Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. október 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Breyt­ing á deili­skipu­lagi urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi201407165

    Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 9. október 2014 um samþykkt tillögu að breytingum á deiliskipulagi og hvernig brugðist hafi verið við athugasemdum m.a. frá Mosfellsbæ.

    Lagt fram.

    • 2. Vefara­stræti 32-38 og 40-46 - fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201410126

      G. Oddur Víðisson arkitekt óskar með bréfi dags. 8. október 2014 f.h. lóðarhafa eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi fjölda og fyrirkomulag bílastæða, sbr. meðfylgjandi skissur. Frestað á 375. fundi.

      Um­ræð­ur, af­greiðslu frestað.

      • 3. Er­indi Um­ferð­ar­stofu varð­andi um­ferðarör­ygg­is­áætlun201001142

        Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti umferðaröryggisskýrslu frá sept. 2013 og tillögu að næstu skrefum í vinnu við umferðaröryggismál.

        Skipu­lags­nefnd fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að vinna áfram að mál­inu í sam­ræmi við fram­lagða minn­ispunkta um um­ferðarör­ygg­is­mál.

        • 4. Vefara­stræti 7-13, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201409209

          Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. leggur f.h. Eyktar ehf. fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun nefndarinnar á 375. fundi.

          Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una með fjór­um at­kvæð­um til aug­lýs­ing­ar skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

          Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur að breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi Vefara­stræt­is 7-13 og til­slök­un á út­liti og gerð bygg­inga rýri gæði þeirra og að þær verði ekki það fal­lega kenni­leiti sem (sbr. kafla 3.1) ætl­un­in var sam­kvæmt deili­skipu­lagi hverf­is­ins. Jafn­framt að það rýri gæði lóð­ar og nærum­hverf­is að leyft sé að fara með bíla­stæði og inn­keyrslu á bíla­kjall­ara inni á baklóð. Já­kvætt er að fjölga smá­um íbúð­um og gera kröf­ur um færri bíla­stæði fyr­ir þær, það má þó ekki bitna á heild­ar­gæð­um eins og bent er á hér að ofan. Þetta varp­ar ljósi á mik­il­vægi þess að end­ur­skoða heild­stætt deili­skipu­lag hverf­is­ins eins og full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lagði til á síð­asta skipu­lags­nefnd­ar­fundi en var hafn­að.

          Full­trú­ar meiri­hluta V og D lista óska bókað að þeir telja eðli­legt að setja til­lög­una í það lýð­ræð­is­lega ferli sem aug­lýs­ing skipu­lags­ins er.

          • 5. Snæfríð­argata 10-12 og 14-16, fyr­ir­spurn um breyt­ingu á skipu­lags­skil­mál­um.201410284

            Jón Hrafn Hlöðversson óskar 22.10.2014 f.h. lóðarhafa eftir áliti skipulagsnefndar á þeirri breytingu á skipulagsskilmálum að húsin verði einnar hæðar í stað tveggja, sbr. meðfylgjandi skissu af innra fyrirkomulagi húss.

            Nefnd­in heim­il­ar fyr­ir­spyrj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lags­skil­mál­um til grennd­arkynn­ing­ar skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

            • 6. Kvísl­artunga 27-29 og 47-49, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi.2014082080

              F.h. lóðarhafa leggur Runólfur Sigurðsson hjá Al-hönnun ehf. fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi lóðina Kvíslartungu 47-49, sbr. bókun á 373. fundi.

              Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna til­lög­una skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, þó með þeirri breyt­ingu að ákvæði um hæð bíl­geymslu verði óbreytt.

              • 7. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

                Í framhaldi af undirritun viljayfirlýsingar Mosfellsbæjar og Stórsögu ehf. um leigu á landi Mosfellsbæjar í Selholti undir uppbyggingu "víkingabæjar," hefur bæjarráð vísað skipulagsþætti málsins til skipulagsnefndar.

                Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að setja af stað vinnu við breyt­ingu á að­al­skipu­lagi.

                • 8. Til­laga Sam­son­ar Bjarn­ars Harð­ar­son­ar um end­ur­skoð­un deili­skipu­lags Helga­fells- og Leir­vogstungu­hverfa201409458

                  Bæjarstjórn hefur vísað til nefndarinnar til skoðunar tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að fela forstöðumanni umhverfissviðs að taka saman álit um kosti þess og galla að endurskoða núverandi deiliskipulag í landi Helgafells og Leirvogstungu.

                  Til­laga bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar felld með fjór­um at­kvæð­um gegn einu.
                  Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ósk­ar bókað að hann tel­ur það skamm­sýni að hafna því að kann­að­ir verði kost­ir og gall­ar þess að end­ur­skoða deili­skipu­lög Helga­fells- og Leir­vogstungu­hverfa. Það ætti að vera hags­muna­mál sveit­ar­fé­lags­ins að betr­um­bæta úr­elt skipu­lög sem svara ekki þörf­um íbúða­mark­að­ar og tryggja um leið gæði þeirra með hags­muni allra að leið­ar­ljósi.
                  Meiri­hluti V og D lista vís­ar til fyrri bók­ana og rök­semda­færslu í mál­inu.

                  • 9. Helga­fells­hverfi, end­ur­skoð­un deili­skipu­lags IV. áfanga201410302

                    Með bréfi dags. 23.10.2014 óskar Hannes F Sigurðsson f.h. Hamla ehf eftir því að Mosfellsbær verði aðili að vinnuhópi um endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga Helgafellshverfis og að nefndin tilnefni þrjá fulltrúa í slíkan hóp.

                    Frestað.

                    • 10. Ell­iða­kots­land/Brú, end­ur­bygg­ing sum­ar­bú­stað­ar.201406295

                      Lögð verður fram umsögn bæjarritara, sem nefndin óskaði eftir í bókun á 372. fundi. Einnig lögð fram bréf sem borist hafa frá lögmönnum fyrir hönd annarsvegar landeigenda og hinsvegar leigutaka landsins, og minnisblað skipulagsfulltrúa.

                      Frestað.

                      • 11. Íþróttamið­stöð að Varmá, bíla­stæða­mál.201410304

                        Samfara velgengni handboltaliðs Aftureldingar í Olís-deild karla hefur nokkuð borið á bílastæðavandamálum á Varmársvæðinu og brögð eru að því að bílum sé lagt þar ólöglega.

                        Frestað.

                        • 12. Kvísl­artunga 66, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201409350

                          Sigmundur Hávarðsson Norðurbraut 22 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 66 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til meðferðar í skipulagsnefnd m.t.t. þess hvort færsla hússins um 0,5 m m.v. byggingarreit geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

                          Frestað.

                          • 13. Í Úlfars­fellslandi 125505, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201410308

                            Guðrún H Ragnarsdóttir Klausturhvammi 30 Hafnarfirði sækir um leyfi til að stækka sumarbústað sinn samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsnefndar með vísan til 44. gr. skipulagslaga.

                            Frestað.

                            Fundargerðir til kynningar

                            • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 254201410024F

                              Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram

                              Frestað.

                              • 14.1. Hraðastaða­veg­ur 5 - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201410290

                                Hlyn­ur Þór­is­son Hraðastaða­vegi 5 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta út­liti, fyr­ir­komu­lagi, burð­ar­virki og efn­is­vali áð­ur­sam­þykkts hest­húss og vélageymslu að Hraðastaða­vegi 5 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                Hús­ið verði nú byggt úr stál­grind klætt með PUR stál­sam­loku­ein­ing­um.
                                Stærð húss: 419,7 m2, 2109,4 m3.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.2. Kvísl­artunga 66, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201409350

                                Sig­mund­ur Há­varðs­son Norð­ur­braut 22 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggð­um bíl­skúr á lóð­inni nr. 66 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                Stærð húss: Bíla­geymsla 44,3 m2, íbúð 1. hæð 91,6 m2, íbúð 2. hæð 96,7 m2, alls 964,9 m3.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.3. Merkja­teig­ur 8, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201405373

                                Stefán Þór­is­son Merkja­teigi 8 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr stein­steypu hús­ið nr. 8 við Merkja­teig í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Mál­ið hef­ur ver­ið grennd­arkynnt en eng­in at­huga­semd barst.
                                Stærð við­bygg­ing­ar: Neðri hæð 14,4 m2, efri hæð 11,5 m2, sam­tals 71,7 m3.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.4. Uglugata 48-50 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201410241

                                AH verk­tak­ar ehf Vesturási 48 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um fjög­urra íbúða tveggja hæða fjöleigna­hús og sam­byggða bíl­geymslu á lóð­inni nr. 48 - 50 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                Stærð : Bíl­geymsla 57,4 m2, íbúð­ir og geymsl­ur 1. hæð 223,0 m2, íbúð­ir 2. hæð 223,6 m2, sam­tals 1553,3 m3.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.5. Í Úlfars­fellslandi 125505, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201410308

                                Guð­rún H Ragn­ars­dótt­ir Klaust­ur­hvammi 36 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri sum­ar­bú­stað sinn í landi Úlfars­fells sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                Stækk­un bú­staðs 16,4 m2, 97,7 m3, stærð bú­staðs eft­ir breyt­ingu 68,7 m2, 276,7 m3.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.