29. september 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", sbr. umfjöllun á 396. fundi. Einnig lögð fram umhverfisskýrsla (drög)vegna skipulagstillagnanna, tekin saman af Teiknistofu arkitekta.
Umræður um málið. Nefndin felur embættismönnum að boða til fundar um vatnsverndarmál með ráðgjöfum verkfræðistofunnar Vatnaskil, bæjarfulltrúum, heilbrigðisnefnd, skipulagsnefnd, umhverfisnefnd og svæðisskipulagsstofu.
2. Fyrirspurn um gatnagerð og lagnir við Ása 42015081539
Tekin fyrir fyrirspurn um hönnun og gatnagerð að Ásum, sem bæjarráð vísaði til umsagnar skipulagsnefndar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um málið. Frestað á 396. fundi.
Skipulagsnefnd felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við framlagða umsögn og með tilliti til jarðfræðilegra þátta.
3. Skipulagsmál í Krikahverfi, samþykkt bæjarstjórnar 9.9.2015 um íbúafund.201509219
Í tengslum við umfjöllun um tillögu að breytingu á aðalskipulagi varðandi miðsvæði norðan Krikahverfis samþykkti Bæjarstjórn 9.9.2015 að haldinn skyldi fundur með íbúum Krikahverfis. Frestað á 396. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að undirbúa fund um skipulagsmál í Krikahverfi með íbúum hverfisins.
4. Ástu-Sólliljugata 19-21, 18-20 og 26-28, fyrirspurn um fjölgun íbúða201508937
Atli Jóhann Guðbjörnsson BFÍ f.h. JP Capitals ehf leggur þann 9.9.2015 og 17.09.2015 fram breyttar fyrirspurnir um mögulega fjölgun íbúða, nú um fjölgun um eina íbúð á hverri af lóðunum Ástu-Sólliljugötu 19-21, 18-20 og 26-28.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir framlögðum tillögum og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur.
- Fylgiskjalbréf v. fyrirspurn ástu-sólliljugata 18-20 og 26-28, dags.17.09.15.pdfFylgiskjalFyrirspurn. Ástu-Sólliljugata 18-20, 17.09.15.pdfFylgiskjalFyrirspurn. Ástu-Sólliljugata 26-28, 17.09.15.pdfFylgiskjalbréf v. fyrirspurn ástu-sólliljugata 19-21, dags.09.09.15.pdfFylgiskjalFyrirspurn. Ástu-Sólliljugata 19-21, 09.09.15.pdf
5. Gerplustræti 24 - Umsókn um byggingarleyfi201507037
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ hefur sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið með tilliti til ákvæðis um kennileiti í deiliskipulagsskilmálum. Frestað á 396. fundi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gerð kennileitis að Gerplustræti 24.
6. Dalsgarður 192120, fyrirspurn um deiliskipulag201509180
Guðmundur Hreinsson BFÍ f.h. Guðrúnar Jóhannsdóttur og Gísla Jóhannssonar spyrst fyrir um það hvort leyfi fengist til þess að deiliskipuleggja spildu með landnúmeri 192120 undir parhús. Frestað á 396. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir því að unnið verði deiliskipulag þar sem gert verði ráð fyrir íbúðarhúsi á spildunni, sbr. byggingarreit á rammaskipulagi. Nefndin tekur fram að samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags er miðað við að á hverri lóð á þessu svæði verði eitt íbúðarhús - eitt veðandlag.
7. Spilda nr. 125414, ósk um breytingu á deiliskipulagi við Engjaveg201509072
Gunnlaugur Kr Hreiðarsson f.h. Ólafs Más Gunnlaugssonar, óskar eftir að landsspilda nr. 125414 verði tekin inn í deiliskipulag. Frestað á 396. fundi.
Nefndin hafnar erindinu, þar sem ekki er mögulegt að tengja landspilduna við núverandi gatna- og fráveitukerfi bæjarins.
8. Umsókn um stofnun lóðar úr landi Geitháls 123634201509430
Jón G Briem hrl. sækir 16. september 2015 f.h. landeigenda um stofnun lóðar, spildu 2, úr Geithálslandi skv. meðfylgjandi uppdrætti og gögnum. Stofnun lóðarinnar væri liður í því að leiðrétta ranglega tilgreind norðurmörk spildu 1, og myndi í framhaldi verða gert samrunaskjal og nýja spildan sameinuð spildu 1.
Skipulagsnefnd fellst á stofnun umræddrar lóðar enda verði hún síðan sameinuð spildu 1, eins og rakið er í erindinu.
9. Gerplustræti 7-11 ósk um breytingar á deiliskipulagi201509466
Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa óskar 8. september eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum, þannig að íbúðum fjölgi úr 22 í 25 og ákvæði um bílastæði breytist til rýmkunar.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við ákv. 43. gr. skipulagslaga.
Ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinganna er vísað til bæjarráðs.10. Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030201509467
Haraldur Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar sendir Mosfellsbæ til kynningar með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi: Barónsreitur - Skúlagata; Stefna um hæðir húsa; Fjöldi íbúða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaða aðalskipulagsbreytingu.
11. Reykjavegur 62, fyrirspurn um 3 raðhús201503559
Lögð fram f.h. lóðareiganda, Ástu Maríu Guðbergsdóttur, tillaga Vigfúsar Halldórssonar BFÍ að deiliskipulagi lóðarinnar, sbr. bókun nefndarinnar á 389. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að falla frá gerð lýsingar og forkynningar, þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir, sbr. 40. gr. skipulagslaga, Nefndin samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga og að rita næstu nágrönnum bréf til þess að vekja athygli þeirra á hinni auglýstu tillögu.
12. Miðkot í Úlfarsfelli / umsókn um byggingarleyfi201509469
Anna Aradóttir Rauðarárstíg 33 Reykjavík hefur sótt um leyfi til að stækka sumarbústað í landi Úlfarsfells um 24,0 m2 í 83,9 m2. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd samþykkir að erindið verði grenndarkynnt.
13. Helgafellshverfi, 2. og 3. áfangi, óskir um breytingar á deiliskipulagi201509513
Steinþór Kári Kárason arkitekt leggur 28.09.2015 fram f.h. Hamla 1 fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi/húsgerðum á lóðum við Ástu-Sólliljugötu, Bergrúnargötu, Sölkugötu og Uglugötu skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 372201509025F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar
14.1. Kvíslartunga 78-80 / umsókn um byggingarleyfi 201509451
Kubbahús ehf Brekkuhvammi 16 Kópavogi sækir um leyfi til að breyta byggingarefni, útliti og innra fyrirkomulagi húsanna nr. 78 og 80 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Áður samþykktar stærðir húsa breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 397. fundi skipulagsnefndar.
14.2. Miðkot í Úlfarsfelli / umsókn um byggingarleyfi 201509469
Anna Aradóttir Rauðarárstíg 33 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað í landi Úlfarsfells lnr. 175253 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun bústaðs 24,0 m2 86,0 m3.
Stærð bústaðs eftir breytingu 83,9 m2, 301,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 397. fundi skipulagsnefndar.
14.3. Uglugata 15-17 / umsókn um byggingarleyfi 201509400
Feko ehf Barðavogi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 15 og 17 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 15: Íbúð 152,0 m2, bílgeymsla 29,7 m2, 752,5 m3.
Stærð nr. 17: Íbúð 151,0 m2, bílgeymsla 29,7 m2, 721,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 397. fundi skipulagsnefndar.
14.4. Vefarastræti 24-30 /umsókn um byggingarleyfi 2015081739
Mótx Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvö 4 hæða fjölbýlishús og bílakjallara á lóðinni nr. 24 - 30 við Vefarastræti með samtals 55 íbúðum í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr.24-26: Kjallari 1263,4 m2, 1.hæð 653,4 m2, 2. hæð 643,4 m2, 3. hæð 643,4 m2, 4. hæð 635,9 m2, 11348,9 m3.
Stærð húss nr.28-30: Kjallari 977,9 m2, 1. hæð 615,7 m2, 2. hæð 604,5 m2, 3. hæð 604,5 m2, 4. hæð 511,5 m2, 10009,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 397. fundi skipulagsnefndar.
14.5. Völuteigur 9 / umsókn um byggingarleyfi 201509429
Ólafur A Hannesson Bröttuhlíð 13 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í einingum 01.03 og 02.04 að Völuteigi 9 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 397. fundi skipulagsnefndar.