22. desember 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2018.201712048
Lögð fram starfsáætlun skipulagsnefndar fyrir árið 2018.
Skipulagsnefnd samþykktir starfsáætlunina fyrir árið 2018.
2. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030- beiðni um breytingu-Dalland2017081185
Borist hefur erindi frá Þorsteini Péturssyni, Ríkarði Má Péturssyni og Þórhildi Pétursdóttur dags. 17. ágúst 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, Dallandi. Frestað á 443. fundi.
Í nefndinni er ekki vilji fyrir umbeðinni breytingu aðalskipulags. Skipulagsnefnd synjar því erindinu.
3. Hrísbrú - umsókn um breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.201705256
Á 441. fundi skipulagsnefndar 21. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja feril við gerð breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030." Lögð fram skipulagslýsing fyrir aðalskipulagsbreytinguna.
Skipulagsnefnd samþykkir verkefnislýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana og afla umsagna.
4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Álfsnesvík201710282
Á 450. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar er sammála því áliti sem fram kemur í umsögn Skipulagsstofnunar til skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 24. nóvember sl. um að eðli og umfang starfseminnar sem um er að ræða geti ekki fallið undir landnotkunina 'efnistaka- og efnislosun'. Í umsögninni kemur jafnframt fram að umrædd skipulagsáform séu ekki í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og kalli því á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar sem á sæti í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðins að koma því á framfæri hjá svæðisskipulagsnefndinni að skipulagsnefnd Mosfellsbæjar telji nauðsynlegt að svæðisskipulagsnefnd ráðist í heildar skoðun á fjölda og umfangi þeirra athafna- og iðnaðarsvæða sem eru innan svæðisskipulagsins og eins hvort þörf sé á fjölgun og eða stækkun slíkra svæða að teknu tilliti til umhverfis og samfélagslegra þátta. Mosfellsbæ hefur borist fjöldi fyrirspurna á síðustu misserum um svæði fyrir ýmiskonar iðnað og því ljóst að eftirspurn eftir slíkum svæðum er töluverð um þessar mundir." Lagt fram erindi Svæðisskipulagsstjóra höfuborgarsvæðisins dags. 14. desember 2017.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að svara spurningum svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem fram koma í erindi hans.
5. Brekkukot Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi201612137
Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: Verkefnislýsing samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem tekið verður tillit til ábendinga sem bárust við verkefnislýsinguna.
6. Bjarkarholt/Háholt - nafngiftir og númer lóða.201710256
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa varðandi nafngiftir og númer lóða við Bjarkarholt/Háholt.Frestað á 448.og 449.fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að nafni á þeim hluta Háholts sem liggur frá hringtorgi Háholti/Þverholti (Kjarnatorgi) að Bjarkarholti verði breytt í Bjarkarholt. Gatan Bjarkarholt mun því liggja frá Kjarnatorgi að Langatanga. Gatan Háholt mun eftir breytingu liggja frá Háholti 1(Brúarlandi) að Kjarnatorgi.
7. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar." Tillagan var auglýst frá 25. september til og með 6. nóvember 2017, engin athugasemd barst. Tillagan var send Skipulagsstofnun 23. nóvember 2017 til yfirferðar skv. 1 mgr. 42. gr. skipulagslaga. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem gerðar eru ýmsar athugasemdir við tillöguna.
Skipulagsnefnd gefur Stórsögu tækifæri til að leggja fram endurbættan deiliskipulagsuppdrátt og önnur gögn á næsta fundi nefndarinnar þar sem brugðist verður við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar.
8. Minna Mosfell 2 - fyrirspurn vegna skipulagmála að Minna Mosfelli201712114
Borist hefur erindi frá Teiknistofunni Storð ehf. fyrir hönd eigenda að Minna Mosfelli 2 dags. 11. desember 2017 varðandi skipulag fyrir jörðina Minna Mosfell 2.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið nánar á milli funda.
9. Gerplustræti 1-5 - breyting á deiliskipulagi201707031
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni dags. 3. júlí 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gerplustrætis 1-5
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
10. Efstaland 2, Umsókn um byggingarleyfi2017081495
Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Frestað.
11. Helgafellstorfan - Deiliskipulag201704194
Á 442. fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja feril við gerð deiliskipulags svæðisins." Lögð fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulagssvæðið.
Frestað.
12. Umsókn um lóð við Lágafellslaug201611134
Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingu deiliskipulagsins." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Frestað.
13. Úlfarsfell - uppsetning fjarskiptastöðvar201711278
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 22. nóvember 2017 varðandi nýtt deiliskipulag á kolli Úlfarsfells. Frestað á 450. fundi.
Frestað.
14. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Á fundinn mættu fulltrúar Landmótunar og gerðu grein fyrir hugmyndum varðandi fyrirhugað deiliskipulag fyrir Ævintýragarðinn.
Kynning og umræður.
15. Fundargerð 79. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201712053
Fundargerð 79. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
Frestað.
16. Fundargerð 80. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.201712167
Fundargerð 80. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
Frestað.
17. Gatnagerð Skeiðholt - umsókn um framkvæmdaleyfi201712208
Borist hefur erindi frá Óskari Gísla Sveinssyni deildarstjóra nýframkvæmda umhverfissviðs Mosfellsbæjar dags. 14. desember 2017 varðandi framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Skeiðholti.
Frestað.
18. Bjarkarholt 1a-9a, Umsókn um byggingarleyfi201710129
NMM Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 36 íbúða fjöleignahús og bílakjallara á lóðinni nr. 1A-9A við Bjarkarholtí samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða 1. áfanga á lóðinni, hús nr. 7A, 9A og 9B.Ennfremur er sótt um leyfi til að byggja 2. áfanga hússins sem er 15 íbúða hús sem verður nr. 5A-5B við Bjarkarholt. Stærðhúss nr. 5A-5B. Kjallari 299,4 m2, 1. hæð 553,4 m2, 2. hæð 564,8 m2, 3. hæð 564,8 m2, 5848,1 m3. Stærð húss nr. 7A-9B. Kjallari 683,9 m2, 1. hæð 831,8 m2, 2. hæð 892,1 m2, 3. hæð 892,1 m2. 4.hæð 892,1 m2, 5. hæð 702,9 m2, 13966,1 m3. Bílakjallari 1019,4 m2.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 450. fundi.
Frestað.
19. Vefarastræti 24-30, Umsókn um byggingarleyfi201711319
Heimavellir ehf. Lágmúla 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta geymslum og innrétta þar tvær íbúðir í samræmi við framlögð gögn.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 450. fundi.
Frestað.
20. Desjamýri 9, Umsókn um byggingarleyfi201712044
HK verktakar Dalsgarði Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr stáli og steinsteypu geymsluhúsnæði matshluta 2 á lóðinni nr. 9 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 568,8 m2, 3060,0 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem umrædd bygging er utan byggingarreits í gildandi deiliskipulagi. Frestað á 450. fundi.
Frestað.
21. Brattahlíð 29, Umsókn um byggingarleyfi201712037
Baldur Freyr Stefánsson sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílageymslu á lóðinni nr. 29 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 224,3 m2, bílgeymsla 36,7 m2, 947,8 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem sótt er um leyfi til að húsið nái 200 cm. út fyrir byggingarreit til austurs.
Frestað.
22. Leirutangi 10, Umsókn um byggingarleyfi201712230
Ásgrímur H Helgason Leirutanga 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að hækka rishæð hússins nr. 10 við Leirutanga og innrétta þar íbúðarrými og geymslu í samræmi við framlögð gögn.Bygginngafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagnefndar um erindið.
Frestað.
23. Bugðufljót 17, Umsókn um byggingarleyfi201711329
Meiriháttar ehf. Klettagörðum 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja þrjú stakstæð atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 17 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn, tvö einnar hæðar og eitt tveggja hæða. Stærð: MHL.01 926,4 m2, 5098,8 m3. MHL.02 1953,4 m2, 9534,6 m3. MHL.03 1079,4 m2, 8938,8 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
24. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 323201712018F
Lagt fram.