28. apríl 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2017201611238
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17.janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir árið 2017." Frestað á 431.fundi. Frestað á 432. fundi. Frestað á 433. fundi. Lögð fram endurbætt tillaga að starfsáætlun fyrir skipulagsnefnd árið 2017.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir árið 2017.
2. Fossatunga - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Fossatungu.201704045
Borist hefur erindi frá Óskari Gísla Sveinssyni deildarstjóra nýframkvæmda umhverfissviðs Mosfellsbæjar dags. 4. apríl 2017 varðandi framkvæmdaleyfi vegna gagnagerðar í Fossatungu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga.
3. Athafnasvæði í Mosfellsbæ möguleg breyting á svæðisskipulagi.201612069
Á 434. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins í samræmi við framlögð gögn." Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins tók erindið fyrir á 75.fundi sínum 7. apríl 2017. Lögð fram bókun svæðisskipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í nánu samstarfi við skrifstofu SSH og svæðisskipulagsstjóra.
4. Brekkukot Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi201612137
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfund Aðalskipulags Mosfellsbæjar varðandi málið og óska jafnframt eftir umsögn hans." Lögð fram umsögn aðalskipulagshöfundar.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað um málið.
5. Kortlagning stíga og slóða í Mosfellsbæ201012057
Greinargerð vinnuhóps um kortlagningu vegslóða í landi Mosfellsbæjar vísað úr bæjarráði til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að undirbúa málið frekar í skipulagsferli.
- FylgiskjalGreinargerð frá vinnuhópi um slóðamál.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 9.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 8.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 7.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 6.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 5.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 4.pdfFylgiskjalKortlagning slóða - fundargerð 3. fundar vinnuhóps.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 3.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 2.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 1.pdf
6. Áform um framleiðslu raforku - ósk um trúnað201611179
Á 1303. fundi bæjarráðs 21. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa erindinu til áframhaldandi umfjöllunar í Skipulagsnefnd. Bæjarstjóra er falið að hafa samband við bréfritara."
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri ósk sína um frekari gögn varðandi málið.
7. Veröld við Hafravatn l.nr. 125626 - fyrirspurn vegna viðbyggingar201704201
Borist hefur erindi frá Helgu Birgisdóttur dags. 24. apríl 2017 varðandi húseignina Veröld við Hafravatn.
Skipulagsnefnd heimilar ekki frekari stækkun eða breytingar á húsinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030.
8. Langihryggur, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar samþykki landeiganda Seljabrekku liggur fyrir.
9. Fundargerð 75. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201704116
Fundargerð 75. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
Lagt fram til kynningar.