Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. september 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

    Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", sbr. umfjöllun á 396. fundi. Einnig lögð fram umhverfisskýrsla (drög)vegna skipulagstillagnanna, tekin saman af Teiknistofu arkitekta.

    Um­ræð­ur um mál­ið. Nefnd­in fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að boða til fund­ar um vatns­vernd­ar­mál með ráð­gjöf­um verk­fræði­stof­unn­ar Vatna­skil, bæj­ar­full­trú­um, heil­brigð­is­nefnd, skipu­lags­nefnd, um­hverf­is­nefnd og svæð­is­skipu­lags­stofu.

  • 2. Fyr­ir­spurn um gatna­gerð og lagn­ir við Ása 42015081539

    Tekin fyrir fyrirspurn um hönnun og gatnagerð að Ásum, sem bæjarráð vísaði til umsagnar skipulagsnefndar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um málið. Frestað á 396. fundi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að vinna áfram að mál­inu í sam­ræmi við fram­lagða um­sögn og með til­liti til jarð­fræði­legra þátta.

    • 3. Skipu­lags­mál í Krika­hverfi, sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar 9.9.2015 um íbúa­fund.201509219

      Í tengslum við umfjöllun um tillögu að breytingu á aðalskipulagi varðandi miðsvæði norðan Krikahverfis samþykkti Bæjarstjórn 9.9.2015 að haldinn skyldi fundur með íbúum Krikahverfis. Frestað á 396. fundi.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa og formanni nefnd­ar­inn­ar að und­ir­búa fund um skipu­lags­mál í Krika­hverfi með íbú­um hverf­is­ins.

      • 4. Ástu-Sólliljugata 19-21, 18-20 og 26-28, fyr­ir­spurn um fjölg­un íbúða201508937

        Atli Jóhann Guðbjörnsson BFÍ f.h. JP Capitals ehf leggur þann 9.9.2015 og 17.09.2015 fram breyttar fyrirspurnir um mögulega fjölgun íbúða, nú um fjölgun um eina íbúð á hverri af lóðunum Ástu-Sólliljugötu 19-21, 18-20 og 26-28.

        Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð fyr­ir fram­lögð­um til­lög­um og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ræða við um­sækj­end­ur.

      • 5. Gerplustræti 24 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201507037

        Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ hefur sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið með tilliti til ákvæðis um kennileiti í deiliskipulagsskilmálum. Frestað á 396. fundi.

        Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi gerð kenni­leit­is að Gerplustræti 24.

      • 6. Dals­garð­ur 192120, fyr­ir­spurn um deili­skipu­lag201509180

        Guðmundur Hreinsson BFÍ f.h. Guðrúnar Jóhannsdóttur og Gísla Jóhannssonar spyrst fyrir um það hvort leyfi fengist til þess að deiliskipuleggja spildu með landnúmeri 192120 undir parhús. Frestað á 396. fundi.

        Skipu­lags­nefnd er já­kvæð fyr­ir því að unn­ið verði deili­skipu­lag þar sem gert verði ráð fyr­ir íbúð­ar­húsi á spild­unni, sbr. bygg­ing­ar­reit á ramma­skipu­lagi. Nefnd­in tek­ur fram að sam­kvæmt stefnu­mörk­un að­al­skipu­lags er mið­að við að á hverri lóð á þessu svæði verði eitt íbúð­ar­hús - eitt veð­andlag.

        • 7. Spilda nr. 125414, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi við Engja­veg201509072

          Gunnlaugur Kr Hreiðarsson f.h. Ólafs Más Gunnlaugssonar, óskar eftir að landsspilda nr. 125414 verði tekin inn í deiliskipulag. Frestað á 396. fundi.

          Nefnd­in hafn­ar er­ind­inu, þar sem ekki er mögu­legt að tengja land­spild­una við nú­ver­andi gatna- og frá­veitu­kerfi bæj­ar­ins.

          • 8. Um­sókn um stofn­un lóð­ar úr landi Geit­háls 123634201509430

            Jón G Briem hrl. sækir 16. september 2015 f.h. landeigenda um stofnun lóðar, spildu 2, úr Geithálslandi skv. meðfylgjandi uppdrætti og gögnum. Stofnun lóðarinnar væri liður í því að leiðrétta ranglega tilgreind norðurmörk spildu 1, og myndi í framhaldi verða gert samrunaskjal og nýja spildan sameinuð spildu 1.

            Skipu­lags­nefnd fellst á stofn­un um­ræddr­ar lóð­ar enda verði hún síð­an sam­ein­uð spildu 1, eins og rak­ið er í er­ind­inu.

          • 9. Gerplustræti 7-11 ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201509466

            Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa óskar 8. september eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum, þannig að íbúðum fjölgi úr 22 í 25 og ákvæði um bílastæði breytist til rýmkunar.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lags­breyt­ing­in verði aug­lýst í sam­ræmi við ákv. 43. gr. skipu­lagslaga.
            Ákvörð­un um gjald­töku vegna breyt­ing­anna er vísað til bæj­ar­ráðs.

          • 10. Baróns­reit­ur, breyt­ing á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2010-2030201509467

            Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir Mosfellsbæ til kynningar með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi: Barónsreitur - Skúlagata; Stefna um hæðir húsa; Fjöldi íbúða.

            Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við áformaða að­al­skipu­lags­breyt­ingu.

          • 11. Reykja­veg­ur 62, fyr­ir­spurn um 3 rað­hús201503559

            Lögð fram f.h. lóðareiganda, Ástu Maríu Guðbergsdóttur, tillaga Vigfúsar Halldórssonar BFÍ að deiliskipulagi lóðarinnar, sbr. bókun nefndarinnar á 389. fundi.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að falla frá gerð lýs­ing­ar og forkynn­ing­ar, þar sem all­ar meg­in­for­send­ur deili­skipu­lags­ins liggja fyr­ir, sbr. 40. gr. skipu­lagslaga, Nefnd­in sam­þykk­ir jafn­framt að fela skipu­lags­full­trúa að aug­lýsa til­lög­una skv. 41. gr. skipu­lagslaga og að rita næstu ná­grönn­um bréf til þess að vekja at­hygli þeirra á hinni aug­lýstu til­lögu.

          • 12. Mið­kot í Úlfars­felli / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201509469

            Anna Aradóttir Rauðarárstíg 33 Reykjavík hefur sótt um leyfi til að stækka sumarbústað í landi Úlfarsfells um 24,0 m2 í 83,9 m2. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að er­ind­ið verði grennd­arkynnt.

          • 13. Helga­fells­hverfi, 2. og 3. áfangi, ósk­ir um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201509513

            Steinþór Kári Kárason arkitekt leggur 28.09.2015 fram f.h. Hamla 1 fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi/húsgerðum á lóðum við Ástu-Sólliljugötu, Bergrúnargötu, Sölkugötu og Uglugötu skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum.

            Frestað.

            Fundargerðir til kynningar

            • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 372201509025F

              Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

              Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar

              • 14.1. Kvísl­artunga 78-80 / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201509451

                Kubbahús ehf Brekku­hvammi 16 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að breyta bygg­ing­ar­efni, út­liti og innra fyr­ir­komu­lagi hús­anna nr. 78 og 80 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Áður sam­þykkt­ar stærð­ir húsa breyt­ast ekki.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram á 397. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

              • 14.2. Mið­kot í Úlfars­felli / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201509469

                Anna Ara­dótt­ir Rauð­ar­árstíg 33 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri sum­ar­bú­stað í landi Úlfars­fells lnr. 175253 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stækk­un bú­staðs 24,0 m2 86,0 m3.
                Stærð bú­staðs eft­ir breyt­ingu 83,9 m2, 301,2 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram á 397. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

              • 14.3. Uglugata 15-17 / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201509400

                Feko ehf Barða­vogi 1 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 15 og 17 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð nr. 15: Íbúð 152,0 m2, bíl­geymsla 29,7 m2, 752,5 m3.
                Stærð nr. 17: Íbúð 151,0 m2, bíl­geymsla 29,7 m2, 721,6 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram á 397. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

              • 14.4. Vefara­stræti 24-30 /um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 2015081739

                Mótx Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tvö 4 hæða fjöl­býl­is­hús og bíla­kjall­ara á lóð­inni nr. 24 - 30 við Vefara­stræti með sam­tals 55 íbúð­um í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð húss nr.24-26: Kjall­ari 1263,4 m2, 1.hæð 653,4 m2, 2. hæð 643,4 m2, 3. hæð 643,4 m2, 4. hæð 635,9 m2, 11348,9 m3.
                Stærð húss nr.28-30: Kjall­ari 977,9 m2, 1. hæð 615,7 m2, 2. hæð 604,5 m2, 3. hæð 604,5 m2, 4. hæð 511,5 m2, 10009,6 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram á 397. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

              • 14.5. Völu­teig­ur 9 / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201509429

                Ólaf­ur A Hann­esson Bröttu­hlíð 13 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta innra fyr­ir­komu­lagi í ein­ing­um 01.03 og 02.04 að Völu­teigi 9 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð­ir húss breyt­ast ekki.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram á 397. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.