Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. nóvember 2017 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
 • Haraldur Sverrisson aðalmaður
 • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Út­svars­pró­senta 2018201711145

  Ákvörðun um útsvarsprósentu 2018.

  Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einn­ig til fund­ar­ins Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Linda Udengard, fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri, Pét­ur J. Lockton fjár­mála­stjóri og Anna María Ax­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri í fjár­mála­deild.

  Til­laga er gerð um að út­svars­hlut­fall Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2018 verði 14,48% af út­svars­stofni.

  Til­lag­an er sam­þykkt með sjö at­kvæð­um D-, V- og M-lista. Full­trú­ar S-lista sitja hjá.

  • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021201705191

   Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 lögð fram til seinni umræðu.

   Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einn­ig til fund­ar­ins Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Linda Udengard, fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri, Pét­ur J. Lockton fjár­mála­stjóri og Anna María Ax­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri í fjár­mála­deild.

   For­seti gaf bæj­ar­stjóra orð­ið og fór hann yfir fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar og stofn­ana hans fyr­ir árin 2018 til 2021.

   Helstu nið­ur­stöðu­töl­ur í fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2018 A og B hluta eru eft­ir­far­andi:

   Tekj­ur: 10.582 m.kr.
   Gjöld: 9.268 m.kr.
   Af­skrift­ir: 328 m.kr.
   Fjár­magns­gjöld: 650 m.kr.
   Tekju­skatt­ur 27 m.kr.
   Rekstr­arnið­ur­staða: 308,7 m.kr.
   Eign­ir í árslok: 18.068 m.kr.
   Eig­ið fé í árslok: 5.118 m.kr.
   Fjár­fest­ing­ar: 1.595 m.kr.
   -------------------------------------------------------------
   Út­svars­pró­senta 2018
   Sam­þykkt var fyrr á þess­um fundi að út­svars­hlut­fall Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2018 verði 14,48% af út­svars­stofni.
   -------------------------------------------------------------
   Álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda fyr­ir árið 2018 eru eft­ir­far­andi:

   Fast­eigna­gjöld íbúð­ar­hús­næð­is (A - skatt­flokk­ur)
   Fast­eigna­skatt­ur A 0,225% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
   Vatns­gjald 0,084% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
   Frá­veitu­gjald 0,125% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
   Lóð­ar­leiga A 0,340% af fast­eigna­mati lóð­ar

   Fast­eigna­gjöld stofn­ana skv. 3. gr. reglu­gerð­ar 1160/2005 (B - skatt­flokk­ur)
   Fast­eigna­skatt­ur B 1,320% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
   Vatns­gjald 0,084% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
   Frá­veitu­gjald 0,125% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
   Lóð­ar­leiga B 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar

   Fast­eigna­gjöld ann­ars hús­næð­is (C - skatt­flokk­ur)
   Fast­eigna­skatt­ur C 1,650% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
   Vatns­gjald 0,084% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
   Frá­veitu­gjald 0,125% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
   Lóð­ar­leiga C 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar

   -------------------------------------------------------------
   Gjald­dag­ar fast­eigna­gjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mán­að­ar frá 15. janú­ar til og með 15. sept­em­ber.
   Eindagi fast­eigna­gjalda er þrjá­tíu dög­um eft­ir gjald­daga og fell­ur all­ur skatt­ur árs­ins í gjald­daga ef vanskil verða. Sé fjár­hæð fast­eigna­gjalda und­ir kr. 40.000 er gjald­dagi þeirra 15. janú­ar með eindaga 14. fe­brú­ar.
   -------------------------------------------------------------
   Eft­ir­tald­ar regl­ur taka breyt­ing­um og gilda frá 1.1.2018.

   Sam­eig­in­leg­ar regl­ur dag­for­eldra í Mos­fells­bæ sem eru með þjón­ustu­samn­ing við bæj­ar­fé­lag­ið.
   Regl­ur vegna fram­lags Mos­fells­bæj­ar til sjálf­stætt starf­andi leik­skóla með þjón­ustu­samn­ing við Mos­fells­bæ.
   Regl­ur um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega.

   -------------------------------------------------------------
   Eft­ir­far­andi gjald­skrár liggja fyr­ir og taka breyt­ing­um þann 1.1.2018 nema ann­að sé tek­ið fram.

   Gjaldskrá leik­skóla, dag­for­eldra og einka­rek­inna leik­skóla.
   Gjaldskrá fyr­ir sorp­hirðu
   Gjaldskrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar.
   Gjaldskrá skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála í Mos­fells­bæ vegna leyf­is­veit­inga, um­sýslu og þjón­ustu.
   -------------------------------------------------------------
   For­seti þakk­aði starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing og gerð áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir for­seta til starfs­manna.
   -------------------------------------------------------------

   Til­lög­ur M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
   Til­lög­ur Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar með þeim breyt­ing­um sem urðu á milli um­ræðna.

   Til­lög­ur M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
   1. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um upp­bygg­ingu leigu­mark­að­ar fyr­ir ungt fólk og efnam­inni í Mos­fells­bæ.
   Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að Mos­fells­bær grípi til að­gerða til að auka fram­boð á leigu­hús­næði fyr­ir ungt fólk og efnam­inni í Mos­fells­bæ. Til að tryggja við­ráð­an­legt leigu­verð er lagt til að sveit­ar­fé­lag­ið leiti eft­ir sam­starfi við bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag sem starf­ar án hagn­að­ar­mark­miða.

   Skv. lög­um um al­menn­ar íbúð­ir 115/2016 er sveit­ar­fé­lög­um heim­ilt að veita 12% stofn­fram­lag til bygg­ing­ar­að­ila til að byggja og kaupa íbúð­ar­hús­næði sem ætlað er leigj­end­um sem eru und­ir tekju- og eigna­mörk­um. Stofn­fram­lag­ið get­ur ver­ið í formi lóða og út á það geng­ur til­laga Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
   Reykja­vík­ur­borg og Hafn­ar­fjörð­ur hafa nú­þeg­ar sam­ið við Bjarg um bygg­ingu á leigu­heim­il­um. Það sem ger­ir sam­st­arf við fé­lag­ið fýsi­legt er að það hef­ur traust­an bak­hjarl sem er í sam­starfi við að­ila sem hafa langvar­andi reynslu af rekstri leigu­fé­laga í Skandína­víu og víð­ar. Það eru stétt­ar­fé­lög­in ASÍ og BSRB.
   Hér er ekki um að ræða fé­lags­legt hús­næði, held­ur fé­lags­lega að­gerð til að efla leigu­mark­að­inn og gera tekju­lág­um kleift að leigja sér ör­uggt, ódýrt og vandað hús­næði. Skv. dómi sem féll inn­an ESB standast slík­ar að­gerð­ir lög. Sveit­ar­fé­lag­inu er því ekk­ert að van­bún­aði.
   Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur áherslu á vist­væna byggð með blágræn­ar of­an­vatns­lausn­ir, græn þök, framúrsk­ar­andi al­menn­ings­sam­göng­ur, göngu- og hjóla­stíga og lág­marks bíla­eign.

   2. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að hækka fjár­hags­að­stoð Mos­fells­bæj­ar í kr. 190.000.
   Til­lag­an geng­ur út á að hækka fjár­hags­að­stoð og ger­ir fjár­hags­áætlun nú ráð fyr­ir 7,6% hækk­un og erum við þakk­lát fyr­ir það. En bet­ur má ef duga skal. Markmið fjár­hags­að­stoð­ar er að sjá til þess að um­sækj­end­ur geti fram­fleytt sér og er erfitt að sjá að það geti geng­ið eft­ir með ekki hærri upp­hæð. Fjár­hags­að­stoð fyr­ir ein­stak­ling í Mos­fells­bæ er nú kr. 165.000 á mán­uði og hækk­ar sú tala upp í 177.000 kr. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur brýnt að hækka þá tölu í kr. 190.000

   3. Til­laga um að tryggja nægi­legt fram­boð af fé­lags­legu hús­næði í Mos­fells­bæ
   Til­laga Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er að fjölga fé­lags­leg­um íbúð­um í eigu Mos­fells­bæj­ar og fjölg­ar þeim um eina skv. fjár­hags­áætlun. Það er skref í átt­ina en við vilj­um sjá Mos­fells­bæ gera bet­ur því fé­lags­leg­um íbúð­um í eigu bæj­ar­ins hef­ur ekki fjölgað síð­an 2002 en það er árið sem vinstri flokk­arn­ir mis­stu meiri­hluta í Mos­fells­bæ. Sam­an­burð­ur á fjölda fé­lags­legra íbúa eft­ir sveit­ar­fé­lög­um er Mos­fells­bæ frek­ar óhag­stæð­ur. Í Reykja­vík eru 16 íbúð­ir á 1000 íbúa, í Kópa­vogi 8, í Mos­fells­bær 3-4 og í Garða­bæ 2. Það blas­ir því við að eitt­hvað þarf að gera.

   4. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um efl­ingu nefnda
   Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að sá hátt­ur verði fram­veg­is hafð­ur á að fag­nefnd­ir Mos­fells­bæj­ar beri sam­an bæk­ur sín­ar um val á verk­efn­um næsta árs áður en til 1. um­ræðu kem­ur um fjár­hags­áætlun í bæj­ar­stjórn. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur mik­il­vægt að nefnd­irn­ar eigi virka hlut­deild í fjár­hags­áætlun hvers árs og lít­ur á það sem skref í átt til efl­ing­ar lýð­ræð­is að ákveð­in frum­kvæð­is­vinna fari fram í nefnd­un­um áður en til 1. um­ræða kem­ur.
   Til­lög­unni verði vísað til um­ræðu í fag­nefnd­um.

   5. Til­laga M-lista Íbúa­hreyfingrinn­ar um að bæta að­stöðu Tón­list­ar­skól­ans
   Til­lag­an geng­ur út á að bæta að­stöðu tón­list­ar­skól­ans og fjölga stöðu­gild­um til sam­ræm­is við fjölg­un íbúa. Í tón­list­ar­skól­an­um hafa ver­ið lang­ir bið­list­ar frá hruni en í kjöl­far þess var stöðu­gild­um kenn­ara fækkað. Í fyrra var einu stöðu­gildi bætt við og nú á að fjölga þeim um eitt og hálft. Stöðu­gildi í lok 2018 verða því jafn mörg og þau voru fyr­ir hrun. Í milli­tíð­inni hef­ur Mos­fell­ing­um þó fjölgað um 2500 og að sama skapi vænt­an­leg­um tón­list­arsnill­ing­um sem marg­ir hverj­ir eru nú á bið­lista. Skól­ann vant­ar meira hús­næði og er að ein­hverju leyti ver­ið að vinna að því en bet­ur má ef duga skal. Það þarf að bæta að­stöð­una og fjölga kenn­ur­um í takt við fjölg­un íbúa.
   Fram­boð á tón­list­ar­kennslu get­ur ráð­ið úr­slit­um um hvort fólk flyt­ur í Mos­fells­bæ og því brýnt að setja meiri kraft og fjár­magn í þetta verk­efni.

   Til­laga íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar fel­ur í sér að tón­list­ar­skól­inn fái fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur til af­nota við Lága­fells­skóla og Varmár­skóla. Einn­ig að gerð verði tíma­sett áætlun um bygg­ingu tón­list­ar­skóla með að­stöðu til tón­listar­flutn­ings.

   Bæj­ar­stjóri ger­ir þá dag­skrár­til­lögu að til­lög­ur M-lista verði born­ar upp til at­kvæða all­ar í einu.

   Til­lag­an er sam­þykkt með sex at­kvæð­um V- og D- lista gegn einu at­kvæði M-lista. Full­trú­ar S-lista sitja hjá.

   Til­lög­ur M-lista eru felld­ar með sex at­kvæð­um V- og D- lista gegn einu at­kvæði M-lista. Full­trú­ar S-lista sitja hjá.

   Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
   Kom­ið var til móts við nokkr­ar af til­lög­um Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar á milli um­ræðna og koma þær því ekki til af­greiðslu í bæj­ar­stjórn.
   Til­laga um að stofna embætti jafn­rétt­is­full­trúa. Til að byrja með verð­ur ráð­ið í 50% stöðu og lít­ur Íbúa­hreyf­ing­in á það sem gott fyrsta skref.
   Til­laga um að opna fjár­hags­upp­lýs­ing­ar Mos­fells­bæj­ar á net­inu og til­laga um að fjár­magna gerð græns skipu­lags urðu jafn­framt hluti af fjár­hags­áætlun á milli um­ræðna.
   Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur það vera ómál­efna­leg vinnu­brögð að af­greiða all­ar að­r­ar til­lög­ur Íbúa­hreyf­ing­unni á einu bretti og lýsa van­virð­ingu D- og V-lista gagn­vart lýð­ræð­inu.

   Bók­un V- og D-lista
   Bæj­ar­full­trú­ar V- og D- lista vísa full­yrð­ing­um um van­virð­ingu gagn­vart lýð­ræð­inu á bug.

   -------------------------------------------------------------------
   For­seti bar til­lögu að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árin 2018-2021 upp í heild sinni. Fjár­hags­áætl­un­in var sam­þykkt með átta at­kvæð­um full­trúa V-, D- og S- lista. Full­trúi M-lista sat hjá.

   -------------------------------------------------------------------
   Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018
   Ým­is­legt gott kem­ur fram í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2018. Eins og fram kom í um­ræð­um var vinn­an ánægju­legri en venju­lega vegna þess að nú árar bet­ur. Ástæð­an er sú að nú rík­ir meiri hag­sæld en ver­ið hef­ur í ára­t­ug, auk þess sem íbú­um í Mos­fells­bæ hef­ur fjölgað um 7,6%. Í Mos­fells­bæ skjóta nýj­ar bygg­ing­ar upp koll­in­um eins og gor­kúl­ur. Alls stað­ar heyrast hljóð frá vinnu­vél­um. Það er ver­ið að grafa, smíða og steypa.
   Stóra verk­efn­ið er á sviði fræðslu­mála. Það er skóli í bygg­ingu í Helga­fellslandi og ver­ið að bæta að­stöðu og sinna við­haldi í öðr­um skól­um. Mikl­um fjár­mun­um er auk þess var­ið í að efla íþrótt­ast­arf og má þar nefna nýtt knatt­leika­hús. Fleira má nefna svo sem gjald­skrár­lækk­an­ir, t.d. lækk­un leik­skóla­gjalda, hlut­falls­lega lækk­un fast­eigna­gjalda, af­slátt af fast­eigna­gjöld­um fyr­ir efnam­inni eldri borg­ara og hækk­un sér­staks hús­næð­isstuðn­ings til jafns við önn­ur sveit­ar­fé­lög o.s.frv.
   Íbúa­hreyf­ing­in hef­ur samt áhyggj­ur yfr því að ákveðn­ir mála­flokk­ar séu látn­ir sitja á hak­an­um. Þetta er fjórða árið í röð sem ég upp­lifi af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar. Á þess­um tíma hef ég greint ákveð­in stef í fjár­hags­áætl­un­um meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna.
   Nánast engu fé er var­ið í þágu nátt­úru­vernd­ar. Samt á hún skv. lög­um að vera meg­in­verk­efni heill­ar nefnd­ar, þ.e. um­hverf­is­nefnd­ar en það er eins og það sé gleymt. Á nátt­úru­vernd er ekki minnst í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018.
   Ann­að stef. Hækk­an­ir til verk­efna sem heyra und­ir fé­lags­þjón­ustu eru af afar skorn­um skammti og til­lög­um um að bæta úr því er sjaldn­ast vel tek­ið. Ein­ung­is ör­litl­ar hækk­an­ir sem litlu máli skipta fyr­ir fjár­hag sveit­ar­fé­lags sem stát­ar af 10 millj­örð­um í tekj­ur. Fé­lags­legt hús­næði er í Mos­fells­bæ af óvenju skorn­um skammti og fjár­hags­að­stoð við hung­ur­mörk. Góðu frétt­irn­ar í þess­um mála­flokki eru þó hækk­un á sér­stök­um hús­næð­isstuðn­ingi.
   Þriðja stef­ið er menn­ing­in. Mik­illa úr­bóta er þörf vegna að­stöðu­leys­is tón­list­ar­skól­ans og lúðra­sveit­ar­inn­ar en eins og með hina mála­flokk­ana tvo er lít­ið að gert. Öll önn­ur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa byggt sér­staka tón­list­ar­skóla með góðri að­stöðu til náms og tón­listar­flutn­ings. Eng­ar áætlan­ir eru uppi í þá veru af hálfu meiri­hlut­ans.
   Það eru sem sagt þrír mála­flokk­ar sem út af standa, þ.e. fé­lags­þjón­ust­an, nátt­úru­vernd­in og menn­ing­in. Í seinni tíð er oft talað um að þess­ir mála­flokk­ar eigi und­ir högg að sækja þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur yf­ir­ráð. Og þann­ig hef­ur það ver­ið í Mos­fells­bæ und­an­farin ár, og svo und­ar­legt sem það nú er, með fulltingi Vinstri grænna.

   Bók­un V- og D- lista
   Full­yrð­ing­ar bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að ákveðn­ir mála­flokk­ar í starf­semi Mos­fells­bæj­ar séu van­rækt­ir og ekki lagð­ir fjár­mun­ir í, standast ekki líkt og fram kom í máli og skýr­ing­um bæj­ar­stjóra og er að finna í fjár­hags­áætlun fyr­ir næsta ár bæði í grein­ar­gerð og talna­efni.

   Bók­un Sam­fylk­ing­ar við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar.
   Ytri að­stæð­ur Mos­fells­bæj­ar líkt og ann­arra sveit­ar­fé­laga í land­inu eru al­mennt góð­ar og horf­ur já­kvæð­ar. Upp­gang­ur er í efna­hags­líf­inu og lít­ið sem ekk­ert at­vinnu­leysi sem skil­ar sér auð­vitað til sveit­ar­fé­lag­anna eins og rík­is­ins. Í fjár­hags­áætlun árs­ins 2018 sem af­greidd er nú úr bæj­ar­stjórn eft­ir seinni um­ræðu er að finna ýmis verk­efni og fram­kvæmd­ir sem eru til hags­bóta fyr­ir íbúa Mos­fells­bæj­ar og sam­mæli rík­ir um inn­an bæj­ar­stjórn­ar. Við fyrri um­ræðu um fyr­ir­liggj­andi áætlun þann 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn lögð­um við full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fram nokkr­ar til­lög­ur sem við ósk­uð­um efir að yrðu tekn­ar til skoð­un­ar m.t.t. þess hvern­ig þeim mætti mæta inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar. Á milli um­ræðna tók áætl­un­in breyt­ing­um og stærsti hluti okk­ar til­lagna hlaut já­kvæð­ar und­ir­tekt­ir hjá meiri­hluta VG og Sjálf­stæð­is­flokks og rat­aði inn í þá loka­út­gáfu fjár­hags­áætl­un­ar sem hér ligg­ur fyr­ir. Vissu­lega bera þau vinnu­brögð vott um hverju er hægt er að áorka með sam­starfs­vilja og sam­tali bæj­ar­full­trúa sé vilji fyr­ir hendi. Í ljósi þess­ar­ar nið­ur­stöðu sam­þykk­ir Sam­fylk­ing­in fram­lagða fjár­hags­áætlun.

   Sam­fylk­ing­in ít­rek­ar þá af­stöðu sem bæj­ar­full­trú­ar henn­ar hafa talað fyr­ir árum sam­an í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar að breytt verði vinnu­brögð­um við und­ir­bún­ing fjár­hags­áætl­ana, fag­nefnd­ir komi fyrr að mál­um og á skipu­lagð­ari hátt. Í fag­nefnd­um ætti að ræða þann ramma sem bæj­ar­ráð set­ur fags­við­um eft­ir til­lögu­gerð for­stöðu­manna og fram­kvæmda­stjóra og um­ræð­ur um þær. Fag­nefnd­irn­ar ættu að leggja mark­visst nið­ur fyr­ir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það til­lög­ur til bæj­ar­ráðs ásamt því að leggja fram rök­studd­ar til­lög­ur um nýtt fjár­magn ef svo ber und­ir. Kjörn­ir bæj­ar­full­trú­ar tækju síð­an við, for­gangs­röð­uðu og tækju þann­ig hina end­an­legu póli­tísku ábyrgð. Til þess erum við kjörin í bæj­ar­stjórn.

   Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
   Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

   Bók­un V- og D- lista um fjár­hags­áætlun 2018 - 2021
   Rekst­ur og starf­semi Mos­fells­bæj­ar er í góðu horfi og sveit­ar­fé­lag­ið nýt­ur góðs af skil­virk­um rekstri, flottu starfs­fólki og góðu efna­hags­legu ár­ferði. Tekj­ur hafa auk­ist og rekstr­araf­gang­ur er af starf­sem­inni á sama tíma og þjón­usta við íbúa og við­skipta­vini er aukin. Byggt er upp til fram­tíð­ar, skuld­ir lækk­að­ar og dreg­ið úr álög­um á íbúa.
   Fjár­hags­staða Mos­fells­bæj­ar er traust, rekst­ur­inn ein­kenn­ist af ábyrgð og að lang­tíma­sjón­ar­mið eru höfð að leið­ar­ljósi. Skuldastaða sveit­ar­fé­lags­ins end­ur­spegl­ar þetta vel og er ásætt­an­leg í ljósi þeirr­ar upp­bygg­ing­ar og vaxt­ar sem mun eiga sér stað á næstu árum. Það svigrúm sem er til stað­ar í rekstri Mos­fells­bæj­ar mun nýt­ast öll­um íbú­um með ein­um eða öðr­um hætti.

   Í fjár­hags­áætlun 2018-2021 má nefna helstu at­riði á sviði skóla- og frí­stunda­mála að eng­ar hækk­an­ir verða á gjald­skrám og nið­ur­greiðsla dag­vist­ar barna hefst við 13 mán­aða ald­ur í stað 18 mán­aða. Leik­skóla­gjöld lækka um 5% á ár­inu 2018 og kom­ið verð­ur á fót 20 nýj­um pláss­um á leik­skól­um fyr­ir 12-18 mán­aða börn. Mætt verð­ur þörf fyr­ir bætt­um tölvu­kosti og öðr­um verk­efn­um til að bæta að­stöðu í grunn­skól­um bæj­ar­ins. Þá mun vinna hefjast við gerð for­varna­stefnu.

   Á sviði fjöl­skyldu­mála hækk­ar fjár­hags­að­stoð og sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur. Greiðsl­ur til stuðn­ings­fjöl­skyldna við fötluð börn hækka veru­lega. Einn­ig hækka fram­lög vegna af­slátt­ar á fast­eigna­gjöld­um til tekju­lægri elli- og ör­orku­þega um 50%.

   Á næsta ári verða stærstu nýju inn­viða­verk­efn­in ann­ars veg­ar vinna vegna bygg­ing­ar fjöl­nota íþrótta­húss og hins veg­ar ljúka því að reisa fyrsta áfanga skóla­bygg­ing­ar­inn­ar í Helga­fellslandi sem tek­inn verð­ur í notk­un um ára­mót­in 2018 - 2019.

   Á sviði um­hverf­is­mála verð­ur far­ið í átak í end­ur­nýj­un gang­stétta í eldri hverf­um og fram­lög aukin veru­lega til við­halds húsa og lóða bæj­ar­ins. Þá verði unn­ið að mót­un um­hverf­is­stefnu og sam­göngu­stefnu og efl­ingu á starf­semi um­hverf­is­sviðs vegna auk­inna verk­efna.

   Segja má að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018 - 2021 sé upp­bygg­ingaráætlun.

   Við þökk­um starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar fyr­ir óeig­ingjarnt starf við að setja sam­an fjár­hags­áætlun fyr­ir árin 2018 - 2021.

   • 3. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1330201711018F

    Fund­ar­gerð 1330. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 3.1. Um­sókn um stofn­fram­lag 2017 201711009

     Brynja, hús­sjóð­ur ör­yrkja­banda­lags­ins, sæk­ir um stofn­fram­lag árið 2017.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1330. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

    • 3.2. Upp­bygg­ing íþróttamið­stöðv­ar og æf­ing­ar­svæð­is við Hlíð­ar­völl í Mos­fells­bæ 201706050

     Minn­is­blað bæj­ar­stjóra lagt fram.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1330. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

    • 3.3. Fyr­ir­spurn varð­andi breytta landnokt­un í Leir­vogstungu vegna at­vinnusvæð­is 201711102

     Fyr­ir­spurn um breyt­ingu á skipu­lagi í Leir­vogstungu.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1330. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

    • 3.4. Ósk um út­hlut­un lóða við Sunnukrika 3-7 201609340

     Við­auki við fyrra bréf Sunnu­bæj­ar auk minn­is­blaðs bæj­ar­stjóra lagt fram.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1330. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

    • 3.5. Ósk um stöðu­leyfi fyr­ir vinnu­búð­ir 201711064

     Somos ehf. óskað eft­ir stöðu­leyfi fyr­ir vinnu­búð­ir.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1330. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

    • 4. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1331201711029F

     Fund­ar­gerð 1331. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

     • 4.1. Ósk um stöðu­leyfi fyr­ir vinnu­búð­ir 201711064

      Ósk um stöðu­leyfi fyr­ir vinnu­búð­ir til að hýsa er­lenda starfs­menn. Mál­inu var frestað á síð­asta fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1331. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.2. At­huga­semd­ir íbúa Ak­ur­holts vegna göngu­stígs milli Ak­ur­holts og Arn­ar­tanga 201707022

      Um­beð­in um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs fylg­ir er­ind­inu.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1331. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.3. Er­indi Lög­máls vegna leigu­samn­ings Gunn­ars Dung­al við Mos­fells­bæ 201510094

      Minn­is­blað lög­manns lagt fram.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1331. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.4. Bú­seta fatl­aðs fólks-upp­bygg­ing 201711153

      Beiðni um heim­ild til að hefja við­ræð­ur við Lands­sam­tökin Þroska­hjálp um bygg­ingu bú­setukjarna fyr­ir fatlað fólk árið 2020.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1331. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.5. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd 201503558

      Fram­vindu­skýrsla vegna Helga­fells­skóla lögð fram til kynn­ing­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1331. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.6. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber 2017 201711165

      Yf­ir­lit lagt fram til kynn­ing­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1331. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.7. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021 201705191

      Á fund­in­um verð­ur upp­lýst um stöðu vinnu við fjár­hags­áætlun.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1331. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.8. Inn­leið­ing nýrr­ar per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar 201706186

      Leið­bein­ing­ar Sam­bands­ins um inn­leið­ingu nýrr­ar per­sónu­vernd­ar­lögggjaf­ar lagt fram til kynn­ing­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1331. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 5. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 262201711019F

      Fund­ar­gerð 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 5.1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021 201705191

       Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021 send til um­fjöll­un­ar í nefnd­um í kjöl­far fyrri um­ræðu um hana á fundi bæj­ar­stjórn­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

      • 5.2. Regl­ur um fjár­hags­að­stoð, end­ur­skoð­un 2018 201711126

       End­ur­skoð­un á regl­um um fjár­hags­að­stoð.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

      • 5.3. Regl­ur um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing-end­ur­skoð­un 201706114

       Drög að breyt­ingu á regl­um um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista
       Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar mót­mæl­ir harð­leg þeirri valdníðslu for­seta bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar, Bjarka Bjarna­son­ar, að banna bæj­ar­full­trúa að bera af sér ámæli í kjöl­far lít­ilsvirð­andi um­mæla bæj­ar­stjóra.

       Bók­un Bjarka Bjarna­son­ar for­seta bæj­ar­stjórn­ar bæj­ar­full­trúa V-lista
       For­seti tel­ur að hann hafi í þessu máli fylgt sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar.

       Gagn­bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar vegna bókun­ar fund­ar­stjóra Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar mót­mæl­ir því að for­seti bæj­ar­stjórn­ar hafi far­ið eft­ir sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar þeg­ar hann ákvað að hafna þeirri beiðni að bæj­ar­full­trúi að bera af sér ámæli. Það er ekk­ert sem gef­ur for­seta þann rétt að taka efn­is­lega af­stöðu til slíkr­ar beiðni.

       Bók­un Har­ald­ar Sverris­son­ar, bæj­ar­full­trúi D-lista
       Bæj­ar­stjóri mót­mæl­ir því að hann hafi við­haft lít­ilsvirð­andi um­mæli.

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

      • 5.4. Stuðn­ings­fjöl­skylda breyt­ing á regl­um 201710171

       Stuðn­ings­fjöl­skyld­ur - af­greiðsla um­sókn­ar

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

      • 5.5. Gjaldskrá vegna greiðslu til stuðn­ings­fjöl­skyldna 201711186

       Drög að end­ur­skoð­un gjald­skrár vegna greiðslu til stuðn­ings­fjöl­skyldna fatl­aðra barna.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

      • 5.6. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 469 201711022F

       Fund­ar­gerð til af­greiðslu.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.7. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1155 201711014F

       Fund­ar­gerð til af­greiðslu.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.8. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1157 201711021F

       Fund­ar­gerð til af­greiðslu.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.9. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 455 201709030F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.10. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 456 201710002F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.11. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 457 201710005F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.12. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 462 201710024F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.13. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 463 201710028F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.14. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 464 201711003F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.15. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 465 201711005F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.16. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 466 201711010F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.17. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 467 201711016F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.18. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 468 201711020F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.19. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1150 201710019F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.20. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1151 201710025F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.21. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1152 201710029F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.22. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1153 201711001F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.23. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1154 201711013F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.24. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1156 201711017F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.25. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1158 201711023F

       Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 6. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 344201711028F

       Fund­ar­gerð 344. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

       • 6.1. Sér­tæk skóla­úr­ræði 201711220

        Kynn­ing á þró­un­ar­verk­efn­inu, Fell­ið, í Lága­fells­skóla. Skóla­stjóri Lága­fells­skóla og starfs­fólk Fells­ins mæta á fund­inn og kynna.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 344. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        Af­greiðsla 262. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.

       • 6.2. Skýrsla vinnu­hóps um sér­kennslu og sér­fræði­þjón­ustu leik- og grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar 201103249

        Lagt fram stöðumat á skýrslu vinnu­hóps um sér­kennslu og sér­fræði­þjón­ustu leik- og grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 344. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.3. Þjón­usta við ung börn 201611055

        Kynn­ing og um­sögn á fag­legu mati um fyr­ir­komulag á þjón­ustu við yngstu börn­in í Mos­fells­bæ.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 344. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 7. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 449201711025F

        Fund­ar­gerð 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 7.1. Mið­dal­ur land nr. 213970 - ósk um gerð deili­skipu­lags 201711111

         Borist hef­ur er­indi frá 1N. dags. 13. nóv­em­ber 2017 varð­andi ósk um gerð deili­skipu­lags fyr­ir land nr. 213970 úr landi Mið­dals.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.2. Brekku­land 6 - um­sókn um leyfi til að byggja 3. hæða hús með allt að 6 íbúð­um á lóð­inni að Brekkulandi 6. 201711122

         Borist hef­ur er­indi frá Sig­urði Andrés­syni dags. 9. nóv­em­ber 2017 varð­andi bygg­ingu húss á lóð­inni að Brekkulandi nr. 6.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.3. Fyr­ir­spurn varð­andi breytta landnokt­un í Leir­vogstungu vegna at­vinnusvæð­is 201711102

         Á 1330. fundi bæj­ar­ráðs 16. nóv­em­ber 2017 varð gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar til um­sagn­ar og al­mennr­ar skoð­un­ar."

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.4. Árs­skýrsla reið­vega­nefnd­ar 201711198

         Lögð fram Árs­skýrsla reið­vega­nefnd­ar.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.5. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - Álfs­nesvík 201710282

         Á 448. fundi skipu­lags­nefnd­ar 10. nóv­em­ber 2017 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: .Lagt fram. Ekki er gerð at­huga­semd við er­ind­ið. Skipu­lags­nefnd bend­ir þó á og legg­ur áherslu á að vandað verði til verka við alla út­færslu verks­ins. Stærsta úti­vist­ar­svæði Mos­fells­bæj­ar og eitt fjöl­skrúð­ug­asta fugla­svæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er við Leir­vog­inn sem er í næsta ná­grenni við fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd í Álfs­nesvík. Á 705. fundi bæj­ar­stjórn­ar 15. nóv­em­ber 2017 vís­aði bæj­ar­stjórn er­ind­inu aft­ur til skipu­lags­nefnd­ar.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.6. Mið­dal­ur - skipt­ing lands. 201710233

         Borist hef­ur er­indi frá Ein­ar V. Tryggva­syni dags. 20.októ­ber 2017 varð­andi skipt­ingu lands í jörð­inni Mið­dal­ur.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.7. Vefara­stræti 8-14 - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi 201710283

         Borist hef­ur er­indi frá Skjanna ehf. dags. 24. októ­ber 2017 varð­andi breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyr­ir lóð­irn­ar Vefara­stræti 8-14

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.8. Mið­dal­ur II - ósk um lagn­ingu veg­ar 201711202

         Borist hef­ur er­indi frá Mar­gréti Guð­jóns­dótt­ur dags. 16. nóv­em­ber 2017 varð­andi fram­kvæmd­leyfi vegna lagn­ingu veg­ar í landi Mið­dals II.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.9. Bjark­ar­holt/Há­holt - nafn­gift­ir og núm­er lóða. 201710256

         Lagt fram minn­is­blað bygg­ing­ar­full­trúa og skipu­lags­full­trúa varð­andi nafn­gift­ir og núm­er lóða við Bjark­ar­holt/Há­holt.Frestað á 448. fundi.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.10. Engja­veg­ur 17, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710227

         Ívar Þór Jó­hann­esson Brekku­tanga 14 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr timb­urein­ing­um ein­býl­is­hús og bíl­skýli á lóð­inni nr. 17 við Engja­veg í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
         Stærð: Íbúð­ar­hús 162,9 m2, 501,2 m3. Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið þar sem fyr­ir­hug­að er að byggja opið bíl­skýli í stað bíl­geymslu.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.11. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021 201705191

         Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021 send til um­fjöll­un­ar í nefnd­um í kjöl­far fyrri um­ræðu um hana á fundi bæj­ar­stjórn­ar.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.12. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 23 201711024F

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 321 201711030F

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 449. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 8. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 183201711011F

         Fund­ar­gerð 183. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

         • 9. Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd - 65201711012F

          Fund­ar­gerð 65. fund­ar þró­un­ar-og ferða­mála­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 9.1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021 201705191

           Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021 send til um­fjöll­un­ar í nefnd­um í kjöl­far fyrri um­ræðu um hana á fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 65. fund­ar þró­un­ar-og ferða­mála­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 9.2. Kynn­is­ferð þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar til menn­ing­ar­stofn­ana og fyr­ir­tækja 201711080

           Kynn­is­ferð þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar til menn­ing­ar­stofn­ana og fyr­ir­tækja

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 65. fund­ar þró­un­ar-og ferða­mála­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 9.3. Stefnu­mark­andi stjórn­un­ar­áætlan­ir áfanga­staða (DMP) 201711081

           Kynn­ing og um­fjöllun um stefnu­mark­andi stjórn­un­ar­áætlan­ir áfanga­staða (Dest­inati­on Manag­ment Plans) og boð á vinnu­stofa 30. nóv­em­ber nk.

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 65. fund­ar þró­un­ar-og ferða­mála­nefnd­ar sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          Fundargerðir til kynningar

          • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 321201711030F

           Fund­ar­gerð 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

           • 10.1. Barr­holt 22 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201709206

            Guð­mund­ur Vign­ir Ólafs­son Barr­holti 22 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja sól­stofu úr stein­steypu, timbri og gleri við vest­ur­hlið húss­ins nr. 22 við Barr­holt í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð sól­stofu 35,0 m2, 109,0 m3.
            Grennd­arkynn­ing hef­ur far­ið fram en eng­ar at­huga­semd­ir hafa borist.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 10.2. Engja­veg­ur 17, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710227

            Ívar Þór Jó­hann­esson Brekku­tanga 14 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr timb­urein­ing­um ein­býl­is­hús og bíl­skýli á lóð­inni nr. 17 við Engja­veg í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð: Íbúð­ar­hús 162,9 m2, 501,2 m3. Bíl­skýli 26,4 m2.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 10.3. Flugu­mýri 14, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201706293

            Stein­garð­ur ehf. Flugu­mýri 14 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr stein­steypu iðn­að­ar­hús­næði á lóð­inni nr. 14 við Flugu­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stækk­un 1. hæð­ar 350,2 m2, 2. hæð­ar 123,9 m2, 510,5 m3.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 10.4. Gerplustræti 7-11/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201609080

            LL06 ehf. Garða­stræti 37 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 25 íbúða fjöleigna­hús með bíla­kjall­ara á lóð­inni nr. 7-11 við Gerplustræti.
            Stærð: Kjall­ari/bíla­kjall­ari 616,0 m2,1. hæð 749,8 m2, 2. hæð 742,2 m2, 3. hæð 749,8 m2, 4. hæð 655,4 m2, 8621,6 m3.
            Áður sam­þykkt­ir upp­drætt­ir falli úr gildi.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 10.5. Laxa­tunga 41/bíl­geymsla/óupp­fyllt rými. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201711147

            Herdís Sig­urð­ar­dótt­ir Laxa­tungu 41 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að gera nið­ur­graf­ið glugga­laust kjall­ara­rými und­ir áður sam­þykktri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 41 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Kjall­ara­rými 82,8 m2, 207,0 m3.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 10.6. Litlikriki 34 /um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710024

            Frið­bert Bergs­son Litlakrika 34 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu,áli og gleri sól­skála við vest­ur- hlið húss­ins nr. 34 við Litlakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð sól­skála 20,0 m2, 56,0 m3.
            Grennd­arkynn­ing hef­ur far­ið fram en eng­ar at­huga­semd­ir hafa borist.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 10.7. Snæfríð­argata 18, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703360

            Há­kon Már Pét­urs­son Áslandi 4A Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 18 við Snæfríð­ar­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð: Kjall­ari 34,2 m2, íbúð 1. hæð 196,6 m2, bíl­geymsla 30,4 m2, 995,8 m3.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 10.8. Sölkugata 19, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201711101

            Arn­ar Hauks­son Litlakrika 42 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta hæð­ar­setn­ingu og sal­ar­hæð í áður sam­þykktu ein­býl­is­húsi að Sölku­götu 19 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stækk­un húss 43,5 m3.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 10.9. Uglugata 19-21/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi breyt­ing 201711160

            HSH bygg­ing­ar­meist­ar­ar ehf. Suð­ur­söl­um 14 Reykja­vík sækja um leyfi fyr­ir efn­is- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um áður sam­þykktra par­húsa á lóð­un­um nr. 19 og 21 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.Stærð­ir hús­anna breyt­ast ekki.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 10.10. Uglugata 23-25 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710281

            Targa ehf. Gnípu­heiði 6 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi fyr­ir breyttri hæð­ar­setn­ingu áður sam­þykktra par­húsa á lóð­un­um nr. 23 og 25 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir hús­anna breyt­ast ekki.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 10.11. Vefara­stræti 16-22, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi v/breyt­inga inni 201711134

            Skjanni ehf. Stór­höfða 25 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir efn­is- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í húsi að Vefara­stræti 16-22 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir húss breyt­ast ekki.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 10.12. Voga­tunga 75-77, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710203

            VK verk­fræði­stofa Síðumúla 13 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri par­hús með inn­byggð­um bíl­geymdl­um á lóð­un­um nr. 75 og 77 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.
            Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 321. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 11. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 23201711024F

            Fund­ar­gerð 23. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 11.1. Langi­hrygg­ur, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag 201410300

             Til­laga að deili­skipu­lagi var aug­lýst frá 25. sept­em­ber til og með 6. nóv­em­ber 2017. Eng­in at­huga­semd barst.

             Niðurstaða þessa fundar:

             Af­greiðsla 23. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 12. Fund­ar­gerð 276. fund­ar Strætó bs.201711170

             Fundargerð 276. fundar Strætó bs.

             Lagt fram

            • 13. Fund­ar­gerð 449. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu201711191

             Fundargerð 449. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

             Lagt fram

            • 14. Fund­ar­gerð 450. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu201711192

             Fundargerð 450. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

             Lagt fram

            • 15. Fund­ar­gerð 381. fund­ar Sorpu bs201711243

             Fundargerð 381. fundar Sorpu bs

             Lagt fram

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 21:37