17. mars 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársskýrsla umhverfissviðs201503298
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014.
Lagt fram.
2. Breyting á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi201407165
Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 3. mars 2015 um endurauglýsingu og breytingar á tillögu að breytingum á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi. Ný og breytt tillaga var auglýst 16. febrúar 2015 með athugasemdafresti til og með 30. mars 2015. Breytingar felast m.a. í aukinni hámarkshæð hluta af byggingum m.v. áður auglýsta tillögu, sem skipulagsnefnd fjallaði um á 371. og 376. fundi.
Lagt fram.
3. Selholt, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag201410300
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um vatnsvernd í Mosfellsdal og hvernig hún horfir við gagnvart áformum um víkingabæ í Selholti. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun erindi varðandi skilgreiningu á fyrirhugaðri starfsemi. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að funda með umsækjendum varðandi vatnsverndarsvæði og mögulegar mótvægisaðgerðir.
4. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi201410126
Lögð fram að nýju tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir Vefarastræti 32-38 og 40-46, ásamt nánari skýringargögnum fyrir lóð nr. 40-46 sbr. bókun á 386. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með 4 atkvæðum gegn 1.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar: Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir sig mótfallinn framlagðri breytingu á deiliskipulagi þessara lóða. Tillagan sýnir mikla fjölgun bílastæða inná suðurhluta lóða húsanna sem spillir verulega möguleikum íbúanna af notkun þeirra og mun valda hávaða, ónæði og ólofti og er á skjön við hugmyndina bak við upprunalegt deiliskipulag lóðanna.
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur heimild fyrir bílastæðum á baklóð rýra gæði hennar og íbúða.
Bókun fulltrúa V og D lista: Við teljum breytingarnar ekki vera hverfinu til ama, um er að ræða tillögu til að koma til móts við aðkallandi þörf fyrir minni og ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk, en á sama tíma lágmarka neikvæð áhrif á gildandi skipulag. Fulltrúar V og D lista samþykkja því að umræddar breytingar fari í auglýsingu og þar af leiðandi það lýðræðislega ferli sem deiliskipulagsbreytingum er ætlað.5. Vefarastræti 15-19, Gerplustræti 16-26, erindi um breytingu á deiliskipulagi201502401
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd áréttar að íbúðir stærri en 70 m2 skuli hafa eitt stæði í bílakjallara.
6. Bræðratunga, umsókn um byggingarleyfi201412082
Lögð fram ný og breytt afstöðumynd frá umsækjanda í kjölfar framkominna athugasemda og viðræðna við nágranna og umsækjanda í framhaldi af þeim.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi afgreiði byggingarleyfi á grundvelli breyttrar afstöðumyndar þar sem komið hefur verið til móts við framkomnar athugasemdir.
7. Litlikriki 3-5, fyrirspurn um þrjár íbúðir í stað tveggja.201503299
Lagt fram erindi Jónasar Bjarna Árnasonar dags. 11. mars 2015 þar sem óskað er eftir að heimilað verði að hafa 3 íbúðir í húsinu skv. meðfylgjandi tillöguteikningu, en húsið er skv. skipulagi og áður samþykktum teikningum áformað sem parhús.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar.
8. Brú, Elliðakotslandi, kæra til ÚUA, krafa um frestun réttaráhrifa201503014
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamæála vegna ákvörðunar nefndarinnar á 383. fundi varðandi endurbyggingu frístundahússins Brúar í landi Elliðakots. Einnig lögð fram greinargerð Mosfellsbæjar til ÚUA og bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndarinnar vegna kröfu um frestun réttaráhrifa.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 261201503009F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9.1. Ástu-Sólliljugata 22-24 umsókn um byggingarleyfi 201502421
Stakkanes ehf Álfhólsvegi 53 Kópavogi sækir um leyfi fyrir endursamþykkt, útlits og fyrirkomulagsbreytingum á 4 íbúða fjöleignahúsi úr steinsteypu á lóðinni nr. 22 - 24 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Lofthæðir breytast í húsinu og það stækkar um 33,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 387. fundi skipulagsnefndar
9.2. Flugumýri 24-26, umsókn um byggingarleyfi 201502251
Fagverk verktakar ehf Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að stækka millipall og innrétta starfsmannaaðstöðu, byggja svalir og fjölga gluggum í einingu 0107 í austurhluta hússins að Flugumýri 24 - 26 samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Stækkun millipalls 39,8 m2.
Heildar rúmmetrastærð hússins breytist ekki.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 387. fundi skipulagsnefndar
9.3. Háholt 7, umsókn um byggingarleyfi 201409355
Hótel Laxnes Háholti 7 sækir um leyfi til að byggja kvisti, hækka ris og breyta innra fyrirkomulagi í matshluta 0201 að Háholti 7 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss: 149,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 387. fundi skipulagsnefndar
9.4. Laxatunga 179-185 umsókn um byggingarleyfi 201502419
Hlöðver Sigurðsson Gerðhömrum 14 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einnar hæðar raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 179 -185 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð nr. 179: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3.
Stærð nr. 181: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3.
Stærð nr. 183: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3.
Stærð nr. 185: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 387. fundi skipulagsnefndar
9.5. Litlikriki 68-74, umsókn um byggingarleyfi 201503093
Árvökull ehf Stórakrika 46 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að klæða húsin nr. 68 - 74 við Litlakrika með flísum og álklæðningu í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 387. fundi skipulagsnefndar
9.6. Stórikriki 14, umsókn um byggingarleyfi 201502146
Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland Stórakrika 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta útliti og notkun bílgeymslu hússins að Stórakrika 14 þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Á 259. afgreiðslufundi byggingafulltrúa óskaði hann eftir afstöðu skipulagsnefndar hvort til álita kæmi að leyfa umbeðna breytingu.
Á fundi skipulagsnefndar 5. mars 2015 var fjallað um erindið og var gerð eftirfarandi bókun.
"Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir erindinu".Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 387. fundi skipulagsnefndar