóðina komi íbúðarhús.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.15. Uglugata 2-22, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi 201411038
Lögð fram endurskoðuð tillaga að 8 tveggja hæða raðhúsum og 6-7 íbúða tveggja hæða fjölbýlishúsi á lóðinni, unnin af KRark arkitektastofu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.16. Gerplustræti 24 - Umsókn um byggingarleyfi 201507037
Byggingarfélagið Bakki hefur sótt um um leyfi til að byggja 8 íbúða fjölbýlishús á lóðinni nr. 16-24 við Gerplustræti. Byggingafulltrúi vísar útfærslu á "kennileiti" sem kveðið er á um í deiliskipulagi til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.17. Úlfarsfellsland, 125483 - Umsókn um byggingarleyfi 201507081
Áki Pétursson hefur sótt um leyfi til að stækka sumarbústað í Úlfarsfellslandi, lnr. 125483, um 12,5 fermetra. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar þar sem um er að ræða lítilsháttar frávik frá gildandi deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.18. Reykjamelur 8 / Umsókn um byggingarleyfi 201504068
Ómar Ásgrímsson hefur sótt um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og stækka íbúðarhúsið að Reykjamel 8 um 41,4 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.19. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Lögð fram til kynningar drög að nýrri staðsetningu og deiliskipulagi fyrir Stórsögu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.20. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 268 201507010F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.21. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 267 201506026F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.