25. mars 2015 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) 1. varabæjarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1203201503010F
Fundargerð 1203. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 646. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Umsókn um lóð við Desjamýri 2 í Mosfellsbæ 201502416
Umsókn Heimabæjar ehf. um lóð við Desjamýri 2, sem umsækjandi hefur nú breytt í umsókn um lóð við Desjamýri 8. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lóða lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1203. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Umsókn um lóð við Desjamýri 2 í Mosfellsbæ 201502366
Umsókn Matthíasar ehf. um lóð við Desjamýri 2 liggur fyrir. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lóða lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1203. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Umsókn um lóð Desjamýri 4 201503032
Umsókn Brautargils ehf. um lóð við Desjamýri 4 liggur fyrir. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1203. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Umsókn um lóðina að Desjamýri 6 201503173
Umsókn Húsasteins um lóðina við Desjamýri 6 lögð fram. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lóða lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1203. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Erindi Strætó bs - beiðni um kynningu fyrir bæjarráð vegna skýrslu Mannvits 201411109
Bæjarráð hefur vísað skýrslu Mannvits um mögulega Flex þjónustu Strætós bs. til umsagnar skipulagsnefndar. Meðfylgjandi er umsögn nefndarinnar til bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1203. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Leigusamningur við Arion banka vegna lóðar við Æðarhöfða 201503013
Lokadrög að leigusamningi við Arion banka vegna skólalóðar við Æðarhöfða, leigu á lóð undir bílastæði við fyrirhugaða byggingu golfskála GM og áform um viðræður við Arion banka um uppbyggingu á Blikastaðalandi lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1203. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Sorpa-útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler 201411077
Erindi Sorpu bs. varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler. Bæjarráð vísaði á 1189. fundi sínum málinu til umhverfissviðs og umhverfisnefndar til umræðu varðandi staðsetningu gámanna. Lagt fram minnisblað umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1203. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um ungmennaráð fyrir alla í Mosfellbæ 201503166
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1203. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1204201503021F
Fundargerð 1204. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 646. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Skýrsla sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks. 201503380
Skýrsla sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks lögð fram ásamt bréfi formanns.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1204. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni 201502344
Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Strætó bs. og umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1204. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar á hagkvæmni lestarsamgangna 201503379
Erindi Alþingis sent til umsagnar Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1204. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Erindi Kots ylræktar varðandi holræsagjald 201501809
Ósk íbúa við Æsustaðaveg 6 um niðurfellingu rotþróargjalda. Meðfylgjandi er umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1204. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Tjón vegna óveðurs 14. mars 2015 201503370
Lögð fyrir bæjarráð stutt samantekt vegna tjóns af völdum óveðurs þann 14. mars 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að ráðist verði í að finna varanlega lausn á þeim manngerðu vandamálum sem uppi eru í Reykjahverfi vegna ófullnægjandi vatnsrása við Reykjaveg og mannvirkjagerðar í mýrlendi við Reykjahvol. Í þessu sambandi er mikilvægt að leita ráðgjafar hjá fagstofnunum á sviði vegagerðar, vatnamála og náttúruverndar við lausn vandans. Sagan segir okkur að flóðin eiga eftir að endurtaka sig. Til að forðast áframhaldandi eignaspjöll og kostnað vegna viðgerða leggur Íbúahreyfingin því til að ráðist verið í að finna varanlegra lausn á vandanum sem allra fyrst.$line$$line$Tillaga D- og V- lista:$line$Skoðun á viðbrögðum við því ástandi sem skapaðist þann 14. mars sl. er þegar hafin hjá umhverfisnefnd og af þeim sökum er lögð fram málsmeðferðartillaga um að tillögu M-lista verði vísað til umsagnar umhverfissviðs. $line$$line$Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
2.6. Ársskýrsla umhverfissviðs 201503298
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að efnistök í ársskýrslum sviða Mosfellsbæjar verði tekin til endurskoðunar. Í nýútkominni ársskýrslu umhverfissviðs er einungis fjallað um fráveitumál á almennum nótum og verkefnin ekki tilgreind. Í þeim málaflokki er því lítið á skýrslunni að græða. Sveitarfélag er ekki fyrirtæki á hlutabréfamarkaði sem á allt sitt undir því að laða að fjárfesta. Ársskýrsla sveitarfélags þjónar öðrum tilgangi. Hún er mikilvægt vinnugagn fyrir kjörna fulltrúa, starfsmenn sveitarfélaga, lánardrottna o.fl. sem þýðir að í henni þarf að vera greinargott yfirlit yfir þau verkefni sem hafa verið unnin eða verið er að vinna, ekki síst þegar um skólpmengun er að ræða.$line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista. $line$$line$Bókun D- og V- lista:$line$Að mati bæjarfulltrúa D- og V-lista er umrædd skýrsla ítarleg og vel unnin og gefur glögga mynd að verkefnum umhverfissviðs. Bæjarfulltrúararnir telja því af þeim sökum enga ástæðu til að æatlast til að verklagi við skýrslugerð verði breytt.$line$$line$Bókun S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að skýrslan gefi góða heildarmynd af starfsemi umhverfissviðs, þó vissulega mætti bæta t.d. með bættum fjárhagslegum upplýsingum til samanburðar á milli ára. Þetta ætti við um fleiri ársskýrslur sem ástæða væri til að skoða með samanburðarhæfni milli ára í huga. $line$$line$Afgreiðsla 1204. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Erindi Bryndísar Haraldsdóttur bæjarfulltrúa um rafræn skilríki 201503382
Óskað eftir upplýsingum um rafræn skilríki og notkun þeirra í stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1204. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 228201503015F
Fundargerð 228. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 646. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
3.1. Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi 201412143
Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi. Umsagnir starfsmanna lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Bakvaktir í barnaverndarmálum 201202101
Drög að samningi sveitarfélaga á svæði SSH um bakvaktir, ásamt drögum að umboði barnaverndarnefnda til starfsmanna og yfirliti yfir verklag.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Styrkir-á sviði fjölskyldumála 2015 201503132
Styrkbeiðnir 2015
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fer þess á leit að heildarupphæð ráðstöfunarfjár til styrkja á sviði fjölskyldumála verði hækkuð úr kr. 300 þúsund í kr. 600 þúsund á fjárhagsárinu 2015 og leggur til að málinu verði vísað til bæjarráðs sem fái það hlutverk að endurskoða áður áætlaðar styrkveitingar. Bæjarráð getur í þessu sambandi nýtt sér þá heimild í lögum að gera viðauka við fjárhagsáætlun til að tryggja lögmæti breytinganna. Eins og staðan er í dag er heildarupphæð ráðstöfunarfjár sviðsins alltof lág, þ.e. hlutfallslega álíka há á íbúa og Garðabær veitir Kvennaathvarfinu árlega.$line$$line$Málsmeðferðartillaga S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að umræðum um hækkun fjárhæða þeirra styrkja sem eru á forræði fjölskyldunefndar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.$line$$line$Tillagan er samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.$line$$line$Bókun D- og V- lista:$line$Bæjarfulltrúar D- og V-lista taka undir að þau verkefni sem fjölskyldunefnd hefur ákveðið að styrkja er allt góð og gild verkefni og afar mikilvæg í samfélagslegu tilliti. Öll erum við sammála um að gott væri að hægt væri að styrkja þau með veglegri hætti. Hér er hinsvegar verið að úthluta fjármunum samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun, engar tillögur komu fram frá Íbúahreyfingunni um að breyta þeim upphæðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Afar mikilvægt er að bæjarfulltrúar viirði forendur fjárhagasáætlunar hvers árs, annað væri mikið ábyrgðarleysi. Að öðru leyti vísa bæjarfulltrúrar D- og V-lista styrkupphæðum til úthlutunar hjá fjölskyldunefnd til umfjöllunar við næstu fjárhagsáætlunargerðar.$line$$line$Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista.
3.4. Erindi Kvennaathvarfs um rekstrarstyrk 2015 201410303
Umsókn um rekstrarstyrk árið 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að styrkur Mosfellsbæjar til Kvennaathvarfsins verði hækkaður úr 100 þúsund kr. í 200 þúsund árið 2015. Árlegt framlag verði síðan hækkað í 350 þúsund árið 2016. Hér er um mikið hagsmunamál kvenna og barna í Mosfellsbæ að ræða. Kvennaathvarfið veitir fórnarlömbum heimilisofbeldis í Mosfellsbæ mikla þjónustu. Núverandi styrkupphæð er ekki í neinu samræmi við þá aðstoð. Íbúahreyfingin fer því þess á leit að bæjarstjórn vísi tillögu þessari til bæjarráðs sem feli fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun þannig að lögmæti hækkunarinnar sé tryggt.$line$$line$Málsmeðferðartillaga S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að umræðum um hækkun fjárhæða þeirra styrkja sem eru á forræði fjölskyldunefndar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.$line$$line$Tillagan er samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.$line$$line$Bókun D- og V- lista:$line$Vísað er til bókunar undir lið 3.3 í fundargerð fjölskyldunefndar. $line$$line$Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista.
3.5. Erindi Parkinsonsamtakanna varðandi raddþjálfunarnámskeið 201408414
Erindi Parkinsonsamtakanna varðandi styrkbeiðni kr. 100 þús til þess að halda raddþjálfunarnámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð vísar erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar: $line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að Parkinsonsamtökin fái styrk að upphæð kr. 100 þúsund eins og beðið er um, í stað 75 þúsund kr. eins og nefndin leggur til.$line$$line$Málsmeðferðartillaga S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að umræðum um hækkun fjárhæða þeirra styrkja sem eru á forræði fjölskyldunefndar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.$line$$line$Tillagan er samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.$line$$line$Bókun D- og V- lista:$line$Vísað er til bókunar undir lið 3.3 í fundargerð fjölskyldunefndar. $line$$line$Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista.
3.6. Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2015 201412358
Styrkbeiðni v. 2015
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar: $line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn Mosfellsbæjar óski eftir því við bæjarráð að fá aukaframlag úr bæjarsjóði til að hækka árlegan styrk til Stígamóta. Um hækkun styrks til samtakanna gilda svipuð rök og fyrir aukinni fjárveitingu til Kvennaathvarfsins. Árin 2010 til 2014 voru um 3% þeirra sem leituðu til Stígamóta úr Mosfellsbæ. Upphæð styrkveitingar hefur staðið í stað í nokkur ár og er hún ákaflega lág sé tekið mið af þeirri þjónustu sem samtökin veita fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Mosfellsbæ. Af þeirri ástæðu leggur Íbúahreyfingin til að styrkurinn verði hækkaður úr kr. 50 þúsund í kr. 150 þúsund á fjárhagsárinu 2015.$line$$line$Málsmeðferðartillaga S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að umræðum um hækkun fjárhæða þeirra styrkja sem eru á forræði fjölskyldunefndar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.$line$$line$Tillagan er samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.$line$$line$Bókun D- og V- lista:$line$Vísað er til bókunar undir lið 3.3 í fundargerð fjölskyldunefndar. $line$$line$Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista.
3.7. Erindi Styrktarfélags klúbbsins Geysis varðandi styrkbeiðni 2015 201503346
Með umsókn eru 3 bæklingar, kynning á starfseminni. VS
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að klúbburinn Geysir fái styrk að upphæð kr. 50 þúsund eins og klúbburinn óskar eftir. Endurhæfing og vinnuþjálfun geðsjúkra er einstaklega verðugt verkefni og engin sýnileg nauðsyn að baki því að hafna styrkbeiðni þótt hún hafi borist of seint.$line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista.$line$$line$Bókun D- og V- lista:$line$Vísað er til bókunar undir lið 3.3 í fundargerð fjölskyldunefndar. $line$$line$Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista.
3.8. Styrkur til barna í efnalitlum fjölskyldum 201502054
Kvenfélag Mosfellsbæjar styrkir börn í efnalitlum fjölskyldum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.9. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-2017 2014081479
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-2017 og framkvæmdaáætlun jafnréttismála 2014-2017 lagðar fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.10. Trúnaðarmálafundur - 896 201503018F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.11. Trúnaðarmálafundur - 890 201502022F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.12. Trúnaðarmálafundur - 891 201502024F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.13. Trúnaðarmálafundur - 892 201503004F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.14. Trúnaðarmálafundur - 893 201503005F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.15. Trúnaðarmálafundur - 894 201503011F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.16. Trúnaðarmálafundur - 895 201503014F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.17. Barnaverndarmálafundur - 307 201502023F
Barnavernarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.18. Barnaverndarmálafundur - 308 201503007F
Barnavernarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 305201503016F
Fundargerð 305. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 646. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Skóladagatöl 2015-16 201502199
Lagt fram til samþykktar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. fundar fræðslunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4.2. Starfsáætlanir leikskóla 2016 201503296
Lagt fram til staðfestingar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. fundar fræðslunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4.3. Starfsáætlanir grunnskóla 2015-17 201503297
Endurskoðaðar starfsáætlanir grunnskóla lagðar fram til samþykktar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. fundar fræðslunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4.4. Bann bið sýningu kvikmynda í skólum nema með samþykki 201503029
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. fundar fræðslunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4.5. Breyting á reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla 201502403
Til fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. fundar fræðslunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4.6. Starfsþróun kennara, greining á sjóðaumhverfi 201502402
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. fundar fræðslunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4.7. Vinnustofa um málefni bráðgerra nemenda 201409387
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. fundar fræðslunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4.8. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ 201301573
Fagleg skoðun á miðskóla við Sunnukrika.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd þess efnis að það sé langt því frá að eining ríki um afgreiðslu D- og V-lista á tillögum foreldrasamfélagsins og kjörinna fulltrúa í minnihluta í tengslum við uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ. Íbúahreyfingin telur að ágreiningurinn sé ekki gott veganesti inn í framtíðina og hvetur D- og V-lista til að hlusta á raddir íbúa sem hafa verulegar áhyggjur af stöðunni,$line$Fulltrúar D- og V-lista hafa enn ekki gert grein fyrir því hvert allt að 200 nemendur á austursvæði eiga að sækja skóla 2018. Þar er búist við mikilli fjölgun en fækkun á vestursvæði en samt á að reisa þar skóla í útjaðri byggðar sem ekki er á aðalskipulagi. Um það snúast áhyggjur foreldrasamfélagsins og samantekt fræðsluskrifstofu veitir ekki svar við því. $line$Íbúahreyfingin óskar svars við spurningunni hvar eru tölulegar upplýsingar og áætlanir um hvert umframfjöldi nemenda í Varmárskóla á að fara?$line$$line$Afgreiðsla 305. fundar fræðslunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum D- og V- lista gegn þremur atkvæðum S- og M- lista.$line$$line$Bókun S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að þau gögn sem hafa verið unnin og lögð fram í skoðun á faglegri, fjárhagslegri og skipulagslegri hagkvæmni hugmyndar foreldra um skóla miðsvæðis, sem ákveðin var á 621. fundi bæjarstjórnar, hafi ekki verið fullnægjandi. Þau gögn eru auðsjáanlega unnin með þeirri forskrift meirihlutans að endurskoða ekki málið í heild sinni án tillits til fyrri ákvarðana og er þar ekki við embættismenn eða ráðgjafa að sakast heldur þá pólitísku stefnumörkun sem liggur til grundvallar þeirri vinnu.$line$Þegar þróun umræðu og ákvarðana um uppbyggingu skólamannvirkja er skoðuð sést að sáralitlar breytingar hafa orðið á stefnumörkun varðandi uppbyggingu skólamannvirkja frá fyrstu hugmyndum meirihlutans í ársbyrjun 2013. Það sýnir að samráðið sem meirihlutinn stærir sig af í þessu máli var ófullnægjandi. $line$Lengi hefur stefnt í óefni í aðstöðu grunnskólanna í Mosfellsbæ fyrir starf sitt. Fulltrúar Samfylkingar hafa um árabil varað við í hvað stefndi og bent á mikilvægi þess að hefja stefnumótun til framtíðar varðandi uppbyggingu skólamannvirkja til að mæta vaxandi þörf skólanna fyrir fullnægjandi aðstöðu. Ekki hefur meirihlutinn svarað því kalli og hefur hann skort skilning og framtíðarsýn í þessum mikilvæga málaflokki og beitt bráðabirgðareddingum frá ári til árs. Sú niðurstaða sem nú blasir við er engin breyting frá þeirri stefnu. Það er því ljóst að ekki er í sjónmáli varanleg lausn á aðstöðu grunnskólanna á næstu árum. Bráðabirgðalausnir með þeim auka kostnaði sem þeim fylgja er stefnumörkun meirihlutans. $line$$line$Bókun D- og V-lista:$line$Fyrir fundi fræðslunefndar varðandi ákvörðun um uppbyggingu skólamannvirkja lágu fyrir ítarleg gögn til stuðnings ákvörðun nenfdarinnar. Bæjarfulltrúar D- og V-lista vísa því á bug að þau gögn séu unnin samkvæmt forskrift meirihlutans. Með því er vegið að faglegri mati þeirra sérfræðinga og embættismanna sem að málinu hafa komið. Fyrir liggur að staðfelsta tillögu fræðslunefndar um uppbyggingu skólamannvirkja og það er er að bera í bakkafullan lækinn að segja að uppbygging nýrra skólamannvirkja sé ekki lausnir til framtíðar annað eru útsnúningar sem ekki eru málefnalegi og í raun ekki svara verðirr. bæjarfulltrúar D- og V-lista lýsa einnig undrun sinni á að bæjarfulltrúi íbúhreyfingarinnar hafi ekki enn skilið hvernig skólafyrkomulagi á austursvæði verður háttað til framtíðar og hvaða lausnir bygging skóla í Helgafellshverfi hefur í för með sér.
4.9. Erindi vegna fulltrúa foreldra í fræðslunefnd Mosfellsbæjar 201412287
Erindi frá FGMOS vegna fulltrúa grunnskólaforeldra á fundi fræðslunefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. fundar fræðslunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 187201503020F
Fundargerð 187. fundar íþótta-og tómstundarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 646. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna sumarið 2015 201502305
Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna sumarið 2015
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Kvennadeild Hvíta riddarans - umsókn um styrk 201503129
Styrkbeiðni frá Hvíta Ridddaranum
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015 201501512
Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015. Verkalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Óskað er eftir því að tillögur liggi fyrir eigi síðar en 19. febrúar 2015. frestað á 186 fundi íþrótta- og tómstundanefndar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins 200711264
Reglur um kjör íþróttamanns og -konu Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 187. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 387201503012F
Fundargerð 387. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 646. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Ársskýrsla umhverfissviðs 201503298
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Breyting á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi 201407165
Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 3. mars 2015 um endurauglýsingu og breytingar á tillögu að breytingum á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi. Ný og breytt tillaga var auglýst 16. febrúar 2015 með athugasemdafresti til og með 30. mars 2015. Breytingar felast m.a. í aukinni hámarkshæð hluta af byggingum m.v. áður auglýsta tillögu, sem skipulagsnefnd fjallaði um á 371. og 376. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um vatnsvernd í Mosfellsdal og hvernig hún horfir við gagnvart áformum um víkingabæ í Selholti. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að fallið verði frá áætlunum um víkingabyggð á Mosfellsheiði. Þess í stað verði fundin staðsetning fyrir safnið í Mosfellsdal þar sem aðgangur er greiður að rafmagni, vatni og almenningssamgöngum og samlegðaráhrifa gætir við byggðina sem ýtir undir starfsemi safnsins. Um er að ræða lóð í Mosfellsdal og gerir tillagan ráð fyrir að á renni í gegnum víkingaþorpið.$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í þróunar- og ferðamálanefnd hefur viðrað hugmynd um ákjósanlega staðsetningu fyrir víkingasafnið á fundum nefndarinnar og er hér lagt til að málinu verði vísað til bæjarráðs til skoðunar og áframhaldandi skipulagsvinna á snjóþungri heiðinni lögð til hliðar þar til því er lokið.$line$$line$Tillagan er felld með sex atkvæðum D- og V- lista, gegn einu atkvæði M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá. $line$$line$Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum, gegn einu atkvæði M-lista.
6.4. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi 201410126
Lögð fram að nýju tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir Vefarastræti 32-38 og 40-46, ásamt nánari skýringargögnum fyrir lóð nr. 40-46 sbr. bókun á 386. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd en hann lýsti sig mótfallinn breytingu á deiliskipulagi í Auganu sem felur í sér að fjölga bílastæðum á suðurhluta umræddra lóða en sú breyting spillir lífsgæðum íbúa mjög mikið, veldur hávaða, ónæði og ólofti og er auk þess í mótsögn við forsögn í greinargerð með skipulaginu.$line$$line$Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum D- og V- lista gegn þremur atkvæðum S- og M-lista.
6.5. Vefarastræti 15-19, Gerplustræti 16-26, erindi um breytingu á deiliskipulagi 201502401
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Bræðratunga, umsókn um byggingarleyfi 201412082
Lögð fram ný og breytt afstöðumynd frá umsækjanda í kjölfar framkominna athugasemda og viðræðna við nágranna og umsækjanda í framhaldi af þeim.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Litlikriki 3-5, fyrirspurn um þrjár íbúðir í stað tveggja. 201503299
Lagt fram erindi Jónasar Bjarna Árnasonar dags. 11. mars 2015 þar sem óskað er eftir að heimilað verði að hafa 3 íbúðir í húsinu skv. meðfylgjandi tillöguteikningu, en húsið er skv. skipulagi og áður samþykktum teikningum áformað sem parhús.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Brú, Elliðakotslandi, kæra til ÚUA, krafa um frestun réttaráhrifa 201503014
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamæála vegna ákvörðunar nefndarinnar á 383. fundi varðandi endurbyggingu frístundahússins Brúar í landi Elliðakots. Einnig lögð fram greinargerð Mosfellsbæjar til ÚUA og bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndarinnar vegna kröfu um frestun réttaráhrifa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 158201503019F
Fundargerð 158. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 646. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna Meltúnsreits 201503337
Lagt fram erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna skipulags skógræktarsvæðis í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 158. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Ársskýrsla umhverfissviðs 201503298
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 158. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015 201501512
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015. Verkefnalistinn var unnin í samráði við nefndir og svið bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 158. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi 200701150
Skipulagsnefndin vísaði 3. mars 2015 tillögu Hestamannafélagsins um reiðleið við friðlýst svæði meðfram hesthúsahverfinu að vestan og við hverfisverndarsvæði meðfram því að austan, til umhverfisnefndar til umsagnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 158. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag 201410300
Erindið sett á dagskrá umhverfisnefndar að ósk Úrsúlu Junemann.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 158. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8. Þróunar- og ferðamálanefnd - 47201503001F
Fundargerð 47. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 646. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015 201501512
Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015. Verkalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Óskað er eftir því að tillögur liggi fyrir eigi síðar en 19. febrúar 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 47. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 47. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.3. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2015 201502220
Farið yfir umsóknir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 47. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9. Þróunar- og ferðamálanefnd - 48201503013F
Fundargerð 48. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 646. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2015 201502220
Farið yfir umsóknir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 48. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 261201503009F
.
Fundargerð 261. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 646. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Ástu-Sólliljugata 22-24 umsókn um byggingarleyfi 201502421
Stakkanes ehf Álfhólsvegi 53 Kópavogi sækir um leyfi fyrir endursamþykkt, útlits og fyrirkomulagsbreytingum á 4 íbúða fjöleignahúsi úr steinsteypu á lóðinni nr. 22 - 24 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Lofthæðir breytast í húsinu og það stækkar um 33,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 646. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Flugumýri 24-26, umsókn um byggingarleyfi 201502251
Fagverk verktakar ehf Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að stækka millipall og innrétta starfsmannaaðstöðu, byggja svalir og fjölga gluggum í einingu 0107 í austurhluta hússins að Flugumýri 24 - 26 samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Stækkun millipalls 39,8 m2.
Heildar rúmmetrastærð hússins breytist ekki.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 646. fundi bæjarstjórnar.
10.3. Háholt 7, umsókn um byggingarleyfi 201409355
Hótel Laxnes Háholti 7 sækir um leyfi til að byggja kvisti, hækka ris og breyta innra fyrirkomulagi í matshluta 0201 að Háholti 7 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss: 149,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 646. fundi bæjarstjórnar.
10.4. Laxatunga 179-185 umsókn um byggingarleyfi 201502419
Hlöðver Sigurðsson Gerðhömrum 14 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einnar hæðar raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 179 -185 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð nr. 179: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3.
Stærð nr. 181: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3.
Stærð nr. 183: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3.
Stærð nr. 185: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 646. fundi bæjarstjórnar.
10.5. Litlikriki 68-74, umsókn um byggingarleyfi 201503093
Árvökull ehf Stórakrika 46 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að klæða húsin nr. 68 - 74 við Litlakrika með flísum og álklæðningu í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 646. fundi bæjarstjórnar.
10.6. Stórikriki 14, umsókn um byggingarleyfi 201502146
Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland Stórakrika 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta útliti og notkun bílgeymslu hússins að Stórakrika 14 þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Á 259. afgreiðslufundi byggingafulltrúa óskaði hann eftir afstöðu skipulagsnefndar hvort til álita kæmi að leyfa umbeðna breytingu.
Á fundi skipulagsnefndar 5. mars 2015 var fjallað um erindið og var gerð eftirfarandi bókun.
"Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir erindinu".Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 646. fundi bæjarstjórnar.
11. Aðalfundur SSH 2014201503410
Aðalfundur SSH 2014
12. Fundargerð 214. fundar Strætó bs201503374
Fundargerð 214. fundar Strætó bs
13. Fundargerð 343. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201503375
Fundargerð 343. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
14. Fundargerð 410. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201503411
Fundargerð 410. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
15. Fundargerð 411. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201503412
Fundargerð 411. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
16. Fundargerð 412. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201503413
Fundargerð 412. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
17. Fundargerð 413. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201503414
Fundargerð 413. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
18. Fundargerð 55. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201503323
Fundargerð 55. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
19. Fundargerð sameiginlegs fundar eigenda Strætó bs.201503147
Fundargerð sameiginlegs fundar eigenda Strætó bs.