29. nóvember 2017 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Útsvarsprósenta 2018201711145
Ákvörðun um útsvarsprósentu 2018.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri, Pétur J. Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Tillaga er gerð um að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 verði 14,48% af útsvarsstofni.
Tillagan er samþykkt með sjö atkvæðum D-, V- og M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 lögð fram til seinni umræðu.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri, Pétur J. Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2018 til 2021.
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 10.582 m.kr.
Gjöld: 9.268 m.kr.
Afskriftir: 328 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 650 m.kr.
Tekjuskattur 27 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 308,7 m.kr.
Eignir í árslok: 18.068 m.kr.
Eigið fé í árslok: 5.118 m.kr.
Fjárfestingar: 1.595 m.kr.
-------------------------------------------------------------
Útsvarsprósenta 2018
Samþykkt var fyrr á þessum fundi að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 verði 14,48% af útsvarsstofni.
-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2018 eru eftirfarandi:Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,225% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,084% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,125% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,340% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,084% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,125% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,650% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,084% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,125% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september.
Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2018.Sameiginlegar reglur dagforeldra í Mosfellsbæ sem eru með þjónustusamning við bæjarfélagið.
Reglur vegna framlags Mosfellsbæjar til sjálfstætt starfandi leikskóla með þjónustusamning við Mosfellsbæ.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2018 nema annað sé tekið fram.Gjaldskrá leikskóla, dagforeldra og einkarekinna leikskóla.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu
Gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ vegna leyfisveitinga, umsýslu og þjónustu.
-------------------------------------------------------------
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
-------------------------------------------------------------Tillögur M-lista Íbúahreyfingarinnar
Tillögur Íbúahreyfingarinnar með þeim breytingum sem urðu á milli umræðna.Tillögur M-lista Íbúahreyfingarinnar
1. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um uppbyggingu leigumarkaðar fyrir ungt fólk og efnaminni í Mosfellsbæ.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær grípi til aðgerða til að auka framboð á leiguhúsnæði fyrir ungt fólk og efnaminni í Mosfellsbæ. Til að tryggja viðráðanlegt leiguverð er lagt til að sveitarfélagið leiti eftir samstarfi við byggingarsamvinnufélag sem starfar án hagnaðarmarkmiða.Skv. lögum um almennar íbúðir 115/2016 er sveitarfélögum heimilt að veita 12% stofnframlag til byggingaraðila til að byggja og kaupa íbúðarhúsnæði sem ætlað er leigjendum sem eru undir tekju- og eignamörkum. Stofnframlagið getur verið í formi lóða og út á það gengur tillaga Íbúahreyfingarinnar.
Reykjavíkurborg og Hafnarfjörður hafa núþegar samið við Bjarg um byggingu á leiguheimilum. Það sem gerir samstarf við félagið fýsilegt er að það hefur traustan bakhjarl sem er í samstarfi við aðila sem hafa langvarandi reynslu af rekstri leigufélaga í Skandínavíu og víðar. Það eru stéttarfélögin ASÍ og BSRB.
Hér er ekki um að ræða félagslegt húsnæði, heldur félagslega aðgerð til að efla leigumarkaðinn og gera tekjulágum kleift að leigja sér öruggt, ódýrt og vandað húsnæði. Skv. dómi sem féll innan ESB standast slíkar aðgerðir lög. Sveitarfélaginu er því ekkert að vanbúnaði.
Íbúahreyfingin leggur áherslu á vistvæna byggð með blágrænar ofanvatnslausnir, græn þök, framúrskarandi almenningssamgöngur, göngu- og hjólastíga og lágmarks bílaeign.2. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að hækka fjárhagsaðstoð Mosfellsbæjar í kr. 190.000.
Tillagan gengur út á að hækka fjárhagsaðstoð og gerir fjárhagsáætlun nú ráð fyrir 7,6% hækkun og erum við þakklát fyrir það. En betur má ef duga skal. Markmið fjárhagsaðstoðar er að sjá til þess að umsækjendur geti framfleytt sér og er erfitt að sjá að það geti gengið eftir með ekki hærri upphæð. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Mosfellsbæ er nú kr. 165.000 á mánuði og hækkar sú tala upp í 177.000 kr. Íbúahreyfingin telur brýnt að hækka þá tölu í kr. 190.0003. Tillaga um að tryggja nægilegt framboð af félagslegu húsnæði í Mosfellsbæ
Tillaga Íbúahreyfingarinnar er að fjölga félagslegum íbúðum í eigu Mosfellsbæjar og fjölgar þeim um eina skv. fjárhagsáætlun. Það er skref í áttina en við viljum sjá Mosfellsbæ gera betur því félagslegum íbúðum í eigu bæjarins hefur ekki fjölgað síðan 2002 en það er árið sem vinstri flokkarnir misstu meirihluta í Mosfellsbæ. Samanburður á fjölda félagslegra íbúa eftir sveitarfélögum er Mosfellsbæ frekar óhagstæður. Í Reykjavík eru 16 íbúðir á 1000 íbúa, í Kópavogi 8, í Mosfellsbær 3-4 og í Garðabæ 2. Það blasir því við að eitthvað þarf að gera.4. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um eflingu nefnda
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að sá háttur verði framvegis hafður á að fagnefndir Mosfellsbæjar beri saman bækur sínar um val á verkefnum næsta árs áður en til 1. umræðu kemur um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn. Íbúahreyfingin telur mikilvægt að nefndirnar eigi virka hlutdeild í fjárhagsáætlun hvers árs og lítur á það sem skref í átt til eflingar lýðræðis að ákveðin frumkvæðisvinna fari fram í nefndunum áður en til 1. umræða kemur.
Tillögunni verði vísað til umræðu í fagnefndum.5. Tillaga M-lista Íbúahreyfingrinnar um að bæta aðstöðu Tónlistarskólans
Tillagan gengur út á að bæta aðstöðu tónlistarskólans og fjölga stöðugildum til samræmis við fjölgun íbúa. Í tónlistarskólanum hafa verið langir biðlistar frá hruni en í kjölfar þess var stöðugildum kennara fækkað. Í fyrra var einu stöðugildi bætt við og nú á að fjölga þeim um eitt og hálft. Stöðugildi í lok 2018 verða því jafn mörg og þau voru fyrir hrun. Í millitíðinni hefur Mosfellingum þó fjölgað um 2500 og að sama skapi væntanlegum tónlistarsnillingum sem margir hverjir eru nú á biðlista. Skólann vantar meira húsnæði og er að einhverju leyti verið að vinna að því en betur má ef duga skal. Það þarf að bæta aðstöðuna og fjölga kennurum í takt við fjölgun íbúa.
Framboð á tónlistarkennslu getur ráðið úrslitum um hvort fólk flytur í Mosfellsbæ og því brýnt að setja meiri kraft og fjármagn í þetta verkefni.Tillaga íbúahreyfingarinnar felur í sér að tónlistarskólinn fái færanlegar kennslustofur til afnota við Lágafellsskóla og Varmárskóla. Einnig að gerð verði tímasett áætlun um byggingu tónlistarskóla með aðstöðu til tónlistarflutnings.
Bæjarstjóri gerir þá dagskrártillögu að tillögur M-lista verði bornar upp til atkvæða allar í einu.
Tillagan er samþykkt með sex atkvæðum V- og D- lista gegn einu atkvæði M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá.
Tillögur M-lista eru felldar með sex atkvæðum V- og D- lista gegn einu atkvæði M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Komið var til móts við nokkrar af tillögum Íbúahreyfingarinnar á milli umræðna og koma þær því ekki til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Tillaga um að stofna embætti jafnréttisfulltrúa. Til að byrja með verður ráðið í 50% stöðu og lítur Íbúahreyfingin á það sem gott fyrsta skref.
Tillaga um að opna fjárhagsupplýsingar Mosfellsbæjar á netinu og tillaga um að fjármagna gerð græns skipulags urðu jafnframt hluti af fjárhagsáætlun á milli umræðna.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur það vera ómálefnaleg vinnubrögð að afgreiða allar aðrar tillögur Íbúahreyfingunni á einu bretti og lýsa vanvirðingu D- og V-lista gagnvart lýðræðinu.Bókun V- og D-lista
Bæjarfulltrúar V- og D- lista vísa fullyrðingum um vanvirðingu gagnvart lýðræðinu á bug.-------------------------------------------------------------------
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2018-2021 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með átta atkvæðum fulltrúa V-, D- og S- lista. Fulltrúi M-lista sat hjá.-------------------------------------------------------------------
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018
Ýmislegt gott kemur fram í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018. Eins og fram kom í umræðum var vinnan ánægjulegri en venjulega vegna þess að nú árar betur. Ástæðan er sú að nú ríkir meiri hagsæld en verið hefur í áratug, auk þess sem íbúum í Mosfellsbæ hefur fjölgað um 7,6%. Í Mosfellsbæ skjóta nýjar byggingar upp kollinum eins og gorkúlur. Alls staðar heyrast hljóð frá vinnuvélum. Það er verið að grafa, smíða og steypa.
Stóra verkefnið er á sviði fræðslumála. Það er skóli í byggingu í Helgafellslandi og verið að bæta aðstöðu og sinna viðhaldi í öðrum skólum. Miklum fjármunum er auk þess varið í að efla íþróttastarf og má þar nefna nýtt knattleikahús. Fleira má nefna svo sem gjaldskrárlækkanir, t.d. lækkun leikskólagjalda, hlutfallslega lækkun fasteignagjalda, afslátt af fasteignagjöldum fyrir efnaminni eldri borgara og hækkun sérstaks húsnæðisstuðnings til jafns við önnur sveitarfélög o.s.frv.
Íbúahreyfingin hefur samt áhyggjur yfr því að ákveðnir málaflokkar séu látnir sitja á hakanum. Þetta er fjórða árið í röð sem ég upplifi afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Á þessum tíma hef ég greint ákveðin stef í fjárhagsáætlunum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.
Nánast engu fé er varið í þágu náttúruverndar. Samt á hún skv. lögum að vera meginverkefni heillar nefndar, þ.e. umhverfisnefndar en það er eins og það sé gleymt. Á náttúruvernd er ekki minnst í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018.
Annað stef. Hækkanir til verkefna sem heyra undir félagsþjónustu eru af afar skornum skammti og tillögum um að bæta úr því er sjaldnast vel tekið. Einungis örlitlar hækkanir sem litlu máli skipta fyrir fjárhag sveitarfélags sem státar af 10 milljörðum í tekjur. Félagslegt húsnæði er í Mosfellsbæ af óvenju skornum skammti og fjárhagsaðstoð við hungurmörk. Góðu fréttirnar í þessum málaflokki eru þó hækkun á sérstökum húsnæðisstuðningi.
Þriðja stefið er menningin. Mikilla úrbóta er þörf vegna aðstöðuleysis tónlistarskólans og lúðrasveitarinnar en eins og með hina málaflokkana tvo er lítið að gert. Öll önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa byggt sérstaka tónlistarskóla með góðri aðstöðu til náms og tónlistarflutnings. Engar áætlanir eru uppi í þá veru af hálfu meirihlutans.
Það eru sem sagt þrír málaflokkar sem út af standa, þ.e. félagsþjónustan, náttúruverndin og menningin. Í seinni tíð er oft talað um að þessir málaflokkar eigi undir högg að sækja þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirráð. Og þannig hefur það verið í Mosfellsbæ undanfarin ár, og svo undarlegt sem það nú er, með fulltingi Vinstri grænna.Bókun V- og D- lista
Fullyrðingar bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar um að ákveðnir málaflokkar í starfsemi Mosfellsbæjar séu vanræktir og ekki lagðir fjármunir í, standast ekki líkt og fram kom í máli og skýringum bæjarstjóra og er að finna í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár bæði í greinargerð og talnaefni.Bókun Samfylkingar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Ytri aðstæður Mosfellsbæjar líkt og annarra sveitarfélaga í landinu eru almennt góðar og horfur jákvæðar. Uppgangur er í efnahagslífinu og lítið sem ekkert atvinnuleysi sem skilar sér auðvitað til sveitarfélaganna eins og ríkisins. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 sem afgreidd er nú úr bæjarstjórn eftir seinni umræðu er að finna ýmis verkefni og framkvæmdir sem eru til hagsbóta fyrir íbúa Mosfellsbæjar og sammæli ríkir um innan bæjarstjórnar. Við fyrri umræðu um fyrirliggjandi áætlun þann 1. nóvember síðastliðinn lögðum við fulltrúar Samfylkingarinnar fram nokkrar tillögur sem við óskuðum efir að yrðu teknar til skoðunar m.t.t. þess hvernig þeim mætti mæta innan ramma fjárhagsáætlunar. Á milli umræðna tók áætlunin breytingum og stærsti hluti okkar tillagna hlaut jákvæðar undirtektir hjá meirihluta VG og Sjálfstæðisflokks og rataði inn í þá lokaútgáfu fjárhagsáætlunar sem hér liggur fyrir. Vissulega bera þau vinnubrögð vott um hverju er hægt er að áorka með samstarfsvilja og samtali bæjarfulltrúa sé vilji fyrir hendi. Í ljósi þessarar niðurstöðu samþykkir Samfylkingin framlagða fjárhagsáætlun.Samfylkingin ítrekar þá afstöðu sem bæjarfulltrúar hennar hafa talað fyrir árum saman í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að breytt verði vinnubrögðum við undirbúning fjárhagsáætlana, fagnefndir komi fyrr að málum og á skipulagðari hátt. Í fagnefndum ætti að ræða þann ramma sem bæjarráð setur fagsviðum eftir tillögugerð forstöðumanna og framkvæmdastjóra og umræður um þær. Fagnefndirnar ættu að leggja markvisst niður fyrir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það tillögur til bæjarráðs ásamt því að leggja fram rökstuddar tillögur um nýtt fjármagn ef svo ber undir. Kjörnir bæjarfulltrúar tækju síðan við, forgangsröðuðu og tækju þannig hina endanlegu pólitísku ábyrgð. Til þess erum við kjörin í bæjarstjórn.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun V- og D- lista um fjárhagsáætlun 2018 - 2021
Rekstur og starfsemi Mosfellsbæjar er í góðu horfi og sveitarfélagið nýtur góðs af skilvirkum rekstri, flottu starfsfólki og góðu efnahagslegu árferði. Tekjur hafa aukist og rekstrarafgangur er af starfseminni á sama tíma og þjónusta við íbúa og viðskiptavini er aukin. Byggt er upp til framtíðar, skuldir lækkaðar og dregið úr álögum á íbúa.
Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust, reksturinn einkennist af ábyrgð og að langtímasjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Skuldastaða sveitarfélagsins endurspeglar þetta vel og er ásættanleg í ljósi þeirrar uppbyggingar og vaxtar sem mun eiga sér stað á næstu árum. Það svigrúm sem er til staðar í rekstri Mosfellsbæjar mun nýtast öllum íbúum með einum eða öðrum hætti.
Í fjárhagsáætlun 2018-2021 má nefna helstu atriði á sviði skóla- og frístundamála að engar hækkanir verða á gjaldskrám og niðurgreiðsla dagvistar barna hefst við 13 mánaða aldur í stað 18 mánaða. Leikskólagjöld lækka um 5% á árinu 2018 og komið verður á fót 20 nýjum plássum á leikskólum fyrir 12-18 mánaða börn. Mætt verður þörf fyrir bættum tölvukosti og öðrum verkefnum til að bæta aðstöðu í grunnskólum bæjarins. Þá mun vinna hefjast við gerð forvarnastefnu.
Á sviði fjölskyldumála hækkar fjárhagsaðstoð og sérstakur húsnæðisstuðningur. Greiðslur til stuðningsfjölskyldna við fötluð börn hækka verulega. Einnig hækka framlög vegna afsláttar á fasteignagjöldum til tekjulægri elli- og örorkuþega um 50%.Á næsta ári verða stærstu nýju innviðaverkefnin annars vegar vinna vegna byggingar fjölnota íþróttahúss og hins vegar ljúka því að reisa fyrsta áfanga skólabyggingarinnar í Helgafellslandi sem tekinn verður í notkun um áramótin 2018 - 2019.
Á sviði umhverfismála verður farið í átak í endurnýjun gangstétta í eldri hverfum og framlög aukin verulega til viðhalds húsa og lóða bæjarins. Þá verði unnið að mótun umhverfisstefnu og samgöngustefnu og eflingu á starfsemi umhverfissviðs vegna aukinna verkefna.
Segja má að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018 - 2021 sé uppbyggingaráætlun.
Við þökkum starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir óeigingjarnt starf við að setja saman fjárhagsáætlun fyrir árin 2018 - 2021.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1330201711018F
Fundargerð 1330. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 706. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Umsókn um stofnframlag 2017 201711009
Brynja, hússjóður öryrkjabandalagsins, sækir um stofnframlag árið 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1330. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.2. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ 201706050
Minnisblað bæjarstjóra lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1330. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.3. Fyrirspurn varðandi breytta landnoktun í Leirvogstungu vegna atvinnusvæðis 201711102
Fyrirspurn um breytingu á skipulagi í Leirvogstungu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1330. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.4. Ósk um úthlutun lóða við Sunnukrika 3-7 201609340
Viðauki við fyrra bréf Sunnubæjar auk minnisblaðs bæjarstjóra lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1330. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.5. Ósk um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir 201711064
Somos ehf. óskað eftir stöðuleyfi fyrir vinnubúðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1330. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1331201711029F
Fundargerð 1331. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 706. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Ósk um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir 201711064
Ósk um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir til að hýsa erlenda starfsmenn. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1331. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Athugasemdir íbúa Akurholts vegna göngustígs milli Akurholts og Arnartanga 201707022
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs fylgir erindinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1331. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Erindi Lögmáls vegna leigusamnings Gunnars Dungal við Mosfellsbæ 201510094
Minnisblað lögmanns lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1331. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Búseta fatlaðs fólks-uppbygging 201711153
Beiðni um heimild til að hefja viðræður við Landssamtökin Þroskahjálp um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk árið 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1331. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd 201503558
Framvinduskýrsla vegna Helgafellsskóla lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1331. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Rekstur deilda janúar til september 2017 201711165
Yfirlit lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1331. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 201705191
Á fundinum verður upplýst um stöðu vinnu við fjárhagsáætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1331. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Innleiðing nýrrar persónuverndarlöggjafar 201706186
Leiðbeiningar Sambandsins um innleiðingu nýrrar persónuverndarlögggjafar lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1331. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 262201711019F
Fundargerð 262. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 706. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 201705191
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 send til umfjöllunar í nefndum í kjölfar fyrri umræðu um hana á fundi bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.2. Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun 2018 201711126
Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.3. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning-endurskoðun 201706114
Drög að breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun bæjarfulltrúa M-lista
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar mótmælir harðleg þeirri valdníðslu forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Bjarka Bjarnasonar, að banna bæjarfulltrúa að bera af sér ámæli í kjölfar lítilsvirðandi ummæla bæjarstjóra.Bókun Bjarka Bjarnasonar forseta bæjarstjórnar bæjarfulltrúa V-lista
Forseti telur að hann hafi í þessu máli fylgt samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar.Gagnbókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna bókunar fundarstjóra Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar mótmælir því að forseti bæjarstjórnar hafi farið eftir samþykktum Mosfellsbæjar þegar hann ákvað að hafna þeirri beiðni að bæjarfulltrúi að bera af sér ámæli. Það er ekkert sem gefur forseta þann rétt að taka efnislega afstöðu til slíkrar beiðni.
Bókun Haraldar Sverrissonar, bæjarfulltrúi D-lista
Bæjarstjóri mótmælir því að hann hafi viðhaft lítilsvirðandi ummæli.Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.4. Stuðningsfjölskylda breyting á reglum 201710171
Stuðningsfjölskyldur - afgreiðsla umsóknar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.5. Gjaldskrá vegna greiðslu til stuðningsfjölskyldna 201711186
Drög að endurskoðun gjaldskrár vegna greiðslu til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.6. Barnaverndarmálafundur - 469 201711022F
Fundargerð til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Trúnaðarmálafundur - 1155 201711014F
Fundargerð til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Trúnaðarmálafundur - 1157 201711021F
Fundargerð til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Barnaverndarmálafundur - 455 201709030F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.10. Barnaverndarmálafundur - 456 201710002F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.11. Barnaverndarmálafundur - 457 201710005F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.12. Barnaverndarmálafundur - 462 201710024F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.13. Barnaverndarmálafundur - 463 201710028F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.14. Barnaverndarmálafundur - 464 201711003F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.15. Barnaverndarmálafundur - 465 201711005F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.16. Barnaverndarmálafundur - 466 201711010F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.17. Barnaverndarmálafundur - 467 201711016F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.18. Barnaverndarmálafundur - 468 201711020F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.19. Trúnaðarmálafundur - 1150 201710019F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.20. Trúnaðarmálafundur - 1151 201710025F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.21. Trúnaðarmálafundur - 1152 201710029F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.22. Trúnaðarmálafundur - 1153 201711001F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.23. Trúnaðarmálafundur - 1154 201711013F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.24. Trúnaðarmálafundur - 1156 201711017F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.25. Trúnaðarmálafundur - 1158 201711023F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 344201711028F
Fundargerð 344. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 706. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Sértæk skólaúrræði 201711220
Kynning á þróunarverkefninu, Fellið, í Lágafellsskóla. Skólastjóri Lágafellsskóla og starfsfólk Fellsins mæta á fundinn og kynna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 344. fundar fræðslunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.2. Skýrsla vinnuhóps um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar 201103249
Lagt fram stöðumat á skýrslu vinnuhóps um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 344. fundar fræðslunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Þjónusta við ung börn 201611055
Kynning og umsögn á faglegu mati um fyrirkomulag á þjónustu við yngstu börnin í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 344. fundar fræðslunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 449201711025F
Fundargerð 449. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 706. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags 201711111
Borist hefur erindi frá 1N. dags. 13. nóvember 2017 varðandi ósk um gerð deiliskipulags fyrir land nr. 213970 úr landi Miðdals.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Brekkuland 6 - umsókn um leyfi til að byggja 3. hæða hús með allt að 6 íbúðum á lóðinni að Brekkulandi 6. 201711122
Borist hefur erindi frá Sigurði Andréssyni dags. 9. nóvember 2017 varðandi byggingu húss á lóðinni að Brekkulandi nr. 6.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Fyrirspurn varðandi breytta landnoktun í Leirvogstungu vegna atvinnusvæðis 201711102
Á 1330. fundi bæjarráðs 16. nóvember 2017 varð gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og almennrar skoðunar."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Ársskýrsla reiðveganefndar 201711198
Lögð fram Ársskýrsla reiðveganefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Álfsnesvík 201710282
Á 448. fundi skipulagsnefndar 10. nóvember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: .Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið. Skipulagsnefnd bendir þó á og leggur áherslu á að vandað verði til verka við alla útfærslu verksins. Stærsta útivistarsvæði Mosfellsbæjar og eitt fjölskrúðugasta fuglasvæði á höfuðborgarsvæðinu er við Leirvoginn sem er í næsta nágrenni við fyrirhugaða framkvæmd í Álfsnesvík. Á 705. fundi bæjarstjórnar 15. nóvember 2017 vísaði bæjarstjórn erindinu aftur til skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Miðdalur - skipting lands. 201710233
Borist hefur erindi frá Einar V. Tryggvasyni dags. 20.október 2017 varðandi skiptingu lands í jörðinni Miðdalur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.7. Vefarastræti 8-14 - ósk um breytingu á deiliskipulagi 201710283
Borist hefur erindi frá Skjanna ehf. dags. 24. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Vefarastræti 8-14
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.8. Miðdalur II - ósk um lagningu vegar 201711202
Borist hefur erindi frá Margréti Guðjónsdóttur dags. 16. nóvember 2017 varðandi framkvæmdleyfi vegna lagningu vegar í landi Miðdals II.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.9. Bjarkarholt/Háholt - nafngiftir og númer lóða. 201710256
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa varðandi nafngiftir og númer lóða við Bjarkarholt/Háholt.Frestað á 448. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.10. Engjavegur 17, Umsókn um byggingarleyfi 201710227
Ívar Þór Jóhannesson Brekkutanga 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbureiningum einbýlishús og bílskýli á lóðinni nr. 17 við Engjaveg í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarhús 162,9 m2, 501,2 m3. Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem fyrirhugað er að byggja opið bílskýli í stað bílgeymslu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.11. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 201705191
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 send til umfjöllunar í nefndum í kjölfar fyrri umræðu um hana á fundi bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.12. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 23 201711024F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 321 201711030F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 183201711011F
Fundargerð 183. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 706. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 201705191
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 send til umfjöllunar í nefndum í kjölfar fyrri umræðu um hana á fundi bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 183. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.2. Eyðing ágengra plöntutegunda 201206227
Lögð fram tillaga að áætlun garðyrkjudeildar vegna útbreiðslu ágengra plöntutegunda í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 183. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.3. Uppbygging friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2017 201706010
Lagt fram lokadrög hönnunar af merkingum friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2017
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 183. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalVegvisir 70x15_Alafoss_ag2017 vs1.pdfFylgiskjalVegvisir 70x15_Tungufoss_okt2017 vs1.pdfFylgiskjalVegvisir 90x15_Folkvangur i BringumHelgufoss_okt2017 vs2.pdfFylgiskjalSkilti A6 120x50_Alafoss_aokt2017 vs3.pdfFylgiskjalSkilti A6 120x50_Tungufoss_okt2017 vs2.pdfFylgiskjalSkilti 1D 90x120_Folkvangur i Bringum_nov2017 vs1.pdf
8.4. Fuglafræðslustígur meðfram Leirvoginum - Okkar Mosó 201711077
Lögð fram lokadrög hönnunar á fuglafræðslustíg meðfram Leiruvogi, sem hluta að lýðræðisverkefninu Okkar Mosó.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 183. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.5. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2017 201711078
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2017 þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 183. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9. Þróunar- og ferðamálanefnd - 65201711012F
Fundargerð 65. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 706. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 201705191
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 send til umfjöllunar í nefndum í kjölfar fyrri umræðu um hana á fundi bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 65. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.2. Kynnisferð þróunar- og ferðamálanefndar til menningarstofnana og fyrirtækja 201711080
Kynnisferð þróunar- og ferðamálanefndar til menningarstofnana og fyrirtækja
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 65. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.3. Stefnumarkandi stjórnunaráætlanir áfangastaða (DMP) 201711081
Kynning og umfjöllun um stefnumarkandi stjórnunaráætlanir áfangastaða (Destination Managment Plans) og boð á vinnustofa 30. nóvember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 65. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 321201711030F
Fundargerð 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Barrholt 22 /Umsókn um byggingarleyfi 201709206
Guðmundur Vignir Ólafsson Barrholti 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólstofu úr steinsteypu, timbri og gleri við vesturhlið hússins nr. 22 við Barrholt í samræmi við framlögð gögn.
Stærð sólstofu 35,0 m2, 109,0 m3.
Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir hafa borist.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Engjavegur 17, Umsókn um byggingarleyfi 201710227
Ívar Þór Jóhannesson Brekkutanga 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbureiningum einbýlishús og bílskýli á lóðinni nr. 17 við Engjaveg í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðarhús 162,9 m2, 501,2 m3. Bílskýli 26,4 m2.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
10.3. Flugumýri 14, Umsókn um byggingarleyfi 201706293
Steingarður ehf. Flugumýri 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 14 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 1. hæðar 350,2 m2, 2. hæðar 123,9 m2, 510,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
10.4. Gerplustræti 7-11/Umsókn um byggingarleyfi 201609080
LL06 ehf. Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 25 íbúða fjöleignahús með bílakjallara á lóðinni nr. 7-11 við Gerplustræti.
Stærð: Kjallari/bílakjallari 616,0 m2,1. hæð 749,8 m2, 2. hæð 742,2 m2, 3. hæð 749,8 m2, 4. hæð 655,4 m2, 8621,6 m3.
Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
10.5. Laxatunga 41/bílgeymsla/óuppfyllt rými. Umsókn um byggingarleyfi 201711147
Herdís Sigurðardóttir Laxatungu 41 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að gera niðurgrafið gluggalaust kjallararými undir áður samþykktri bílgeymslu á lóðinni nr. 41 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Kjallararými 82,8 m2, 207,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
10.6. Litlikriki 34 /umsókn um byggingarleyfi 201710024
Friðbert Bergsson Litlakrika 34 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu,áli og gleri sólskála við vestur- hlið hússins nr. 34 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stærð sólskála 20,0 m2, 56,0 m3.
Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir hafa borist.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
10.7. Snæfríðargata 18, Umsókn um byggingarleyfi 201703360
Hákon Már Pétursson Áslandi 4A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Kjallari 34,2 m2, íbúð 1. hæð 196,6 m2, bílgeymsla 30,4 m2, 995,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
10.8. Sölkugata 19, Umsókn um byggingarleyfi 201711101
Arnar Hauksson Litlakrika 42 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta hæðarsetningu og salarhæð í áður samþykktu einbýlishúsi að Sölkugötu 19 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 43,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
10.9. Uglugata 19-21/Umsókn um byggingarleyfi breyting 201711160
HSH byggingarmeistarar ehf. Suðursölum 14 Reykjavík sækja um leyfi fyrir efnis- og fyrirkomulagsbreytingum áður samþykktra parhúsa á lóðunum nr. 19 og 21 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.Stærðir húsanna breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
10.10. Uglugata 23-25 /Umsókn um byggingarleyfi 201710281
Targa ehf. Gnípuheiði 6 Kópavogi sækir um leyfi fyrir breyttri hæðarsetningu áður samþykktra parhúsa á lóðunum nr. 23 og 25 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húsanna breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
10.11. Vefarastræti 16-22, Umsókn um byggingarleyfi v/breytinga inni 201711134
Skjanni ehf. Stórhöfða 25 Reykjavík sækir um leyfi fyrir efnis- og fyrirkomulagsbreytingum í húsi að Vefarastræti 16-22 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
10.12. Vogatunga 75-77, Umsókn um byggingarleyfi 201710203
VK verkfræðistofa Síðumúla 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri parhús með innbyggðum bílgeymdlum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.
Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 321. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
11. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 23201711024F
Fundargerð 23. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 25. september til og með 6. nóvember 2017. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 706. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 276. fundar Strætó bs.201711170
Fundargerð 276. fundar Strætó bs.
Lagt fram
13. Fundargerð 449. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201711191
Fundargerð 449. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram
14. Fundargerð 450. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201711192
Fundargerð 450. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram
15. Fundargerð 381. fundar Sorpu bs201711243
Fundargerð 381. fundar Sorpu bs
Lagt fram
- FylgiskjalSORPA bs - Fundargerð 381 - 21. nóvember 2017.pdfFylgiskjal2017_11_14_09_52_17.pdfFylgiskjal20171117_framlenging_Alfsnes_b_undirritad.pdfFylgiskjal2140098-000-RRP-0001.pdfFylgiskjal381_stjórnarfundur_SORPU.bs_21.11.2017.pdfFylgiskjalm20171116-kalka-sameining-undirritad.pdfFylgiskjalPersonuvernd_svarbref.pdf