10. nóvember 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Iceland Excursions varðandi deiliskipulag í Mosfellsdal201407126
Bæjarráð samþykkti á 1229. fundi sínum að synja Iceland Excursions um gerð deiliskipulags í Æsustaðalandi að svo stöddu en samþykkti jafnframt að fela skipulagsnefnd að skoða heildarskipulag á svæðinu í samræmi við framlagt minnisblað nefndarinnar.
Umhverfissviði falið að gera áætlun um heildarendurskoðun skipulags á svæðinu. Um er að ræða svæði með blandaðri landnotkun sunnan Þingvallavegar.
2. Erindi Karls Pálssonar vegna lóðar við Hafravatn201509161
Karl Pálsson, sem er með landskika á leigu norðan Hafravatns, hefur óskað eftir að honum verði heimilað að byggja á landinu eða að leigurétturinn verði keyptur af honum á sanngjörnu verði. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar. Frestað á 399. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma umsögn nefndarinnar til bæjarráðs.
3. Opinn fundur um skipulagsmál201510296
Formaður gerði grein fyrir hugmynd sinni um opinn umræðufund, þar sem fjallað yrði um nánar tilgreind málefni tengd byggðarþróun, húsnæðismálum og samgöngum. Frestað á 399. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að stefna að því að fundurinn verði haldinn í janúar nk.
4. Lokun Aðaltúns við Vesturlandsveg, undirskriftalisti íbúa201510292
Borist hefur undirskriftalisti frá íbúum í Hlíðartúnshverfi, með ósk um að Aðaltúni verði lokað varanlega við Vesturlandsveg og aðkoma að hverfinu verði eingöngu frá Skarhólabraut eins og verið hefur í sumar meðan framkvæmdir við undirgöng undir Vesturlandsveg hafa staðið yfir. Frestað á 399. fundi.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að taka saman greinargerð vegna málsins.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum.201510214
Bæjarráð sendi erindið til upplýsingar til skipulagsnefndar og fól skipulagsfulltrúa að semja umsögn. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2.11.2015.
Lagt fram.
6. Golfvöllur Blikastaðanesi, breyting á deiliskipulagi.201508944
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 18.9.2015 með athugasemdafresti til 30.10.2015. Ein athugasemd barst, frá íbúum Þrastarhöfða 53 og 55. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um hæðarsetningu golfskálans og drög að svörum við athugasemd.
Nefndin samþykkir auglýsta tillögu að breytingu á deiliskipulagi, með þeirri leiðréttingu að gólfkóti golfskála verði 30,5 m, og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuna. Jafnframt samþykkir nefndin framlögð drög að svörum við athugasemd.
7. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", ásamt umhverfisskýrslu, sem hafa verið endurskoðaðar með tilliti til ábendinga svæðisskipulagsnefndar, sbr. bókun á 399. fundi.
Nefndin samþykkir tillögurnar til auglýsingar skv. 30.-31. gr. og 41. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana.
8. Ósk um stöðuleyfi fyrir gám í Helgadal201510297
Bryndís Gunnlaugsdóttir Hólm f.h. Hreins Ólafssonar óskar 19.10.2015 eftir stöðuleyfi fyrir 6 x 2,25 m gámi á landi Helgadals, til þess að nota sem þjónustuhús fyrir "fjölskyldutjaldstæði."
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umbeðið stöðuleyfi verði veitt.
9. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir starfsemi þyrluþjónustu á Tungubökkum.201510344
Jón Guðmundsson arkitekt f.h. Þyrluþjónustunnar ehf. leggur 27.10.2015 fram fyrirspurn varðandi möguleika á uppbyggingu aðstöðu fyrir starfsemi Þyrluþjónustunnar á Tungubökkum, sbr. meðfylgjandi teikningar og önnur gögn. Bæjarráð vísar erindinu til nefndarinnar til umsagnar. Einnig lagður fram tölvupóstur frá formanni Flugklúbbs Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að afla frekari gagna vegna málsins.
10. Stórikriki 56 - Umsókn um byggingarleyfi201511015
Borgþór Björgvinsson hefur sótt um leyfi til að stækka aukaíbúð í húsinu úr 58,4 m2 í 95,6 m2 með því að bæta við hana áður ónýttu rými ("virki"), en í deiliskipulagi hverfisins er leyfð stærð aukaíbúða 60,0 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar til umfjöllunar.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
11. Miðkot í Úlfarsfelli / umsókn um byggingarleyfi201509469
Umsókn um leyfi til að stækka sumarbústað í landi Úlfarsfells var grenndarkynnt 9. október 2015 með athugasemdafresti til 9. nóvember 2015. Engin athugasemd hefur borist.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umbeðið byggingarleyfi verði veitt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
12. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu201311251
Umræða um reynslu af lokun í sumar.
Framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að vinna áfram að málinu.
13. Umferðaröryggi við Baugshlíð201406243
Lagðar fram skýrslur um hraðamælingar og skissutillaga að merkingum og öðrum aðgerðum.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs upplýsti um aðgerðir vegna hraðahindrana við Baugshlíð.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 276201511008F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar
14.1. Ástu-Sólliljugata 30-34 / Umsókn um byggingarleyfi 201510272
Háholt ehf Stórakrika 25 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja þrjú tvílyft raðhús úr steinsteypu á lóðinni nr. 30 -34 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 30 kjallari 80,5 m2, 1.hæð íbúð 79,5 m2, bílgeymsla 29,4 m2,
nr. 32 kjallari 79,3 m2, 1.hæð íbúð 78,3 m2, bílgeymsla 28,7 m2,
nr. 34 kjallari 80,5 m2, 1.hæð íbúð 79,5 m2, bílgeymsla 28,7 m2, 1868,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 400. fundi skipulagsnenfdar
14.2. Gerplustræti 1-5 / Umsókn um byggingarleyfi 201509159
Nýhús ehf Amsturdam 4 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 31 íbúðar fjöleignahús með bílakjallara á lóðinni nr. 1-5 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Bílageymsla 956,1 m2, geymslur og fleira 785,2 m2, 1. hæð 892,6 m2, 2. hæð 883,1 m2, 3. hæð 883,1 m2, 10561,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 400. fundi skipulagsnenfdar
14.3. Snæfríðargata 14-16 / Umsókn um byggingarleyfi 201510120
Targa ehf Snæfríðargötu 10 - 12 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri og steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 14 og 16 við Snæfríðargötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Nr. 14 íbúð 150,3 m2, bílgeymsla 32,0 m2, 724,0 m3.
Nr. 16 íbúð 150,3 m2, bílgeymsla 32,0 m2, 724,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 400. fundi skipulagsnenfdar
14.4. Stórikriki 56 - Umsókn um byggingarleyfi 201511015
Borgþór Björgvinsson Stórakrika 56 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka aukaíbúð í húsinu nr. 56 við Stórakrika úr 58,4 m2 í 95,6 m2 en í deiliskipulagi hverfisins er leyfð stærð aukaíbúða 60,0 m2.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 400. fundi skipulagsnenfdar
14.5. Vefarastræti 16-22 Umsókn um byggingarleyfi 201509262
J.E. Skjanni Stórhöfða 25 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 39 íbúða fjöleignahús með bílakjallara á lóðinni nr. 16 - 22 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Bílageymsla 1179,8 m2, geymslur 679,9 m2, 1. hæð íbúðir 1364,0 m2, 2. hæð íbúðir 1375,8 m2, 3. hæð 1375,8 m2, 18369,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 400. fundi skipulagsnenfdar