Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. mars 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Árs­skýrsla um­hverf­is­sviðs201503298

    Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014.

    Lagt fram.

  • 2. Breyt­ing á deili­skipu­lagi urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi201407165

    Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 3. mars 2015 um endurauglýsingu og breytingar á tillögu að breytingum á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi. Ný og breytt tillaga var auglýst 16. febrúar 2015 með athugasemdafresti til og með 30. mars 2015. Breytingar felast m.a. í aukinni hámarkshæð hluta af byggingum m.v. áður auglýsta tillögu, sem skipulagsnefnd fjallaði um á 371. og 376. fundi.

    Lagt fram.

  • 3. Sel­holt, að­al­skipu­lags­breyt­ing og deili­skipu­lag201410300

    Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um vatnsvernd í Mosfellsdal og hvernig hún horfir við gagnvart áformum um víkingabæ í Selholti. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að senda Skipu­lags­stofn­un er­indi varð­andi skil­grein­ingu á fyr­ir­hug­aðri starf­semi. Jafn­framt fel­ur nefnd­in skipu­lags­full­trúa og formanni nefnd­ar­inn­ar að funda með um­sækj­end­um varð­andi vatns­vernd­ar­svæði og mögu­leg­ar mót­vægisað­gerð­ir.

    • 4. Vefara­stræti 32-38 og 40-46 - fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201410126

      Lögð fram að nýju tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir Vefarastræti 32-38 og 40-46, ásamt nánari skýringargögnum fyrir lóð nr. 40-46 sbr. bókun á 386. fundi.

      Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una til aug­lýs­ing­ar skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga með 4 at­kvæð­um gegn 1.
      Bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar: Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar lýs­ir sig mót­fall­inn fram­lagðri breyt­ingu á deili­skipu­lagi þess­ara lóða. Til­lag­an sýn­ir mikla fjölg­un bíla­stæða inná suð­ur­hluta lóða hús­anna sem spill­ir veru­lega mögu­leik­um íbú­anna af notk­un þeirra og mun valda há­vaða, ónæði og ólofti og er á skjön við hug­mynd­ina bak við upp­runa­legt deili­skipu­lag lóð­anna.
      Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur heim­ild fyr­ir bíla­stæð­um á baklóð rýra gæði henn­ar og íbúða.
      Bók­un full­trúa V og D lista: Við telj­um breyt­ing­arn­ar ekki vera hverf­inu til ama, um er að ræða til­lögu til að koma til móts við að­kallandi þörf fyr­ir minni og ódýr­ari íbúð­ir fyr­ir ungt fólk, en á sama tíma lág­marka nei­kvæð áhrif á gild­andi skipu­lag. Full­trú­ar V og D lista sam­þykkja því að um­rædd­ar breyt­ing­ar fari í aug­lýs­ingu og þar af leið­andi það lýð­ræð­is­lega ferli sem deili­skipu­lags­breyt­ing­um er ætlað.

      • 5. Vefara­stræti 15-19, Gerplustræti 16-26, er­indi um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201502401

        Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

        Skipu­lags­nefnd árétt­ar að íbúð­ir stærri en 70 m2 skuli hafa eitt stæði í bíla­kjall­ara.

        • 6. Bræðra­tunga, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201412082

          Lögð fram ný og breytt afstöðumynd frá umsækjanda í kjölfar framkominna athugasemda og viðræðna við nágranna og umsækjanda í framhaldi af þeim.

          Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að bygg­ing­ar­full­trúi af­greiði bygg­ing­ar­leyfi á grund­velli breyttr­ar af­stöðu­mynd­ar þar sem kom­ið hef­ur ver­ið til móts við fram­komn­ar at­huga­semd­ir.

          • 7. Litlikriki 3-5, fyr­ir­spurn um þrjár íbúð­ir í stað tveggja.201503299

            Lagt fram erindi Jónasar Bjarna Árnasonar dags. 11. mars 2015 þar sem óskað er eftir að heimilað verði að hafa 3 íbúðir í húsinu skv. meðfylgjandi tillöguteikningu, en húsið er skv. skipulagi og áður samþykktum teikningum áformað sem parhús.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að heim­ila um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi til aug­lýs­ing­ar.

          • 8. Brú, Ell­iða­kotslandi, kæra til ÚUA, krafa um frest­un réttaráhrifa201503014

            Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamæála vegna ákvörðunar nefndarinnar á 383. fundi varðandi endurbyggingu frístundahússins Brúar í landi Elliðakots. Einnig lögð fram greinargerð Mosfellsbæjar til ÚUA og bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndarinnar vegna kröfu um frestun réttaráhrifa.

            Lagt fram til kynn­ing­ar.

            Fundargerðir til kynningar

            • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 261201503009F

              Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

              Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

              • 9.1. Ástu-Sólliljugata 22-24 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502421

                Stakka­nes ehf Álf­hóls­vegi 53 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi fyr­ir end­ur­sam­þykkt, út­lits og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á 4 íbúða fjöleigna­húsi úr stein­steypu á lóð­inni nr. 22 - 24 við Ástu-Sóllilju­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Loft­hæð­ir breyt­ast í hús­inu og það stækk­ar um 33,1 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram til kynn­ing­ar á 387. fundi skipu­lags­nefnd­ar

              • 9.2. Flugu­mýri 24-26, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502251

                Fag­verk verk­tak­ar ehf Spóa­höfða 18 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að stækka millipall og inn­rétta starfs­manna­að­stöðu, byggja sval­ir og fjölga glugg­um í ein­ingu 0107 í aust­ur­hluta húss­ins að Flugu­mýri 24 - 26 sam­kvæmt fram­lögð­um upp­drátt­um.
                Stækk­un millipalls 39,8 m2.
                Heild­ar rúm­metra­stærð húss­ins breyt­ist ekki.
                Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki með­eig­enda í hús­inu.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram til kynn­ing­ar á 387. fundi skipu­lags­nefnd­ar

              • 9.3. Há­holt 7, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201409355

                Hót­el Lax­nes Há­holti 7 sæk­ir um leyfi til að byggja kvisti, hækka ris og breyta innra fyr­ir­komu­lagi í mats­hluta 0201 að Há­holti 7 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stækk­un húss: 149,0 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram til kynn­ing­ar á 387. fundi skipu­lags­nefnd­ar

              • 9.4. Laxa­tunga 179-185 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502419

                Hlöðver Sig­urðs­son Gerð­hömr­um 14 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um einn­ar hæð­ar rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 179 -185 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                Stærð nr. 179: Íbúð 166,5 m2 bíl­geymsla 36,9 m2, sam­tals 847,5 m3.
                Stærð nr. 181: Íbúð 166,5 m2 bíl­geymsla 36,9 m2, sam­tals 847,5 m3.
                Stærð nr. 183: Íbúð 166,5 m2 bíl­geymsla 36,9 m2, sam­tals 847,5 m3.
                Stærð nr. 185: Íbúð 166,5 m2 bíl­geymsla 36,9 m2, sam­tals 847,5 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram til kynn­ing­ar á 387. fundi skipu­lags­nefnd­ar

              • 9.5. Litlikriki 68-74, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201503093

                Ár­vök­ull ehf Stórakrika 46 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að klæða hús­in nr. 68 - 74 við Litlakrika með flís­um og ál­klæðn­ingu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram til kynn­ing­ar á 387. fundi skipu­lags­nefnd­ar

              • 9.6. Stórikriki 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502146

                Unn­ur Gunn­ars­dótt­ir og Ág­úst Sæ­land Stórakrika 14 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að breyta út­liti og notk­un bíl­geymslu húss­ins að Stórakrika 14 þann­ig að þar verði inn­réttað íbúð­ar­rými með eld­húsi.
                Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.
                Á 259. af­greiðslufundi bygg­inga­full­trúa ósk­aði hann eft­ir af­stöðu skipu­lags­nefnd­ar hvort til álita kæmi að leyfa um­beðna breyt­ingu.
                Á fundi skipu­lags­nefnd­ar 5. mars 2015 var fjallað um er­ind­ið og var gerð eft­ir­far­andi bók­un.
                "Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð fyr­ir er­ind­inu".

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram til kynn­ing­ar á 387. fundi skipu­lags­nefnd­ar

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.