Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. nóvember 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Ice­land Excursi­ons varð­andi deili­skipu­lag í Mos­fells­dal201407126

    Bæjarráð samþykkti á 1229. fundi sínum að synja Iceland Excursions um gerð deiliskipulags í Æsustaðalandi að svo stöddu en samþykkti jafnframt að fela skipulagsnefnd að skoða heildarskipulag á svæðinu í samræmi við framlagt minnisblað nefndarinnar.

    Um­hverf­is­sviði fal­ið að gera áætlun um heild­ar­end­ur­skoð­un skipu­lags á svæð­inu. Um er að ræða svæði með bland­aðri land­notk­un sunn­an Þing­valla­veg­ar.

    • 2. Er­indi Karls Páls­son­ar vegna lóð­ar við Hafra­vatn201509161

      Karl Pálsson, sem er með landskika á leigu norðan Hafravatns, hefur óskað eftir að honum verði heimilað að byggja á landinu eða að leigurétturinn verði keyptur af honum á sanngjörnu verði. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar. Frestað á 399. fundi.

      Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að koma um­sögn nefnd­ar­inn­ar til bæj­ar­ráðs.

    • 3. Op­inn fund­ur um skipu­lags­mál201510296

      Formaður gerði grein fyrir hugmynd sinni um opinn umræðufund, þar sem fjallað yrði um nánar tilgreind málefni tengd byggðarþróun, húsnæðismálum og samgöngum. Frestað á 399. fundi.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að stefna að því að fund­ur­inn verði hald­inn í janú­ar nk.

      • 4. Lok­un Að­al­túns við Vest­ur­landsveg, und­ir­skriftal­isti íbúa201510292

        Borist hefur undirskriftalisti frá íbúum í Hlíðartúnshverfi, með ósk um að Aðaltúni verði lokað varanlega við Vesturlandsveg og aðkoma að hverfinu verði eingöngu frá Skarhólabraut eins og verið hefur í sumar meðan framkvæmdir við undirgöng undir Vesturlandsveg hafa staðið yfir. Frestað á 399. fundi.

        Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að taka sam­an grein­ar­gerð vegna máls­ins.

        • 5. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ing­ar á skipu­lagslög­um.201510214

          Bæjarráð sendi erindið til upplýsingar til skipulagsnefndar og fól skipulagsfulltrúa að semja umsögn. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2.11.2015.

          Lagt fram.

        • 6. Golf­völl­ur Blikastaðanesi, breyt­ing á deili­skipu­lagi.201508944

          Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 18.9.2015 með athugasemdafresti til 30.10.2015. Ein athugasemd barst, frá íbúum Þrastarhöfða 53 og 55. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um hæðarsetningu golfskálans og drög að svörum við athugasemd.

          Nefnd­in sam­þykk­ir aug­lýsta til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi, með þeirri leið­rétt­ingu að gólf­kóti golf­skála verði 30,5 m, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­tök­una. Jafn­framt sam­þykk­ir nefnd­in fram­lögð drög að svör­um við at­huga­semd.

        • 7. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

          Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi "Víkingaveraldar", ásamt umhverfisskýrslu, sem hafa verið endurskoðaðar með tilliti til ábendinga svæðisskipulagsnefndar, sbr. bókun á 399. fundi.

          Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­urn­ar til aug­lýs­ing­ar skv. 30.-31. gr. og 41. gr. skipu­lagslaga og 7. gr. laga um um­hverf­is­mat áætl­ana.

        • 8. Ósk um stöðu­leyfi fyr­ir gám í Helga­dal201510297

          Bryndís Gunnlaugsdóttir Hólm f.h. Hreins Ólafssonar óskar 19.10.2015 eftir stöðuleyfi fyrir 6 x 2,25 m gámi á landi Helgadals, til þess að nota sem þjónustuhús fyrir "fjölskyldutjaldstæði."

          Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að um­beð­ið stöðu­leyfi verði veitt.

        • 9. Fyr­ir­spurn um að­stöðu fyr­ir starf­semi þyrlu­þjón­ustu á Tungu­bökk­um.201510344

          Jón Guðmundsson arkitekt f.h. Þyrluþjónustunnar ehf. leggur 27.10.2015 fram fyrirspurn varðandi möguleika á uppbyggingu aðstöðu fyrir starfsemi Þyrluþjónustunnar á Tungubökkum, sbr. meðfylgjandi teikningar og önnur gögn. Bæjarráð vísar erindinu til nefndarinnar til umsagnar. Einnig lagður fram tölvupóstur frá formanni Flugklúbbs Mosfellsbæjar.

          Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að afla frek­ari gagna vegna máls­ins.

        • 10. Stórikriki 56 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201511015

          Borgþór Björgvinsson hefur sótt um leyfi til að stækka aukaíbúð í húsinu úr 58,4 m2 í 95,6 m2 með því að bæta við hana áður ónýttu rými ("virki"), en í deiliskipulagi hverfisins er leyfð stærð aukaíbúða 60,0 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar til umfjöllunar.

          Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu þar sem það sam­ræm­ist ekki gild­andi deili­skipu­lagi.

        • 11. Mið­kot í Úlfars­felli / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201509469

          Umsókn um leyfi til að stækka sumarbústað í landi Úlfarsfells var grenndarkynnt 9. október 2015 með athugasemdafresti til 9. nóvember 2015. Engin athugasemd hefur borist.

          Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að um­beð­ið bygg­ing­ar­leyfi verði veitt þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

        • 12. Er­indi íbúa um að Ála­foss­vegi verði breytt í botn­langa­götu201311251

          Umræða um reynslu af lokun í sumar.

          Fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs fal­ið að vinna áfram að mál­inu.

          • 13. Um­ferðarör­yggi við Baugs­hlíð201406243

            Lagðar fram skýrslur um hraðamælingar og skissutillaga að merkingum og öðrum aðgerðum.

            Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs upp­lýsti um að­gerð­ir vegna hraða­hindr­ana við Baugs­hlíð.

          Fundargerðir til kynningar

          • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 276201511008F

            Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar

            Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar

            • 14.1. Ástu-Sólliljugata 30-34 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201510272

              Há­holt ehf Stórakrika 25 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja þrjú tví­lyft rað­hús úr stein­steypu á lóð­inni nr. 30 -34 við Ástu-Sóllilju­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð: Nr. 30 kjall­ari 80,5 m2, 1.hæð íbúð 79,5 m2, bíl­geymsla 29,4 m2,
              nr. 32 kjall­ari 79,3 m2, 1.hæð íbúð 78,3 m2, bíl­geymsla 28,7 m2,
              nr. 34 kjall­ari 80,5 m2, 1.hæð íbúð 79,5 m2, bíl­geymsla 28,7 m2, 1868,9 m3.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram á 400. fundi skipu­lagsn­en­fd­ar

            • 14.2. Gerplustræti 1-5 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201509159

              Nýhús ehf Amst­ur­dam 4 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 31 íbúð­ar fjöleigna­hús með bíla­kjall­ara á lóð­inni nr. 1-5 við Gerplustræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð: Bíla­geymsla 956,1 m2, geymsl­ur og fleira 785,2 m2, 1. hæð 892,6 m2, 2. hæð 883,1 m2, 3. hæð 883,1 m2, 10561,6 m3.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram á 400. fundi skipu­lagsn­en­fd­ar

            • 14.3. Snæfríð­argata 14-16 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201510120

              Targa ehf Snæfríð­ar­götu 10 - 12 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri og stein­steypu par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 14 og 16 við Snæfríð­ar­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð­ir: Nr. 14 íbúð 150,3 m2, bíl­geymsla 32,0 m2, 724,0 m3.
              Nr. 16 íbúð 150,3 m2, bíl­geymsla 32,0 m2, 724,0 m3.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram á 400. fundi skipu­lagsn­en­fd­ar

            • 14.4. Stórikriki 56 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201511015

              Borg­þór Björg­vins­son Stórakrika 56 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka auka­í­búð í hús­inu nr. 56 við Stórakrika úr 58,4 m2 í 95,6 m2 en í deili­skipu­lagi hverf­is­ins er leyfð stærð auka­í­búða 60,0 m2.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram á 400. fundi skipu­lagsn­en­fd­ar

            • 14.5. Vefara­stræti 16-22 Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201509262

              J.E. Skjanni Stór­höfða 25 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 39 íbúða fjöleigna­hús með bíla­kjall­ara á lóð­inni nr. 16 - 22 við Vefara­stræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð: Bíla­geymsla 1179,8 m2, geymsl­ur 679,9 m2, 1. hæð íbúð­ir 1364,0 m2, 2. hæð íbúð­ir 1375,8 m2, 3. hæð 1375,8 m2, 18369,8 m3.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram á 400. fundi skipu­lagsn­en­fd­ar

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.