28. október 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breyting á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi201407165
Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 9. október 2014 um samþykkt tillögu að breytingum á deiliskipulagi og hvernig brugðist hafi verið við athugasemdum m.a. frá Mosfellsbæ.
Lagt fram.
2. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi201410126
G. Oddur Víðisson arkitekt óskar með bréfi dags. 8. október 2014 f.h. lóðarhafa eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi fjölda og fyrirkomulag bílastæða, sbr. meðfylgjandi skissur. Frestað á 375. fundi.
Umræður, afgreiðslu frestað.
3. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun201001142
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti umferðaröryggisskýrslu frá sept. 2013 og tillögu að næstu skrefum í vinnu við umferðaröryggismál.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að vinna áfram að málinu í samræmi við framlagða minnispunkta um umferðaröryggismál.
4. Vefarastræti 7-13, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201409209
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. leggur f.h. Eyktar ehf. fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun nefndarinnar á 375. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur að breytingar á deiliskipulagi Vefarastrætis 7-13 og tilslökun á útliti og gerð bygginga rýri gæði þeirra og að þær verði ekki það fallega kennileiti sem (sbr. kafla 3.1) ætlunin var samkvæmt deiliskipulagi hverfisins. Jafnframt að það rýri gæði lóðar og nærumhverfis að leyft sé að fara með bílastæði og innkeyrslu á bílakjallara inni á baklóð. Jákvætt er að fjölga smáum íbúðum og gera kröfur um færri bílastæði fyrir þær, það má þó ekki bitna á heildargæðum eins og bent er á hér að ofan. Þetta varpar ljósi á mikilvægi þess að endurskoða heildstætt deiliskipulag hverfisins eins og fulltrúi Samfylkingarinnar lagði til á síðasta skipulagsnefndarfundi en var hafnað.
Fulltrúar meirihluta V og D lista óska bókað að þeir telja eðlilegt að setja tillöguna í það lýðræðislega ferli sem auglýsing skipulagsins er.
5. Snæfríðargata 10-12 og 14-16, fyrirspurn um breytingu á skipulagsskilmálum.201410284
Jón Hrafn Hlöðversson óskar 22.10.2014 f.h. lóðarhafa eftir áliti skipulagsnefndar á þeirri breytingu á skipulagsskilmálum að húsin verði einnar hæðar í stað tveggja, sbr. meðfylgjandi skissu af innra fyrirkomulagi húss.
Nefndin heimilar fyrirspyrjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagsskilmálum til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. Kvíslartunga 27-29 og 47-49, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi.2014082080
F.h. lóðarhafa leggur Runólfur Sigurðsson hjá Al-hönnun ehf. fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi lóðina Kvíslartungu 47-49, sbr. bókun á 373. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þó með þeirri breytingu að ákvæði um hæð bílgeymslu verði óbreytt.
7. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Í framhaldi af undirritun viljayfirlýsingar Mosfellsbæjar og Stórsögu ehf. um leigu á landi Mosfellsbæjar í Selholti undir uppbyggingu "víkingabæjar," hefur bæjarráð vísað skipulagsþætti málsins til skipulagsnefndar.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að setja af stað vinnu við breytingu á aðalskipulagi.
8. Tillaga Samsonar Bjarnars Harðarsonar um endurskoðun deiliskipulags Helgafells- og Leirvogstunguhverfa201409458
Bæjarstjórn hefur vísað til nefndarinnar til skoðunar tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að fela forstöðumanni umhverfissviðs að taka saman álit um kosti þess og galla að endurskoða núverandi deiliskipulag í landi Helgafells og Leirvogstungu.
Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar felld með fjórum atkvæðum gegn einu.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað að hann telur það skammsýni að hafna því að kannaðir verði kostir og gallar þess að endurskoða deiliskipulög Helgafells- og Leirvogstunguhverfa. Það ætti að vera hagsmunamál sveitarfélagsins að betrumbæta úrelt skipulög sem svara ekki þörfum íbúðamarkaðar og tryggja um leið gæði þeirra með hagsmuni allra að leiðarljósi.
Meirihluti V og D lista vísar til fyrri bókana og röksemdafærslu í málinu.9. Helgafellshverfi, endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga201410302
Með bréfi dags. 23.10.2014 óskar Hannes F Sigurðsson f.h. Hamla ehf eftir því að Mosfellsbær verði aðili að vinnuhópi um endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga Helgafellshverfis og að nefndin tilnefni þrjá fulltrúa í slíkan hóp.
Frestað.
10. Elliðakotsland/Brú, endurbygging sumarbústaðar.201406295
Lögð verður fram umsögn bæjarritara, sem nefndin óskaði eftir í bókun á 372. fundi. Einnig lögð fram bréf sem borist hafa frá lögmönnum fyrir hönd annarsvegar landeigenda og hinsvegar leigutaka landsins, og minnisblað skipulagsfulltrúa.
Frestað.
11. Íþróttamiðstöð að Varmá, bílastæðamál.201410304
Samfara velgengni handboltaliðs Aftureldingar í Olís-deild karla hefur nokkuð borið á bílastæðavandamálum á Varmársvæðinu og brögð eru að því að bílum sé lagt þar ólöglega.
Frestað.
12. Kvíslartunga 66, umsókn um byggingarleyfi201409350
Sigmundur Hávarðsson Norðurbraut 22 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 66 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til meðferðar í skipulagsnefnd m.t.t. þess hvort færsla hússins um 0,5 m m.v. byggingarreit geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Frestað.
13. Í Úlfarsfellslandi 125505, umsókn um byggingarleyfi201410308
Guðrún H Ragnarsdóttir Klausturhvammi 30 Hafnarfirði sækir um leyfi til að stækka sumarbústað sinn samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsnefndar með vísan til 44. gr. skipulagslaga.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 254201410024F
Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram
Frestað.
14.1. Hraðastaðavegur 5 - umsókn um byggingarleyfi 201410290
Hlynur Þórisson Hraðastaðavegi 5 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útliti, fyrirkomulagi, burðarvirki og efnisvali áðursamþykkts hesthúss og vélageymslu að Hraðastaðavegi 5 í samræmi við framlögð gögn.
Húsið verði nú byggt úr stálgrind klætt með PUR stálsamlokueiningum.
Stærð húss: 419,7 m2, 2109,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.2. Kvíslartunga 66, umsókn um byggingarleyfi 201409350
Sigmundur Hávarðsson Norðurbraut 22 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 66 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Bílageymsla 44,3 m2, íbúð 1. hæð 91,6 m2, íbúð 2. hæð 96,7 m2, alls 964,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.3. Merkjateigur 8, umsókn um byggingarleyfi 201405373
Stefán Þórisson Merkjateigi 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu húsið nr. 8 við Merkjateig í samræmi við framlögð gögn. Málið hefur verið grenndarkynnt en engin athugasemd barst.
Stærð viðbyggingar: Neðri hæð 14,4 m2, efri hæð 11,5 m2, samtals 71,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.4. Uglugata 48-50 umsókn um byggingarleyfi 201410241
AH verktakar ehf Vesturási 48 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum fjögurra íbúða tveggja hæða fjöleignahús og sambyggða bílgeymslu á lóðinni nr. 48 - 50 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð : Bílgeymsla 57,4 m2, íbúðir og geymslur 1. hæð 223,0 m2, íbúðir 2. hæð 223,6 m2, samtals 1553,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.5. Í Úlfarsfellslandi 125505, umsókn um byggingarleyfi 201410308
Guðrún H Ragnarsdóttir Klausturhvammi 36 Hafnarfirði sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað sinn í landi Úlfarsfells samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun bústaðs 16,4 m2, 97,7 m3, stærð bústaðs eftir breytingu 68,7 m2, 276,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.