Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. janúar 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Í Úlfars­fellslandi 125505, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201410308

    Umsókn um leyfi til að stækka sumarbústað var grenndarkynnt 18. nóvember 2014 með bréfi til 5 aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 17. desember 2014. Engin athugasemd barst.

    Nefnd­in fellst á að bygg­ing­ar­leyfi verði veitt þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

    • 2. Í Ell­iða­kotslandi Brú, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201411054

      Umsókn um leyfi til að byggja frístundahús í stað eldra húss sem brann snemma árs 2014 var grenndarkynnt 20. nóvember 2014 með bréfi til eins nágranna og landeigenda Elliðakotslands, auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 19. desember 2014. Ein athugasemd barst, frá Hjalta Steinþórssyni f.h. landeigenda, dags. 2. desember 2014.

      Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að semja í sam­ráði við lög­mann bæj­ar­ins til­lögu að svör­um við at­huga­semd og leggja fyr­ir næsta fund.

      • 3. Kvísl­artunga 27-29 og 47-49, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi.2014082080

        Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kvíslartungu 47 - 49 var grenndarkynnt 27. nóvember 2014 með bréfi til 8 aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 29. desember 2014. Engin athugasemd barst.

        Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una sem varð­ar breyt­ingu fyr­ir lóð nr. 47-49, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku breyt­ing­ar­inn­ar.

        • 4. Vefara­stræti 7-13, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201409209

          Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst 17. nóvember 2014 með athugasemdafresti til 29. desember 2014. Engin athugasemd barst.

          Frestað.

          • 5. Súlu­höfði 21, ósk lög­reglu­stjóra um um­sögn vegna rekst­ar­leyf­is­um­sókn­ar201412016

            Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskar 26.11.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir gististað í flokki II að Súluhöfða 21. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar. Frestað á 380. fundi.

            Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að skila um­sögn til bæj­ar­ráðs í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

            • 6. Garða­bær - Að­al­skipu­lag 2016-2030201501131

              Skipulagsstjóri Garðabæjar sendir 5. janúar 2015 til umsagnar verkefnislýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Garðabæjar.

              Lagt fram.

              • 7. Al­menn­ings­sam­göngu­stefna Reykja­vík­ur201405358

                Lögð fram drög framkvæmdastjóra umhverfissviðs að umsögn, sem nefndin óskaði eftir á 370. fundi.

                Lagt fram

                • 8. Mats­lýs­ing vegna kerf­isáætl­un­ar201501050

                  Lögð fram til umsagnar tillaga að matslýsingu fyrir umhverfisskýrslu með tillögu að kerfisáætlun Landsnets, sem áformað er að leggja fram í apríl n.k. Jafnframt er óskað upplýsinga um uppbyggingaráform í sveitarfélaginu, sér í lagi varðandi orkufreka starfsemi.

                  Lagt fram.

                  • 9. Ástu-Sólliljugata 30-32, fyr­ir­spurn um auka­í­búð­ir201501435

                    Gísli G Gunnarsson f.h. Verktaka Magna ehf. óskar 16.1.2015 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi þannig að 4 íbúðir verði á lóðinni í stað tveggja parhúsaíbúða.

                    Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð fyr­ir er­ind­inu.

                    • 10. Akst­ursí­þrótta­svæði á Tungu­mel­um, deili­skipu­lag201412186

                      Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 14.1.2015 um matslýsingu vegna deiliskipulags akstursíþróttasvæðis á Tungumelum, sem send var stofnuninni 18.12.2014 skv. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006.

                      Lagt fram.

                      • 11. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

                        Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og Minjastofnunar um verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna víkingabæjar í Selholti, sem send var til umsagnar 22.12.2014.

                        Frestað.

                        • 12. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

                          Lagðt fram bréf umhverfisráðuneytis dags. 12.12.2014 til Reykjabús ehf., þar sem veitt er undanþága frá reglu um 200m fjarlægð alifuglabúsins frá annarri byggð.

                          Lagt fram

                          • 13. Er­indi íbúa um að Ála­foss­vegi verði breytt í botn­langa­götu201311251

                            Lagðar fram til umræðu tvær hugmyndir að útfærslu Álafossvegar sem botnlanga.

                            Frestað.

                            • 14. Vefara­stræti 1-5 ósk um breyt­ing­ar á skipu­lags­skil­mál­um201501589

                              Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Grafarholts ehf. óskar 9. janúar 2015 eftir breytingum á deiliskipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða, sbr. meðf. uppdrátt.

                              Frestað.

                              • 15. Vefara­stræti 32-38 og 40-46 - fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201410126

                                Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á skipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða.

                                Frestað

                                • 16. Há­holt 13-15, fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu201501582

                                  Oddur Víðisson arkitekt f.h. Festis Fasteigna ehf. spyrst 16.1.2015 fyrir um möguleika á viðbyggingu sunnan á húsið, til stækkunar á húsnæði Mosfellsbakarís, skv. meðfylgjandi teikningu.

                                  Frestað.

                                  Fundargerðir til kynningar

                                  • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 258201501005F

                                    Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                                    Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                                    • 17.1. Ak­ur­holt 13,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201501134

                                      Sveinn Árna­son Ak­ur­holti 13 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits- og inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á báð­um hæð­um húss­ins að Ak­ur­holti 13 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                      Stærð­ir húss: Kjall­ara­í­búð 171,4 m2, íbúð efri hæð 181,5 m2, sam­tals 1311,7 m3.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram á 381. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                    • 17.2. Ak­ur­holt 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411281

                                      Bogi Ara­son Ak­ur­holti 14 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja garð­vegg úr stein­steypu, end­ur­byggja sól­stofu úr timbri og gleri og gera smá­vægi­leg­ar út­lits og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­ar á hús­inu nr. 14 við Ak­ur­holt í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                      Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki um­ráð­enda aðliggj­andi lóða.
                                      Stærð­ir húss: Kjall­ari 228,0 m2, íbúð­ar­rými 1. hæð 160,4 m2, sól­stofa 28,2 m2, bíl­geymsla 64,8 m2, sam­tals 1396,2 m3.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram á 381. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                    • 17.3. Reykjalund­ur,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201412089

                                      Reykjalund­ur Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um innri fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á end­ur­hæf­ing­ar­mið­stöð í mats­hluta 7 að Reykjalundi sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                      Fyr­ir ligg­ur árit­un bruna­hönnuð­ar.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram á 381. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                    • 17.4. Stórikriki 35, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411216

                                      Gskg fast­eign­ir ehf Arn­ar­höfða 1 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir stærð­ar- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á áð­ur­sam­þykktu ein­býl­is­húsi úr stein­steypu á lóð­inni nr. 35 við Stórakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                      Stærð húss eft­ir breyt­ingu: Íbúð­ar­rými 165,4 m2, bíl­geymsla 34,3 m2, sam­tals 708,3 m3.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram á 381. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                    • 17.5. Uglugata 31-33,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201412400

                                      Planki ehf Vals­hól­um 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja par­hús úr stein­steypu með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 31 og 33 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                      Stærð Uglu­götu 31: íbúð­ar­rými 130,6 m2, bíl­geymsla 26,4 m2, sam­tals 623,2 m3.
                                      Stærð Uglu­götu 33: íbúð­ar­rými 130,6 m2, bíl­geymsla 26,4 m2, sam­tals 623,2 m3.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram á 381. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                    • 17.6. Völu­teig­ur 7-11, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201402177

                                      Björn Krist­ins­son Álfalandi 3 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja millipall í ein­ingu 01.02 að Völu­teigi 7 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                      Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki með­eig­enda á lóð­inni.
                                      Stærð millipalls 105,6 m2. Rúm­metra­stærð húss­ins breyt­ist ekki.

                                      Niðurstaða þessa fundar:

                                      Lagt fram á 381. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.