3. febrúar 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vefarastræti 7-13, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201409209
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst 17. nóvember 2014 með athugasemdafresti til 29. desember 2014. Engin athugasemd barst. Frestað á 381. fundi.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað að hann telur mistök að leyfa breytingar á deiliskipulagi Vefarastrætis 7-13, sem leiðir til minni gæða, bæði með tilliti til arkitektúrs og nýtingar lóðar svo eitthvað sé nefnt. Vísað er til fyrri bókunar fulltrúa.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd vegna Vefarastrætis 7-13:
Hugmyndir byggingaraðilans, sýndar sem deiliskipulagsuppdráttur og skissur af fyrirhuguðum byggingum, eru í hróplegu misræmi við samþykkt deiliskipulag. Í stað 4 samtengdra 3ja hæða húsa með stigagöngum eru sýnd 2 stakstæð svalagangahús og er næði 27 íbúða raskað með umferð framhjá þeim í augnhæð. Aðalinngangar húsanna eru að norðanverðu í stað innganga að sunnan og vestan. Íbúðum fjölgar, bílastæðum ofanjarðar fjölgar og byggingin fer útfyrir byggingarreit. Bílastæði, tvær hjólageymslur og skábraut sem og aðkoma að henni raska nær helmingi norðurlóðarinnar.
Forsagnir deiliskipulagsins um vandaða, nútímalega, fjölbreytilega og hugmyndaríka byggingarlist (#3.1, 3.2 og 4.1) virðast hafðar að engu. Tillagan er metnaðarlítil; kubbsleg hús með einföldum svölum, engin áberandi sérkenni né "hugmyndarík formsköpun". Norðurhliðin getur varla boðið uppá tilþrifamikla byggingarlist, með svalagöngum eftir endilöngum húsunum. Verður að líta svo á að meginforsendur deiliskipulagsins séu að engu hafðar. Því er eðlilegt að spyrja hví var farið af stað með slíkt plagg í upphafi ef til stendur að samþykkja þessa tillögu.
Fulltrúar V- og D lista samþykkja umræddar breytingar. Við teljum breytingarnar ekki vera hverfinu til ama, um er að ræða tillögu til að koma til móts við aðkallandi þörf fyrir minni og ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk, en á sama tíma lágmarka neikvæð áhrif á gildandi skipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna með fjórum atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar. Nefndin vísar ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða til bæjarráðs.2. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og Minjastofnunar um verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna víkingabæjar í Selholti, sem send var til umsagnar 22.12.2014. Frestað á 381. fundi.
Skipulagsnefnd felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að taka saman greinargerð um það hvaða áhrif nýtt vatnsverndarskipulag kann að hafa í för með sér gagnvart áformum um víkingabæ.
3. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag201312043
Lagðar fram umsagnir og athugasemdir um auglýsta verkefnislýsingu frá eftirtöldum: Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun,stjórn íbúasamtakanna Víghóls, Jóni Baldvinssyni (2 bréf), Guðnýju Halldórsdóttur og Halldóri Þorgeirssyni, Áslaugu M Gunnarsdóttur og frá Loga Egilssyni lögmanni f.h. Kjartans Jónssonar. Ennfremur 17 samhljóða bréf frá landeigendum við veginn og 57 samhljóða bréf með almennum mótmælum.
Nefndin þakkar framkomnar athugasemdir og ábendingar og vísar þeim inn í áframhaldandi vinnu að deiliskipulagi. Jafnframt samþykkir hún að bjóða íbúasamtökunum Víghóli að tilnefna einn fulltrúa í vinnuhóp deiliskipulagsins.
4. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu201311251
Lagðar fram til umræðu tvær hugmyndir að útfærslu Álafossvegar sem botnlanga. Frestað á 381. fundi.
Frestað.
5. Vefarastræti 1-5 ósk um breytingar á skipulagsskilmálum201501589
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Grafarholts ehf. óskar 9. janúar 2015 eftir breytingum á deiliskipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða, sbr. meðf. uppdrátt. Frestað á 381. fundi, nú lagður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur.
Frestað.
6. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi201410126
Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á skipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða. Frestað á 381. fundi.
Frestað.
7. Háholt 13-15, fyrirspurn um viðbyggingu201501582
Oddur Víðisson arkitekt f.h. Festis Fasteigna ehf. spyrst 16.1.2015 fyrir um möguleika á viðbyggingu sunnan á húsið, til stækkunar á húsnæði Mosfellsbakarís, skv. meðfylgjandi teikningu. Frestað á 381. fundi.
Frestað.
8. Í Elliðakotslandi Brú, umsókn um byggingarleyfi201411054
Lögð fram tillaga að svörum við athugasemd frá Hjalta Steinþórssyni f.h. landeigenda, sbr. bókun á 381. fundi.
Frestað.
9. Laugabakki, erindi um afmörkun lóðar201405103
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi sem varðar skiptingu á lóð Laugabakka, var auglýst 23. desember 2014 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2015. Engin athugasemd hefur borist.
Frestað.
10. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar201501588
Á fundinn komu Kristjana E Pálsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir starfsmenn VSÓ Ráðgjafar og kynntu fyrirhugaða vinnu að umferðaröryggismálum í Mosfellsbæ á árinu 2015.
Umræður um málið.
11. Uglugata 2-22, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201411038
Stefán Hallsson f.h. lóðarhafa óskar 28.1.2015 eftir umfjöllun skipulagsnefndar um nýja tillögu að breyttu deiliskipulagi, sem felur í sér að íbúðum fjölgi um 6 miðað við gildandi skipulag og verði 9 í 2-ja hæða raðhúsum og 8 í tveimur 2-ja hæða fjölbýlishúsum. Samanber einnig fyrri umfjöllun á 380. fundi.
Frestað.
12. Bjarg v/Varmá, fyrirspurn um viðbyggingu201501793
Guðjón Magnússon arkitekt f.h. Alberts Rútssonar óskar 28.1.2015 eftir að leyfilegt byggingarmagn á lóðinni verði aukið frá gildandi skipulagi, þannig að byggja megi þar 400 m2 einbýlishús á tveimur hæðum, samtengt núverandi húsi, sbr. meðfylgjandi skissutillögu.
Frestað.
13. Tillaga Önnu Sigríðar Guðnadóttur um fund með "Miðbæjarskólahópi"201409246
Boðaður hefur verið fundur kjörinna fulltrúa með stjórn Foreldraráðs grunnskóla í Mosfellsbæ miðvikudaginn 4. febrúar 2015.
Frestað.
14. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2015201501800
Umræða um starfsáætlun.
Frestað.
15. Færsla á endastöð Strætós í Reykjahverfi201501801
Kynntar hugmyndir um endastöð Strætós á lóð OR við Reykjaveg.
Frestað.
16. Miðbæjarskipulag, breyting við Þverholt vegna leiguíbúða.201501813
Bæjarráð vísaði 29.1.2014 til Skipulagsnefndar því verkefni að útfæra lóðir undir húsnæði í Þverholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu Batterísins og niðurstöðu starfshóps um leiguíbúðir í miðbænum.
Frestað.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
17. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015201501512
Umhverfisnefnd óskar eftir tillögum að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015. Verkalistinn verður unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Óskað er eftir því að tillögur liggi fyrir eigi síðar en 19. febrúar 2015.
Frestað.