19. janúar 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Á 451. fundi skipulagsnefndar 22. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gefur Stórsögu tækifæri til að leggja fram endurbættan deiliskipulagsuppdrátt og önnur gögn á næsta fundi nefndarinnar þar sem brugðist verður við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar." Lagður fram nýr og endurbættur uppdráttur.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda nýjan og endubættan uppdrátt til Skipulagsstofnunar .
2. Vefarastræti 24-30, Umsókn um byggingarleyfi201711319
Heimavellir ehf. Lágmúla 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta geymslum og innrétta þar tvær íbúðir í samræmi við framlögð gögn.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 450.,451. og 452. fundi.
Nefndin synjar erindinu.
3. Bugðufljót 17, Umsókn um byggingarleyfi201711329
Meiriháttar ehf. Klettagörðum 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja þrjú stakstæð atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 17 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn, tvö einnar hæðar og eitt tveggja hæða. Stærð: MHL.01 926,4 m2, 5098,8 m3. MHL.02 1953,4 m2, 9534,6 m3. MHL.03 1079,4 m2, 8938,8 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 451. og 452.fundi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að í fyrirhugðum byggingum á lóðinni verði starfsemi í samræmi við ákvæði deiliskipulags þ.e.a.s. þjónustu- og verslunarstarfsemi,léttur mengunarlaus iðnaður, hátækni og vísindafyrirtæki og hverskonar önnur starfsemi sem uppfyllir kröfur um vandaðan frágang bygginga og lóða.
4. Brekkukot Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi201612137
Á 451. fundi skipulagsnefndar 22. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem tekið verður tillit til ábendinga sem bárust við verkefnislýsinguna." Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
5. Desjamýri athafnasvæði - breyting á deiliskipulagi201612204
Á 442. fundi skipulagsnefndar 18. ágúst 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Verkefnislýsing samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Einnig lagðar fram umsagnir um verkefnislýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Frestað.
- Fylgiskjal180108-aðalskipulagsbreyting_AÐALSKIPULAGSBREYTING_jan 2018.pdfFylgiskjalMosfellsbær verkáætlun þrjú svæði.pdfFylgiskjalSvar Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjalSvar Umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjalSvar svæðisskipulagsnefndar - Flugumýri/Desjamýri stækkun athafnasvæðis.pdfFylgiskjal16-23-3000-BREYTING DESJAMY?RI.pdf
6. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar, breyting á yfirlitstöflum.201707233
Á 442. fundi skipulagsnefndar 18. ágúst 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Verkefnislýsing samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi. Einnig lagðar fram umsagnir um verkefnislýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar
Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
7. Sveitarfélagið Ölfus - virkjun á Hellisheiði, breyting á deiliskipulagi.201712014
Á 450. fundi skipulagsnefndar 8. desember 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um eðli og uppbyggingu jarðhitagarðs." Lögð fram frekari gögn frá skipulagsfulltrúa Ölfuss.
Lagt fram.
8. Erindi Reykjavíkurborgar - Deiliskipulag Esjumela Kjalarnesi201506102
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 8. janúar 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Nefndin mótmælir því ef koma skal mengandi iðnaður með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa í Mosfellsbæ og nágrenni. Slík starfsemi væri ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Reykjavíkur því svæðið er skipulagt sem athafnasvæði en ekki iðnaðarsvæði. Upplýst hefur verið að starfsemi fyrirtækis, sem vinnur að úrgangsmálum og moltugerð, verði á þessu landsvæði og hafa íbúar í Mosfellsbæ lýst yfir andstöðu sinni við þá fyrirætlun.
Nefndin mótmælir því einnig harðlega að ofanvatn verði leitt frá Esjumelum í Leirvogsá sem er dýrmæt laxveiðiá og útivistarperla.
Í ljósi þess að ekki er ljóst hvaða starfsemi eigi að koma á Esjumela felur nefndin umhverfissviði Mosfellsbæjar að óska eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar um málið.Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda umrædda umsögn til Reykjavíkurborgar vegna málsins.
9. Vefarastræti 8-14 - ósk um breytingu á deiliskipulagi201710283
Á 450. fundi skipulagsnefndar 8. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd fellst ekki á umbeðna breytingu á deiliskipulagi." Borist hefur nýtt erindi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu umhverfissviðs.
10. Lynghóll lnr. 125346 - breyting á deiliskipulagi201710254
Á 447. fundi skipulagnefndar 27. október 2017 var gerð efirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Frestað.
11. Borgarlínan, hágæða almenningssamgöngur201611131
Á 1336. fundi bæjarráðs 4. janúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu."
Frestað.
12. Háholt 17-19/Umsókn um byggingarleyfi201801132
Þam ehf. Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu verslunar- og 40 íbúða íbúðarhúsnæði auk bílakjallara á lóðinni nr. 17-19 við Háholt í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Bíla- og geymslukjallari 1978,8 m2, 1. hæð verslun og stigahús 1723,5 m2, 2. hæð íbúðir 1236,7 m2, 3. hæð íbúðir 1236,8 m2, 4. hæð íbúðir 1236,8 m2, 5. hæð íbúðir 531,7 m2, 27357,8 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið í samræmi við skipulags- og byggingarskilmála. Á fundinn mætti arkitektinn G. Oddur Víðisson frá d.a.p. arkitektum og gerði grein fyrir bygginu á lóðinni.
Umræður um málið,lagt fram.
13. Bjarkarholt 1a-9a, Umsókn um byggingarleyfi201710129
Á fundinn mætti arkitektinn Ólafur Axelsson frá V.A. arkitektum og gerði grein fyrir bygginu á lóðinni að Bjarkarholti 1a-9a.
Umræður, lagt fram.
14. Uglugata 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.201710070
Á 446. fundi skipulagsnefndar 13.október 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin synjar erindinu." Lagt fram nýtt erindi.
Frestað.
15. Slysahætta við Helgafellsveg - erindi frá íbúa Uglugötu 50201801130
Borist hefur erindi frá Sigurbjörgu Ernu Halldórsdóttir dags. 10. janúar 2018 varðandi umferðarhraða við Uglugötu 50.
Frestað.
16. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2017201801094
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2017 til kynningar í nefndir.
Frestað.
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 324201801018F
Lagt fram.
17.1. Bugðufljót 21, Umsókn um byggingarleyfi 201709310
Ístak hf. Bugðufljóti 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr Moelven timbureiningum aðstöðu fyrir mötuneyti á lóðinni nr. 21 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 148,9 m2, 421,4 m3.17.2. Fellsás 9-9a, Umsókn um byggingarleyfi 201710053
Örn Johnson og Bryndís Brynjarsdóttir Fellsási 9 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta parhúsinu á lóðinni nr. 9 við Fellsás í fjórbýlishús í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Grenndarkynning fór fram án athugasemda.17.3. Flugubakki 4/Umsókn um byggingarleyfi 201712255
Ragnar Lövdal Litlakrika 28 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir breyttum reyndarteikningum fyrir hesthús að Flugubakka 4 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húsa eftir breytingu: 218,9 m2, 993,3 m3.17.4. Gerplustræti 6-12/Umsókn um byggingarleyfi 201712281
Uppsláttur ehf. Skógarási 4 Reykjavík sækir um leyfi fyrir fyrirkomulagsbreytingum á fjöleignahúsinu við Gerplustræti 6-12 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.17.5. Hamrabrekkur 5,(2) Umsókn um byggingarleyfi 201801166
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á sumarbústaðnum við Hamrabrekkur 5 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun bústaðs: 4,0 m2, 13,9 m3.17.6. Háholt 17-19/Umsókn um byggingarleyfi 201801132
Þam ehf. Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu verslunar- og 40 íbúða íbúðarhúsnæði auk bílakjallara á lóðinni nr. 17-19 við Háholt í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Bíla- og geymslukjallari 1978,8 m2, 1. hæð verslun og stigahús 1723,5 m2, 2. hæð íbúðir 1236,7 m2, 3. hæð íbúðir 1236,8 m2, 4. hæð íbúðir 1236,8 m2, 5. hæð íbúðir 531,7 m2, 27357,8 m3.17.7. Leirvogstunga 25 /Umsókn um byggingarleyfi 201711244
Guðmundur Þorvaldsson Klukkubergi 41 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 25 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Neðri hæð 216,5 m2, efri hæð íbúð 122,2 m2, 1204,3 m3.17.8. Reykjamelur 7 og Asparlundur 9, Umsókn um byggingarleyfi 201706319
BBD ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum Reykjamelur 7 og Asparlundur 9 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 7 við Reykjamel: Íbúð 120,7 m2, bílgeymsla 30,2 m2, 620,9 m3.
Stærð nr. 9 við Asparlund: Íbúð 120,6 m2, bílgeymsla 29,6 m2, 618,8 m3.